Er rökrétt að landskjörstjórn segi af sér????

 

Formlega ber hún ábyrgðina.

En hver er hennar ábyrgð???

Að starfa eftir gildandi lögum??

Átti hún að neita að framkvæma þessar kosningar því lögin um þær stæðust ekki kosningalög???

Segja strax af sér og vísa lögunum um stjórnlagaþings strax til Hæstaréttar???

 

Svona má lengi spyrja, eins og alltaf þegar bakari er hengdur fyrir smið.

Margir vilja meina að smiðurinn sé ríkisstjórnin er er það rétt???

Hverjir samþykktu lögin, hverjir voru á móti???

Kom fram rökstudd gagnrýni á þau sem var svipuð eðlis og komu fram í dómi Hæstaréttar???

 

Ef svo er ekki, þá er augljóst að fleiri komu nálægt smíðinni en ríkisstjórnin????

Á þá Alþingi allt að segja af sér????

Út af klúðri í lagasetningu????

Á yfir höfuð einhver að segja af sér þegar Hæstiréttur dæmir lagasetningu ófullnægjandi og ekki sé farandi eftir henni????

 

Það er yfirhöfuð ágætt að fólk velti þessum spurningum fyrir sér.  Í stað þess að detta ofaní flokksskotgrafir og taka afstöðu eftir því hvernig málið kemur út fyrir þann flokk sem það styður.

Það er augljóst að þetta mál er eitt allsherjar klúður, en hinn sértæki sökudólgur liggur ekki í augum uppi að mínu mati.  Ekki svona þegar maður hugsar málið í rólegheitum.

 

En viðbrögð stjórnvalda eftir dóm Hæstaréttar  eru hneyksli, að vefengja dóminn, að þykjast ætla komast framhjá honum eins og forsætisráðherra ýjaði að, það er ekki framkvæmdarvaldinu sæmandi.  Hvað þá að hrópa úlfur úlfur, að þetta væri sérstök gjörð í þágu Sjálfstæðisflokksins.  

Mesta lágkúran í þeirri fullyrðingu er ekki sú að fullyrða að meint tengsl séu á milli Hæstaréttar og Valhallar, heldur sú fyrirlitning á sjálfstæði stjórnlagaþings sem hún lýsir.  Eins og niðurstaða þingsins hafi verið fyrirfram ákveðin og pöntuð.

Dómgreind fólks sem lætur svona út úr sér, er ekki mikil, og reisnin er engin.

 

Eins var grátlegt að fylgjast með Þórðargleði stjórnarandstöðunnar, sérstaklega Sjálfstæðisflokksins.  Það er eins og hann gleymi að hann er líka á þingi, og ber sína ábyrgð á lagasetningu þess.

Og málið sem krafist er afsagnar fyrir, klúður í lagaframkvæmd, segir allt sem segja þarf um hug flokksins til stóru málanna, ICESave, skuldavanda heimilanna, AGS skuldsetningu ríkissjóðs, niðurbrots efnahagslífsins, innlimunina í ESB, flokkurinn er í raun sammála ríkisstjórninni í þeim öllum.

Hann lætur bara sverfa til stáls út af því sem engu skiptir, út af því sem hefur ekkert að segja hvort þessi þjóð lifir af eða steytir á ókleyfu skuldaskeri.  Eða endar á ómagaframfærslu Brussel valdsins.

Flokkur með reisn og sjálfsvirðingu, hefði kynnt sér málið, forsendur dómsins, og hvernig hægt væri að bregðast við honum.  Og hann hefði látið staðreyndirnar tala, ekki upphrópin.

 

Í raun var um sviðsetta leiksýningu að ræða, setta á svið til að telja fólki í trú um að ennþá væri stjórnarandstaða, en ekki samstjórn allra flokka í þágu erlendra afla.

Þjóðin gæti kannski uppgötvað að stjórnarandstaðan var innlimuð í valdaklíkuna þegar VG fékk ráðherradraum Steingríms Joð uppfylltan.

Og slíkt má ekki gerast á meðan erlendir krónubraskarar hafa ekki ennþá fengið gjaldeyrinn sinn og bretar greidda sína fjárkúgun.  

 

Fólk gæti farið að spyrja spurninga.

Til dæmis af hverju enginn stjórnarandstöðuflokkur skuli ekki hafa stefnt ríkisstjórninni fyrir dóm vegna brota á stjórnarskrá, og landráðakafla hegningarlaganna, með samstarfi sínu við breta sem endaði með svikasamningunum sem núna liggja fyrir Alþingi.

Lögin eru skýr, og Hæstiréttur dæmir eftir lögum.  Öllum ætti að vera það ljóst í dag.

 

Af hverju er ekki heimilum landsins hjálpað??? 

Af hverju er fórnarlömb Hrunsins borin út af heimilum sínum, eða sett í skuldafangelsi greiðsluaðlögunar eða greiðslulengingu eða hvað sem allt þetta greiðslu eitthvað heitir???

 

Óttast menn að óeirðirnar í Kairó berist hingað og það verði barist á götum Reykjavíkur???

Allavega leika menn ekki svona leikrit af ástæðulausu.

Og landskjörstjórn er ekki í aukahlutverki í þeirri sýningu, hún rétt nær að vera statisti sem er felldur á fyrsta þætti.

 

Hvernig næsti þáttur leikritsins verður, er ekki gott að giska, rullurnar eru eitthvað á reiki.

En hann verður ekki um lífshagsmuni þjóðarinnar.

Það eitt er víst.

 

Og ætti öllum að vera augljóst.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Landskjörstjórn sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst alvarlegast að stjórnarskrárbrot þessarar stjórnar og margra stjórna á undan henni séu látin óátalin.  Hversvegna að búa til nýja stjórnarskrá þegar þessi sem við höfum er ekki virt? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2011 kl. 01:35

2 Smámynd: Pétur Harðarson

Góður pistill og hann lýsir ágætlega því hörmungarástandi sem ríkir á alþingi.  Þegar Jóhanna gólaði "íhaldið er skíthrætt!" þá hefði hún alveg eins getað gólað "við erum öll skíthrædd".  Það er eins og alþingi sé í stólaleik og allir eru hræddir um að ná ekki sæti þegar tónlistin hættir.  Stjórnarandstaðan gerir ekki neitt af því að hún veit að hún mun líklega hljóta afhroð í næstu kosningum.  Ríkisstjórnin er búin að mála sig út í horn með hverju klúðrinu á eftir öðru og á erfitt með að hreyfa sig án þess á bæta á vandann.  Og eins og Jóna Kolbrún segir þá er erfitt fyrir mann að taka þetta lið alvarlega þegar það talar um lýðræðisumbætur.  Þetta er pattstaða og það þarf að byrja leikinn upp á nýtt með betri reglum og nýjum liðum.

Pétur Harðarson, 29.1.2011 kl. 03:38

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Stjórnin var margbeðin um að slaka á og klára vinnuna sem þurfti að vinna ÁÐUR en kosningin færi fram - þeim ( Jóhönnu ) lá svo mikið á að því var hafnað - þessvegna á hún þetta klúður sjálf og án eignaraðildar annara.

Allt það fólk sem telur Hæstarétt hafa dæmt samkvæmt pólitískri forskrift eða fyrirmælum frá Valhöll verða - okkar allra vegna - að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings og kæra dómarana.

Geri þau það ekki  er allt þeirra tal og öll þeirra skrif ekkert annað en innantómur þvættingur fólks sem ekkert mark er á takandi - hvorki í þessu máli né öðrum.

Í þessum hópi eru m.a. Bubbi - Illugi Jökulsson o.fl

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2011 kl. 08:49

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð kæra fólk.

Jóna, það væri ágætt að prófa að virða núverandi, til dæmis í ICEsave, áður en menn panta nýja, ekki nema að fólk vilji hafa inn í henni ákvæði um að siðblint fólk megi brjóta hana eftir þörfum, því það er eðli þeirra.

Pétur, á meðan þjóðin er sátt, þá er Alþingi vitleysingarhæli, þar sem veruleikafirrt fólk talar um allt annað en það sem skiptir máli.

Og hvað er þjóð án þjóðar????  Meðhöndlunin á skuldum heimilanna segir allt sem segja þarf um þetta lið, með örfáum undantekningum.

Ólafur, eftir því sem ég best man, þá bera allir Alþingismenn ábyrgð því enginn lagði fram rökstudda gagnrýni byggða á þeim atriðum sem Hæstiréttur byggði dóm sinn á, og greiddi síðan atkvæði gegn lögunum á þeim forsendum.

Ef þér finnst að stjórnin eigi að víkja á þessum forsendum, þá ættu allir alþingismenn sem studdu ICEsave 1, samþykkt 3. sept 2009 að segja af sér, og láta loka sig inni.  Þar var um skýran glæp að ræða.

Jafnvel þið flokkshestar ættuð að gera greinarmun á því sem skiptir litlu, og því sem skiptir öllu.

En tek undir með þér um þvættinginn, menn sitja niður við hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2011 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband