Meira um meintan fávitahátt í greinum Áframhópsins.

 

Burtséð frá þeirri staðreynd að engar líkur er á að ICEsave samningurinn fari niður fyrir þá 67 milljarða sem Gammagreining mat hann á, og það er útilokað að svokallaða  dómsstólaleið kosti þjóðina 600-700 milljarða þá felst enginn fávitaháttur í að fara rangt með staðreyndir, að ljúga eins og það heitir víst.

Hinn meinti fávitaháttur felst í að trúa lyginni, burtséð frá allri þekkingu á málinu, þá þarf mikið vanvit að sjá ekki mótsögnina í lyginni.

Hvernig getur vitiborið fólki dottið það í hug að bretar hafi af góðmennsku sinni kastað frá sér hundruð milljörðum með samningum????  Jú, þeir settu á okkur hryðjuverkalög, beittu okkur efnahagsþvingunum, en þegar snillingurinn Svavar mætti á svæðið, þá plataði hann þá upp úr skónum, í stað þess að fá "löglegan" reikning sinn greiddan, þá slógu þeir af kröfum sínum til þess að losna við að fara með málið fyrir dóm. 

Og þegar Íslendingar sögðu Nei, þá slógu þeir ennþá meir af kröfum sínum og þegar Íslendingar sögðu aftur Nei, þá slógu þeir ennþá ennþá meir af kröfum sínum, í stað þess að fara með málið fyrir dóm.  Eru núna komnir í 600-700 milljarða króna tap vegna hinnar meintu góðmennsku.

Það væri fróðlegt að láta reyna á enn eitt Nei-ið, ef krafan er komin í 27-35 milljarða í þriðju lotu, kæmum við ekki út í gróða í næstu lotu, að bretar færu að borga okkur fyrir að semja um ICEsave?????

 

Það er sorglegt að segja það um náungann, en það er engin brú í þessu röksamhengi, samt les maður víða í Netheimum, virðulegt íhaldsfólk nota þetta sem sín megin rök fyrir að svíkja börn sín og barnabörn.  

Það virðist ekki átta sig á samhenginu, að skuldabréf upp á 670 milljarða, auk vaxta, er skuldabréf upp á 670 milljarða, auk vaxta, og skuldabréf upp á 27-35 milljarða er skuldabréf upp á 27-35 milljarða.  Og ICEsave samningurinn er undirskrift þjóðarinnar á skuldabréfi upp á 670 milljarða, auk vaxta.  Það er síðan EF, háð ÓVISSU hvað kemur á móti.  Sá sem sér ekki þessa óvissu í dag, er hamlaður að einhverju leiti, blindur á umhverfi sitt vegna þess að hann er með höfuð sitt í sandi.

 

Síðan má velta upp þeirri rökhugsun að óttast að fjárkúgari fari með kröfu sína fyrir dóm.  Burtséð frá lögmæti ICEsave kröfu breta, þá varð hún sjálfkrafa glæpur, þegar þeir beittu þvingun til að innheimta hana án atbeina dómsstóla.

Og það er aðeins í bröndurum, Hafnarfjarðarbröndurum þar sem kúgari hringir á lögregluna þegar fórnarlamb hans neitar að greiða.   I raunveruleikanum gefast þeir upp ef hræðslan og óttinn virkar ekki.

Hafi þeir upphaflega haft lögmæta kröfu, þá fara þeir með hana fyrir dóm, og fá hana löghelgaða, og nota síðan leiðir réttarríkisins til að innheimta hana.

Það eiga eiginlega allir að hafa þá lágmarks skynsemi að átta sig á þessu.

 

En lygararnir treysta sínu fólki, hvort það sé með réttu eða röngu, þá ætla þeir einhverjum að trúa ruglinu..

Ef þetta væri eina í málflutningi Áframsinna sem er vanvirðing við vitiborið fólk, þá gæti þessi framsetning verið mistök, hún væri svona afleiðing af hópefli, menn hafi keppst við að gefa sér forsendur sem minnkaði ICEsave ábyrgðina niður i ekki neitt.

Og endað með því að trúa ruglinu í sjálfum sér.

En það er svo margt annað sem stenst enga skoðun, hvorki staðreynda eða úttekt tímans á því sem gerðist frá síðasta Nei, að það er ljóst að það er meðvitað verið að höfða til heimskunnar í bland við hræðsluáróður til að fá nægan fjölda atkvæða svo hin breska fjárkúgun verði samþykkt.

Og fólkið sem trúir þessu, tekur ekki rökum, af mjög skiljanlegum ástæðum.

En það er ofsalega gaman að pistla um fáráðin og því ætla ég að reyna að gefa mér tíma til þess á næstunni.  

Annars skora ég á fólk að lesa þessar greinar, þær eru flestar óborganlegar.

 

Íslensk fyndni hvað????????

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Hvað þetta lið er búið að leggja á sig í spuna um afleiðingarnar, samþykkjum við ekki, allt frá Svavars samningi. Ég færði þetta mál málanna, í tal við eina fyrirtaks (80.ára) konu,með spurningu um hvað hún hyggist gera með þetta, hún  svaraði m.a.   "Ekki trúi ég að hann Lárus Blöndal væri að styðja þetta ef það væri ekki rétt."  Blessunin,sem má ekkert vont sjá eða heyra,nú verð ég að fara og þreyta hana með því. Hver einasti dagur er langur,eins og bikarleikur,sem framlengjist sífellt. Honum líkur þó 9.april, eins og þrúgandi vítaspyrnukeppi.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2011 kl. 07:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þetta er sorgleg trúgirni, að fólk skuli leiða örbirgð yfir börn sín og barnabörn vegna blindrar fylgispektar við foringjana.

En það er erfiðara að trúa eftir því sem fleiri fréttir koma af afleiðingum hinnar pólitísku blindu, ólán Reykvíkinga er lán okkar sem reynum að hindra hið endanlega skipbrot þjóðarbúsins.  "Við stöndum svo vel, erum búin að redda okkur, engin vandi hér", og svo framvegis, sömu frasar og í bankahruninu, sömu frasar og notaðir eru til að plata fólk til að samþykkja ICEsave.

En raunveruleikinn stöðvar alltaf bullið að lokum.  

Okkar hlutverk Helga er að sjá til þess að ein fáráðin verði stöðvuð þann níunda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2011 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 866
  • Sl. sólarhring: 1141
  • Sl. viku: 6074
  • Frá upphafi: 1328887

Annað

  • Innlit í dag: 740
  • Innlit sl. viku: 5412
  • Gestir í dag: 650
  • IP-tölur í dag: 638

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband