Sorgardagur.

 

Fyrst kom stjórnmálastéttin landinu á hausinn.

Núna er hún samstíga í að svíkja þjóð sína.

Fyrir fjóra milljarða á ári vildu hún segja upp 390 manns í heilbrigðiskerfinu.

Hún vildi bera út gamalmenni, hún vildi neita langveikum börnum um hjúkrun.

Og hún hefur látið bótaþega taka á sig afleiðingar Hrunsins af fullum þunga.

Á sama tíma berast fréttir af tug milljarða, hundruð milljarða  þjófnaði bankamanna.

Og þeir valsa um götur eins og fínir menn.

Á meðan díla leppar þeirra í stjórnarráðinu um skattfé þjóðarinnar.

Borga eitthvað sem þjóðin á ekki að borga.

Til hvers, til hvers, hver eru rökin???

ESB segir að það sé ekki ríkisábyrgð.

Íslensk lög segja að sé ekki ríkisábyrgð.

Íslensk lög banna afturvirka ríkisábyrgð, evrópsk lög banna ríkisaðstoð.

Samt semur þetta fólk, samt vill það henda gamalmennum út á götur, neita veikum börnum um hjúkrun.

Til hvers, kann þetta fólk ekki að skammast sín??

Til hvers????

Kveðja að austan.


mbl.is Drög að frumvarpi verið gerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

ALDREI RÍKISÁBYRGÐ Á ICESAVE, EKKI 1 EYRIR.

77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR:
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Ómar, nú treystum við á forsetann, einu sinni enn.

Elle_, 9.12.2010 kl. 21:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég teysti ekki á forsetann, aðeins örvinglaður maður á aðeins eitt haldreipi eftir.

Sjáum til hvað Davíð gerið í fyrramálið, þar held ég að vörnin byrji.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 23:26

3 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna laus við hinu svokallaða "gyðingavandamáli".

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Varðandi blogg þitt. Þetta er ekki sorgardagur nema ef við látum fáfróðu fáráðlingana vinna, tortýma sinni eigin þjóð og bregðast um leið skyldum sínum gagnvart mannkyninu og framtíðinni... ÚT AF HINU HÁA ALÞINGI MEÐ VALDARÆNINGJANA!!!! Valdið til þjóðarinnar! LIFI FRELSIÐ!

Lykillinn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 03:22

4 identicon

 Ómar , við hljótum að standa saman með forsetann okkur við hlið og breyta sorg i gleði og GEFA NÚ EKKI HÁRSBREIDD EFTIR !!. það er komið nóg af "KÚGUN" Erum við ekki Islendingar ?   Eða erum við orðin eitthvað allt annað ??, mætti halda það ......... Þetta er ekki i lagi herna "!!

Ransy (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 08:28

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ransy.

Það eina sem ég benti á, að ef, sem ég trúi ekki, að ef Ólafur lætur hóta sér, og beygir sig fyrir yfirstéttinni, þá lúffum við ekki.

Við berjumst, við notum lög og reglu til að heimta okkar rétt.

Og við lögsækjum fjárkúgarana.

Steingrímur Joð notaði klassísk rök glæpamanna, að ef við hefðum samþykkt samning Svavars, þá hefðum við sloppið við mikinn kostnað.

Hann nefnir ekki þann kostnað, hann rökstyður hann ekki, hann segir bara.

Heimsendaspámaður og fjárkúgari sagði það sama i Japan, fyrir nokkrum árum síðan.

Hann var hengdur.  Svona virkar réttarfar hjá siðuðum þjóðum.

Það er ekki hægt að hóta fólki öllu illu, og segja síðan, fyrst þið lúffuðu ekki fyrir fjárkúguninni, þá sitjið þið upp með kostnað.

Kostnað sem fjárkúgarnir valda.

Kannski rétt, ómenni og glæpamenn valda kostnaði.  Í Mexico höggva þeir fólk, drepa börn og konur, segja, þetta er kostnaður þess að berjast við eiturlyfjagengi.

Á þess vegna að leyfa glæpastarfsemi???

Til að forðast kostnað.

Því miður falla mætir menn í þessa gryfju sorans.  Flestir tengjast Framsóknarflokknum, gull Finns verður þeirra Niflungagull.

Til tjóns og hörmunga fyrir flokkinn.

Smán þeirra er algjör, skömm þess að svíkja er það lægsta sem hægt er að ná.

Ég trúi því ekki upp á gott fólk, að það leggi kalt mat á glæpinn.

Að það lúffi fyrir ofbeldismönnum.

Hótanir glæpamanna eiga sér engin takmörk, sé lúffað, þá vilja þeir alltaf meir.

Af hverju skilur skynsamt fólk þetta ekki.

Einar, hvað er að???????????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband