Ögurstund þjóðarinnar er framundan.

 

En hún snýst ekki um sjávarútvegsmál.

Hún snýst hvort almenningi takist að hrekja þessa ríkisstjórn frá völdum áður en hún skuldsetur þjóðina til andskotans.

 

Hinn svokallaði gjaldeyrissjóður er fjármagnaður með skammtímalánum.  Bæði var rislán tekið af Hrunstjórninni, og það þarf að endurfjármagna.  Og AGS lánapakkinn er upp á 650 milljarða sem fellur eftir nokkur ár.

AGS lánapakkinn er úthugsaður til að greiða út braskrónur  sem frusu inni þegar bankakerfið féll.  Verði hann notaður til þess, þá munu afleiðingarnar verða geigvænlegar fyrir sjálfstæði landsins.

AGS hefur aldrei endurfjármagnað lán án þess að gera stífar kröfur um einkavæðingu og frjálshyggju í viðskiptum.

Engin dæmi eru til um annað.

 

Í sjávarútveginum þýðir þetta aðeins eitt, útlendingar mega kaupa upp kvótann, það er ekki flóknara en það.

Í orkumálum þýðir þetta einkavæðingu Landsvirkjunarinnar, hún verður seld á almennum markaði, og það fyrir lítið því hún skuldar svo mikið.

 

Síðan má bæta við að í ICEsave samningnum eru eignir ríkisins að veði, til dæmis Landsvirkjun.  Fari það saman, kreppa í alþjóðlegu efnahagslífi og gengishrun, þá mun þjóðin ekki getað staðið í skilum við breta, og hví skyldu þeir ekki ýta á einkavæðingu og sölu til að fá hin meintu lán sín til baka????

 

Það er  gömul saga og ný að stórskuldug þjóð á ekki auðlindir sínar, þær enda í klóm alþjóðlegs auðvalds.  

Þegar Samfylkingin talar um þjóðareign auðlinda, þá er trúverðugleikinn minni en þegar ungverskir kommúnistar sögðu að þeir hefðu beðið um sovéska skriðdreka til að styrkja lýðræði verkamanna í landinu, svona í ljósi þess að alþýða landsins reis upp gegn þeim.

Öfugmæli eru aldrei trúverðug nema fyrir staurblint fólk sem lætur hugmyndafræði yfirtaka dómgreind sína.  Þess vegna var talað um meðal íslenskra kommúnista, að "hann bilaði í Ungó".

Hjá Samfylkingunni er sagt að ærlega deild VG bilaði vegna ICEsave.  Trúði ekki að hundraða milljarða skuldabaggi gæti endurreist landið.

 

Það er enginn svo heimskur að trúa að hægt sé að endurreisa efnahagslíf þjóðar með því að skuldsetja það fram yfir þolmörk.  Það er enginn svo heimskur að trúa að forsenda norræns velferðarkerfis sé skuldsetning ríkissjóðs sem þýðir yfir 60% af tekjum í árlega greiðslubyrði.

Það er einhver bilun í gangi, hugmyndafræðileg bilun.

Og þá er ég að tala um þá sem geta ekki notað mútur sér til afsökunar eins og fjölmiðlamenn og fleiri.

 

Hvað fær fólk til dæmis til að verja óhæfuverk vinstri stjórnarinnar hér í Netheimum, varla mútur???

Hvað fær fólk til að bulla um að dómur Hæstaréttar hafi verið pantaður úr Valhöll til að vernda hagsmuni sægreifa???

Hvernig getur fólk fullyrt um niðurstöðu stjórnlagaþings sem ekki hefur verið haldið, þar sem fólk með mismunandi bakgrunn og lífsskoðanir kemur saman??  Eða hvort síðan Alþingi Íslendinga myndi samþykkja þær tillögur, eða þá þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Aðeins bilun getur útskýrt svona málflutning.

Aðeins bilun getur útskýrt stuðning fólks við 650 milljarða ríkisábyrgð á skuldum einkabanka, auk vaxta.

Aðeins bilun getur útskýrt að til sé fólk sem kallar efnahagsáætlun AGS endurreisn, eða heldur fram fullum fetum að þjóðin geti staðið í skilum með 650 milljarða braskaralánið, án þess að missa allar eigur sínar og auðlindir.

Aðeins bilað fólk trúir að efnahagsbati sé hafinn, drifinn áfram af einkaneyslu þrautpínds almennings.

 

Og ögurstund þjóðarinnar felst í að útvega þessu bilaða fólki viðunandi læknishjálp.

Og fá síðan heilbrigt fólk til að stjórna landinu.

 

Það hlýtur að finnast einhvers staðar.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ögurstund í sjávarútvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar ! þér fer allavega ekki aftur, frábær pistill og hnitmiðað settur á rétta frétt, svo er sjá hvort "bilunin" sé ólæknanleg eða ekki, sama hvað, þú gerir allavega þitt til að að "særa" hana burt úr kolli þeirra sem haldnir eru þessari áráttu.

Ef þau bara fengjust til skoða hvað sagt er um þetta um víða veröld í dag í stað þess að snúa baki við "sérvitringnum" "Ómari að austan" og halda að hann sé að sjóða þetta allt upp  en ekki benda okkur á staðreyndir. 

Kannski við ættum að tína saman nokkra "linka" á hvað málsmetandi menn eru að segja og opna augun fyrir þessu og setja hér með jöfnu millibili, það ætti að virka á suma, ég luma á nokkrum í safni mínu.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 29.1.2011 kl. 22:05

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sæll Ómar. Magnaður að venju. Svo ég vitni í Lilju Mósesd. þá átti AGS að hunskast út á síðasta ári. Hvað varðar Icesave þá eru góðu fréttirnar þær að því lengur sem dregst að "semja" þeim mun meir lækkar talan. Við þurfum bara að líta á Icesave samning Svavars bjálfans Gestssonar, Icesave II sem við felldum og svo Icesave III sem við eigum að krefjast að borinn verði undir þjóðina. Ekki alls fyrir löngu hóf ég eina bloggfærsluna með þeim orðum að best væri að semja og koma þessu frá í þeirri von að tækist að reyta einhverja aura af útrásarvíkingunum því peninga hafa þeir sem ráða sér stjörnulögfræðinga. Það er hins vegar borin von að aurar finnist því þeir hafa haft á þriðja ár að fela spor sín. Það þarf ekki að hugsa um neina bankareikninga á Cayman Islands það er mun auðveldara að fela illa fengið fé með kaupum á eðalsteinum og gulli. Þannig að ég vona að ég hafi nú vitkast.

Þráinn Jökull Elísson, 29.1.2011 kl. 22:22

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1137956/

Hér er dæmi um hvað Íslendingar í stjórnsýslunni  hafa lítið vit á alþjóða lánamálum, er að Íbúðalánssjóður markaðsetur hér lán [öðrum til fyrirmyndar] sem hann kallar verðtryggð jafngreiðslu, hinsvegar með einföldu dæmi 5 gjaldaga sanna að lánið er balloon ættar það er skammtíma 5 ára erlendis lán með fölskum nafnvöxtum [Sem falskir stjórnmála menn elska]. Tengt verðbólgu[neysluvístölu]  til að vaxa hraðar en verðbólgan á lánstímanum.

Veðsöfn tengd slíkum hámarksáhættu lánum erlendis eru einskyns virði og verða ekki endurfjármögnuð nema með hámarksáhættuvöxtum í framhaldi.

Dæmi fjölskylda er með verðtryggðar tekjur allan lánstímann, verðbólga verður áþekk og á Norðlöndunum eða í UK.  Á fyrsta gjalddaga eyðir hún 200.000 kr í lán og 200.000 kr. fara í neyslu og séreignarsparnað  á gjaldadaga 360 eftir 30 ár  þá er greiðsla minnt 260.000 kr. svo vegna þess að launin voru verðtryggð hefur ekki nema 140.000kr. í neyslu og sparnað.   

Ótrúlegt að Seðlabankastjóri og t.d. Pétur Blöndal skuli ekki vera betri námsmenn en raun ber vitni. Tölum ekki um sérfræðinganna hjá Íslensku launþega samtökunum.

Ríki sem eru komin langt yfir meðalþjóðartekjur á þegn hafa aldrei vaxið í rauntekjum umfram aðrar þjóðir um 30% á 30 árum.

Kína með 7.800 dollara á þegna hækkar um 200 dollara skilar 2,6% Raunhagvexti. 

Þýskaland með 34.000 dollar með sama raunvexti 2,6% er að hækka tekjur á þegn um   844 dollara. Það er 4% sinnum meira en Kína. Hinsvegar eru tekjur vinnuaflsins í heiminum að jafnast. Vinnuaflið á áður ríkari svæðum finna það greinilega á eigin skinni síðustu 30 ár jafnaðarhyggju með táknrænum stéttaskiptinga undantekningum.  

Byrgja bruninn áður en fleiri börn detta ofan í hann. Burt með ólæsið og svindlið sem því fylgir.

Júlíus Björnsson, 30.1.2011 kl. 03:37

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS lán í Gjaldeyri getur líka verið framlag Seðlabanka Íslands í gjaldeyrisvarsjóð Seðlabankakerfis EU: [áður ESB].

Gjaldeyrishöftin voru líka til gera stjórnsýslunni kleift að greiða niður dýrustu okur erlendu lánin. Heimild heima síða AGS.  Þar kemur líka fram að Seðlabankinn hér er farinn að leggja í afskriftasjóð [til að eiga á móti sparnaðar sveiflum] með reiðufé landans en ekki með erlendum okur lánunum.

Samrunin við EU kostar stjórnsýsluna sitt, hún á eftir að fara mikið niður í tekjum, án þess að laun vinnuaflsins hækki. Sú sem er núna lifir þá á ofurlífeyririnu  sem hún skammtaði sér. 

Ofursparnaður sogar penginamagn úr umferð, kallar á verðbólgu. Hóf er best í öllu betra er að vera fátækur en sínkur og vinalaus.   

Júlíus Björnsson, 30.1.2011 kl. 03:47

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Ég þarf ekki að eiga nema nokkra svona pistla í viðbót, þá er sjálfhætt sökum eintals.

Markhópurinn, leitandi fólk sem vill breytingar, og er dálítið reiður, eða mikið reiður, hann er ekki á blogginu, hér á Mbl. eru það aðallega flokkshestar, og sérvitringar sem ennþá lesa, en hitinn er ekki hér, aðallega skammir.

Það er því sorgleg tímasóun að reyna faglega umfjöllun, linka hingað og þangað, svoleiðis pælingar eru ekki inni.

Þeir sem vilja fagmennskuna, þeir lesa Einar Björn, og það eru ekki margir.  Aðeins fleiri lesa Marínó, þá vegna tengsla við málið, það er ókleyfur skuldamúr, en heilt yfir litið, þá hefur öll frjó umræða dagað uppi. 

Einn sá almætasti hér í bloggheimum, Jón Lárusson, hann er eiginlega alveg hættur að blogga.  Samt er vitræn sýn hans sterkari en flestra flokkshesta.  

Það er dálítið þannig að fólk uppsker eins og það sáir.  

Andstaðan er ekki trúverðug, eða of sérvitur, ríkisstjórnin vanhæf.  Í raun erum við eins og sauðfé sem dregið er í dilka, fyrr eða síðar liggur leiðin í slátrun.  

Svo er það spurning hvort það bresti á með eldgosi, líkt og í Túnis, og nú Egyptalandi. Mun fólk reka sníkjudýrin af höndum sér????  Veit það ekki, held það samt.  Hef talið það lengi, og hef svo sem ekki misst trúna.  

Sakna einfaldlegra leiðsagnarinnar, að það sé eitthvert afl sem er trúverðugt, sem hægt er að samsinna sig við.  Og tilheyra blogghópi sem heldur saman.  Og á tengsl við meinstrím umræðu.  

Sjáum til dæmis í Egyptalandi, þegar gamli maðurinn Elbardei, fyrrum yfirmaður Alþjóðlegu kjarnorkumálastofnunarinnar lagði andófinu lið, þá fékk það andlit, og status, það var ekki bara skrílræði.  Síðan þá hefur hjarað hratt undan Mubarak.

Eitthvað svipað þarf að gerast hér. 

Segi það enn og aftur, ef ríkisstjórnin hefði haft vit á að salta ICEsave, þá væru færri að böggast í henni.

En ég kíki á linka, alla sem koma í athugasemdum mínum, en veit ekki hvort margir aðrir gera það.  Veit hreinlega ekki neitt um þessa aðra.  Nema ég á gamlan vin vestur á Nesi, sem les eiginlega aldrei pistlana, en skoðar athugasemdir til að tékka á fætingnum.  Þarf ekki að taka fram að við ræðumst sjaldan sammála við, ICEsave er alveg ferlegt, gátum ekki fundið flöt á ágreiningi.

Bið að heilsa til Norge.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2011 kl. 12:58

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þráinn.

Skil svo sem alveg hvað þú átt við að safna peningum uppí ICEsave ábyrgðina.

En í mínu huga er það grundvallaratriði að það sé gert án bakábyrgðar almennings.

Í raun sama grundvallarmál eins og þú mátt ekki mann deyða.  Hefði Móses horft aðeins lengra fram í tímann, þá hefði 15. boðorðið verið, þú skalt ekki láta almenning greiða skuldir höfðingjanna, og þar með bannað ICEsave.

Það má aldrei samþykkja kúgun, jafnvel þó sá sem kúgar treysti sér ekki til að innheimta neitt nema táknræna upphæð.  Kúgun leiðir alltaf af sér aðra kúgun, síðan ofbeldi og lögleysu.

ICEsave brýtur allar grundvallarreglur réttarríkisins og allar siðareglur í samskiptum fólks.  

Slík brot er alltaf ávísun á villimennsku, og það erum við, ég og þú, allt venjulegt fólk sem blæðir.

Siðmenningin varð ekki til að ástæðulausu.  

Hún er tæki til að sem flestir geti komið börnum sínum á legg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2011 kl. 13:04

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Júlíus.

Hvenær það verður er spurning, en einn daginn mun fólk átta sig á innbyggðu arðráni verðtryggingarinnar.

Hún var aðeins aum leið til að láta hagkerfið hætta elta skottið á sjálfum sér.   Enginn hugsaði um langtímaáhrif hennar, sem er ekki bara arðránið sem þú lýsir.  Verra er að hún frýjaði fjármálakerfið ábyrgð á gjörðum sínum, því það trúði að verðtryggingin myndi alltaf passa upp á lán þess.

En ekkert kerfi getur komið í staðin fyrir heilbrigða skynsemi, það þýðir ekki að eyða meira en þú aflar.  Og það þarf að vera borð fyrir báru í hagkerfinu.

Loðnusjómenn hættu alltaf að eyða tekjum næstu vertíðar fyrirfram þegar loðnuveiðar voru fyrst stöðvaðar heila vertíð 198 og eitthvað eða nítíu og eitthvað.  Síðan afla fyrst, eyða svo.

Eins á að reka hagkerfi, láta verðmætin fyrst koma inn, áður en gengi eða kjarasamningar taka við að ráðstafa þeim.

Heilbrigð skynsemi og verðtrygging fara ekki saman.

Ég vel skynsemina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2011 kl. 13:12

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er allt spurning um veð, þegar út fyrir Ísland er komið. Veð er verðmæti sem stolið hefur verið af almenning hér skipulega.

Júlíus Björnsson, 30.1.2011 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 381
  • Sl. sólarhring: 994
  • Sl. viku: 5589
  • Frá upphafi: 1328402

Annað

  • Innlit í dag: 324
  • Innlit sl. viku: 4996
  • Gestir í dag: 317
  • IP-tölur í dag: 311

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband