Sjúkleikinn í málflutningi Áfram hópsins.

Er að telja soragrein Guðmundar Andra Thorssonar til sinna helstu djásna.  Rangfærslur, lygi í bland við algjöran sora einkennir grein hans, Vanskilaskrá heimsins, sem birtist í Fréttablaðinu 22. mars.

 

Til upprifjunar skulum við átta okkur á eðli innlánstrygginga ESB, þær eru einkareknar og þær eru tryggingar.  Það er forsenda þess að þær ná yfir landamæri, ef um ríkisábyrgð væri að ræða, þá myndi engin þjóð setja lög um að skattgreiðendur þess ábyrgðust innlán í öðrum löndum.  

Í samræmi við það voru íslensku lögin sett, og þau eru í öllum efnisatriðum sambærileg lögum annarra Evrópuþjóða, nema við erum í hópi þeirra þjóða sem kröfðust beinna peninga frá fjármálastofnunum, í flestum löndum, líkt og í Bretlandi voru bankabréf látin duga.  

Í evrópsku reglugerðinni (endurskoðuðu útgáfu hennar) er einnig skýrt kveðið á um að fjármáleftirlitum ESB landa bar skylda til að krefja útibú utan ESB (EFTA er utan ESB þó hluti EFTA ríkja sé aðili að Evrópska efnahagssvæðinu) um aðild að sínu tryggingakerfi, þætti tryggingakerfi heimalands ekki nógu burðugt eða annað sem gæti dregið úr tryggingarvernd þeirra sem skiptu við viðkomandi útibú.  Þess vegna var Landsbankinn með tryggingu í Bretlandi, og þess vegna greiddi breski tryggingasjóðurinn út innlánstryggingu vegna IcEsave, og það voru fjármálastofnanir á breska fjármálamarkaðnum sem fjármögnuðu þá tryggingu samkvæmt tryggingarskilmálum þeim sem gilda um breska innlánstryggingasjóðinn.  

Breskir skattborgarar greiddu ekki krónu vegna ICEsave.

Það er sjaldan sem ég birti hraksmíðar á bloggi mínu, en fyrsti hluti greinar Guðmundar Andra nær öllum því sem hrjáir sjúkasta hluta stuðningsmanna fjárkúgunarinnar.

 

"Hvers vegna ættum við að greiða skuldir óreiðumanna? Við þeirri spurningu eru ýmis svör, meðal annars þetta: Til að vera sjálf ekki óreiðumenn. Money-heaven er ekki til, því miður. Skuldir óreiðumanna hverfa ekki við það að vera ekki greiddar. Þær hverfa einungis við að vera greiddar. Spurningin er bara hver á að greiða þær.

Breskir og hollenskir skattborgarar einvörðungu? Er það hugmynd okkar um sanngirni? Var hann Heychen Van Eyck, tannsmiður í Eindhoven, aðdáandi Guðjónsen-feðga og hollenskur skattborgari mikið í skíðaskálunum og snekkjunum með íslensku bankamönnunum?

Eða hún Maureen McCarthy skrifstofumær í Birmingham, aðdáandi Emiliönu Torrini og enskur skattborgari: Var hún að reisa glerhallir fjármögnuð af Landsbankanum? Allt sem sagt þeim að kenna? Rétt og sanngjarnt að eftirláta þeim og öðrum skattborgunum þessara landa að greiða þessar skuldir? Málið allt á þeirra ábyrgð en alls ekki Íslendinga? Sem þó höfðu að vísu undirgengist tilskipun um að þeir – en ekki þau Maureen og Heychen – ættu að koma á fót innistæðutryggingasjóði sem dekkaði að lágmarki kringum 20.000 evrur í hverjum reikningi sem Landsbankinn, íslenskur banki, starfrækti í þessum löndum."

 

Já, hann Van Eyck, tannsmiður var örugglega ekki mikið í skíðaskálunum og snekkjum með íslensku bankamönnunum. 

 

En ég held að pabbi minn og tengdapabbi minn hafi ekki verið þar heldur, og ekki var ég þar, og leyfi mér að fullyrða að það sama gilda um allan almenning.  Hvað á það að þýða að stilla málum svona upp???  Vegna þess að nokkrir samlandar okkar voru auðmenn, erum við þá ábyrg fyrir þeim???

Hvernig áttum við að stöðva hinn meinta sukklifnað þeirra????

Gera blóðuga byltingu, koma á kommúnísku þjóðskipulagi???

 

Svona málflutningur eins og rithöfundurinn stillir þessu upp er ekki bara órökréttur og kemur efnisatriðum IcEsave deilunnar ekkert við, heldur er hann settur fram til þess eins að skapa sektarkennd, að við séum sek vegna gjörða samborgara okkar.  Og það er ekki aðeins lágkúra, heldur algjör sori að tengja saman svona óskylda hluti og koma því að hjá okkur að fólk út í Evrópu sé að borga fyrir okkar gjörðir.

Við tókum ekki þátt í þessu frekar en þau, og við áttum engan þátt í að þau ákváðu að leggja fé sitt inn á ótraustan erlendan netbanka, ákvörðunin var þeirra, og þau njóta þeirrar tryggingarverndar sem lögin kváðu á um.

Þau voru tryggð, og fengu greitt.  

En ekki úr íslenska tryggingasjóðnum, heldur úr tryggingasjóðum heimalanda sinna samkvæmt þeirri skyldu að stjórnvöld landa þeirra urðu að sjá til þess að þau nytu tryggingarverndar.

 

Íslenski tryggingasjóðurinn gat ekki greitt út lágmarkstryggingu sína því hann féll.  Og hann féll ekki vegna illvilja Íslendinga, heldur vegna þess að bankakerfi okkar hrundi.  Þar með voru forsendur fjármögnunar hans brostnar.

Lögin eru skýr að fjármálafyrirtækin fjármagni hann með tryggingargjöldum sínum, ekki skattborgarar viðkomandi landa.

Þetta snýst ekki um hverjum þetta er að kenna, þetta snýst um hvað gerðist, og eftir hvaða reglum var farið, og eftir hvaða reglum á að fara.

 

Hvergi, í ekki einasta regluverki ESB er minnst á ábyrgð skattgreiðanda í einu landi á gjörðum samlanda sinna í öðru landi, enda snýst regluverkið um einn sameiginlegan markað, ekki um einstök aðildarlönd, á hinum sameiginlega markaði er aðeins einn ríkisborgari, sá evrópski.

Þess vegna er það sjúkt að tala um að íslenska þjóðin sé í vanskilum, og á vanskilaskrá heimsins.

Vissulega erum við í vandræðum út af falli bankanna, en þeir sem lánuðu þeim gerðu það með fullu viti, vissu hvað þeir voru stórir og að það væri fræðilega útilokað að íslenska ríkið gæti ábyrgst þá ef illa færi.  Jafnvel þó það seldi þegna sína í skuldaþrældóm.

Gjörðum fylgir ábyrgð, og aðeins sjúkt hugarfar siðblindingjans kemur ábyrgð á gjörðum sínum yfir á aðra.

Að rukka saklaust fólk um skuldir samlanda sinna er dæmi um slíkt.  Aðeins það að  nota ritsnilld sína til að styðja þá siðblindu er l ennþá sjúkara en hugarfar þess sem beitir ofbeldi við þá rukkun.

 

Og að það skuli vera til svo trúgjarnt fólk sem trúir svona augljósu bulli eins og felst í þessum orðum Guðmundar 

 

"Þá fer heimurinn – með réttu eða röngu – að líta á Íslendinga sem þjóð sem heldur alltaf þjóðaratkvæðagreiðslur þegar kemur að skuldadögum, til dæmis vegna lána til vegaframkvæmda eða skólabyggingar. Þá rísi upp fólk og segi: þessi vegur gagnast MÉR ekkert… ÉG hef alltaf verið á móti þessum skóla. ÉG ætla ekkert að borga skuld sem MÉR kemur ekkert við…".

 

það er þyngra en tárum tekur því það notar siðblinduna sem rök til að fjárkúga samborgara sína. 

Er hægt að leggjast lægra en það?????

 

Heimurinn segir að Íslendingar eigi ekki að borga skuldir einkaaðila, að þeir eigi ekki að lúffa fyrir fjárkúgurum.  Það er sá hluti heimsins sem þekkir til staðreynda mála, eins og blaðamenn helstu viðskiptatímarita heims.

Financial Times segir ekki í forystugrein um framferði sinna eigin stjórnvalda að það sé lögleysa og kúgun ef það væri ekki alveg visst í sinni sök.  Og það biður íslenskan almenning að hafna þessari fordæmalausri kröfu að láta almenning borga skuldir einkabanka, slíkt sé tilræði við sjálfan kapítalismann.

Þetta segir umheimurinn.  Þar sem fólk segir að Íslendingar eigi að borga þar er upplýsingagjöfin með þeim hætti að fólk trúir að Ísland hafi skrifað upp á alþjóðlegan samning sem gerir ráð fyrir þessari ríkisábyrgð.

Staðleysa sem hefur verið marghrakin.

 

Þetta sama fólk segist sjálft ekki vilja loka skólum og sjúkrahúsum sínum vegna þess að skattgreiðslur þeirra fara í að borga óreiðuskuldir samlanda þeirra í öðrum löndum, það á nóg með það sem fellur á það innanlands.

Því vissulega þarf saklaus almenningur að blæða vegna gjörða auðmanna, en það ákvörðun sem tekin er á löglegan hátt, gerð til að vernda almannahag, eða það er okkur sagt.

Sem er auðvita ein stór lygi.

Almenningur á aldrei, ekki undir nokkrum kringumstæður að taka á sig tap einkaaðila og auðmanna, ekki nema þá að þjóðnýting eigna þeirra komi á móti til að lágmarka skaðann.  Það gengur aldrei að auðmenn hirði gróðann en almenningur tapið.

Og ef greiðslubyrði almennings kemur niður á almannaþjónustu, þá á hún aldrei rétt á sér.  Vegna þess að almannaþjónustan er forsenda samfélaga okkar, og hún er skýring þeirra sáttar sem eru um skattheimtu ríkisins.

 

Að ganga gegn þeirri sátt er glæpur, glæpur sem verður að stöðva.

Við segjum Nei við ICEsave.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Maðurinn er algjörlega úti að aka í þessu máli og bullar út í eitt um málið, Ómar.  Líka fádæma ruddi.  Minni líka á að það sama gilti um Holland: ICESAVE útibúið þar var líka með SKYLDUTRYGGINGAR og hollenskir skattgreiðendur borguðu ekki eyri vegna ICESAVE þar heldur hvað sem JÁMENN halda ranglega fram.   Skilur maðurinn ekki að íslensk börn og gamalmenni rændu ekki bankana að innan??  Og að þjófnaðurinn er sakamál og kemur ekki íslenskum skattþegnum við??  Nei, held ekki, hann skilur víst ekki of mikið. 

VIÐ SEGJUM NEI VIÐ KÚGUN.

Elle_, 31.3.2011 kl. 00:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Skrif Guðmundar Andra hverfa ekki við að vera lesin,en auðvelt að gera þau ómerk,    sem þau eru. Ég hef ekki lesuð þau í heild sinni,en sé hrafl úr þeim hér. Í seinni hluta skrifanna,sem ætlað er að höfða til spéhræðslu Íslenskrar þjóðar,þegar allt um þrýtur.  Sá hluti gæti verið svona: ,,Þá fer heimurinn með réttu að átta sig á að hinn venjulegi Íslendingur,er með afbrigðum löghlýðinn. Þar sem ríkistjórn,sem hafði verið mynduð upp úr rústunum og menn trúðu á loforð þeirra,sveik allt sem hægt er að svíkja.Þeim hugnaðist ekki bylting með ofbeldi að hætti,einræðisríkja. En lög þeirra leyfðu þjóðaratkvæðagreiðslu,sem aldrei hafði verið ástæða til að grípa til fyrr. Ólíkt öllum heimsins ríkisstjórnum,tók þessi ríkisstjórn Íslands til við að,vinna gegn hagsmunum hins almenna Íslendings,það vekur athlægi í hinum stóra heimi,og er að snúast í almenna samúð þjóða heims.,,  Hef ekki fleyri orð um það,en get sagt ykkur í sannleika,vinir mínir og vandamenn  hafa verið á faraldsfæti,síðasta ár og sannarlega fundið fyrir meðbyr. Kveðja til ykkar,P.S. Elle hvar fékkstu þetta merki? Það er fínt.  

Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2011 kl. 02:10

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðar stöllur.

Skrif Guðmundar er skrif málaliða í blaði auðmanns sem hefur hag af Já-inu  í ICEsave, það er svona liður í kombakki hans inn á breska braskaramarkaðinn.  Í því samhengi skipta skrif Guðmundar engu máli, þeir sem trúa málaliðum í fjárkúgun gegn þjóð sinni eru hvort sem er brenglaðir og taka ekki rökum.  Frekar að þeir þurfi á afbrenglun að halda.

En Áfram hópurinn hefur tekið á sig þá ábyrgð að vera andlit ICEsave stuðningsins út á við.  Rökin sem hann notar eru því rök þessa stuðnings.

Og þá fær sorinn vægi.

Ég sem slíkur er að fjalla um Áfram hópinn, hvað hann matreiðir ofani stuðningsmenn fjárkúgunarinnar.  Ætlaði svona fyrirfram að sá kokteill stæðist almenna skynsemi og almennt siðferði.

En það er ekki raunin, og ég hef í þessum þremur greinum sett hugsun þeirra í ákveðið samhengi, þeir höfða til fávita og soralinga.

Og þar er ég ekki sammála þeim, minni á rök Einars Karls, það eru skýringar á að fólk styður þennan samning án þess að vera fáviti eða sori, þessi áróður er því vanvirðing við það fólk.

Og fólk yfir höfuð.

Sjaldan held ég að Andrés almannatengill og atburðasmiður hafi skotið jafn hressilega yfir markið fyrir greiðslu.

Og ekki græt ég það, bendi aðeins á það þeim til minnkunar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2011 kl. 07:03

4 Smámynd: Dagný

Las einmitt þennan pistil Guðmundar Andra og fékk óbragð í munninn. En Já-sinnar geta vart vatni haldið yfir því hvað hann sé mikill snillingur. Ég segi nú bara - sér er nú hver snillingurinn, JA SVEI

Dagný, 31.3.2011 kl. 08:54

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Og það segir mikið um þá Dagný, almenn skynsemi ætti að segja fólki að það eru viss takmörk fyrir hvað menn leggjast lágt við að koma skuldum þeirra sem fóðra mann, á samborgara sína.

Sama hvert fóðrið er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2011 kl. 10:05

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir góðan pistil. Sér er nú hver rithöfundurinn, ef menn telja sig þurfa að beita lygum sem koma heilli þjóð á vonarvöl ættu þeir ekki að gera það á prenti, það verður geymt en ekki gleymt jafnvel þó menn telji sig vera að færa í stílinn.

Magnús Sigurðsson, 31.3.2011 kl. 10:30

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki ætla ég að efast um rithæfileika Guðmundar, en sagan geymir sögð orð og þau verða ekki aftur tekinn, sá sem vísvitandi skrifar gegn eigin vitund eða fullyrðir eitthvað sem ekki stenst, getur ekki haft samviskuna i lagi.  Og svo kemur alltaf að skuldadögum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2011 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 46
  • Sl. sólarhring: 264
  • Sl. viku: 5363
  • Frá upphafi: 1338821

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 4721
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband