Handlangarar breta rífa sig.

 

Ennþá telja þeir stærsta hagsmunamál íslensks verkafólks að lifa lífi skuldaþrælsins.

Þeir börðust hart gegn skuldleiðréttingum heimilanna og fögnuðu síðan 2 milljörðum í vaxtabætur sem miklum sigri.  Þeir hafa ekki rekið á eftir hinu loforðinu, 6 milljörðunum sem áttu að koma frá fjármálastofnunum.

Ljóst er að hagsmunir launafólks skýra ekki þessi svik við fólk í neyð.

 

Í ICEsave deilunni hafa þeir grímulaust gengið fram af mikilli hörku gegn hagsmunum þjóðarinnar, án nokkurrar sýnilegra raka.  Eða hvaða rök réttlætir gjörðir manns sem brýtur putta á saklausu fólki að boði fjárkúgara.

Þeir héldu því að vísu fram að endurreisn efnahagsins væri komin undir því að þjóðin greiddi bretum 500-1000 milljarða vegna þess að þeir báðu um það, og þeir væru í þeirri stöðu að geta ógnað þjóðinni og heft uppbyggingu atvinnulífsins.  Með öðrum orðum, þá voru þeir úrþættið sem sat brosandi við hliðina á manninum með járnklippurnar.

Rökin um hina meintu ógn sem stafaði af bretum voru þau að þeir gætu stöðvað frekar fjárfestingar í íslenskum orkuiðnaði.  Hvernig bretar, tannlaust gamalmenni áttu að geta það, var ekki útskýrt.

Þó að ASÍ forkólfum var ítrekað bent á að orkufyrirtækin væru jafn illa stödd og útrásin, ofurskuldsett og komin undir náð lánardrottna sinna vegna endurfjármögnunar, og því ekki með nokkrar forsendur til að ráðast í ný stórverkefni, þá var sami söngurinn samt kyrjaður, "ekkert ICEsave, engin stóriðja".  

Núna hefur tíminn sannað að Orkufyrirtækin ráða ekki við frekari fjárfestingar, þjóðin má kallast heppin ef hún nær að hindra að lánardrottnar þeirra yfirtaki þau.  ICEsave er ekki með gildi i þeirri jöfnu nema að sá sem sligast undan skuldum sínum, hann getur ekki aðstoðað fyrirtæki sín ef þau þurfa fjárhagslega innspýtingu líkt og Orkuveita Reykjavíkur þurfti til að bjarga sér fyrir horn.

 

Eftir stendur að ef launþegar hefðu hlustað á þessa handlangara breta, þá þyrfti ríkið að leggja til 60 milljarða á þessu ári til að mæta vöxtunum af ICEsave láninu.

Það átti að reka 960 manns vegna 4 milljarða króna sparnaðar í heilbrigðiskerfinu.  Til að mæta ICEsave hefði ríkið þurft að reka á annan tug þúsunda því það er skuldbundið til að skila fjárlögunum með ákveðnum halla samkvæmt samkomulaginu við AGS.

Við erum að tala um þúsundir manna sem hefðu verið reknir, lokun á skólum, lokun á sjúkrahúsum til að þóknast ASÍ.

Vegna þess að bretar gátu hindrað að Orkuveita Reykjavíkur fengi lán.

 

Þetta er hrein viðurstyggð, og ennþá rífa þessir menn sig fyrir breska glæpahyskið.   Nema núna er áróðurinn lúmskari, jú jú, þið megið segja Nei, en það er ákaflega heimskulegt, allt gáfaða fólkið segir Já.

Og rökin þau sömu, bábiljur sem tíminn hefur afsannað, hver ein og einast röksemd ASÍ frá því fyrir ári síðan hefur ekki staðist.

Í góðri bók var sagt um mann sem sveik þjóð sína, að þegar honum var ljóst að aðeins tímaspursmál væri hvenær upp um svik hans kæmist, þá lagði hann aðeins harðar að sér svo tryggt yrði að óvinirnir gætu eitt landi hans og þjóð.

Slík hugsun hrjáir ASÍ, þeir bæta í þegar raunveruleikinn afhjúpar allar rangfærslur þeirra.

 

Og íslenskt verkafólk lætur það líðast, að hús þeirra er ormabæli handlangara fjárkúgara.   Sem ætla ekki að fjárkúga fólk út í bæ, heldur það sjálft.

Hve lengi ætlum við að láta Hrunverja og handbendi þeirra stjórna þjóð okkar????

Fáum við nóg eftir næsta Hrun, eða þar næsta???

Er auðveldara að horfa uppá ruplara og þjófa stela framtíð barna sinna en að rísa upp úr sófanum og mótmæla, að verja  framtíð barna sinna.????

 

Til hvers vorum við að eiga börn ef við látum framtíð þeirra okkur ekkert varða???

Ef við finnum blóðið renna og döngun til að hindra ruplið, þá segjum Nei við ICEsave.

En það er ekki nóg, það þarf líka losna við Hrunverja úr valdastólum, þar meðal hjá ASÍ.

 

Skandall þessa fólks er nægur, hann dugar meðalmanneskju í margar aldir, óþarfi að láta það gera meira af sér.

Gefum því frí.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Fréttabréf ASÍ helgað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 629
  • Sl. viku: 5602
  • Frá upphafi: 1399541

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 4775
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband