Verður leyfilegt að ná sínu fram með ofbeldi eftir 9. april.

 

Það er eitt af því sem þjóðin greiðir atkvæði um.

Hvort það eigi að kalla niðurstöður hótana og þvingana, samning og því lögmætan, eða hvort hótanir og þvinganir séu lögleysa sem réttarkerfið tekur hart á.

Ef þjóðin staðfestir hótun breta þá er ljóst að varðmenn laga og réttar geta ekki handtekið meinta ofbeldismenn, slíkt er aðeins tímasóun því þeir munu tafarlaust vísa í EES samninginn til að réttlæta hótanir sínar.

Nánar tiltekið í þann kafla sem skyldar Íslandi að virða löggjöf ESB.

Þá er spurt, leyfir löggjöf ESB hótanir???

Svarið er að minnist ekki á það, ekki frekar en ríkisábyrgð á innlánum nema hún bannar ríkisábyrgð yfir höfuð, en í löggjöf ESB er mismunur stranglega bannaður eins og fylgismenn bresku ofbeldismannanna hafa margítrekað.

Og það er mismunur að löggilda eina hótun, risahótun, en stinga smærri hóturum í fangelsi.

 

Ljóst er að ESA mun grípa inní og sekta íslenska ríkið ef það stoppar framferði handrukkara og annarra ofbeldismanna með því að handtaka þá og dæma.

Samræmis verður jú að gæta.

 

Þú leyfir ekki einu eitt en bannar öðrum þegar málsatvik eru sambærileg.

Og hvað er sambærilegt???

Þvingun og hótun til að ná fram markmiðum sínum.

 

Það hangir margt á IcEsave spýtunni, og ekkert af því geðfellt.

Við segjum Nei við ICEsave þann níunda.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Fórnarlambi hótað margsinnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 629
  • Sl. viku: 5618
  • Frá upphafi: 1399557

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 4791
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband