1.4.2011 | 15:02
Á hvaða tungli Júpíters lifa þessir menn.
" ....gert ráð fyrir miklum framkvæmdum í orkuiðnaði ".
Vita þeir ekkert um ástandið í orkuiðnaðinn eftir góðærið svokallaða, þegar það var framkvæmt og framkvæmt????
HS Orka neitar að virkja fyrir Helguvíkina því bæði á hún ekki krónu í þær framkvæmdir sem og hitt að orkuverð Norðuráls, skilar vissulega miklum hagnaði fyrir Norðurál, en dugar ekki fyrir kostnaði við framkvæmdir.
En jafnvel það er aukaatriði málsins, HS Orka er gjaldþrota, hún getur ekki greitt af lánum sínum, er algjörlega háð vilja lánardrottna sinna um endurfjármögnun.
Hitaveita Reykjavíkur hefur þegar tilkynnt gjaldþrot sitt og leitaði á náðir eiganda sinna. Hún hefur enga burði til að framkvæma eitt eða neitt.
Hverjir eiga þá að sjá álveri við Helguvík fyrir orku????
Lífeyrissjóðirnir????
Lög banna þeim áhættufjárfestingar, og sjóðsfélagar munu gera uppreisn gegn tapvirkjunum sem fyrirhugaðar eru.
Vissulega er möguleiki að semja upp á nýtt um orkuverð, og tryggja að framkvæmdirnar séu arðbærar. En það er samt áhættufjárfesting. Það þarf ekki nema að gjósa undir rassgatinu á þeim, og þá er allt tapað. Saga Kröfluvirkjunar ætti að vera mönnum áminning um það.
Og hvað gerist ef Norðurál verður gjaldþrota???' Þó fólk stingi höfuð í sandinn á Íslandi, þá eru alvarleg óveður í uppsiglingu á fjármálamörkuðum heimsins. Það þarf að endurfjármagna öll skammtímalán bankakerfisins, og núna vill Asía ekki lána. Hún á nóg af verðlausum pappírspeningum. Eina svar Vesturlanda er stjórnlaus peningaprentun, enginn veit hvað kemur út úr því, það eina sem er öruggt að orðið kreppa kemur við sögu.
Skuldsett fyrirtæki eru fyrst til að falla, og sala á dýrum neysluvörum eins og bílum dregst sama. Sem aftur hefur áhrif á álrisana sem voru myndaðir með skuldsettri yfirtöku.
Aðeins vitfirringar sanka að sér lánsfé til að framkvæma við þessar aðstæður, og af þeim höfum við fengið nóg.
ASÍ væri nær að krefjast leiðréttingar á skuldavanda heimilanna og að smærri fyrirtækjum yrði gert kleyft að fjármagna sig á eðlilegan hátt. Í dag hirða gengislánin allan afrakstur þeirra, ekkert eftir í fjárfestingar eða kjarabætur.
Og heimilin unga fólksins eru frosin, eyða litlu fyrir utan brýnustu nauðsynjar.
Í skuldaleiðréttingu felst framtíðarhagvöxturinn en talsmenn braskara biðja um nýtt lánafyllerí.
Fá þeir enn einu sinni að ráða????
Hvað oft mega sömu mennirnir setja sömu þjóðina á hausinn.
Losum okkur við þetta lið.
Fyrsta skrefið er Nei við IcEsave.
Kveðja að austan.
Þessi dagur sker úr um framhaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 628
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.