Enn ein Moggalygin!!

 

Þeim ætlar seint að linna.

Hver hefur heyrt að almennir kröfuhafar hafi hag af því að tefja útgreiðslur úr þrotabúum og neyða þar með forgangskröfuhafa að samningaborðinu???

Kannski hefur þetta gerst í Bandaríkjunum en þetta gerðist aldrei á síldinni á Siglufirðir i gamla daga.  Þá var krafan frá ÁTVR leyst tafarlaust út, og þeir sem áttu hana, það er  forgangskröfuhafar, þeir létu alltaf almenna kröfuhafa njóta  þess að bússið var komið og svo var slegið upp balli.

Þegar Nei menn eru að vitna í eitthvað svona útlenskt þá er það bjánalegt sem styðst ekki við íslenskan raunveruleik.

 

Í hlutlausri kynningu Ruv, sem hefur enga hagsmuni aðra en að segja satt og rétt frá í ICEsave deilunni, þá var tekið til dæmis dæmi um jákvæða þætti sem gætu minnkað ICEsave kostnaðinn.  Þar til dæmis bent á að ef útgreiðslur kæmu sex mánuðum fyrr, það er fyrir þjóðaratkvæði, þá yrði kostnaður óverulegur, jafnvel enginn.

Á þetta minnist Mogginn ekki, enda á móti hagsmunum Davíðs Oddssonar sem er bara að hefna sín vegna brottrekstursins frá Seðlabankanum.,

Og ekki er Mogginn að minnast á hinar góðu endurheimtur af eignum LÍ sem munu örugglega duga fyrir ICEsave láninu og vöxtunum líka eins og hagfræðingur ASÍ bendir á í greinargerð sinni.

 

Nei Mogginn heldur sig við neikvæðar fréttir um eitthvað sem gæti gerst en þaggar niður staðreyndir um það sem er næstum því að gerast.

Og hvað er að bendla Ragnari Hall við þessa frétt, sagði hann ekki að segði Já því þó hann teldi kröfu breta ólöglega, þá væri áhættan við dómsstóla svo mikil.

Ekki kemur það fram í fréttinni.

 

Moggalygin er söm við sig og það er eins gott að hinir fjölmiðlarnir, Fréttablaðið og Ruv segja satt.

Líklegast enginn kostnaður við ICEsave sagði ritstjóri Fréttablaðsins og ég held mig við það í þessum ekki pistli.

 

En við segjum samt Nei á laugardaginn.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Útgreiðslur gætu tafist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ertu ekki að fara svolítið frammúr þér í æsingnum Ómar minn. Moggin talar ekki með Icesave svona gegnumsneytt, þótt Bjarni hafi selt sál sína.  Ég sé ekki betur en að þetta styðji enn frekar að Nei sé málið. Það er einfaldlega verið að benda á enn einn möguleikann á að kostnaðurinn sé miklu miklu meiri við að segja já en reynt er að selja okkur. Raunar að það viti ekki nokkur maður hvað mikið er verið að skrifa uppá.  Sama gildir um næstu frétt sem þú ergist út í og ég benti þér á. Þá að samningurinn haldi ekki einu sinni vegna formgalla. Þar eru handskrifaðir viðaukar, sem enginn hefur kvittað fyrir að felist í dílnum.

Ertu kominn á Jásveifina eða hvað eða fórstu bara með vitlausan fót frammúr?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 09:34

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Steinar.

Ég vitna ekki oft í sjálfan mig en ætla að gera það núna.

"í þessum ekki pistli." .

Þetta er pistill um öfugmæli.

En takk fyrir að lesa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 09:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ok...ég var ekki að kveikja, enda voru gamanmál fjarri huga mínum.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 09:58

4 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, svona pistlar eru nauðsynlegir. Morgunkveðjur frá lesanda.

Birnuson, 7.4.2011 kl. 10:22

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, ég sá það en ég fer alltaf reglulega inn á Áframsíðuna til að slaka á og hlæja.

Í augnablikinu man ég ekki röksemd sem er ekki öfugmæli hjá þeim, og þessi pistill er svona visst þakklæti fyrir skemmtunina.

Ég hins vegar slakaði á eftir að ég fattaði hvað Loftur var að segja allan tímann.

Landsbankinn var með fulla tryggingu í London, það er staðfest, það er sannað.

Stærstu öfugmælin  er því að tala um ICEsave sem mál því það var aldrei neitt mál, innlánin voru alltaf tryggð og tryggingin var greidd út.

Næst stærstu öfugmælin er að tala um ICEsave deilu, þegar upplýsingar Lofts staðfesta að um tvírukkun er að ræða, önnur lögleg en hin ólögleg.  Með öðrum orðum þjófnaður.

Og eftir að þetta uppgötvaðist, þá eru Áfram menn ekki fyndnastir hér í Netheimum, heldur Nei fólkið sem er ennþá að rífast við Áfram menn  eins og ICEsave sé mál, eða deila.

Ég er þar ekki undanskilinn, flýt með straumnum út af þessu þjóðaratkvæði, en krafan á aðeins að vera ein, opinber rannsókn á þeirri staðreynd að upplýsingum um þessa tryggingu LÍ var leynt fyrir þjóðinni og henni var talið í trú um að eina trygging LÍ hefði verið hjá íslenska tryggingasjóðnum þegar bankinn var með fulla tryggingu í London.

Það er búið að sanna þjófnaðinn en menn láta eins og hann hafi ekki gerst.

Það er fyndið Jón Steinar, drepfyndið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2011 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 60
  • Sl. sólarhring: 613
  • Sl. viku: 5644
  • Frá upphafi: 1399583

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 4815
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband