Eggjun til Sjálfstæðisflokksins.

 

Svona í tilefni af því að einu sinni sagði Sjálfstæðisflokkurinn Nei við ICEsave, langar mig til að birta ársgamla grein um það góða Nei.  Tel að hún eigi erindi í dag eins og þá.

 

Með ummælum sínum í kvöld hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið afdráttarlausa afstöðu með þjóðinni í ICEsave deilunni.

Engin þjóð lætur kúga sig til hlýðni við málstað fjárkúgara og ofríkismanna.  

Um leið og ég fagna þessum ummælum forystumanna Sjálfstæðisflokksins, þá vil ég minna á grein eftir tvo gegnheila Sjálfstæðismenn, lögfræðingana Jón Steinar Gunnlaugsson og Sigurð Líndal, tvo af okkar fremstu lagaspekingum.  

 

"Samt hefur ekki tekist að leiða málið til lykta hér innanlands. Ástæðan fyrir þessu er að öllum líkindum fyrst og fremst sú, að íslenska þjóðin er ósátt við að á hana verði lagðar hinar þungu fjárhagsbyrðar án þess að hún hafi fengið að njóta réttar til úrlausnar um skylduna til þess fyrir hlutlausum dómstóli, sem lögsögu hefur í málinu. Við blasir að aldrei muni nást nein sátt um málið á Íslandi nema að undangengnum slíkum dómi. Minnt skal á að rétturinn til dómstólameðferðar er varinn af íslensku stjórnarskránni, mannréttindasáttmála Evrópu og raunar gildir hann einnig hjá þeim ríkjum sem við höfum deilt við í málinu."

 

Sú sátt sem  þarf að nást í ICEsave deilunni, verður ekki nema að undangegnum dómi þar sem þar til bærir dómstólar dæma um réttmæti krafna breta og Hollendinga.

Það þarf aðeins einn stjórnmálaflokkur á Íslandi að álykta í þá vegu, og þar með hefur þjóðin unnið fullnaðar sigur.  Lagarök breta þola ekki umfjöllun dómstóla, og aðferðarfræði þeirra að beita kúgunum og hótunum yrði allsstaðar dæmd ómerk og vítaverð.  Eftir stæði hve miklar skaðabætur sem þeir yrðu dæmdir til að greiða íslensku þjóðinni vegna framferði síns.

Þegar einn flokkur er búinn að álykta um þetta, þá  verður dómstólaferlið ekki stöðvað.  Það þarf aðeins einn flokk til að vísa málinu til ESA, og þar með yrði stofnunin að leita til EFTA dómsins, og hann til Evrópudómsins.  Sá dómstóll  hefur áður dæmt breta fyrir kúgun og ofríki og mun örugglega gera það aftur, því Evrópudómurinn dæmir eftir lögum, ekki valdapólitík einstakra ríkja.

Lausn ICEsave deilunnar er mjög einföld, en hún snýst um kjark og manndóm núverandi forystumanna þjóðarinnar.  Því miður hefur frammistaða hins nýja formanns Sjálfstæðisflokksins valdið vonbrigðum, hann hefur ekki stigið fram sem leiðtogi i ICEsave deilunni, alvarlegustu aðför sem gerð hefur verið að sjálfstæði þjóðarinnar. 

En orðin sem hann þarf að mæla, hafa verið sögð áður, og eru öllum þekkt sem þekkja til sögu þjóðar og sögu Sjálfstæðisflokksins.

"Vér mótmælum allir"

"Ger rétt, þol ei órétt."

Daginn sem Bjarni Benediktsson mælir þessi orð og tilkynnir afdráttarlausa stefnu flokksins í ICEsave deilunni, það er dagurinn sem hann varð alvöru leiðtogi.

Bjarni, þú átt næsta skrefið.

Meðalmaðurinn fylgir almannarómi innan síns flokks, og reynir að gera öllum til hæfis, og ekki styggja neina hagsmunaaðila.

Leiðtoginn tekur af skarið og markar stefnu út frá hagsmunum þjóðarinnar í lengd og bráð. 

Enginn fjárhagslegur ávinningur tekur fram fullveldi þjóðar.  Þjóð sem lætur aðra þjóð kúga sig til ólöglegra skattgreiðslan, er ekki lengur fullvalda þjóð, og hún mun glata sjálfstæði sínu.  Jafnvel þó satt væri (þó það sé þveröfugt segja alþjóðlegir sérfræðingar í skuldamálum ríkja) að lánamarkaðir myndu lokast ef þjóðin stæði á lögum og rétti í ICEsave deilunni, þá er sjálfstæði þjóðarinnar ekki metinn til fjár.  Hún yrði að þrauka "hafbannið" af sér og reyna að aflétta því á einhvern hátt, án þess að gefa eftir sjálfstæði sitt.

Það ræður engin þjóð því hvenær stærri og voldugri nágrannar ráðast á hana.  Og vissulega geta þeir kúgað hana til undirgefni.  En þjóð sem ver ekki hendur sínar, á allt sitt undir náð og miskunn annarra, og á hana verður alltaf litið sem auðvelda bráð.  Þó einhver stundarávinningur felist í eftirgjöfinni, þá hverfur hann fljótt í næstu atlögu, því þær muna aldrei endi taka. 

Það er eðli bráðar að verða étin.

Og þjóð án leiðtoga er auðveld bráð, eins og dæmis sanna hér á Íslandi.

Þess vegna spyr ég aftur;  Bjarni Ben, er þinn tími kominn???

Þjóðarinnar vegna vona ég að svo sé.

 

Svo mörg voru þau orð.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Lokaumræða um Icesave-frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 1319878

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband