17.1.2011 | 12:01
Sjónhverfingar eða alvara????
Markmið Bjarkar er gott.
Félagsskapurinn slæmur.
Og þessi slæmi félagsskapur, stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, eru úlfar í sauðargæru.
Þeir sjá til þess að veita óánægju fólks í meinlausar undirskriftir, við undirleik gólara.
Ef eitthvað af meðreiðarsveinum Bjarkar, meina orð af því sem þeir segja, þá mæta þeir á Austurvöll, klukkan 15.00 og góla seið gegn ríkisstjórninni.
"Vanhæf ríkisstjórn, AGS úr landi".
Jafnvel ólæst fólk getur lesið út úr skýrslu AGS að eina haldreipi hennar er að allt verði virkjað, sem hægt er að virkja. Aðeins þannig næst sá skammtímagróði sem stendur undir vaxtagreiðslum til sjóðsins.,
Eða hvernig ætla menn að greiða 236 milljarða í beinhörðum gjaldeyrir, aðeins í vexti til AGS, næstu 4 árin.
Og þá eru höfuðstólsgreiðslur eftir.
Líf ríkisstjórnarinnar er komið undir virkjunum og stóriðju.
Þeir sem styðja ríkisstjórnina, þeir styðja rányrkju á orkuauðlindum landsins.
Hinir mæta og tunna stjórnina burtu klukkan þrjú í dag.
Kveðja að austan.
Björk afhenti undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 82
- Sl. sólarhring: 586
- Sl. viku: 5666
- Frá upphafi: 1399605
Annað
- Innlit í dag: 70
- Innlit sl. viku: 4834
- Gestir í dag: 69
- IP-tölur í dag: 69
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.