Heilög krossferð verklýðshetjunnar.

 

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, er verklýðshetja.  Af hverju man ég ekki, en hann hlaut upphefðina fyrir hetjuskap, það man ég.

Og sem sannri hetju sæmir, þá fór hann í krossferð, reyndar ekki gegn ofríki og kúgun, heldur gegn þjóð sinni og hagsmunum umbjóðenda sinna.

Slíkur hetjuskapur er sjaldgæfur.

 

Guðmundur skrifaði grein um Innstæðutryggingar og hún er öll óður til hinnar bresku fjárkúgunar.  Strax reynir hann að koma þeirri hugsun að hjá lesanda sínum að við Íslendingar höfum brugðist með því að neita að greiða bretum fjárkúgun þeirra..

"...... hvers vegna innistæðutryggingakerfum var komið á fót fyrir rúmri öld og hvers vegna flest ríki hafi staðfest að þau undirgangist þær reglur sem um þau ríkja, þar á meðal Ísland."

 

Málið er að það deilir enginn um innstæðutryggingar, en áður en ESB setti reglur um tryggingasjóði þá náðu þær ekki yfir landamæri.  Þær eru taldar réttlætanlegar vegna þess að það sé hagur skattgreiðanda að viðhalda stöðugleika á fjármálamarkaði, ekki annarra landa, heldur í sínu eigin landi.  Og þær voru taldar viðráðanlegar þar sem ríki réðu yfir sínum eigin gjaldmiðil og Seðlabankar höfðu því tök á að bregðast við bankakrísur.  

Þar sem ríki ráða ekki yfir sjálfstæðum gjaldmiðli geta þær gert einstök þjóðríki gjaldþrota.

En ástæða þess að innstæðutryggingar ESB fóru yfir landamæri voru að þær voru ekki lengur með ríkisábyrgð, heldur einkareknar, fjármagnaðar af fjármálafyrirtækjum.   Þeir sem vilja fara eftir reglum ESB, verða þá að fara eftir þeim, en ekki heimfæra nýju reglurnar á hugsun ríkisábyrgðar sem fór aldrei, og fer aldrei yfir landamæri.

Þetta veit hetjan, hetjuskapur hans felst í að ráðast gegn staðreyndum málsins.

 

En það er aðeins byrjunin, hann reynir að toppa sjálfan sig í hetjuskap, segja eitthvað sem aldrei hefur verið sagt áður, og það er gífurlega erfitt, fátt sem stuðningsmönnum breta hefur ekki dottið í hug að ljúga.  En sannri hetju er ekkert ómögulegt.

 

"Lagaleg ábyrgð Íslands er útskýrð í áliti ESA vegna Icesave og hefur röksemdafærslunni ekki verið hnekkt að neinu leyti. Í áliti ESA er einnig sýnt fram á að jafnræðisregla EES hafi verið brotin. Verði þessu máli vísað til dómstóla eru yfirgnæfandi líkur á því að Íslendingar tapi málinu. Bæði hvað varðar ríkisábyrgð á innistæðutryggingunni og fyrir brot á jafnræðisreglu. Samningstaða íslands er næsta vonlaus eftir þann dóm. "

 

Hefur þessu ekki verið logið öllu áður myndi einhver spyrja???  Jú vissulega nema því sem ég svartletra.  Það hefur hreinlega enginn vegið svona að sannleikanum áður, og aðeins á færi sannrar hetja að gera slíkt.  

Af hverju???  Við skulum fara yfir það.  Og aldrei þessu vant skal ég láta ógert að vitna í þá Stefán og Lárus sem tættu lögfræði ESA í sig, vitni mín er sjálf framkvæmdarstjórn ESB og ESA sjálft.

 

Í kjarnanum segir ESA tvennt.  Að markmið tilskipunar ESB um innlánstryggingu feli í sér ríkisábyrgð, og því séu allir tryggingasjóðir Evrópska efnahagssvæðisins ríkistryggðir.  Og neyðarlögin íslensku hefðu falið í sér ólöglega mismunun. 

Áminningarbréf ESA er dagsett 29 maí 2010.  Í júlí sama ár svarar  framkvæmdarstjórn ESB beinni spurningu um hvort það sé ríkisábyrgð með einu stóru Nei-i.  Spurt var;

"Fela tilskipanir ESB um innistæðu-tryggingar það í sér, að aðildarríkjunum beri skylda til að bæta tjón sem kann að verða af gjaldþrotum banka og er umfram þær bætur sem innistæðu-trygginga-kerfi viðkomandi lands getur greitt vegna glataðra inneigna ? "

"NEI. Tilskipunin (líklega 94/19/EB) tilgreinir greinilega, að bankarnir eiga að fjármagna innistæðu-trygginga-kerfin að stærstum hluta. ...... Ríkisábyrgðar er því ekki krafist, hvorki óbein eða beint, heldur er ákvörðun um slíkt í höndum einstakra aðildar-ríkja.

2. Spurning. Ef bankahrun verður, hvaða áhættu mun þetta (ríkisábyrgð ?) skapa aðildarríkjunum, að mati fulltrúans (Michel Barniers í Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins) ?

Svar við 2. spurningu: Sú fjármögnunar-leið sem lýst er að framan, er til þess ætluð að ekki komi til þess að skattgreiðendum verði sendur reikningurinn og myndi losa ESB-ríkin undan slíkri byrði. ".

 

Skýrar er ekki hægt að svara ESA, þið bullið greyin.

 

Um rétt íslenskra stjórnvalda til að setja neyðarlögin véfengir enginn, og ESA hefur staðfest að það sé í fullu samræmi við EES samninginn.

 

". Það er mat ESA að tilvist bankakerfis sé ein af grundvallarstoðum ríkja, ekki aðeins m.t.t. til hagkerfa þeirra heldur og einnig m.t.t. almannaöryggis þar sem greiðslukerfi þeirra byggjast á þeim. Hrun bankakerfis geti leitt til bankaáhlaups af hálfu innstæðueigenda en það geti leitt af sér fall hagkerfis og þar með lagt í hættu samfélagið í heild sinni. Það er mat ESA að neyðarráðstafanirnar hafi ekki verið umfram það sem eðlilegt mætti telja m.t.t. til þeirra markmiða sem leitast var við að ná, þ.e. að vernda íslenska bankakerfið."

 

ESA kýs að gera ágreining vegna meintar mismunar vegna það sem það kallar þjóðerni þó ljóst er að allar bankainnistæður á Íslandi voru færðar yfir í Nýju bankanna óháð litarhátt, búsetu, kennitölu eða þjóðerni.  Jafnvel hundar fengu yfirfærslur svo ekki var um mismunun vegna dýrategundar heldur.

Og ESA kýs að kalla endurreisn nýju bankanna ríkisábyrgð á innstæðum þó ekki sé minnst stafkrók á slíkt í neyðarlögunum, og hvergi til lagabókstafur um ríkisábyrgð á innlánum á Íslandi.

 

Af hverju stofnun kýs að gera sig að hálfvita í málinu er öllum hulið, en stofnunin áttar sig ekki á því að þegar hún viðurkennir að neyðarráðstafanirnar voru vegna neyðar, þá viðurkennir hún rétt íslenskra stjórnvalda til mismunar.

Því það má mismuna ef þjóðarhagur krefst. 

 

"Reglur ESB um mismunun hljóta hinsvegar að verða lagðar til grundvallar við mat á mismunun. Það eru þrjú meginskilyrði sem þurfa að vera til staðar til að réttlæta mismunun.

1) Ground of general interest – can be justified only if motivated by public policy, public security or puplic health.

2) Principle of subsidiarity – the pursued objective cannot be sufficiently achieved by other means, only by adobting a discriminative measures.

3) Principle of proportionality – the adopted measure shall not go beyond what is necessary to achieve the pursued objective. "

 

Þessar upplýsingar eru teknar úr grein Esther Önnu Jóhannsdóttur á má lesa um á vef Advice.

http://www.advice.is/?p=337

 

Þar útskýrir Esther lögfræðina að baki.  Og að sjálfsögðu hafa snillingar Ruv ekki séð ástæðu til að kynna þessar staðreyndir með því að taka viðtal við Esther enda kynni það að skaða hagsmuni breskra stjórnvalda.  

En öllum er kunnugt um þessi viðhorf eftir greinar Lárusar Blöndals og Stefán Más Stefánssonar.  Þó Hetjan hafi ætlað sér að gera lítið úr þeim með því að tala um að enginn hafi hnekkt rökum ESA, þá er staðreyndin sú að lögin sjálf gera það sjálf ásamt öllum þeim sem hafa tjáð sig um málið, og hafa þekkingu á evrópska regluverkinu.

Lygarnar um ríkisábyrgð og mismunun eftir þjóðerni hafa líka verið afhjúpaðar og engin ástæða að hafa þau rök eftir.

 

Restin af grein Guðmundar er svo öfugmæli um að ósjálfbær skuldabyrði hækki lánmatshæfi þjóða og leiði til hagvaxtar og ég veit ekki hvað.

Rugl verður því miður ekki satt þó margir vitleysingar endurtaki það.

Því miður fyrir vitleysinganna það er að segja.

 

En hvað rafiðnaðarmenn eru að gera með svona hetju, er svo önnur saga.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Lagaleg ábyrgð Íslands er útskýrð í áliti ESA vegna Icesave og hefur röksemdafærslunni ekki verið hnekkt að neinu leyti. Í áliti ESA er einnig sýnt fram á að jafnræðisregla EES hafi verið brotin. Verði þessu máli vísað til dómstóla eru yfirgnæfandi líkur á því að Íslendingar tapi málinu. 

Ómar, fyrst fannst mér hann drepfyndinn og hálfhló við.  Voðalega hlýtur honum að líða illa í öllum lygunum og skekkjunum.  

Elle_, 2.4.2011 kl. 01:17

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Því miður hefur hann það sér ekki til afsökunar að líða illa.

Hann trúir, trúir á ESB, og eins og allir ofsatrúarmenn þá gerir hann allt fyrir trú sína.

Þannig er það bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2011 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 180
  • Sl. sólarhring: 740
  • Sl. viku: 5464
  • Frá upphafi: 1327010

Annað

  • Innlit í dag: 161
  • Innlit sl. viku: 4846
  • Gestir í dag: 158
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband