29.4.2011 | 16:17
Ég vil að náttúran njóti vafans.
Og þess vegna styð ég ríkisstjórnina, segir Guðfríður Lilja.
Nú er eina efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar að virkja, og virkja.
Um hvaða ríkisstjórn er Guðfríður Lilja að tala um??????''
Kveðja að austan.
Orkuframkvæmdir upp á 70-80 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aðaleinkenni stjórnarinnar hefur alltaf verið innantómur fagurgali sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þau byrjuðu á þessu í kosningabaráttunni og fagurgalinn hefur síst minnkað síðan. Ég held að það séu eingöngu hörðustu stjórnarsinnar sem sjá ekki í gegnum þetta bull í dag.
Pétur Harðarson, 29.4.2011 kl. 20:26
Blessaður Pétur.
Ríkisstjórnin mælist samt alltaf með stöðugt fylgi, fólk til vinstri telur hana illskástu kvölina sem í boði er.
Og meðan svo er þá mun hún sitja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.4.2011 kl. 11:34
Reyndar er ríkisstjórnin ekki að mælast vel Ómar. Tæpast var þess að vænta ef miðað er við árangur. En illskárst er hún líklega og það gefur hægri öflunum ekki háa einkunn. Versti gallinn á þessari ríkisstjórn finnst mér vera þessi massíva pólitíska heimska.
Árni Gunnarsson, 30.4.2011 kl. 12:20
Blessaður Árni.
Er hún ekki að mælast með um 40% fylgi, upp og niður einhver %. Það er nokkuð þekkt fylgi vinstriflokka í gegnum tíðina.
Samt framfylgir hún svo öfgafulla hægri stefnu, að þau ósköp standa í frjálshyggjustrákunum, sem hafa ekki kallað allt ömmu sína hvað það varðar.
En eins og ég hef oft bent á, þá er ekki til valkostur fyrir fólk. Allur Sjálfstæðisflokkurinn, og hluti Framsóknar (auðmannseignin) styður AGS og efnahagsstefnu sjóðsins. Eini raunverulegi ágreiningurinn er virkjunarforaðið, að VG hamlar gegn en hefur engin úrslitaáhrif. Þar hægir raunveruleikinn á, skortur á fjármagni ásamt óvissu út i hinum stóra heim.
Í raun er aðeins ein ástæða þess að íhaldið stjórnar ekki, og hún er sú að menn mátu það skynsamlegra að sjanghæa vinstri menn á fleyið, fyrst það átti að svelta fólk og pína. AGS stefnan hefði ekki gegnið eftir gegn sameinuðum mætti vinstriflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar.
Þetta er ekki flóknara en það Árni, fjármagnið ræður, og það er enginn marktækur valkostur gegn því.
Helst Styrmir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.5.2011 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.