Ögmundur lýsir framferði breta en hvað segir Samfylkingin???.

 

Vel stæður maður er krafin um allháa greiðslu. Rökin, annars gæti hann ekki verið öruggur um dóttur sína.  

Þetta er breska fjárkúgunin í hnotskurn.  Nema að þjóð, sem var rúin inn að skinni af fámennri klíku auðmanna, með atbeina handlangara þeirra í stjórnkerfinu, var krafin um óviðráðanlega greiðslu. 

Rökin, annars munum við valda ykkur miska.  

 

Og þessi rök notar handlangari bretanna sem megin ástæðu þess að við eigum að lúffa fyrir hinni bresku kúgun.  Það er ekki hægt að treysta á að dómsstólar dæmi eftir lögum, og ef þeir gera það, þá er ekki víst að bretar láti segjast.  Þeir geta náð sínu fram "með ýmsum beinum og óbeinum þvingunaraðgerðum sem gætu orðið okkur afar erfiðar" svo ég vitni í flokksstjórnarmann í Samfylkingunni.

Aðal samningamaður Íslands, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir, að bretar geti notað "aðrar aðferðir" til að þvinga fram vilja sinn.

 

Sér fólk ekki hvað ICEsave vinnubrögðin eru keimlík þeim aðferðum sem Ögmundur dómsmálaráðherra er að skera upp herör gegn.  En hvers eiga innlendir glæpamenn að gjalda, ríkisstjórnin ætlar að meina þeim fjárkúganir sínar, en ætlar að kúga þjóð sína til að láta að vilja erlendra fjárkúgara, þeirra sem geta "með ýmsum beinum og óbeinum þvingunaraðgerðum" valdið þjóðinni skaða.

Er þetta ekki brot á þessari frægu mismunareglu sem er innmúruð i Rómarsáttmálann, að stjórnvöld megi ekki í aðgerðum sínum mismuna eftir búsetu eða þjóðerni.  Af hverju mega breskir stjórnmálamenn komast upp með fjárkúgun, en ekki Litháískir smákrimmar, eða af hverju má aðeins kúga ef menn búa í London en ekki í Reykjavík.

Ég sé ekki betur en fyrsti krimmi sem löggan nær í eftir lögunum hans Ögmundar, að hann sé með unnið mál í höndunum fyrir Mannréttindadómi Evrópu.  Krafa hans á hendur velstæðum manni er ekki meira ólögvarin en krafa breta í ICEsave, og hótanir hans ekki líkt því alvarlegar.

Hann er ekki að hóta að gera þjóðina gjaldþrota, eða krefjast slíkra fjárhæða að það þarf að loka sjúkrahúsum til að greiða þær.  Eða svelta fólk eins og þarf til að hægt sé að greiða bretum.

 

Og það er ekki rök að segja að hann sé bara smáglæpamaður en bretar stórglæpamenn miðað við alvarleika fjárkúgunarinnar.  Það er líka bannað að mismuna eftir stærð "athafna", smærri fyrirtæki eiga sama rétt og þau stóru.

Og það er varla vörn í málinu að íslenski krimminn hótar velstæðum á meðan bresku stórglæpamennirnir hóta nauðstöddum.  Ef það eru lagarök, má þá mismuna eftir efnahag.

 

Mismunun er alvarlegasta lögbrot sem hægt er að fremja og ESB tekur hart á slíkum brotum sagði annar Samfylkingarbloggarinn.

Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður segir að það sé svo alvarlegt brot að miklar líkur eru á að ríki séu dæmd til skaðabóta sem geta numið um 80% af þjóðarframleiðslu.

Þess vegna hefur hún alltaf vilja borga bretum það sem þeir hafa beðið um því annars mun Evrópudómurinn hafa af þjóðinni 1.200 milljarða vegna mismunarbrota.

Ef þingmaðurinn er sjálfum sér samkvæmur, þá hlýtur hún að krefjast þess að fjárkúgurum sé ekki mismunað eftir búsetu eða þjóðerni.  Hún hlýtur að greiða atkvæði gegn frumvarpi dómsmálaráðherra því annars vofi ægileg reiði Evrópudómsins yfir þjóðinni.  Jafnvel gæti íslenski kúgarinn fengið dæmdar bætur sem væru sambærilegar við það sem þeir bresku komust upp með vegna þjóðernis síns eða búsetu.

 

Finnst einhverjum þetta vera ósambærilegt????

Nú, viðurkenna ekki allir að krafa breta styðst ekki við lög, og þeir hafa ekki fengið kröfur sínar löghelgaðar fyrir dómi.  Og er því ekki haldið fram fullum fetum að þeir muni ekki leita til dómsstóla heldur nota aðrar aðferðir við innheimtu sína. 

Til dæmis ógna öryggi þjóðarinnar með því að með því að láta loka fyrir öll lán til landsins.

Hvað sagði Ögmundur???  Einhver væri að "krefja", og hann drægi "öryggi" í efa.

Af hverju vill ríkisstjórnin stöðva slíkt athæfi hjá einum, en boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfu annars aðila, báðir með ólögvarða kröfu sem þeir nota aðrar aðferðir en aðferðir réttarríkisins við innheimt???.

Og er ekki bannað að mismuna, að allir eigi að hljóta sömu afgreiðslu hins opinbera????

 

Segja ekki þingmenn Samfylkingarinnar að Evrópudómurinn líti á það sem grófa mismunun að íslensku neyðarlögin skuli hafa stuðlað að áframhaldandi tilveru íslenska ríkisins en þá um leið ekki aðstoðað bresk stjórnvöld sem líka glímdu við hættu á hruni fjármálakerfisins???  Slíkt hafi verið mismunun eftir þjóðerni.

Þó liggur enginn dómur þar um, enda vandséð hvernig hann ætti að geta fallið því EES samningurinn er skýr um þennan neyðarrétt ríkja.

Það sem er útilokað, er samt fullyrt að sé svo líklegt að við eigum skilyrðislaust að ganga að fjárkúgun, uppá mörg hundruð milljarða.

Vegna þess að sem getur ekki gerst, þá eigum við að samþykkja bresku fjárkúgunina.

 

Ég endurtek, vegna þess sem getur ekki gerst, þá eigum við að samþykkja fjárkúgunina.  Það getur heldur ekki gerst að þjófur geti fengið íslensku þjóðina dæmda fyrir mismun vegna þjóðernis eða búsetu.  Af hverju, jú þjófnaður og kúgun er lögbrot.

Krafa breta er það líka, hún þverbrýtur bæði íslensk og bresk hegningarlög.

Og vegna þess að það er útilokað að Evrópudómur dæmi gegn íslensku neyðarlögunum, þá eigum við að samþykkja lögbrotin?????.

Og ef Samfylkingin vill vera sjálfum sér samkvæm, þá semur hún við þessa fjárkúgara um skaðabætur, því varla vill hún vera sek um mismunun.

 

Munum að grundvallarregla réttarríkis er að glæpur er glæpur, óháð því sem fremur hann.  

Breska kúgunin er engu minni kúgun en sú íslenska sem Ögmundur vill stöðva, nema upphæðirnar í þeirri bresku er mun hærri, og ef marka má orð íslenskra stuðningsmanna þeirra, þá eru afleiðingarnar af íslensku Nei-i við henni, mun alvarlegri en það sem íslensku kúgararnir geta nokkurn tímann hótað öðru fólki.

Samt vilja menn dæma þá, en greiða bretum.

 

Jafnvel ís ískalt hagsmunamat getur ekki útskýrt þennan tvískinnung.

Því engir hagsmunir eru það ríkir, að þeir réttlæti niðurbrot réttarþjóðfélagsins.  Aðeins stuðningsmenn glæpa halda slíku fram.

Og þeir eru margir á Íslandi í dag.

 

Og þeir knúðu fram þjóðaratkvæðagreiðslu um glæp.

Geri aðrir betur.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Fyrirtæki krafin um verndargreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Gott að sjá þig á vaktinni. Duglegur ertu! Enginn væri málstaðurinn, ef ekki væru málafylgjumennirnir!

Kveðja, BB

Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 23:06

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ertu búinn að kjósa hjá mér? Stefnir í tvísýn úrslit! (Ef eitthvað er að marka þetta!)

Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 23:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Björn, ég kann ekki við kannanir nema þær sem sýna yfirgnæfandi stuðning við eitthvað sem ég er á öndverði meiði við.  Annars er enginn fætingur, bara bölvuð lognmollan.

Sem alla er lifandi að drepa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2011 kl. 23:53

4 Smámynd: Björn Birgisson

Góður!

Björn Birgisson, 8.3.2011 kl. 00:10

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://www.samfylkingin.is/Vefstjórn/Dagatal/ctl/Details/Mid/977/ItemID/539   Samspillingin heldur námskeið í vikunni  "Takið á móti frískandi heilaþvotti og lærið að heilaþvo fjölskyldumeðlimi yðar." þetta er skoðun Daða = dadi.is

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2011 kl. 00:19

6 identicon

Er maðurinn sem sagði sig úr ríkisstjórn ótilneyddur fyrstur á Íslandi, vegna Icesave orðinn "handlangar Breta"?

Sjálfur er ég eindreginn Nei-sinni, og sé ekki snilldina í því að játast undir bresk-hollenska Hells Angels aðferðir. En ekki gera ÖJ að ábyrgðarmanni fyrir Icesave.

marat (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 00:52

7 identicon

"handlangari" að sjálfsögðu.

marat (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 00:53

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ömmi er eitthvað fúll þar sem honum skildist að Ríkissjóður einn mætti kúga fyrirtækin í landinu út á vonarvöl.

Óskar Guðmundsson, 8.3.2011 kl. 00:55

9 identicon

Nú er Samfylkingin byrjuð að fara á límingunum.

Eins og Jóna Kolbrún bendir hér á, þá verður Samfylkingin með trúboðs-samkundu í vikunni.  Trúboðarnir Vilhjálmur Þorsteinsson og  Arnar Guðmundsson munu þar halda svona jess-áróðurs-hópeflis-fund í félagsheimili Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1 á miðvikudagskvöld. 

Mér hefur verið sagt, að Björgólfur Thor muni mæta með 50 cent á fundinn og það verði svona skemmtiatriði sem hann ætli að leggja til svo gangstera rappfílingurinn verði algjör.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 02:58

10 identicon

Nú er bara spurningin hvort dómsmálaráðherrann hafi gert á þessu "forvirkar rannsóknir"?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 02:59

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Marat, ekki veit ég hvernig þú last það út úr pistlinum að Ögmundur væri handlangari.  Hann er kveikjan en síðan er ég að fjalla um Samfó auk smá ábótar af ísköldum Sjöllum.  Ég notaði handlangari í eintölu því ég var að vísa í flokksstjórnarmann Samfylkingarinnar, sem ég bloggaði um á sunnudaginn.  Hélt að það lægi í augum uppi.  En þess má geta að viðkomandi handlangari verður með hópefli samkvæmt því sem kemur fram hér að ofan.

Punktur Óskar.

Jóna og Pétur, ekki veitir af, næstu vikur verða ekkert skemmtilegar fyrir flokkinn.  Þjóðaratkvæðið er uppgjör við Hrunið, og þeir voru nú einu sinni  á fremsta bekk í uppklappinu.  Og þjóðaratkvæðið mun einnig taka á svikum, undirlægjuhætti auk algjörar vanhæfni í landsstjórninni.

Á móti kemur Evrópudraumurinn sem er martröð allflestra ríkja ESB.

Verði þeim að góðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2011 kl. 07:00

12 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ekki svíkur austfirðingurinn, frekar en fyrri daginn, datt einmitt eitthvað svipað í hug þegar ég las þessa frétt, en datt ekki í hug að tengja hana svona, Frábært !!

Hef svo verið að velta þessu "jafnræðis" og "mismununar" dæmi, fyrir mér, sem sumir leggja mikla áherslu á, og nota sem rök fyrir því að leggjast niður fyrir kúgurunum, með velferð þjóðarinnar og ókomminna kynslóða að veði, og get ekki með nokkru móti skilið að það sé mögulegt að vera með slíka "röra" sjón, þ.e. að ef þessi (reyndar mikilvægu) hugtök, eiga við hér þá eiga þau auðvitað við í ÖLLU málinu og ferlinu, ekki aðeins í hlutanum Ísland gagnvart Breskum/Hollenskum innistæðueigendum, B/H völdu að leysa út "sína" Icesave innistæðueigendur, en enga aðra, jafnræði ??? mismunun???

Eru svo  hlaupandi á eftir Íslendingum með þetta, hótandi og kúgandi, í stað þess að láta dómskerfið skera úr um réttmæti kröfunnar, þetta er ekki óþekkt fyrirbæri hjá skipulögðum glæpagengjum, "kaupa" skuldir og krefja þær svo inn með miklu álagi (vöxtum) með hótunum og kúgunum, vel vitandi að dómstólaleiðin er þeim ófær, mismunun ?? jafnræði ?? 

Ísland valdi að leysa út "sína" innistæðueigendur, og er svo að fara lagalegu leiðina til að finna fé fyrir þeim útgjöldum, mismunun ??? jafnræði ?? 

Bretar ákváðu að beyta hryðjuverkalögum á Íslenska ríkið og fyrirtæki, til að"frysta" fé í "fallítt" bönkum sem hugsanlega myndi annars færast til Íslands, Ísland beitti (fullkomlega löglegum) neyðarlögum til að bjarga landinu og þjóðinni frá gjaldþroti og þar með töpuðu fullveldi, jafnræði ?? mismunun??

Það má halda lengi áfram, en þetta er meira en nóg, nema auðvitað stuðningsmenn þess að samþykkja Icesave III í nafni mismununar og/eða jafnræðis, séu með "svínska" hugsunarháttinn sem Orwell lýsti svo vel í "Animal Farm" "All animals are equal, but some animals are more equal than others" þá auðvitað, gildir mismununar/jafnræðisreglan reglan í Icesave III líka, svínskt !!!

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 8.3.2011 kl. 16:59

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Ætli þú sért ekki með naglann þarna Kristján þegar þú tengir "All animals are equal, but some animals are more equal than others" við rök borgunarsinna.

Lífið er mismunun, stjórnun þjóðfélaga felur alltaf í sér mismunun, aðgerðir stjórnvalda innan EES felur í sér mismunun, alltaf.  Reglan sem bannar mismunun tekur síðan á því augljósa þar sem einhverjum er sannarlega hyglað á kostnað annarra.  Hún er svona leiðarvísir sem tekur helstu agnúana af.

En hún þarf að vera sambærileg.  Burtséð frá því ákvæði EES að allur fjandinn sé leyfður ef neyð er annarsvegar, og það styðst við fyrstu og helstu reglu alþjóðalaga, neyðarréttinn, þá er ljóst að þegar menn bera saman mismunun hjá einum, og gagnrýna, þá verða þeir að benda á að hann skeri sig á einhvern hátt úr, miðað við hegðun annarra.  Eða þá ef menn marka nýja reglu, þá verða þeir að taka á öðrum sambærilegum tilvikum.  

Þetta er meginskýring þess að ESA er úti á túni í áliti sínu um meinta mismun íslenskra stjórnvalda þegar ljóst er að önnur ríki EES gripu til aðgerða sem fólu í sér mismunun.  Hefði fallið dómur á okkur, þá var komið fordæmi.   Það er það sem fólk áttar sig ekki þegar það slær fram svona vitleysu.  Að ef Ísland verði dæmt, þá eru þeir sem urðu fyrir mismunun vegna efnahagsráðstafana annarra ríkja, komnir með fordæmi og unnið mál gagnvart ríkisstjórnum allra annarra Evrópuríkja, nema hugsanlega ekki Noregi.

Því Animal Farm er skáldsaga, ekki raunveruleiki.  Dómsstólar dæma ekki eftir geðþótta eða mismunandi jafnræði, þó hægt sé að ljúga því á Íslandi vegna trúgirni samlanda okkar.

En þetta með innstæðurnar, björgun þeirra og svo framvegis, þá ræddi ég þessi  mál í friðsemd við Einar Karl, gamlan fjandvin.  Tilefnið var að hann bauð öllum að ræða málin, og uppsetning hans á málinu var það málefnaleg að ég mætti, og þó ég reyndi að ergja hann til að byrja með, svo hann svaraði, þá var ég um margt sammála honum eins og hann stillti hlutunum upp.  En þar sem okkur greindi á, það útskýrði hina ólíku niðurstöðu okkar.  

Pælingar mínar versus hans eru dálítið fróðlegar, sbr að ég slæ því fram að forgangur innstæðna hafi verið leið íslenskra stjórnvalda til að tryggja hag erlendra sparfjáreigenda, það hefði ekki þurft að grípa til þessa forgangs vegna endurreisnar íslenska hlutans.  Einnig færði ég rök fyrir því að hið meinta tap almennra kröfuhafa vegna þessa forgangs væri stórlega ýkt.  Því neyðarlögin tryggðu rekstrarhæft þjóðfélag, og innlendar eigur bankanna hefðu stórskaðast ef til þeirra hefði ekki verið gripið.

Svona í sambandi við þá umræðu um aumingja erlendu kröfuhafana (stórbankar sem vissu alveg hvað þeir voru að gera) og vondu Íslendingana.

Hér er linkurinn á pistil Einar Karls, og innslögin mín og hans koma fyrir neðan.  Fróðlegur lestur held ég því báðir aðilar ræða málin án víggirðinga, eða svona nokkurn veginn.

http://bloggheimar.is/einarkarl/2011/02/24/icesave-%C3%BEess-vegna-a-a%C3%B0-semja/#comment-673

Þú gætir kannski haft gaman að því að lesa hann við tækifæri, viss vídd þarna sem gæti komið sér vel í rökræðum.  Tek það fram að á bak við flestar mínar fullyrðingar eru pælingar mér lærðari manna, en kokteillinn er minn.  Og Einar á líka virðingarverðan flöt í sínum sjónarmiðum.

Bið annars að heila út til Norge, vona að það sé farið að vora á ykkur þarna í kuldagjóstrinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2011 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 960
  • Sl. viku: 5518
  • Frá upphafi: 1338405

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 4865
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband