Slæm er ríkisstjórnin en toppar hún lýðskrum íhaldsins????

 

Sjálfstæðisflokkurinn ber mikla ábyrgð á Hruninu. 

Ekki bara vegna þess að hann hafði verið í stjórn árin á undan, heldur líka að hann studdi þá hugmyndafræði dauðans sem komið hefur Vesturlöndum á kné, gert þessi áður voldugu lönd algjörlega háð peningaprentvélum sínum og asískum lánardrottnum sem kaupa ennþá mynt þeirra eins og eitthvað verðgildi búi þar að baki.

 

Ærlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum styður því endurreisn landsins og réttlæti handa fórnarlömbum Hrunsins.  

En ærlegt fólk stjórnar ekki Sjálfstæðisflokknum, það kom í ljós þegar heimilin voru svikin á ögustundu í haust þegar ríkisstjórnin réði varla sínum eigin þingflokksherbergjum, hvað þá völlunum fyrir utan þinghúsið.  Þá kom hjálpin frá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, fimmtaherdeild þeirra kæfði réttlætiskröfur almennings og drógu broddinn úr andstöðunni.

Ærlegt fólk svíkur ekki sín eigin fórnarlömb, meinar því ekki réttlætis og tækifæri til mannsæmandi lífs.

 

Skýring þessara svika var mjög einföld, Sjálfstæðisflokkurinn styður stjórnarstefnuna þó forystumenn flokksins heykist á að koma nálægt framkvæmd hennar.  

En þeir koma alltaf á neyðarstundu með stuðning sinn, það sást í blekkingarleiknum gagnvart Hagsmunasamtökum heimilanna, og það sást þegar reynt var að bjarga svikasamningunum, kennda við ICESave, í gegnum Alþingi og þjóðaratkvæði.

Ríksstjórnin er í raun ekki að gera neitt annað en að framfylgja stefnu AGS, stefnu sem ríkisstjórn Geirs Harde samþykkti og skrifaði undir haustið 2008.  Og Sjálfstæðisflokkurinn stendur við sína samninga þó í þeim sé fólgin eyðing þjóðarinnar.

 

En Sjálfstæðisflokkurinn kannast ekki við sína eigin stefnu, lýðskrumið er algjört.

Það er mjög einföld skýring á því að hér er allt í kalda koli, Lilja Mósesdóttir hefur bent á þá skýringu frá fyrsta degi; 

 

"Röng efnahagsstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá hruni hefur kostað mörg þúsund manns vinnuna og aleiguna. Efnahagstefna sem fólst í hávaxtastefna, gjaldeyrishöftum og alltof miklum niðurskurði og skattahækkunum. "

 

Efnahagsstefna sem Sjálfstæðisflokkurinn styður.  Og hefur sjálfur ekki lagt neitt annað til.  Nema jú nokkrar lýðskrumstillögur eftir að hann komst til áhrifaleysis stjórnarandstöðunnar.

 

Lýðskrumið kristallast í þessum orðum formanns flokksins;  "Ryðja þurfi úr vegi hindrunum fyrir fjárfestingar í orkumálum og skapa ný störf ".

Hverjar eru þessar hindranir sem ryðja þarf burt???

Eru aðrar hindranir í vegi orkuframleiðslu en þær en að orkufyritæki okkar eru gjaldþrota, eða hálfgjaldþrota????  

Jú, reyndar, það átti líka að virkja á jarðhitasvæðum sem eru órannsökuð, og það átti að taka á sig risaskuldbindingar vegna ICESave til að geta tekið önnur risalán til að ráðast í risaframkvæmdir á tímum þar fjármálakerfi heimsins er á brauðfótum og enginn veit hvað kemur út úr þeim hræringum.

 

Segjum það hreint út, ekki einu sinni vanviti er svo heimskur að trúa svona þvælu, en hún er sett fram til að Hinir auðtrúuðu trúi að allt væri eins og blómstrið eina ef flokkurinn færi með völd.

Vanvitinn veit að loddarinn lýgur þegar hann segist geta flogið með því rífa sig upp á hárinu, jafnvel þó hann sé sköllóttur, hann þurfi aðeins smá fjárframlag fyrst.  En ef loddarinn er íslenskur stjórnmálamaður, þá trúa Hinir auðtrúuðu honum eins og sannara orð hafi ekki verið mælt.

Og harðir fylgismenn Sjálfstæðisflokksins tala um vonda vinstri menn sem vilja ekki láta Hitaveitu Suðurnesja eða Orkuveitu Reykjavíkur virkja okkur út úr kreppunni.  Og trúa hverju orði af orðum sínum.

 

En óendanleg trúgirni fólks í flokki Hinna auðtrúuðu, réttlætir ekki pólitískar keilur forystu Sjálfstæðisflokksins.  Þeir vita betur, og þeir vita að helstu fórnarlömb helstefnu AGS eru þeirra eigin flokksmenn því kjarninn í kjósendahópi flokksins er úr millistéttinni, og helstu fórnarlömb AGS eru líka úr þeirri sömu millistétt.

Flokkurinn brást því ekki bara þjóð sinni, heldur líka sínum eigin kjósendum.

Og forystan er svo ómerkileg að hún kannast ekki við sína eigin stefnu, hún lýgur og hún bullar.  

Og hefur ekkert vitrænt fram að færa.

 

Það er erfitt að vera ærlegur Sjálfstæðismaður í dag.

Þeir eiga alla mína samúð.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ríkisstjórn afturhalds og hafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Ómar! Mér finnst gott að fylgja þeim sem vilja halda okkur frá ESb. Þeir eru bara úr öllum flokkum,met þá hvern og einn. Það er hart að þurfa að kjósa alla rununa á lista hugnist manni einn, umfram aða.

Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2011 kl. 01:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill eins og venjulega Ómar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 09:49

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið stöllur.

Helga, ég sagði einhvern tímann gömlum vini mínum, miklum krata, að ég myndi kjósa þann flokk sem afmæði þá forsmán að rónarnir í Austurstræti, eins ágætir og þeir eru, stjórnuðu vöruúrvali í áfengisbúð ríkisins hér í bæ.  Vanvirðingin og fyrirlitningin sem kristallast í þeirri stefnu var mér næganleg ástæða til að styðja flokk.

Og sú bitra staðreynd að starfsfólkinu hér var meinað að hafa til sölu drekkandi whiský.

Síðan bættist við sá stéttahroki vinstrimanna að láta eðaldrykki aðeins vera fyrir efnamenn.

Og ég myndi þess vegna kjósa SuS ef því væri að skipta.  Og þá glotti vinur minn því hann vissi að þeir voru ekki í vinabók minni.

Eftir á hyggja þá er þessi lógík ekki verri en önnur, þegar maður upplifir flokka í raun alla eins, það er þjóna ríkjandi kerfis.  Og ef maður er sáttur við kerfið, þá ræður eitthvað annað atkvæði manns en viljinn til breytinga.

En kerfið hrundi 2008, og það er ljóst að innanmein þess voru þvílík, að það var ekki á vetur setjandi.  En var samt sett á fóður, og dafnar ágætlega á blóði landsmanna.

Þá sér maður að það er þörf á nýju kerfi, og slíkt verður ekki nema ný hugsun riðji sér til rúms.  

Þess vegna blogga ég mikið gegn hugsun, ekki fólki, bendi á samsvaranir og tengsl, og hvernig í raun við styðjum hið ríkjandi með okkar eigin afstöðu.  Andstaða okkar er kæfð með allskonar bommertum, í kvótamálinu, gagnvart ESB, og svo framvegis.

Og á meðan eru alvörumálin ekki rædd.

Og það er framtíð okkar, er hún nokkur?????

Er framtíð í þjóðfélagi skuldaþræla?????

Eða í  hinu nýja lénskerfi auðmanna????

Það er mikið að góðu fólki víða, í öllum flokkum.  En það á það allt sammerkt að hugsa hefðbundið, og hefur ekki kraft til að rífa sig frá hinu viðtekna.

Forsenda framtíðar er réttlát og sanngjörn skuldaleiðrétting vegna Hrunsins.  Það er sama hvað stjórnmálamaður er góður og gegn, og styður hin og þessi góð málefni, ef hann skilur ekki þessa staðreynd, þá er hann ekki maður sem mun tryggja börnum okkar framtíð.

Honum vantar grunnforsenduna, að skilja að mannúð og mennska er forsenda framfara og velsældar.  Allt annað endar með átökum og eyðileggingu.  Fyrir utan að það sýgur kraft úr samfélaginu, það kostar að pína fólk og þrælka, bæði beint og ekki hvað síst óbeint.  Og þá er ég að tala um kostnað hinna glötuðu tækifæra, það sem hefði getað gerst ef allir sæu sér hag í að styðja grunnmarkmið stjórnvalda.

Skulaþrællinn sér engan hag í að bæta þjóðfélag þar sem hann er fyrirfram dæmdur úr leik.  Hann mun alltaf leita sér útgönguleiða.  Kraftur hans sem gæti farið í að byggja upp, hann fer í að reyna losna, og hann mun stökkva á skammtímalausnir lýðskrumsins ef í því felst von fyrir hann.

Sagan á ótalmörg dæmi hvernig lýðskrum hefur eyðilagt þjóðir.  Síðasta öld var undirlögð slíku lýðskrumi, á þriðja og fjórða áratugnum, og lengur fyrir austan járntjald.

ESB umræðan og kvótaumræðan er dæmi um slíka umræðu hér.  Því hún fjallar um það sem skiptir ekki máli, um aukaatriði því í þeim kristallast ekki vandinn.

Vissulega þarf að aflénsvæða sjávarútveginn, en það er ekki gert í risastökki, heldur þokkalegri sátt, annars ná menn ekki til að breyta neinu.  Og ESB er eins og það er, lýðskrum valdaelítunnar til að halda völdum sínum.  ESB er að hrynja, stefna þess gagnvart jaðarríkjunum gengur ekki upp nema með hervaldi, og ég sé það ekki alveg gerast.  Og evran er dauð, allstaðar nema í umræðunni á Íslandi.

En á meðan við ræðum evru og ESB, þá gerum við ekki fyrir tugþúsundir landa okkar sem voru rænd eigum sínum og jafnvel hafa misst heimili sín.  Eða fá að halda þeim sem skuldaþrælar, eiga aldrei von um að eignast eitthvað eða gera neitt annað en að borga skuldir.

ICEsave málið er annað dæmi um mál sem skipti engu, en tók alla umræðuna,.  Ef það hefði kurteislega verið sagt Nei við breta, og vitnað í lög og reglur, til dæmis bresk lög um fjárkúgun, þá hefði aldrei verið neitt ICESave.

Og þá hefði kannski verið umræða um hjálp handa landsmönnum.

Við þurftum að verjast í ICEsave, og núna upplifir fólk að það þurfi að verjast ESB.

Þegar í raun við þurfum að verjast okkur sjálfu, hvað við erum auðtrúa og látum endalaust spila með okkur.

Því ef það væri ekki svo, þá værum við fyrir löngum búin að sjá í gegnum spilamennsku auðræningjanna, búin að sameina okkur, og skipta út núverandi ráðamönnum, og endurnýja með fólki en ekki auðleppum.

Og við værum langt komin með að endurreisa landið fyrir fólk, ekki fjármagn.

En svona er þetta, á meðan auðræningjarnir ráða með spilerí, þá er ESB ekki verra en hvað annað þegar kemur að því að styðja fólk.  

Ég held mig við whiskýið, en ég myndi alvarlega íhuga að styðja afl í kringum Lilju Mósesdóttur, hún er ekki fullkominn, en hún er að reyna að tala um það sem máli skiptir.

Og nota bene, það er enginn fullkominn, ef fólk bíður eftir hinum fullkomna, þá mun sú bið vara um alla eilífð.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 9.6.2011 kl. 11:49

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Verð að segja að þú Ómar ferð marga hringi í þinni umræðu,kannski bara fyrir lengra komna, að skilja þetta,.Eg sjálfstæður sjálfstæðismaður,og vil ekki ESB og vill að allir hafi það gott/kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 9.6.2011 kl. 16:21

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, við erum ólíkindatól Hriflungarnir Haraldur, en ég verð að segja að stefna AGS er jafn vond þó Sjálfstæðisflokkurinn taki að sér að þröngva henni upp á landsmenn.

En póstur þinn minnti mig dálítið á viðbrögð sem ég fékk í árslok 2008, þá í andstöðunni eins og núna og þið í stjórn en VG liðar fyrir utan, og ég lagði til að Geir Harde yrði tilnefndur maður ársins.  "Er þér alvara" var ég spurður að fólki sem las þá gagnrýni mína á stjórnvöld, og þátt þeirra í hruninu.  "Já" var svarið og er enn, ég held að fólk átti sig ekki almennt á hvað mikið þrekvirkið var unnið þessa haustmánuði og hvað mikið reyndi á ráðamenn okkar.  Og þrátt fyrir allt var ennþá von eftir Hrun, og er enn fyrst að okkur tókst að hindra ICEsave.

En hugmyndafræði og heimspeki þessa bloggs var útskýrð í fyrsta bloggpistli mínum, þar útskýrði ég hernað minn, aðallega gagnvart fyrrum félögum mínum til vinstri, sem trúa því að óhæfuverk séu góð ef þeirra menn sjá um að framkvæma þau.

Ég er á öðru máli, tel að það sem er vont, sé það óháð hvort flokkur manns komi nálægt því eður ei.

Pistill minn hér að ofan tekur á þeirri hugsun, líkt og margir áður.

En ég tala vel um ærlegt sjálfstæðisfólk, við eigum því mikið að þakka.  Ef það hefðu ekki staðist flokksþrýstinginn, þá værum við núna ICEsave þrælar.  Haltu því í guðanna bænum áfram að styðja þinn flokk Haraldur, og styðja þá sjálfstæðisstefnu sem þú hefur gert alla þína ævi.

Það er góð stefna, margir virðingarverðir menn hafa leitt hana.

En forysta þín í dag lútir auðræningjum, og ætlar með þig í ESB, hvort sem þér líkar það vel eða illa.  Líkt og í ICEsave svikunum, þá er aðeins beðið eftir réttri tímsetningunni.  Ég man að Loftur Altice skammaði mig mikið þegar ég lét í ljós þá skoðun mína að það væri aðeins tímaspursmál hvernær svikið yrði í ICEsave, en þegar svikin urðu þá skammaði hann sína menn ennþá meira.

En er samt góður og gildur flokksmaður.

Daginn Haraldur sem þið ærlegir flokksmenn fattaði svikin í skuldamálum heimilanna, þá mun gagnsókn þjóðarinnar hefjast.

Án réttlætis og sanngirni verður Ísland ekki endurreist.  

Sama hvað þið finnið margar sprænur handa gjaldþrota orkufyrirtækjum að virkja.

Þannig er það nú bara.

Kveðja að austan.

PS. Spjall mitt um ESB hér að ofan er einfaldlega árétting á þeirri staðreynd að ESB í núverandi mynd verður ekki mikið lengur til staðar, og evran er dauð.  Umræðan um ESB í dag er því sagnfræði, kostir aðildar eru tilvísanir í eitthvað sem gildir ekki í dag.

ESB umræðan er álíka gáfuleg eins og Óli kommi myndi leggja til að við gengum í Sovétríkin sálugu.

Aftur kveðja. 

Ómar Geirsson, 9.6.2011 kl. 19:04

6 identicon

Óskiljanleg þvæla, en plús fyrir að geta sett svona saman og að fá einnhvern til að finnast þetta gott.

haukur Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 19:26

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk haukur, þú ert ekki sá fyrsti sem tekur eftir þessum hæfileikum mínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.6.2011 kl. 19:36

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einn annað hvort lesblindur, skilningssljór eða með svona áráttu um að leiðrétta aðra syndrome. Ég skil til dæmis alveg ágætlega það sem Ómar skrifar og líkar oftast vel.  Sennilega er ég á svipaðri línu þó við séum örugglega ekki í sama flokki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 20:18

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við erum að mörgu leiti sammála um margt Ómar er að skoða þínar greinar betur!!! semsagt það vantar samstöðu minna manna í hvívetna/kveðja að sunnan,með von um betri tíma!!!!

Haraldur Haraldsson, 11.6.2011 kl. 12:41

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Við Íslendingar eru meira sammála en okkur grunar, ætli þetta sé ekki líkt og með menn og simpansa, genin eru 98% þau sömu, þessi 2% gera muninn á tegundunum.  

Og hjá okkur eru það þessi 2% sem valda ágreiningi milli manna og milli flokka.  Og ágreiningur, í formi hagsmunaátaka, skoðanaskipta og annað er að hinu góða, mótar og þróar hugmyndir og lausnir, sem er forsenda þess að allt staðni ekki.

En á neyðartimum eiga menn að standa saman um að vinna sig út úr "neyðinni".  Og á hamfaratímum eiga menn að hjálpa þeim sem urðu fyrir barðinu á hamförunum.  

Við Íslendingar lentu í efnhagshamförum sem um ollu hér neyðarástandi i efnhagsmálum.

En okkur bar ekki gæfa til að standa saman, og höfðum ekki siðferðisþroska til að hjálpa náunganum.

Og fyrir því er einföld ástæða, þú nærð aldrei samstöðu um mannvonsku AGS, svo einfalt er það.  Síðan bættist ICEsave og annað við, en efnahagsstefna AGS, sem byggist á mannfórnum, veldur alltaf úlfúð og illdeilum, því fólk verst.

Fólk verst ánauð og þjófnaði, þrælkun og eignaupptöku.

Og það sem verra er, AGS er birtingarmynd hugmyndafræði sem er langt komin með að ganga frá Vesturlöndum.  

En það sjá þetta ekki allir, og AGS er hluti af hinum hefðbundna og viðtekna, svo það er um margt eðlilegt að stjórnmálamenn okkar styðji stefnu sjóðsins.

Þannig að mikið að góðu fólki, sem er vant að styðja sína flokka, styður þar með um leið ómennsku og mannhatur.  Þar skilur á milli, þar eru hinar raunverulegu víglínur íslenskra stjórnmála.

Ég er þeim megin sem vill framtíð barna minna, sú afstaða felst í andstöðu gegn öllum helstefnum, hvort sem það er ismarnir á síðustu öld, eða mannhatrið sem hefur lagt undir sig kapítalismann í dag.   Ég tel að ég eigi samleið með 98% mannkyns, en hver og einn þarf að gera það upp við sig hvar hann stendur í því stríði sem framundan er.

En amma mín kenndi mér það að siðaður maður hjálpi náunganum.  Og ég held að flestar ömmur þessa lands hafi gert slíkt hið sama. 

Því skil ég ekki að fólki í skuldaerfiðleikum sé ekki hjálpað og ég skil ekki ykkur Sjálfstæðismenn að láta flokk ykkar standa vörð um fjármagn á kostnað fólks, sérstaklega þar sem hagsmunir fjármagns til lengri tíma er þróttmikið samfélag frjálsra einstaklinga, ekki fámennra auðmanna sem drottna yfir hjörð skuldaþræla eða leiguliða.

Ég veit að gömlu mennirnir hefðu ekki látið Pétur Blöndal stjórna flokknum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.6.2011 kl. 17:31

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

2% er ekki mikið Ómar!!!!,maður á mínum aldri hefur reynt þetta alt sem þú mynist á,var krati og kaus Alþyðuflokk en fékk nóg,er bara eins og ég segi sjálfstæður Sjáfstæðismaður,og læt þar engan kúga mig til eins eða neins,En 2% má jafna/kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 11.6.2011 kl. 22:02

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nóg ef þú átt heiminn Haraldur.

Skiptir ekki öllu hvort þetta er 2% eða 5%, þetta er fólkið sem hafði hag af ræningjaþjóðfélagi Nýfrjálshyggjunnar og hefur rúið þjóðfélög okkar inn af skinni.

Og því er nákvæmlega sama þó það hafi startað ferlum sem leiða til eyðingar mannkyns ef ekki verður gripið inní í tíma.

En fólk sér ekki þetta samhengi í dag, það er ennþá í átökum fortíðar.  Það sama átti sér stað þegar gott íhald varaði við uppgang nasismans, það benti á að ekki væri nóg að vera óvinur bolsévismans og styðja stórrekstur og stórfyritæki, ef sjálf stefnan byggðist á mannhatri og mannvonsku.  Sem var hið raunverulega inntak nasismans.  Churchil fékk vítur fyrir að tala  illa um ráðamenn hins virðulega Þýskalands, en hann sagði aðeins það sem var, og blasti við.

Hér á Íslandi hélt Bjarni Ben, eldri, þrumandi ræðu yfir hægrisinnuðu stúdentum, og úskýrði fyrir þeim muninn á manngildi og mannvonsku, eftir þá ræðu fjaraði stuðningur við þjóðernissinnaða stúdenta út innan Háskóla Íslands.

Ömmur okkur kenndu okkur að sumt má ekki, og í dag er margt gert sem má ekki.  Og hvort sem menn eru kratar eða kommar, íhald eða framsókn, þá eiga allir það sameiginlegt að vita innst inni að það er eitthvað mikið rangt við að þúsundir samlanda þeirra eru skilin eftir á köldum klaka skuldanna.

Og við vitum öll að örfáir einstaklingar eiga ekki að eiga allt, og hafa aðstöðu til að stela öllu.

Kemur hugmyndafræði eða flokkum ekkert við, okkur var kennt í uppeldi okkar að þetta er rangt.

Ég held Haraldur að meginvandi íslenskra stjórnmála í dag er þessi spérhræðsla við samvisku, að menn gera hitt og þetta því það er efnhagseitthvað.  Fólk með samvisku sættir sig ekki við það sem hefur gert hér eftir Hrun, og það sættir sig ekki við hvað valdaklíka ESB ætlar að gera almenningi í löndum eins og Grikklandi og Írlandi þar sem það á að þrælka almenning vegna stjórnmálamistaka Eurokrata sem tóku upp evru vegna Evróputrúar, ekki vegna þess að hún gæti nokkurn tímann gengið efnahagslega fyrir þessi lönd.

Og svo framvegis, og svo framvegis.

En vonin fellst í fólki sem lætur ekki kúga sig.  Það er fólkið sem reis fyrst upp gegn nasismanum, og hataði kúgun kommúnismans alla tíð.

Og það er fólkið sem smán saman mun skilja hvað býr að baki skrifum manna eins og mín, sem þekkir fátt til isma eða efnahagseitthvað, en vill aðeins að börnin manns fái sama tækifæri til mannsæmandi lífs og maður fékk sjálfur.

Við erum fólk, og þjóðfélag okkar á að vera fyrir fólk, allt fólk.  Ekki aðeins örfáa útvalda.

Óvinur okkar er ekki fólkið í hinum flokkunum, ógnin liggur í hugmyndafræði ómennskunnar.

Og gott fólk í öllum flokkum, mun hnekkja henni að lokum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.6.2011 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 402
  • Sl. sólarhring: 463
  • Sl. viku: 4245
  • Frá upphafi: 1329776

Annað

  • Innlit í dag: 329
  • Innlit sl. viku: 3698
  • Gestir í dag: 303
  • IP-tölur í dag: 297

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband