7.2.2011 | 07:08
Mitt er valdið segja fótgönguliðar í bretahernum.
Vísa þá í að með svikum og blekkingum tókst þeim að stela byltingu fólksins. Og fara því með framkvæmdarvaldið.
Þau telja sig ekki þurfa að spyrja þjóð sína álits, þau viti betur.
En þeirra er ekki valdið, þau þiggja vald sitt frá þjóðinni og sáttmála hennar, stjórnarskrá íslenska lýðveldisins..
Í henni var gert ráð fyrir að forseti þjóðarinnar geti vísað málum til þjóðarinnar, telji hann þau það brýn, eða ákvörðun Alþingis á skjön við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar.
Þennan málsskotsrétt nýtti forseti Íslands sér í ICEsave deilunni, hann lét þjóðina skera úr um hvort hún vildi frí og sjálfviljug samþykkja fjárkúgun erlends ríkis, og hvort hún samþykkti samning sem gat ekki skýrar brotið stjórnarskrána þar sem skorður er sett á geðþótta Alþingis við að leggja ríkisábyrgðar á þjóðina.
Stjórnarskráin bannar ríkisábyrgð þar sem endanleg tala liggur ekki fyrir.
Þjóðin felldi þessa ríkisábyrgð, og þar með ætti málið vera dautt.
Í dag telur Alþingi sig þess umkomið að samþykkja nýjan ICEsave samning, það fjölgaði í fótgönguliði breta.
Í sjálfu sér er það ekki bannað, en það er fullkomin ósvífni að telja sig hafa vald til þess án þess að þjóðin skeri úr um hvort hún sé nokkuð sáttari við fjárkúgun og lögleysu, þó líklegast sé um lægri upphæð sem hinn óútfyllti víxil felur í för með sér.
En Alþingi hefur ekkert vald til að forseti Íslands standi við stjórnskipan landsins og láti þjóð sína eiga síðasta orðið. Enda vandséð að slíkt ætti vera hindrun fyrir hermenn breta, þeir eru jú í miklum meirihluta á þingi og stjórna öllum fjölmiðlum þjóðarinnar nema Morgunblaðinu, og ekki lesa það mjög margir.
Það er eins og þetta lið viti upp á sig skömmina þegar það vill ganga svona beint á skjön við þjóðarvilja og stjórnskipan landsins.
Forseti Íslands á ekkert val en að standa við fyrri ákvörðun. Annars viðurkennir hann að hún hafi verið röng, að hún hafi verið tekin að geðþótta til að ná höggi á Alþingi. Sé það raunin er honum ekki stætt í embætti, það situr enginn á Bessastöðum með algjöra fyrirlitningu þjóðar sinnar á bakinu.
Og að fólkið sem skipulagði eina svæsnustu rógherferð síðustu tíma, níðið um Ólaf Ragnar Grímsson, þegar ljóst var að hann myndi virða þjóðarvilja, að það skuli trúa og treysta því í eina mínútu að Ólafur Ragnar muni fórna sér fyrir lögleysu þess, það lýsir þvílíku dómgreindarleysi, að fátt fær það toppað.
Nema kannski ákvörðun Bjarna Ben að kljúfa flokk sinn.
Þess vegna er ótrúlegt að það skuli ekki að fyrra bragði vísa málinu til þjóðarinnar, og standa og falla með ákvörðun sinni.
Jafnvel gungur sjá að það er það eina rétta.
En spurning um þjóðníðinga.
Kveðja að austan.
Forystufólk í stjórnarflokkunum vill ekki þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll já hárrétt hjá Þér þjóðníðinga og landráðamenn. Enn eina ferðina verðum við að treysta á forseta vorn þetta er algerlega ósættanlegt ástand sem við búum við í stjórnmálum í dag því að þurfa horfa upp á þennan skrípaleik aftur og aftur frá alþingi gengur ekki!
Sigurður Haraldsson, 7.2.2011 kl. 08:07
Blessaður Sigurður.
Núna treystum við á okkur sjálf. Þið baráttujaxlarnir eru ekki lengur einir.
Illvíg vígahjörð hægri öfgamanna er gengin til liðs við málstaðinn, eða eins og segir í góðum pistli Gunnars Waage,
"Ef að það eru sem sagt "öfgahægrimenn" sem láta sér frekar annt um velferð og réttindi almennings en fámennrar eignaelítu, þá skal ég einfaldlega gangast við því nafni.
Ef að allir þeir sem eru ósammála talsmönnum veðmangara og braskara, eru "öfgahægrimenn", þá verður svo að vera."
Það var fémennið sem ég óttaðist, ég óttaðist að þegar á hólminn væri komið, þá myndu bandamenn okkar til hægri lúffa fyrir flokksaganum. Sumir gerðu eins og góður félagi í baráttunni, Ólafur Ingi, Sigðurður Þorsteinsson, Baldur Hermannsson og fleiri en obbinn stóð við sannfæringu sína.
Þetta dugar, þetta dugar.
ICEsave samningurinn hefur nefnilega einn stóran galla, það er ef maður er í vinnu fyrir breta, hann er ólöglegur, eins ólöglegur og einn samningur getur verið.
Og hann verður kærður um leið og hann er undirritaður af forseta Íslands.
Og Hæstiréttur mun dæma hann ógildan, það er alltaf öruggt á meðan heildarskuldbinding ábyrgðarinnar liggur ekki fyrir. Síðan er allt hitt, brotið á EES samningnum, ólöglegur málatilbúnaður breta, skattlagning án tilfefnis (það var engin ríkisábyrgð á innlánum í Bretlandi), og svo framvegis.
Ég lýg því ekki Sigurður að mér sé létt, það var ekki á vísan að róa með almenning en grettnu ljótu bandamenn okkar til hægri láta ekki vaða svona yfir sig.
Það er alltí lagi að standa í stríð þegar maður veit að maður er í góðum, öflugum félagsskap. Hann var alltaf góður, en öflugur var hann ekki.
Núna fá bretar okkur ekki sigrað eftir að þeir lögðu niður sitt eina flugmóðurskip, þeir hafa ekki herafla til að hertaka landið.
Þetta eru pappírstígrisdýr, og íslensku hermenn þeirra eru liðleskjur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2011 kl. 08:25
Ég treysti þeim ekki sem að lögðu blessun sína yfir Svavarssamninginn.
axel (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 08:29
nei esb
gisli (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 08:34
Blessaður axel.
Og bretar gera það ekki heldur, þeir hafa fjölgað í herjum sínum á Íslandi. En hvort þetta lið sem sat á fremsta bekk í Valhöll dugi, það er önnur saga. Sé þetta lið ekki í anda stinga upp í sig fölsku tönnunum, grípa staf sinn og fara lemja á æsku landsins.
En það á pening, það getur fjármagnað málaliðaher, það er kannski bretaplottið.
En ég treysti dómsstólum landsins, þeir sýndu það bæði í gengisdómnum og dómnum um stjórnlagaþingið að þeir eru sjálfstæðir, og Alþingi getur ekki samþykkt ólög, hvort sem það er ICEsave fjárkúgunina eða til dæmis að leyfa mansal eða eiturlyfja sölu, því það sé ískalt hagsmunamat að það megi græða á því.
Svona virkar bara ekki nútímaþjóðfélag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2011 kl. 08:39
ég mun ásamt nánast öllum sem ég þekki hafna þessu enda eiga bretar ekkert með neinar hótanir að gera komi þeir bara ég er ekki hræddur við þá ó nei ég skal taka þátt við að kála breska hernum í eitt skifti fyrir öll hin þegar þeir flúðu bara vegna þess þetta er aumingjar og ekkert annað þeira hlusta ekkert á sína eginn þjóð ég er ekkert viss um að breska þjóðinn vilji að herinn verði með læti hér á íslandi held það sé akkurat öfugt
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 09:22
Öllum er nú orðið ljóst, að skáldlegt orðalag Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um »ískalt mat« á Icesave-kúguninni, var merki um þjóðsvik. Hagsmunum Íslendinga skal fórnað á altari ESB-þjónkunar.
Upplýst hefur verið, að ESB neitar að halda áfram aðlögun Íslands að Evrópuríkinu, nema Icesave-kröfur nýlenduveldanna verði samþykktar í núverandi formi. Það er þess vegna sem forusta Sjálfstæðisflokks opinberar núna vilja sinn til innlimunar Íslands í Evrópuríkið, auk vilja til að greiða Icesave-reikningana.
Línur hafa því stórlega skýrst í Íslendskum stjórnmálum. Icesave og innlimun Íslands eru spyrrð saman órjúfanlegum böndum. Þær getgátur sem margir hafa verið með um þjóðsvik í Icesave-málinu hafa nú sannast. Það eru bara ESB-sinnar sem krefjast þess að Íslendingar greiði forsendulausar Icesave-kröfur. Allt þjóðhollt fólk er GEGN hvoru tveggja.
Samstaða þjóðar GEGN Icesave
Þjóðarheiður GEGN Icesave
http://altice.blogcentral.is/
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 09:45
Blessaður Ragnar, við skulum vona að bretar vitkist, íslenska þjóðin mun ekki borga þetta. Það búa ekki lyddur hér á landi, þó einhverjar hafi ratað inn á þing.
En það lagast í næstu kosningum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2011 kl. 12:13
Takk Loftur fyrir þitt skelegga innslag.
Þjóðin er ekki ber að baki þegar hún hefur kraft þinn sér til varnar.
Ég get heldur ekki séð nein önnur rök fyrir umsnúningi Bjarna en óttinn við höfnun ESB. Önnur rök hans eru léttvæg, mjög léttvæg.
Það segir sig sjálft að menn sem tala um kostnað upp á 47 milljarða eru að blekkja, og það getur aldrei kallast málefnaleg rökfærsla.
Eins er áhættan af málssókn breta engin því þeir hafa ekki lögin með sér. Að halda því fram að dómsstólar Evrópu dæmi ekki eftir lögum, heldur hagsmunum stórþjóða, er rökleysa á hæsta stigi.
Menn mega aldrei gleyma að dómar hafa fordæmisgildi, og rangur dómur í þessu dæmi, kollvarpar Evrópusambandinu. Það á sér ekki tilveru ef það er hægt að dæma ótakmarkaðar ríkissábyrgðir á þjóðir, eftir á.
Það er ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2011 kl. 12:19
Ískalt hagsmunamat segir, að enginn óbrenglaður maður samþykki að skrifa uppá ÓÚTFYLLTAN víxil !
Þúsund manna Landsfundur sagði einum rómi rómi: " Við segjum NEI við LÖGLAUSUM kröfum Breta & Hollendinga"
Vinur vor Churchill hefði á sínum tíma aldrei samþykkt nýju íslensku dátana í sinn her.
Hann hafði ímigustur á eftirgefanlegum bleyðum !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 12:22
Blessaður Kalli.
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að síðuhöfundur tók að sér hlutverk viðrinisins í bloggheimum með því að tala um lögleysu og fjárkúgun, og þá sem hana stunda, glæpamenn. Og innlenda samverkamenn þeirra landráðafólk.
Núna talar helftin af flokki þínum um lögleysu og fjárkúgun, og formann ykkar bleyðu.
Það er ekki von að ég sé syngjandi kátur þessa dagana, ég hafði alltaf miklar áhyggjur af staðfestu ykkar íhaldsmanna.
Svo eruð þið betri en enginn.
Fyrir utan alla beinskeyttu leiðara foringjans í Hádegismóum, þá eru bloggheimar fullir af snörpum pistlum sem segja allt.
Og þegar hógvær maður, maður sem segir frekar minna en meira, skrifar grein í Morgunblaðið og talar um fjárkúgun, og órök þeirra sem leggja kalt hagsmunamat á málið, þá liggur við að mér fallist hendur. Loksins loksins er málsmetandi fólk farið að nota tæpitunguna, segja hlutina eins og þeir eru.
Grein Tómasar Inga í Laugardagsmogganum var hreinn unaður að lesa.
"Það er leitun að því að íslensk stjórnmál hafi lagst lægra. Þeirra hlutur, sem hér hafa greitt götu tapaðs máls með klókindum, er vondur. Verstur er þó hlutur þeirra sem hafa ekki aðeins skipað sér undir það merki að gera rétt en þola ei órétt, heldur skuldbundið sig til að bera það merki til sigurs. Ískalt hagsmunamat þeirra er talsvert undir frostmarki venjulegs siðferðis.
Það er mikill misskilningur að auðmýkt og auðsveipni auki mönnum virðingu í alþjóðasamskiptum. Það er þvert á móti ekki til beinni né breiðari vegur til að öðlast fyrirlitningu á alþjóðavettvangi en að samþykkja rangindin sjálfviljugur, í þeirri trú að betra sé að kaupa sér frið en að standa á rétti sínum."
Veistu hvað Kalli, ég held að Churchil megi hvíla í friði.
Fólk er loksins farið að verja þjóð sína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2011 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.