Dagurinn í dag er dagurinn sem má ljúga.

 

Ekkert nema gott um það að segja, fjölmiðlar taka þátt í hrekknum, og allir hafa gaman að.

En gamanið kárnar ef fólk telur sig mega ljúga, stanslaust í þágu erlendra fjárkúgara, sem með ofbeldi og hótunum hafa stillt stjórnvöldum upp við vegg og í tvígang hafa neytt þau til að samþykkja þrælasamninga ICEsave.

Það vekur athygli að stjórnvöld taka ekki þátt í lygaherferðinni, segja einfaldlega að þetta sé sá besti samningur sem í boði er, og að ekki sé á vísan að róa ef fjendur okkar fara með mál sitt fyrir dómsstóla.  

Látum það vera að það væri þá í fyrsta sinn í mannkynssögunni, fyrir utan í einstaka skrýtlum, að fjárkúgari fari með fjarkúgun sína fyrir dóm þegar fórnarlamb hans beygir sig ekki fyrir hótunum hans.  Sem er líklegast skýring þess að ekkert dómsfordæmi er til en leiða má líkur á að dómari dæmi eftir lögum, allavega eru ekki til dæmi um annað.

En á meðan ekki er meira sagt, þá er engin lygi á ferð, öllum er heimilt að meta aðstæður eins og þeir best kjósa.  Og það vekur líka athygli að stjórnvöld hafa ekki notað tækifæri dagsins í dag til að ljúga einhverju eins og þau gerðu ítrekað fyrir þjóðaratkvæðið sem var um fyrri þrælasamninginn.

Líklegast hafa þau lært af reynslunni.

 

En til er hópur, sem meðal annars fer mikið hér í Netheimum, og þá aðallega á Feisinu, sem telur sæmd sína veltast á að vitna í greinar manna sem ljúga til um staðreyndir til að réttlæta stuðning sinn við hina erlendu ofríkismenn.

Þessi hópur er besti vinur okkar Nei manna, hópurinn sem heldur að markhópur ICEsave stuðningsins séu hreinræktaðir fábjánar, eða einstaklega trúgjarnt fólk.

Áður en lengra er haldið þá vil ég taka það skýrt fram að það er ekki mitt álit, þekki marga Já menn sem eru ágætis fólk, og eru ekkert vitlausari eða trúgjarnari en gengur og gerist.  Mjög ólíklegt að það myndi trúa þessari grínfrétt Morgunblaðsins.

Og þar með kem ég að skýringu þess að Áfram hópurinn er besti vinur smælingjans í dag, það er jú smælingjar þessa lands, aldraðir, bótaþegar, einstæðir foreldrar, barnafjölskyldur, sem munu nefnilega borga ICEsave skattinn.  Sjálftökuhópur ICEsave sinna mun hafa sitt á þurru.

Þess vegna er svo gott að vita að áróður þeirra er mislukkaðasta flopp auglýsingarmennskunnar frá því að nýja kókið var markaðssett.

 

Það er endalaust hægt að taka dæmi um rangfærslur og bábiljur og í raun varla fréttnæmt að rangt sé farið með, það er frekar fréttnæmt hverjir fara rangt með.

Þess vegna ætla ég að skjóta inn tveimur greinum um þekkt fólk sem lýgur í þágu glæps.

Ekki vegna þess að við þekkjum ekki lygar þeirra, heldur til að hjálpa til við það verk að láta skömm þess lifa.

Því það er hægt að fyrirgefa fólki sem veit ekki betur, þó það lepji upp lygar og rangfærslur, en fólk sem veit betur, en lýgur samt skuld upp á þjóð sína, það er aumt.

Aumt fólk.

 

Og orðstír þess á að lifa, öðrum stuðningsmönnum glæpa og ofbeldis til viðvörunar.

Það má vera að hægt sé að græða á slíku atferli, en smánin ein situr eftir.

 

Því það er ljótt að ljúga fjárkúgun upp á þjóð sína.

Líka fyrsta apríl.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Fornleifar í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 156
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 321
  • Frá upphafi: 1320164

Annað

  • Innlit í dag: 146
  • Innlit sl. viku: 288
  • Gestir í dag: 145
  • IP-tölur í dag: 145

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband