Neyðarlögin standast. dóm.

 

Neyðarlögin vörðu íslenska þjóð gegn verstu áföllum bankahrunsins.  Það var nauðsynlegt að grípa til þeirra og vandséð hvernig hægt var að bregðast á annan hátt við falli bankakerfisins.

Neyðarlögin vísa í helgasta rétt manna, réttin til að bregðast við neyð.  

Til þeirra grípa þjóðir á styrjaldartímum, á hamfaratímum og þegar aðstæður krefjast til að hindra þjóðfélagslega upplausn.

Á Íslandi eru raddir sem réttlæta kúgun og ofbeldi breta og Hollendinga gagnvart okkur í IcEsave deilunni.  Sjúkustu raddirnar réttlæta jafnvel hryðjuverkaárás breta sem varnarviðbrögð þeirra vegna íslensku neyðarlaganna.

En staðreyndin er sú að allir hefðu tapað á upplausn íslensks samfélags, líka erlendu kröfuhafarnir sem voru settir aftar í forgangsröðinni.  Því neyðarlögin vernduðu veð, veð sem hefðu orðið verðlítil ef fyrirtæki hefðu hætt rekstri eða fólk hætt að borga af lánum sínum.

Endurreisn íslenska bankakerfisins bjargaði innlendum eignum bankanna, og forgangur innlána verndaði hag erlendra innstæðueigenda. 

Eini óþarfa skaðinn var tjónið sem varð af hryðjuverkaárás breta, það rýrði eigur bankanna erlendis, einnig má minna á opinbera þjófnað frændþjóða okkar á Norðurlöndum sem afhentu þarlendum fjármálafyrirtækjum verðmæti á hrakvirði.

Skaðinn var því annarra en íslenskra stjórnvalda.

 

En það varð rýrnun á eignum við bankahrunið og mörg lán út á bréf reyndust verðlaus.  En það er ekki neyðarlögunum að kenna.

Þeirri lygi hefur verið haldið á lofti af stuðningsmönnum bresku fjárkúgunarinnar að neyðarlögin hafi mismunað eftir þjóðerni.  Sumir sem svona ljúga, vita reyndar ekki betur, en allt lögfræðimenntað fólk veit að þetta er ekki rétt.  Eins þeir sem hafa kynnt sér efni neyðarlaganna.

Og sama fólk lýgur að í neyðarlögunum hafi verið fólgin ríkisábyrgð á innlánum í Nýju bönkunum þegar staðreyndin er sú að það er ekki minnst á það einu orði.  

 

Það má spyrja sig hvað rekur fólk áfram til að ljúga svona.  Getur til dæmis Háskólinn í Reykjavík ætlast til að mark sé tekið á honum eftir að sérfræðingur þeirra í Evrópurétti laug þessu opinberlega í fjölmiðlum, bæði í grein sem og í viðtali í Silfri Egils.

 

"Við fall bankanna í október 2008 voru innistæður í innlendum útibúum tryggðar að fullu á meðan innistæður í erlendum útibúum nutu engrar tryggingar. Í þessu felst óbein mismunun á grundvelli þjóðernis og því að öllum líkindum um að ræða skýrt brot gegn 4. gr. EES-samningsins. "

 

Segir Margrét Einarsdóttir forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR.

 

Vil ég vitna í Stefán Már Stefánsson lagaprófessor þar sem hann segir

 

"Með stjórnsýsluákvörðun Fjármálaeftirlitsins var „innlend bankastarfsemi“ tekin út úr gömlu bönkunum og stofnað um þau hlutafélög í opinberri eigu. Þar með fylgdu innistæður í bönkum hér á landi hvort sem þær tilheyrðu innlendum eða erlendum aðilum. Hér er um að ræða hlutafélög sem njóta ekki ríkisábyrgðar að neinu leyti. "

 

Mismunun var ekki á grundvelli þjóðernis, hún var eftir landsvæðum ef þannig má orða.  Og slík mismunun er vel þekkt í Evrópurétti,  "að ráðstafanir sem kunna að fela í sér mismunun en eru engu að síður óhjákvæmilegar vegna þjóðfélagsþarfa í almannaþágu fá staðist. Má nefna marga dóma dómstóls ESB því til sönnunar. Enginn vafi er á því að verði talið að efnahagslegt hrun hafi blasað við hér á landi nægir það til að réttlæta frávik frá umræddri meginreglu. "

Og það er hvergi stafkrókur í neyðarlögunum um ríkisábyrgð, ekki eitt orð, samt vogar manneskja sem kallar sig fræðimanna að fullyrða slíkt án þess að rökstyðja mál sitt einu orði.

 

Málflutningur sem aðeins þjónar illmennum sem fjárkúga þjóð okkar á neyðarstundu.

 

Neyðarlögin munu líka standast dóm EFTA dómsins, ekkert stjórnvald gerir milliríkjasamning þar sem það afsalar sér rétti sínum til að bregðast við neyðarástandi.  Og í EES samningnum er þetta ákvæði sem allir ættu að hafa í huga þegar þeir hlusta á stuðningsmenn bresku fjárkúgunarinnar mála skrattann á vegg um hina ógurlegu hættu á hinni svokallaðri dómsstólaleið.

 

 

 "40. gr. 1. Ef hætta er á alvarlegum efnahagslegum eða þjóðfélagslegum erfiðleikum eða erfiðleikum í umhverfismálum að því er varðar sérstakar atvinnugreinar eða sérstök svæði, sem líklegt er að verði viðvarandi, getur aðildarríki gripið einhliða til viðeigandi ráðstafana með þeim skilyrðum og á þann hátt sem mælt er fyrir um í 41. gr. ".

 

Og lokaorð mín um þessi neyðarlög ætla ég að hafa orð þeirra félaga Lárusar og Stefáns þar sem þeir benda á grunnstaðreynd neyðarlaga.

 

"Þess ber einnig að gæta að samkvæmt dómafordæmum dómstóls EB hafa aðildarríkin sjálf talsvert mat um það hvort fyrrgreindum skilyrðum hafi verið fullnægt enda tæpast á færi dómstóls að meta aðgerðir til að koma í veg fyrir efnahagshrun heillar þjóðar. "

 

Það er aðeins löglegt stjórnvald sem getur metið neyð, og neyðarréttur er einskis virði ef hægt er að dæma þær aðgerðir sem gripið er til ólöglegar á grundvelli annarra lagareglna.  Þetta er eins og þú þorir ekki að kasta þér í sjóinn til að bjarga hópi barna sem eru að drukkna eftir að bát þeirra hvolfdi.  Þú gætir lent í því að bjarga aðeins hluta og fengið á þig kæru um að mismuna með því að bjarga ekki öllum.  

Neyðaraðgerðir eru endilega ekki það réttasta í stöðunni, eftir á, en á neyðarstundu grípa menn til þeirra aðgerða sem þeir telja réttastar.  Og hafa til þess fullan rétt. 

Eina lögbrotið er að gera ekki neitt, láta neyðin hafa sinn gang því þú ert svo hræddur við málssókn eftir á.

 

Enginn dómsstóll hefur rétt til að dæma neyð á fólk í neyð.

Að halda að dómsstóll EFTA dæmi íslenska þjóð í skaðabætur vegna aðgerða stjórnvalda, skaðabætur sem nema allt að 2/3 af þjóðarframleiðslu eins og Já menn halda fram, er ekki aðeins órökrétt, ekki aðeins fáránlegt, það er sturlun.

Aðeins vitfirrt fólk notar slík rök.

 

Því miður er umræða á Íslandi í dag stjórnað af vitfirringum, fólki sem trúir að til sé dómur sem dæmi þjóðir í ævarandi skuldaþrældóm.

Það þarf að hjálpa þessu fólki.  Mannúðarsjónarmið krefjast þess.

 

Fyrsta skrefið er að segja Nei við ICEsave þann 9. apríl.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Gildi neyðarlaga staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 

Sæll Ómar !! takk fyrir góðann pistil.

Auðvitað standast neyðarlögin, að halda einhverju öðru fram er annaðhvort stórkostleg vanþekking eða von um slíkt hjá öðrum, og þar með sé hægt að halda slíku fram í von um að blekkja fólk til hlýðni.

En það er ágætt að gildi þeirra skuli nú staðfest á Íslandi, en  í desember 2010 staðfesti reyndar ESA gildi og réttmæti þeirra HÉR reyndar undanskilur ESA deiluna um innistæðutryggingar í tilkynningu sinni, en það aftrar ekki JÁ sinnum að nota hugsanlegt ólögmæti neyðaralaganna (sem nú er staðfest að var lögleg) við að skara eld að hræðsluglóðunum og dylgjunum um hvernig allt fer til fj...... ef ekki verði samþykkt.

Og ef við nú lítum á ummæli og skoðun ESA á innistæðutryggingadeilunni (Icesave) þá stendur þetta í sömu fréttatilkynningu:

"ESA hefur komist að þeirri niðurstöðu að innstæðueigendur eru í annari aðstöðu en almennir kröfuhafar og eiga tilkall til ríkari verndar við greiðsluþrot banka. Það er niðurstaða stofnunarinnar að hvorki neyðarlögin né ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi falið í sér ólögmæta mismunun gagnvart almennum kröfuhöfum. Því hafi ekki verið brotið gegn ákvæðum 40. gr. EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns."

Skilji það hver sem vill þannig sem han/hún vill, en að mismunun hafi verið ólöglega beitt, er allavega vísað afdráttarlaust frá hér.

Í lok tilkynningarinnar stendur svo:

"Ákvörðunin um að loka málunum leysir ekki úr álitaefnum er varða tilskipun um innstæðutryggingar og mismunun á milli innstæðueigenda á Íslandi og innstæðueigenda sem áttu innstæður í útibúum íslensku bankanna í öðrum EES-ríkjum"

Eru orðnir nokkuð tvísaga á sig sjálfa hér, en semsagt "Álitaefni" segir ESA, meðan allmargir "JÁ" sinnar halda fram að þetta sé ótvírætt skylda Íslenska ríkisins (almennings) að borga, takið einnig eftir að ESA segir "innistæðueigenda" á Íslandi og "innistæðueigenda" í útibúm íslensku bankanna í öðrum EES ríkjum, ekki mismunun milli Íslendinga og Breta/Hollendinga, eins og vinsælt er að "blöffa" með hjá "Já" sinnum, það er nefnilega ekki minnst á þjóðerni, eins og vera ber.

Að lokum smá kveðja frá Per Sanderud forseta ESA til ritsjóra mbl, (Davíðs ?) vegna leiðara í blaðinu, þar segir m.a.

"Undirritaður ber fyllsta traust til EFTA-dómstólsins og telur engan vafa leika á því að í þessu máli muni hann leggja sjálfstætt mat á málið og dæma lögum samkvæmt, fari svo að málið endi þar. Staðhæfingar leiðarahöfundar um að undirritaður telji dómstólinn vera stimpilpúða fyrir ESA eru ekki á rökum reistar."!!

Það gera reyndar flestir sæmilega skyni bornir menn og konur, en það aftur hentar illa JÁ sinnum, ESA, EFTA og B/H eru bæði Grýla og Leppalúði og gott ef ekki Boli sjálfur líka, einkennilegt séð í ljósi þess að flesta ESB sinna má finna einnig meðal "JÁ sinna.

En neyðarlögin eru semsagt staðfest, einni Grýlunni færra, hinar í andaslitrunum og fleiri og fleiri og farnir að átta sig á blekkingunum.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 1.4.2011 kl. 20:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Síðasta bloggið mitt tók á falsrökum ESA, eins og Stefán og Lárus bentu alltaf á, þá brýtur nauðsyn lög, og ESB gerir ráð fyrir mismunun í vissum tilvikum.  Þær forsendur má lesa um í blogginu, stolið úr góðri grein sem birtist hjá Advice hópnum.

Augljóst, lögin skýr, um alla Evrópu nema i opinberi umræðu á Íslandi.  

Og hver talar um sjálfstæði fjölmiðla, vissulega miðað við Norður Kóreu en ekki mikið meir???

Staðan er þrátefli, skiptir ekki máli hvernig fer, tvær fylkingar standa gráar fyrir járnum, önnur er mjög sátt við ræningjana.

Og þó við líklegast sigrum, þá verður munurinn aldrei stór.

Þetta lýtur engum eðlilegum lögmálum, það er eins og allt eigi að fara á versta veg.

En hvað um það, góðar kveður til Norge.

Ómar.

Ómar Geirsson, 2.4.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 1563
  • Frá upphafi: 1321455

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1330
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband