Gleðitíðindi frá ESA.

 

Helsti óttinn í ICEsave deilunni var að málið yrði svæft, að kerfið myndi þegjandi og hljóðalaust játa sín mistök, og í kjölfarið yrði gefinn út einhvað óskiljanlegt álit sem hefði samt að innihaldi að þrotabúið stæði undir ICEsave reikningunum.

Og þar með hefði fjárkúgarnir og hyskið sem studdi þá sloppið við dóm.

 

ESA getur ekki rökstutt niðurstöðu sína með einni einustu röksemd sem vísar í lög og reglur.  

ESA getur ekki vísað í réttarheimild sem heimilar Framkvæmdarstjórn ESB að setja reglur sem fela í sér beina eða óbeina ríkisábyrgð EFTA ríkja á einhverjum óskilgreindum upphæðum, reyndar hefur hún ekki slíka heimild fyrir einstök aðildarríki ESB.

Þjóðþing einstakra aðildarríkja hafa þessa réttarheimild, ekki Framkvæmdarstjórn ESB.

 

ESA getur ekki vísað í heimild í Rómarsáttmálanum sem leyfir samkeppnishamlandi ríkisaðstoð sem ríkisábyrgð á innlánstryggingasjóðum er.

ESA getur ekki vísað í lagatexta í reglugerð ESB um innlánstryggingar sem kveður á um þessa ólöglegu ríkisaðstoð (ólögleg samkvæmt Rómarsáttmálanum).

ESA getur ekki vísað í sína eigin túlkun þegar íslensku lögin voru sett þar sem stofnunin gerði athugasemd við að íslensku lögin kvæðu ekki á um ríkisábyrgð.  

 

ESA getur ekki vísað í eitt eða neitt nema eftirá túlkun sína á viðkomandi reglugerð um innlánstryggingar, þar sem stofnunin kemst að því, 12 árum eftir að reglugerðin var sett, að óbein túlkun á reglugerðinni fæli í sér ríkisábyrgð í innlánstryggingasjóðum, þó það hefði algjörlega gleymst að láta aðila evrópska efnhagssvæðisins vita af því.

Slík lagatúlkun, og slík vinnubrögð eru ekki einu sinni boðleg fyrir dómsstólum Norður Kóreu, einhver glóra verður að vera í málatilbúning stjórnvalds sem setur lög eftirá.

 

Íslendingar eiga því að fagna tækifærinu að fá að verja hendur sínar fyrir EFTA dómnum og þeir eiga ekki að óttast þann dóm.

Evrópa er réttarsamfélag.

Fjárkúgun og glæpir eru ekki liðnir.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Þriggja mánaða Icesave-frestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sammála þér í einu og öllu. Evrópa er réttarsamfélag en það virðist þó vera einhver brestur, því að það er lífsins ómögulegt að koma lögum yfir alla þá spillingingapésa  sem þrífast í sjórnkerfi þeirra, sbr. að ekki sé hægt að samþykkja ársreikninga ESB í 12 ár, og ef einhver dirfist að krítisera færslur og gerðir þeirra þá er honum / þeim refsað með brottrekstri o.s.fr..

Eggert Guðmundsson, 10.6.2011 kl. 12:23

2 identicon

  

Þetta “rökstudda álit” frá ESA breytir stöðunni ekki neitt, enda var búist við að það kæmi fram. Við sjáum hins vegar að ESB-sinnar eru straks farnir á taugum, en engin ástæða er til þess. Ef Brussel ræskir sig, pissa ESB-sinnar á sig. Þetta taugaveiklaða lið má ekki ráða viðbrögðum þjóðarinnar.

 

ESA gefur ríkisstjórninni þriggja mánaða frest, en “rökstudda álitinu” má ekki svara einu orði heldur mæta nýlenduveldunum fyrir EFTA-dómstólnum. Ef álitinu er svarað gerir það bara stöðu okkar erfiðari, því að við gæfum þá upp málsvörn okkar.

 

Þótt góðir sprettir séu í andsvarinu til ESA frá 2. maí 2011, er fullt af sterkum rökum sem ekki koma þar fram. Mikilvægt er að Samstaða þjóðar gegn Icesave fái að koma af fullum krafti að málsvörninni og ekki í músa-líki, eins og raunin var með andsvarið. Aðkoma allra þjóðhollra afla að málsvörninni er algjört lykilatriði.

 

Um nokkra hríð hafa traustir heimilarmenn í Evrópu sagt mér að Bretar og Hollendingar væru að undirbúa það “rökstudda álit” sem nú hefur verið birt. Við þeim ósanngjörnu og ólöglegu kröfum sem í álitinu birtist verður að bregðast af fullri festu. Þar á meðal verður að hefja undirbúning að úrsögn Íslands úr Evrópska efnahagssvæðinu og í leiðinni er rétt að hefja úrsögn úr NATO.

 

Samstaða þjóðar gegn Icesave er að undirbúa gagnsókn gegn Bretlandi og Hollandi. Ef Alþingi hefur einhvern sóma, verður þessum undirbúningi veitt liðsinni. Kvartað verður til Framkvæmdastjórnar ESB vegna troðkunar nýlenduveldanna á lögsögu Íslands og þar með brotum á meginstoðum Evrópska efnahagssvæðisins, hvað varðar “frjálst flæði fjármagns” og “frelsi til þjónustustarfsemi”.

 

Í núverandi stöðu eru því eftirfarandi atriði mikilvægust:

 

 
  • EKKI má svara “rökstudda áliti” ESA fyrr en fyrir EFTA-dómstólnum, ef ESA leggur í slaginn.
  • Samstaða þjóðar gegn Icesave verður að fá aðgang að málsvörninni.
  • Undirbúa verður úrsögn úr EES og NATO.
  • Alþingi verður að veita Samstöðu þjóðar gegn Icesave fullan stuðning við undirbúning gagnsóknar gegn Bretlandi og Hollandi.
   

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 12:55

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Þetta er "overkill" hjá Lofti. Það er engin ástæða til þess að segja Ísland úr NATO eða EES vegna þessa og engir hagsmunir þar aðrir en íslenzkir. Öllum öðrum er líklega sama hvort landið á aðild að þessum samtökum eða ekki.

Það er í landinu ríkisstjórn sem hefur aðra hagsmuni ofar á forgangslista en að sækja mál gegn Bretlandi og Hollandi. Meðan svo er er hætt við að málafylgjan verði slök, en við getum ekki annað en vonað það bezta þar sem stjórnin hefur meirihluta og ákveðin í að halda áfram þótt hún sé ekki samtaka um neitt annað markmið.

Skúli Víkingsson, 10.6.2011 kl. 14:01

4 identicon

Sorry, but time to pay for the Range Rovers and all the other things you could not afford....

Fair Play (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 14:27

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eru þessi málaferli ekki fyrst og fremst prinsippatriði? Og þótt í mínum huga sé ekkert spaugilegt við ESB umsóknina væri það nánast grátbroslegt ef ríkisstjórnin stöðvaði ekki aðildarferlið/aðlögunarferlið! i ljósi þessara nýju aðstæðna.

Árni Gunnarsson, 10.6.2011 kl. 14:42

6 identicon

Skúli, ég tel að Icesave kröfur nýlenduveldanna séu alvarlegt mál, en það telur þú líklega ekki. Bretar og Hollendingar eru í efnahags-hernaði gegn okkur og við verðum að taka á málinu eins og það er. Getum við verið í hernaðar-bandalagi með ríkjum sem beita okkur hernaðar-aðgerðum ?

Liggur ekki í augum uppi að okkur ber skylda til að taka aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu og NATO til rækilegrar skoðunar og láta Evrópuríkin vita af því ? Það er fullkomlega rangt hjá þér Skúli, að enginn (nema hugsanlega við) hafi hagsmuni af veru okkar í þessum klúbbum.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 15:14

7 Smámynd: Elle_

Já, gleðitíðindi fyrir ICESAVE-JÁ-MENN, Ómar, og nú kætast þeir og fara með allar gömlu rangfærslurnar.  Hinsvegar getur pólitískt ESA sem lætur stjórnir gamalla heimsvelda misnota sig, ekki lengur verið tekið alvarlega á nokkurn hátt og er ekki neinn dómstóll yfir okkur. 

Elle_, 10.6.2011 kl. 19:22

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Leiðrétti hér Eggert: Ársreikningum hefur ekki verið skilað i 16 ár og ekkert útlit fyrir að þeir þori að opna það ormabox.

Ég er sammála um að íhuga úrsögn úr EES á þeim forsendum að það skði hag okkar og að pólitískir duttlungar herraþjóðanna ráði þar. Formaður ESA var annars búinn að fella þennan dóm fyrir löngu í ræðu og riti, áður en málsmeðferða hafði einu sinni verið skoðuð. Hann var vanhæfur í nefndinni fyrir vikið og við eigum að krefjast nýs álits að honum fjarverandi og benda á þessi hróplegu vinnubrögð. Ja, eða hreinlega hunsa þá.

Ef Eftadómstóllinn er starfi sínu vaxinn og ekki svo spilltur að hann verji þennan pjakk, þá eigum við væntanlega von á þvi að ESA hljóti alvarlega ádrepu fyrir ábyrgðarleysið.  Ef ekki, þá eigum við að segja okkur úr þessu apparati med det samme.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2011 kl. 19:35

9 Smámynd: Elle_

Já, við ættum að fara úr ESA.  Vorum líka ólýðræðislega pínd þangað inn í fyrstunni.

Elle_, 10.6.2011 kl. 19:38

10 Smámynd: Elle_

Ekki ESA, EES.

Elle_, 10.6.2011 kl. 19:38

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Áður en menn missa andann yfir þessu, þá hafa Hollendingar og bretar lýst því að þeir hyggist ekki fara í másókn sem festir í lögum ábyrgð þeirra eigin ríkissjóða á innistæðum.  Það verður því athyglivert að sjá hvaða niðurstöðu Eftadómstóllinn kemst að og hvort þessir höfðingjar verði ánægðir með að fá ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum til frambúðar, hvað þá hvort þeim hugnast það að fríja braskara og bankamenn af þessari ábyrgð í eitt skipti fyrir öll. Guð hjálpi þeim ef þeir kalla þetta yfir sig. 

Um þetta hefur málið alltaf snúist í grunninn.

Ég er pollrólegur yfir þessu Elle mín og sé þetta miklu frekar sem gleðitíðindi fyrir okkur. Nú er búið að stilla þessu liði upp við vegg og bjóða því að kynnast eigin meðulum á sjálfum sér.  Fyrir dómstólinn með þetta, absolútt.  Til þess var leikurinn gerður.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2011 kl. 19:45

12 Smámynd: Elle_

Að vísu er ég líka pollróleg yfir nokkrum ICESAVE-dómi gegn okkur og hef aldrei óttast hann.  En hvllík ósvífni.  Og já, nú standa þeir upp við vegg eins og fávitar. 

Elle_, 10.6.2011 kl. 19:58

13 identicon

 Sæll og sæl.

Álit ESA er einungis til heimabrúks fyrir Evrópusambandið fyrir hönd Breta og Hollendinga sem augljóslega pöntuðu niðurstöðuna fyrir löngu.   Niðurstaða ESA var fyrir löngu ákveðin og jafnvel vituð eftir að illilega vanstilltur forstjóri stofnunarinnar gerði á sig fyrir hönd batteríisins með að lýsa yfir sekt og greiðsluskyldu þjóðarinnar, áður en andsvars íslenskra stjórnvalda lág fyrir.

Per Sanderud forstjóri ESA sagði við Fréttablaðið 25. júní 2010.:

"Fari þetta [Icesave] fyrir dómstólinn mun hann staðfesta að Íslendingum beri að borga þessar 20.000 evrur og dómstóllinn mun fylgja því eftir."

Þessi ótrúlegu ummæli lætur hann falla löngu áður en Ísland svarar áliti ESA, og það þarf ekki neinn kjarneðlisfræðing til að sjá að stofnunin er fullkomlega vanhæf að fjalla um málið vegna niðurstöðu sem er fengin áður en málið fær efnislega umfjöllun þar sem hann augljósleg vill meina að EFTA dómstóllinn felli úrskurð eins og hann og ESA skipar honum fyrir. 

 Þetta hafði Evrópuvaktin um málið að segja.:

"Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, (ESA), tók svo eindregna afstöðu gegn hagsmunum Íslendinga í Icesave-málinu á fundum í tengslum við 50 ára afmæli EFTA hér á landi í síðustu viku, að spurningar hafa vaknað um hæfi ESA til að fjalla frekar um þetta mál. Samkvæmt upplýsingum Evrópuvaktarinnar undrast fróðir menn um EES-rétt og hæfisreglur, að íslensk stjórnvöld hafi ekki nú þegar krafist frávísunar málsins frá ESA

ESA sendi 26. maí áminningarbréf til Íslands vegna Icesave. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Íslenskum yfirvöldum var veittur tveggja mánaða frestur til að svara áminningarbréfinu eða til 26. júlí.

Þegar Per Sanderud ræddi þetta mál hér á landi á fundum og í fjölmiðlum í síðustu viku, kom hvarvetna fram, að hann teldi málstað Íslands á þann veg, að ekkert fengi breytt niðurstöðu ESA. Málið er á umsagnarstigi gagnvart ESA og er beðið svara íslenskra stjórnvalda. Á það er bent af viðmælendum Evrópuvaktarinnar, að með orðum sínum hafi Sanderud rýrt svo stöðu ESA sem óhlutdrægs eftirlitsaðila í málinu, að ekki sé unnt að halda því áfram á þeim vettvangi. Beri íslenskum stjórnvöldum að krefjast frávísunar á málinu, á meðan Sanderud stjórni ESA.

Engin eðlilegur dómstóll mun taka mark á niðurstöði EFTA dómstólsins eftir þessa uppljóstrun í málinu.  Að vísuber okkur engin skylda að ansa neinu sem frá EFTA dómstólnum kemur og Héraðsdómur Reykjavíkurer fullkomlega óbundinn af niðurstöðu hans, þas. ef að einhver kæra verður lögð fram í málinu (sem vonandi verður gert) frá Bretum og Hollendingum.

Allir þokkalega gefnir sem vilja þjóðinni vel vita og sjá að ESA og EFTA dómstóllinn starfar eftir fyrirmælum Breta og Hollendinga sem Evrópusambandið ástsæla leppar og hlýðir eins og þægur flóarakki í bandi.

Það er ánægjulegt að sjá enn einn 180 gráðu snúning stjórnvalda og nú undi forystu Árna Páls Árnasonar sem heldur uppi málstað NEI manna og segir engar skyldur hvíli á okkur að greiða það sem ESA fullyrðir að við skuldum.  Núna er fullkomin samhljómur allra flokka svo að Samfylkingin, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins séð af ómerkilegum tilburðum sínum gegn íslensku þjóðinni með að ganga erinda erlendra fanta.

Batnandi mönnum er best að lifa ... 

Kær kveðja frá suðvesturhorninu með mátulegum þökkum fyrir Austfjarðarsuddann.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 20:17

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið drengir góðir.

Guðmundur, ég heyri að þú hefur ekki mikla samúð með golfurum eða boltaspörkurum þarna suður frá, þeim bráðvantar austfjarðargróandann svo eitthvað fari að vaxa.

Mig langar aðeins að hnýta á umræðuna um ESS og Nató.  Ég tel að okkar megin skjól gegn kúgun og ofbeldi breta hafi einmitt verið samningurinn ESS ásamt því að það er kristaltært að stofnsamþykkt NATÓ krafði bandalagið um aðgerðir gegn bretum ef eftir því hefði verið leitað.

En þáverandi stjórnvöld reyndu ekki að verja okkur heldur lögðust niður hundflöt og mjálmuðu.

Og síðan bættust ofaná svik núverandi ríkisstjórnar, reyndar með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.

Meinið er því kjarkleysi og aumingjaskapur íslenskra stjórnmálamanna, ásamt öfugsnúnum áhrifum Evróputrúboðsins, ekki aðild okkar að Nató eða EES.  Mér finnst ekki gáfulegt að segja okkur úr skjólinu en hlífa stjórnmálamönnunum, auk þess að sá sem fókusar ekki baráttu sína á það sem hann ræður við, hann nær aldrei neinum árangri.

Ef Samstaða Þjóðar vill hafa góð áhrif, þá verður hún að þekkja sín takmörk.

Annað sem mig langar að benda á er að málið er það umfangsmikið, snertir grundvallarlöggjöf ESB, að EFTA dómurinn getur aldrei klárað málið, það mun fara fyrir Evrópudóminn.  Og þá er ICEsave algjört aukatriði málsins.

Ef ESB getur ákveðið allt, án réttarheimilda, án þess að þess sé fyrirfram getið, þá er eina hugsanlega hliðstæðan um slíkt geðþóttaalræði að finna í sögu Kína, nánar tiltekið á þeim myrkum  tímum þegar Qin ríkið náði yfirhöndinni í ríkjastríðinu mikla.

Og við skulum ekki ímynda okkur annað en að lagaspekingar Evrópu muni rísa upp réttarsamfélagi Evrópu til varnar.

Og jafnvel heimskustu stjórnmálamenn munu fatta að ef þeir láta bresku kúgunina viðgangast, þá geta stórþjóðir Evrópu gert hvað sem er í skjóli geðþótta.  Því öll lög er hægt að túlka eftir á þann hátt sem hentar hagsmunum þeirra stóru, ef það þarf ekki að fara eftir í því sem í þeim stendur eða virða valdamörk framkvæmdarstjórn ESB gagnvart einstökum aðildarríkjum.

Aðeins kjarkleysi útskýrir efa í þessu máli, sjálfar grunnforsendur siðaðs samfélags eru okkar megin í þessari deilu.

Og við sem viljum uppgjör við þá sem sviku, fögnum dómsmáli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.6.2011 kl. 11:55

15 identicon

Mér sýnist á öllu að nei sinnar séu að fara á taugum....hér fjölmenna þeir og reyna að stappa stálinu í hvorn annan..sorglegt.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 08:38

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvurslags er þetta Helgi, kallar þú þetta fjölmenni?? 

Hér er fjölmenni, http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1162234/,

Og þið Já menn Íslands sjáið um að stappa stálinu í okkur Nei menn.  

En skrýtin er þessi Þórðargleði þín, hann Þórður hlýtur að vera náfrændi þinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.6.2011 kl. 09:29

17 identicon

Engin Þórðargleði í mér austmann...þetta er bara svo sorglegt hvernig þið nei menn eruð að fara með þjóðfélagið....ykkur er að takast að knésetja það.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 15:05

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, ef þú ert ekki frændi Þórðar, þá hlýtur þú að þekkja Platón, og jafnvel geta fært rök fyrir þínu máli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.6.2011 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband