Sævar allur en smánin lifir.

 

Smán íslensku þjóðarinnar sem lét það líðast að pyntingum var beitt til að þvinga fram játningu  í Guðmundar og Geirfinnsmálinu.

Svo þegar sýnt er fram á með ómótmælanlegri rökfærslu að sú játning sem ungmennin voru þvinguð til að skrifa undir, var byggð á skáldskap og átti sé enga stoð í raunveruleikanum, þá var vitnað í þessa játningu.

Með þeim orðum að það þyrfti ekki að taka upp málið, því það lægi fyrir játning.

Þann dag framdi íslenskt réttarfar sitt HariKari, það upplýsti að það var alls ófært á að takast á við sína eigin glæpi.

 

Meira að segja í dag eru Rússar búnir að viðurkenna að sakborningar Stalíns í Moskvuréttarhöldunum 1936 voru saklausir af þeim ákærum sem á þá voru bornar, játningar þeirra voru fengnar með pyntingum.

Bandarísk stjórnvöld þora ekki með Guantánamofangana fyrir almenna dómsstóla, því allt sem þau vita, fengu þau með pyntingum.

Í öllu réttarríkjum heims er mál tekin upp ef grunur um pyntingar liggur fyrir.

 

Nema á Íslandi, þar eru slíkar játningar taldar það öruggar að þær yfirskyggja sannaðan skáldskap rannsóknarmanna sem víluðu sér ekkert fyrir að láta sakborningana vera á tveimur stöðum því sem næst samtímis svo hægt væri að láta hina skálduðu atburðarrás ganga upp.

Það er álit Hæstaréttar og gegn því áliti hefur enginn haft kjark gegn.

Smánin stendur, smánin lifir.

 

En í dag, þegar ríkisstjórn smánarinnar lifir svo góðu lífi, neitandi fólki í skuldafeni Hrunsins um réttlæti og sanngirni, þá á almenningur að krefjast réttlætis.

Og það sem meira er, hann á að lýsa því yfir að hann líði ekki órétt.

Ekki heldur gagnvart ógæfufólki, ekki gagnvart þeim sem lentu í kerfinu og voru muldir mélum smærra svo enginn blettur féll á kusk hvítflibbanna.

 

Íslenskur almenningur á að láta í sér heyra, og krefja innanríkisráðherra um endurupptöku Geirfinns og Guðmundarmálsins, krefjast þess að óháðir aðilar fari yfir málsgögn, en kattarþvottur kerfisins verði ekki látinn viðgangast.

Í dag er maður innanríkisráðherra, maður með hjarta sem hlustar.

Þess vegna á réttlætið von.

 

Einni smáninni færri  getur þjóðin haldið glaðbeitt inn í morgundaginn, vitandi að réttlætið lifir og hefur sitt fram að lokum.

Vitandi að hún hafði manndóm til að horfast í augun á sjálfri sér og takast á við það sem miður fór.

Vitandi að fyrst það er hægt að takast á við syndir fortíðar, að þá er hægt að leiðrétta óréttlæti núisins.

Vitandi að það er alltaf von um réttlæti og sanngirni.

 

Og það er ekki svo slæmt vegarnesti inn í framtíðina.

Kveðja að austan.


mbl.is Sævar Ciesielski látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Þessi pistill er ritaður af sterkri sannfæringu, e.t.v. mætti jafnvel segja tilfinningahita. Það kannski skiptir ekki máli en fróðlegt væri þó að vita á hverju sannfæringin byggist.

Vonandi þó ekki eingöngu því sem matreitt var ofaní íslenska rannsóknarblaðamenn.

Hólmgeir Guðmundsson, 14.7.2011 kl. 09:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Rangt Hólmgeir, hann er skrifaður af skömmustutilfinningu.

Þegar ég hugsa um þetta mál allt saman þá skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur, jafnvel meir en þegar ég hugsa um tilfinningakulda meirihluta landsmanna að koma samlöndum sínum í neyð Hrunskulda ekki til hjálpar.

Staðreyndir þessa mála liggja allar fyrir.

Hæstiréttur gaf það út að það væri ekki ástæða til að endurupptaka málið því játningar lægju fyrir.

Um hvernig þessar játningar voru fengnar, með harðræði og einangrun sem einna helst má finna lýsingar á í skáldsögum Dumas, má allt lesa um í dómsskjölum.  Fangaverðir á þessum tíma hafa síðan staðfest einstaka frásagnir um beint líkamlegt ofbeldi.

Sigursteinn Másson, sem þú telur þig hafa efni á að sneiða að, sýndi afrit af rannsóknargögnum þegar hann sýndi fram á hvernig játningunum var breytt þegar rannsakendur áttuðu sig á tímafaktornum, og samt gekk hann ekki upp hjá þeim.

Mér varð ljóst að Sigursteinn og hans fólk hafði rétt fyrir sér, þegar þáverandi sérstakur saksóknari, Ragnar Hall,  sagði í umræðuþætti  rannsókninni til varnar, "að þetta voru engir fermingardrengir", klassískur útúrsnúningur rökþrota manns sem bendir á fortíð manna til að árétta að þeir gátu haft innræti til að fremja glæpinn.

En mál eru dæmd út frá staðreyndum máls, ekki staðreyndum annarra mála.

Og líklegast hefur Davíð Oddsson sannfærst líka því á Alþingi skömmu seinna sagði hann að sér sem lögfræði sýndist rökfærsla Hæstaréttar vera hundahreinsun.  En hann fylgdi ekki málinu eftir því elítan vildi þagga það niður.  Og enginn ávinningur í að tryggja að ógæfufólk njóti réttlætis.

En dagurinn í dag er dagurinn sem réttlætið á að sigra.  Við þurfum þess sem þjóð, þjóð sem vær rænd og situr uppi með leppa ræningjanna í valdastól.

Lítil þjóð án réttlætis er dæmd til að falla.

Uppreisn æru Sævars er því angi að miklu stærra máli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2011 kl. 10:29

3 Smámynd: Landfari

Smá ábendig Ómar. Það heitir uppreist æru. Menn fá uppreist æru, ekki uppreisn æru.

Annars er ég sammála þér að þetta mál er svartur blettur á réttarfarssögu landsins og ég vil trúa þvi að svona lagað gæeti ekki gerst í dag. Þó óttast ég að það sé háð því að menn hafi fjármuni til að hafa góða lögfræðinga í sini þjónustu.

Landfari, 14.7.2011 kl. 10:48

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Landfari, nægar eru uppreisnirnar þó æran rísi ekki upp líka.

En það er ekki alveg málið að þetta gerðist, fyrir því eru sjálfsagt orsakir og sjálfsagt upplifðu þeir sem voru í hringiðjunni að þeir væru að gera rétt, eða það skyldi maður vona.

En málið er að þetta gerðist, og þjóðin hefur neitað að takast á við það.

Á meðan er hún smáð og smá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2011 kl. 10:58

5 Smámynd: Landfari

Það er stundum erfitt að horfast í augu við sannleikann.

Ég held hinsvegar allur almenningur hefði ekkert á móti því að þetta mál yrði skoðað íkjölinn. Hvort rétti tíminn er núna veit ég ekki þótt vissulega sé tilefni til þess. Held að málið fengi ekki nóu djúpa skoðun því það mæðir mikið á dómskefrinu núna. En eins og ég sagði áðan þá held ég að það sé ekki þjóðin sem ekki vill takast á við málið. Það eru einstaklingar á völdum stöðum sem stoppa það.

Landfari, 14.7.2011 kl. 11:10

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Dagurinn í dag er alltaf rétti tíminn til að gera rétt. 

Og eftir Hrun þá er almenningur orðinn afl.  Samstaða hans eða samstöðuleysi er virkur gerandi, spurningin er bara hvað fólk vill.

En stjórnvöld eru það veik að þau hundsa ekki almenning.

Ég sé það á hreyfingunni að margir hafa lesið þessa frétt um Sævar, ég sé það líka á því hvað Moggamenn gera fréttina um andlát hans áberandi, að fleiri en ég finna til ónota í hvert skipti sem manni er hugsað til þeirrar svívirðu sem Sævar varð að þola.

Ég held til dæmis að ef Davíð myndi minnast orða sinna á þingi á sínum tíma, og muna að þarna hafi hann látið órétt viðgangast, og hann myndi því ákveða að skrifa leiðara með áskorun á Ögmund um sjálfstæða óháða rannsókn, algjörlega fyrir utan dómskerfið, að þá myndi Ögmundur ekki skorast undan.

Og ég held að fólk myndi styðja slíka rannsókn.

Og það myndi styðja slíka kröfu ef almenningur myndi ræða þessi mál á netinu, í fjölmiðlum og annars staðar þar sem hann getur komið skoðunum sínum á framfæri.

Almenningur hefur áhrif, en hann þarf að vilja þau áhrif.

Og dagurinn í dag er dagurinn til að ræða þessi mál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2011 kl. 11:44

7 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Ósammála þessu, á pistlinum og eins athugasemd no. 2 eru mjög ákveðin sannfæringarmerki:

"Staðreyndir þessa mála liggja allar fyrir.  .......  má allt lesa um í dómsskjölum."

Ég las á sínum tíma hæstaréttardóminn (400 bls minnir mig) um þetta mál án þess að sjá þann sannleik sem þú segir þar að finna. Hvernig er þetta aftur með niðurdýfingarskírnina, sjá ekki þeir einir heilagan anda sem trúa á hann?

En þessi lestur í hæstaréttardómum jók verulega skemmtanagildi fréttaflutnings af málinu. Þannig kom einn sakborninga fram í útvarpsþætti þar sem hann hélt fram sakleysi sínu í málinu, frumflutning má segja. Hann greindi frá því að hann hefði kennt Sævari í barnaskóla þó hann kæmi honum ekki fyrir sig. Hefði svo ekki séð hann fyrr en þeir voru leiddir saman í Síðumúlafnagelsi mörgum árum seinna. Þarna var hann búinn að steingleyma því að þeir stóðu saman að og voru dæmdir fyrir hassinnflutning í millitíðinni. Og fleira og fleira.

Hólmgeir Guðmundsson, 14.7.2011 kl. 12:03

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hólmgeir, hvað kemur það málinu við???

Ef þú hefur lesið Hæstaréttardóminn þá ættir þú að vita að það var ákært og sakfellt í máli þar sem var ekki lík, ekki morðvopn, ekki tilefni, ekki þeir skipulagshæfileikar sem þurfti að fremja tvöfalt morð, engar sannanir, hvorki óbeinar eða beinar eða annað sem studdi hina þvingaða játningu.

Fyrir lá játning sem sannarleg náðist fram með pyntingum en hin óheyrilanga einangrun er ekkert annað en gróf pynting sem fæstar manneskjur stæðust án þess að játa hvað sem væri upp á þær bornar.  Við bætist síðan staðfest harðræði.

Eina skýringin á því hvað játningin var lengi á leiðin var sú að sakborningarnir vissu ekki hvað þeir áttu að játa.

Síðan þegar það er upplýst hvernig fyrstu játningum er breytt til að laga mestu annmarka á skörun við raunveruleik, þá er vísað í að ekkert nýtt hafi komið fram, og að það liggi fyrir játning.

Og Hólmgeir, það er siðblinda að átta sig ekki á að þú vísar ekki í pyntingar sem staðfestingu á sekt sakbornings.  Það er siðblinda sem segir, að Rannsóknarrétturinn hafi haft rétt fyrir sér, að KGB hafi haft rétt fyrir sér, að Gestapó hafi haft rétt fyrir sér.

En í skjalasöfnum viðkomandi stofnanna er til óhemju magn af játningum fengnar með pyntingum.  Að fólk hafi haft samræði við djöfulinn, flogið á kústum, haft samræði við Gyðinga eða starfað með gyðingum og heimsvaldasinnum.

Játningin í Geirfinnsmálinu er á mjög svipuðu plani, og styðst ekki meir við raunveruleikann en hið meinta kústskaftsflug.

Og þessi siðblinda er blettur á þjóðinni.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 14.7.2011 kl. 14:04

9 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Blessaður,

Satt er það, ekkert fannst lík eða morðvopn, en tilefnið var vissulega til staðar. "... ekki þeir skipulagshæfileikar sem þurfti .... " bíddu, hvaðan kemur það? Svo að ef morðingja tekst að eyða líki og vopni skal hann laus allra mála? Það er sjónarmið, býst ég við þó svo það sé ekki stutt af íslenskum lögum.

"hvað kemur það málinu við???"

spyrð þú. Það kemur málinu þannig við að það sýnir að hinir dæmdu gátu logið hverju sem var að íslenskum rannsóknarblaðamönnum sem endurbirtu staðhæfingar þeirra sem heilagan ritrýndan sannleik. Þannig varð að viðtekinni skoðun hjá stórum hópi fólks að td fyrir morðinu í Dráttarbrautinni í Keflavík (etv er þar réttara að tala um aftöku) hafi ekki verið aðar sannanir en að hinir dæmdu hafi að lokum sagt "ég var þarna, ég gerði þetta" og það látið duga.

Þetta er helber þvættingur eins og sjá má af málsskjölum en kannski svosem ekkert frábrugðið öðru sem rannsóknarblaðamenn halda að okkur.

Hólmgeir Guðmundsson, 14.7.2011 kl. 22:36

10 Smámynd: Landfari

Ég held nú Hómgeir, ef þú getur horft hlutlaust á málið, að gögn málsins, og hvernig þau eru fengin, dygði ekki til sakfellingar í dag.

Það voru meiri bógar en Sævar sem voru við það að brotna niður og játa það sem um var beðið, þrátt fyrir að meðferð þeirra, eins slæm og hún nú var samt, var snögtum betri en Sævar fékk.

Ef þau hindvegar voru sek svo óyggjandi sé verðum við að gera ráð fyrir að það komi þá í ljós við endurskoðun málsins en þá verður þessari nagandi óvissu í það minnsta eytt.

Landfari, 15.7.2011 kl. 15:56

11 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Landfari, efast um að þú hafir þekkingu til að styðja þá fullyrðingu sem þú setur fram í 1. málsgrein. Og það vill svo til að við höfum samanburðartilraun; 4 einstaklingar sem Síselskí & Co höfðu sammælst um að ljúga sökum upp á játuðu ekki neitt á sig þrátt fyrir langt gæsluvarðhald. En ekki þar fyrir svo sem, það þekkist að fólk játar eitthvað sem ekki er fótur fyrir.

Þú virðist líta fram hjá því að endurskoðun hefur farið fram, ríkið borgaði einum dýrasta lögmanni landsins fyrir að undirbúa kröfu um endurupptöku, hæstiréttur (allt annar en sá sem dæmdi upphaflega í málinu) fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu að það væri engin ástæða til endurupptöku. Það er engin nagandi óvissa.

En þar sem þetta virðist liggja þungt á mörgum vil ég benda á lendingu í málinu: Að setja sérlög sem skipa Illuga og 2-3 aðra jólasveina af stjórnlagaþinginu með honum í sérstakan yfir-hæstarétt til að fjalla um þetta mál. Þeir munu kveða upp úrskurð sem mun þykja réttlátur í bloggheimum og meðal álitsgjafa.

Hólmgeir Guðmundsson, 15.7.2011 kl. 22:32

12 Smámynd: Landfari

Þessar jáingar Hómgeir voru fengnar með aðferðum sem eru ekki löglegar, allavega í dag. Pyntingar eru bannaðar í íslenskum fangelsum og það er komið fram, meðal annars hjá fangelsisverði, að pyndigar fóru fram gagnvart Sævari.

Það er rétt hjá þér að þeir voru í löngu gærsluvarðhaldi en Sævar var í mun lengra gæsluvarðhaldi og fékk allavega ekki betri meðferð. Við erum annars vegar að tala um menn sem nutu virðingar í þjóðfélaginu með sterkt bakland og allavega sá þeirra sem ég þekki mikið sjálfsöryggi. Hinsvegar mann sem búið var að brjóta niður sem barn, á vegum ríkisins. Samt voru þessir menn að því komnir að játa það sem um var beðið.

Þó ekki væri nema fyrir það að löglærður fosætisráðherra þjóðarinnar á þeim tíma telji að dómsmorð hafi verið framið og fleiri en eitt, þá finnst mér ástæða til að skoða málið aftur.

Það er ekki rétt hjá þér að málið hafi verið endurskoðað. Þeirri beiðni var hafnað að því er virtist af því að um undirmálsmenn væri að ræða.

Það væri fróðlegt að vita hvað þú værir tilbúinn að játa á þig Hólmgeir eftir sömu meðferð og Sævar fékk. Ekki það að ég óski þér neins ills en það eru engar sannanir í málinu. Það er dæmt á játningu sem fengin var með pyndingum og dregin var til baka þegar þeim linnti.

Ekki veit ég hverslu mikla viðingu þú berð fyrir sjálfum þér Hómgeir en ef við gefum okkur að hún sé ekki langt fyrir neðan meðaltal er það samt fyrir neðan þína virðingu að reyna að "djóka" með þetta mál. 

Landfari, 18.7.2011 kl. 20:40

13 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

fallegt af þér landfari að óska mér ekki neins ills, takk fyrir það.

það er misskilningur að ég sé að gera einhvern brandara úr þessu máli, til þess er ekkert tilefni. mér hins vegar gremst hvað margir (þú þar með talinn) eru tilbúnir að tjá sig um málið án þess að hafa nokkra þekkingu á því aðra en það sem hinir dæmdu fræddu stjörnublaðamenn á.

"Þeirri beiðni var hafnað að því er virtist af því að um undirmálsmenn væri að ræða."

hvaðan hefurðu þetta? ekki það, mér er svosem slétt sama.

Hólmgeir Guðmundsson, 20.7.2011 kl. 17:36

14 Smámynd: Landfari

Ragnar H. Hall sérstakur saksóknari í upptökumálinu gaf þetta í skyn eftir að hafa hafnað upptöku málsins. Þetta hefur komið fram víða, til dæmis í þessum texta:

"Þessi sami Ragnar H. Hall var skipaður sérstakur saksóknari þegar farið var fram á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir nokkrum árum. Þegar beiðni um endurupptöku hafði verið hafnað sagði Ragnar í hæðnistón að sakborningar í málinu hefðu ekki verið neinir kórdrengir sem sóttir hefðu verið í fermingarveislu. "

sem er að finna á Pressunni. (http://217.28.186.169/pressupennar/Lesa_Bjorn_Jon/hafskipsmalid?Pressandate=200904251%27%3B+or+1%3D%40%40version)
 
Svo geturðu skoða þetta líka:
"Einn þeirra sem gramsaði í kössum sínum er auglýsingamaðurinn og spurningadómarinn Örn Úlfar Sævarsson (1.249 vinir) sem starfaði á árum áður á fréttastofu útvarps. Örn Úlfar segir í nýlegum Facebookstatus: „tók útvarpsviðtal við settan saksóknara við meðferð Hæstaréttar á beiðni Sævars Cieselski um endurupptöku 1997. Á síðustu sentímetrum spólunnar varðveittust þessi ummæli „Það er ekki eins og það hafi verið einhverjir fermingardrengir sem þarna voru teknir og ákærðir…“ "
 
sem er að finna hér: http://blog.eyjan.is/jakobbjarnar/2011/07/15/saevar-og-co-engir-fermingadrengir/

Landfari, 20.7.2011 kl. 19:36

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir umræðuna félagar, var vant við látinn en sé að litlu er við að bæta, bæði sjónarmið komast ágætlega til skila.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.7.2011 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 245
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 3748
  • Frá upphafi: 1330578

Annað

  • Innlit í dag: 209
  • Innlit sl. viku: 3181
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 193

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband