ICEsave glæpir fyrnast aldrei.

 

Sama hvað langt er liðið, sama hvað glæpahyskið er komið á aldur.

Sumt má ekki, til dæmis að svíkja þjóð sína eða valda samborgurum sínum ómældan skaða.

 

Við getum spurt okkur hvað hefði gerst á Íslandi ef ríkissjóður, ofan á alla aðra óárán, hefði þurft að punga út í erlendum gjaldeyri, þetta frá 35-60 milljarða árlega, næstu 14 árin.

Það hefði einfaldlega þýtt endalok velferðarkerfisins eins og við þekkjum það síðustu 70 árin.  

Með skelfilegum afleiðingum, mannlegum hörmungum, og ótímabærum dauða fjölda fólks.

Það er þannig að velferð eykur lífslíkur, eyðing hennar dregur úr henni.

Það gerist í stríðum, við náttúruhamfarir, við hungursneyðir, og það gerist þegar þjóðir eru kúgaðar til að nota skattfé sitt til að greiða glæpamönnum skatt.

 

Aumingjaliðið á Alþingi samþykkti ICEsave samnings Svavars með fyrirvörum, það kunni ekki að verja þjóð sína.  Sem betur fer þá vildu ræningjarnir meira, og þáðu ekki aumingjaskapinn.

Þess vegna slapp þjóðin, og síðan kom Ólafur henni til bjargar.

 

En ef ekki, þá hefði hún þurft að verjast eins og andspyrnan í seinna stríð varðist ICEsave kröfum Þjóðverja sem þeir innheimtu með skriðdrekum.  

Og þá hefðu margur glæpurinn verið framinn, líkt og dæmt er fyrir í dag á Ítalíu.

En stuðningsmenn ICEsave glæpsins sluppu, við Nei fólkið forðum þeim frá því að svíkja þjóð sína.

 

Við forðum þeim frá því að vera tekin og dæmd í framtíðinni, líkt og eru örlög stríðsglæpamannanna á Ítalíu, eða örlög morðingja Serba í ICEsave kúgun þeirra gagnvart nágrönnum sínum.  

Eða örlög glæphyskisins sem núna þarf að mæta réttlætinu í Phnom Penh vegna ódæða sem þeir frömdu gagnvart þjóð sinni fyrir um 35 árum síðan.

 

Það er þannig að glæpir fólks elta það uppi.

 

Og fólkið sem barðist fyrir ICEsave fjárkúguninni, það hefði verið dæmt fyrir glæpi sína þegar þjóðin hefði náð aftur stjórn á landi sínu úr hendi ræningjaklíkunni sem núna ræður öllu.

Steingrímur, Jóhann og öll hin, þau eiga okkur Nei mönnum mikið að þakka.

Öldungarnir sem núna eru dæmdir á Ítalíu, þeir áttu ekki slíku láni að fagna.  Að Nei hreyfing samlanda þeirra hefði hindrað glæpi þeirra.  En í dag vildu þeir að einhver hefði sagt Nei, að allir hefðu sagt Nei.  

Þá hefðu þeir kannski líka sagt Nei.

 

Því fólk segir Nei við morðum, Nei við ICEsave.  

Ef ekki  þá endar það alltaf að lokum í dýflissum.

Ærulaust, dæmt, útskúfað.  

 

Já, Nei við ICEsave var mikið lán fyrir marga samlanda okkar.

Kveðja að austan.


mbl.is Níu öldungar dæmdir fyrir fjöldamorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ert þú virkilega að líkja Icesave málinu við fjöldamorð síðari heimstirjaldarinnar?

Hvað Icesave málið varðar þá er talið eftir nýjasta verðmat á eignum þrotabús gamla Landsbankans að samþykkt þess hefði kostað íslenska ríkið um 11 milljarða. Þar sem um varfærið mat á eignum er að ræða er líklegt að þar sé um ofmat á kostnaði að ræða.

Þessi samningur kæmi lítið betur út helsur en Svavars samningurinn. Ástæðan fyrir miklu lægri tölum nú en talað var um þegar Svavars samningurinn var kynntur á sínum tíma er fyrst og fremst sú að mat á eingum þrotabúsins hefur hækkað mikið síðan hann var gerður. Sá samningur hefði því líka kostað lítið gangi spár um verðmæti eigna þrotabúsins eftir.

Nú stöndum við hins vegar í þeirri stöðu að þetta mál er að fara fyrir dómstóla og það getur endan með margfalt hærri kostnaði en hefði hlotist af samningi jafnvel þó Svavars samningurinn hefði verið samþykktur.

Það er ekkiert annað en ómerkilegt lýðskrum og skítkast að verstu sort að tala um það sem einhver "þjóðsvik" eða "glæpi" að hafa frekar viljað ljúka málinu með samningum heldur en að taka áhættu fyrir dómstólum. Þeir sem töluðu fyrir samningum gerðu það í góðri trú að það væri það sem væri hagstgæðst fyrir þjóðina. Við vitum ekki enn hvort þeir hafa haft rétt fyrir sér. Það vitum við ekki fyrr en eignirnar hafa verið seldar og niðurstaða dómstóla liggur fyrir.

Sigurður M Grétarsson, 8.7.2011 kl. 00:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Var ég að því??, án þess að ég nenni að lesa pistilinn yfir þá minnir mig að ég hefði verið tala um glæpi gegn þjóðum og rökstutt það ágætlega.  En menn verða að skilja rök og rökhugsun til þess að átta sig á því, en vissulega er öllum heimilt að lesa og leggja út af efni eins og vit og vilji gefa tilefni til.

En þú hefðir átt að sleppa rullunni þinni um ICEsave, láta spurningu þína duga, þá hefðir þú svona skammlaust sloppið frá málinu.  En hér er óskráð regla að menn komast ekki upp með að bulla um ICEsave nema þeir geti sannað að þeir hafi ekki nokkrar forsendur til að átta sig á staðreyndum málsins, og hafi fallið í þá gryfju að trúa sér "betri" mönnum.  Þú hefur það ekki þér til afsökunar, þú náðir prófi, hefðir aldrei náð því með þeirri faghæfni sem þú sýnir hér að ofan.

Tökum fyrst þetta með endurheimturnar, í Svavarssamningnum með endurbótum, var gert ráð fyrir 88% endurheimtum, miðað við upplýsingar á þjóðaratkvæði.is þá gerði skilanefndin ráð fyrir 89% endurheimtum fyrir síðustu samninga.  Munurinn því enginn, en gengið hafði styrkt, eitthvað sem er núna að ganga til baka. 

En þú þekkir ekki einu sinni til þessara lágmarksstaðreynda þegar þú fabúlerar Sigurður.

Víkjum þá að síðasta samningi, sem slíkur var hann erfiður, en ekki af ætt þeirra landráða sem sá fyrri var.  Ef hann hefði ekki verið gengistengdur, það er endurgreiðslan úr þrotabúinu föst upphæð, þá hefði verið hægt að lifa með honum, það er ef óvissan vegna endurheimta hefði fallið á breta, ekki Íslendinga.  Síðan átti aldrei að afsala sér dómsforræði, og aldrei að setja neitt að veði, því ef hann gekk ekki eftir, þá gekk hann ekki eftir.

En það voru meiri líkur en minni að hann myndi ekki gera þjóðina gjaldþrota.

Gamma greining mat hann á 60-220 milljarða, rökstutt mat, án óskhyggju.  Talan sem þú vitnar í er bull, þrotabúið hefði aldrei getað mismunaða öðrum kröfuhöfum með því að greiða vexti samningsins líka.  Það hefði aldrei gert slíkt fyrr en allar kröfur hefðu verið greiddar af nafnverði, þannig eru lögin, þannig eru reglurnar.

En þessi 11 milljarða tala þín afhúpar alvarlega heimsku, miðað við menntun, því þú hefðir ekki átt að sleppa í gegnum fyrstu vikuna ef þú þekktir ekki til vaxta.  Það eru vextirnir sem telja upp milljarðana sem þarf að greiða.

Og þá komum við að Svavarssamningnum, hann var hrein landráð, glæpur gegn þjóðinni, lagði allt að veði á miklum ósvissutímum.  Þó allt hefði endurheimst, þá voru vextirnir einir um 120 milljarðar.  Miðað við forsendur skilanefndar var samningurinn uppá 507 milljarða í beinhörðum gjaldeyri.

En glæpurinn var að öll áhættan féll á Ísland.

Mat á áhættu er eitthvað sem þú hefðir átt að læra í námi þínu, ef þú þekktir til hennar, þá hefðir þú ekki skrifað orð að þeirri vitleysu sem þú skrifaðir hér að framan.   Það er fíflska í heimi óvissunar, á hamfaratímum hins vestræna fjármálakerfis, á tímum þar sem þrír helstu megingjaldmiðlar heimsins standa á brauðfótum, að hundsa þá áhættu, að reikna allt upp á besta veginn en reikna ekki með að eitthvað geti farið á verri veginn.

Það er engin afsökun fyrir þig Sigurður að benda á að þessi forheimska var forsenda útrásarinnar, að þá hafi Exel skjöl um hvað gæti gerst ef allt gerðist eins og í Hollywood kvikmynd verið forsenda ákvarðanatöku.  Og það er jafnheimskulegt þó allt hefði farið og muni fara eins og lífið væri handrit i kvikmynd.  

Því þú tekur ekki áhættu sem þú ræður ekki við, og ef illa fer hefur i för með sér gífurlegar hörmungar saklausra.

Það er siðblinda, í besta falli.

En ég reikna með að þú vitir eitthvað um hvað er að gerast út i hinum stóra heimi.  Og þar sem puttar mínir finna ekki hógværðina, þá ætla ég að vitna í hógværan mann, og láta hans orð um líkurnar á endurheimtum standa.

Jón Daníelsson, úr greininni "Áhættunni af Icesave verður ekki eytt eftir á";

"Það mun taka mörg ár að selja allar eignir Landsbankans. Endurheimtuhlutfallið kann að reynast varlega áætlað ef efnahagur heimsins réttir úr kútnum og búið getur selt eignirnar hærra verði en nú er gert ráð fyrir. Af sama leiðir að ef efnahagástand heimsins versnar enn mun það taka þrotabúið mun lengri tíma að fá viðunandi verð fyrir eignirnar. Skuldabyrði Íslands af völdum Icesave er því verulega háð efnahagsþróun á heimsvísu. Meðan við bíðum eftir hnattrænum efnahagsbata borgum við hins vegar vexti af Icesave."

Það er þetta með ef-in en að þekkja ekki til þeirra, það er allavega ekki gáfulegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.7.2011 kl. 08:30

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr Ómar við höfðum sigur að hólmi í þessari lotu munum það uns yfir líkur.

Sigurður Haraldsson, 8.7.2011 kl. 08:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Við gerum það Sigurður, ekki spurning, björninn hefur þegar verið lagðu tvisvar.

En sorglegar eru rangfærslur þeirra sem lifa ekki í raunheimi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.7.2011 kl. 10:21

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega kveðja úr norðri.

Sigurður Haraldsson, 8.7.2011 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 4196
  • Frá upphafi: 1338895

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 3758
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband