Sólin kom upp í morgun.

 

Það styrkir ICEsave frumvarpið.

Komi hún líka upp á morgun þá er ljóst að samninganefndin hefur unnið gott starf.

Flóknari er rökfærslan ekki hjá því ógæfufólki sem vill fjárkúga þjóð sína, loka sjúkrahúsum og svelta fólk.  Enda auglýsir Áfram hópurinn að ICEsave sé fyrir gáfaða fólkið, menntaða fólkið.

 Þegar eitt af mörgu sem gæti gert samninginn að hreinni katastrófu, gengur ekki eftir, þá er fagnað. Mikill sigur segja menn, styrkir samninginn.

 

Í Japan taka menn öðruvísi á málum.    Þar fagna menn þegar þeim tekst að hindra að eitt af því fjölmörgu sem gæti orsakað algjöra eyðingu kjarnaversins í Furkushima.  En þeir blása ekki til fundar, syngjandi tra trala la, nú erum við í góðum málum, tra la la.  Og tilkynna að hættan sé úr sögunni og þeir ætla að hefja starfsemi á morgun.

Nei, þeir snúa sér að næsta atriði sem gæti valdið ógn og hörmungum.

 

En Japan geta menn glímt við ógnirnar, á Íslandi ráðum við ekki við þær.  Það er ekki vitað hvernig önnur málaferli fara, það er ekki einu sinni vitað hvernig þessi fara.  Þetta er aðeins eitt dómsstig af mörgum og þeir sem standa í málaferlunum hafa nægan tíma og pening til að kosta þau.

Við höfum ekki nægan tíma og pening, hjá okkur kostar tíminn pening.  Hver dagur kostar okkur stórfé í vexti.  Hver dagur er störf nokkurra ríkisstarfsmanna.

Og þetta vita þeir sem sækja á neyðarlögin, þeir halda þrotabúinu í gíslingu á meðan.

 

Aðeins fífl fagna út af þessum úrskurði héraðsdóms.  Og hópurinn í stjórnkerfinu sem vinnur að framgangi hinnar bresku fjárkúgunar, eru ekki fífl.  

Þeir eru að blekkja, blekkja fólk fram yfir þann níunda.

Það er ljótur leikur en siðferði þess að fjárkúga þjóð sína er hvort sem er ekki mælanlegt.

 

Látum ekki sjálftökuliðið blekkja okkur.

Við segjum Nei við ICEsave.

Kveðja að austan.


mbl.is Sakar fjármálaráðuneytið um spuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 118
  • Sl. sólarhring: 787
  • Sl. viku: 5326
  • Frá upphafi: 1328139

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 4769
  • Gestir í dag: 95
  • IP-tölur í dag: 95

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband