Alþingi er ekki hæft til að afgreiða ICEsave.

 

Stjórnarmeirihlutinn trúar á drauga og segir furðusögur því til stuðnings.

Draugurinn er vofa breska heimsveldisins, sem fór ránshendi um heiminn á blómaskeiði sínu á nítjándu öldinni.

Furðusögurnar eru svo ég vitni beint í ágæta þingkonu Samfylkingarinnar, "það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar ef samningurinn verði felldur, miklar líkur eru á að við töpum dómsmáli" og ég verð að játa að ég heyrði ekki meira því fólk í kringum mig fór að skellihlæja.

Einn spurði, er endalaust hægt að segja sama hlutinn eða eitthvað svoleiðis???

 

Og það er rétt, hvernig er hægt að fullyrða að hægt sé að tapa dómsmáli sem ekki er til.  

Núna er árið 2011, vissulega var hægt að trúa þessu sumarið 2009 þegar til voru þingmenn sem sögðu að Alþingi mætti ekki gera fyrirvara við samninginn hans Svavars.  Bretar myndu aldrei sætta sig við slíka fyrirvara, og fara með málið fyrir dóm.  Og þá yrði öll ICEsave skuldin innheimt svo ég vitni í Samfylkingarfólk, og öll skuldin var um 1.500 milljarðar að sögn.

Þessu var líka hótað af hálfu ríkisstjórnar Íslands í bréfi til forseta Íslands þegar reynt var með hótunum að hafa áhrif á embættisfærslu hans.

Og þessu er ennþá hótað í dag.

 

En af hverju er ICEsave ekki löngu úr sögunni fyrst bretar hafa öll tromp á hendi???

Svarið er augljóst, þeir treysta sér ekki í mál, því lögin eru skýr, og neyðarréttur þjóða er skýr., líka í EES samningnum.

Samt er svona furðusögur notaðar  sem efnisrök  fyrir að núverandi ICEsave samning eigi að samþykkja.  Annars muni eitthvað hræðilegt gerast.

Jafnvel að bretar semji ekki aftur og hvað??? 

 

Ljóst er að þingmenn sem trúa sínu eigin bulli, eru ekki hæfir til ákvörðunartöku.  Þegar þeir mynda þingmeirihluta, er ljóst að Alþingi er vanhæft til ákvörðunartöku í ICEsave, þetta fólk býr ekki við óskerta dómgreind.

Þjóðaratkvæði er eina von þessa fólks.

Að aðrir taki ákvörðunina um að segja Nei.

 

Þjóðin er tilbúin til þess.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Kosið verði um ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvernig geta ábyrgir alþingismenn og hvað þá fjármálaráðherra samþykkt óútfylltan framtíðar víxil? Þeir sem gera það eru ekki í vinnu fyrir fólkið í landinu heldur að kaupa sér aðgang að ESB og það er sorglegt. Mjög sorglegt.

Sigurður I B Guðmundsson, 15.2.2011 kl. 22:57

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Sigurður, þetta er mjög sorglegt allt saman.

Ég las núna rétt áðan mjög góða grein eftir Kristbjörgu Þórisdóttur hér á Moggablogginu.  Ætla að leyfa mér að tengja á hana.  Hún spyr nefnilega stóru spurningarinnar, "Voru þau spurð" og vísar þar í börnin okkar.

Mættu sem flestir lesa pistil hennar.

http://kristbjorg.blog.is/blog/kristbjorg/entry/1142890/

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.2.2011 kl. 23:10

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar

Ég hef allan tímann velt því fyrir mér: af hverju láta þeir svona?

Af hverju snerist sjs hugur?

Ég hef því miður ekki ímyndunarafl til að svara.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 15.2.2011 kl. 23:12

4 Smámynd: Elle_

Brjálæði og sljóleiki hlýtur að valda að alþingismenn vilja gera æsku landsins að skuldaþrælum erlendra velda.  Og bara af því bara þau langar inn í Evrópuveldið og vilja halda völdum.  Og ekki er brjálæðið einu sinni dulið.  Þau haga sér eins og heilalausar skepnur fyrir framan alheim, okkur hinum til mikils böls og niðurlægingar.

Elle_, 15.2.2011 kl. 23:37

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Arinbjörn og Elle.

Ekki á ég svarið sem slíkt, veit aðeins að það er rangt í grundvallaratriðum, og ég er ekki lengur maður ef ég sætti mig við IcEsave.

En það sem er að gerast hér, er það viðtekna, að leita á náðir AGS, og svo þekkjum við framhaldið.  Ef Steingrímur vildi völd, þá átti hann tvö valkosti, að fella hið viðtekna, eða samlagast því.  Og hann í seinheppni sinni valdi seinni kostinn.

Í þeim kosti er ICEsave, svo einfalt er það.  Það held ég að sé kjarni málsins, og útskýrir Samfylkinguna, VG og Sjálfstæðisflokkinn.

Og ef menn nota lán AGS, þá er sjóðurinn kominn með kverkatak á þjóðinni.  Og getur hótað öllu.  Og ég held að Steingrímur sé að bregðast við þeim hótunum.

Þannig að andstaða við ICEsave er líka andstaða við AGS.

ÉG kalla það mennsku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2011 kl. 00:22

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel að lán AGS sé í dollurum og í fyllingu tímans þá geti Seðalbanki  hér lagt þetta fram sem sinn hluta í gjaldeyris varaforða EU Seðlabanka sem er yfir EU Seðlabankakerfinu.

Það er heimild um slíkt í lögum um kerfi þjóðarSeðlabanka.

Júlíus Björnsson, 16.2.2011 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 56
  • Sl. sólarhring: 180
  • Sl. viku: 3559
  • Frá upphafi: 1330389

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 3015
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband