Verjumst Tyrkjaráninu hinu síðara, verjumst.

Einu sinni komu vopnaðir ofríkismenn og rændu löndum okkar og seldu þá í þrældóm. 

Þá var ríkisvaldið fjarri og hafði ekki tök á að verja þjóðina.  En þegar staðfestar fréttir komu af ránskapnum, þá veitt danski konungurinn miklum fjármunum í að leysa út hið hertekna fólk.

Það var hans skylda að vernda þegna sína.

 

Í Tyrkjaráninu hinu síðara, þá lútum við stjórn innlendra leppa ræningjanna, manna sem lúta stjórn fjárkúgara og ofbeldismanna.

 

Vissulega er hertekið fólk ekki leitt burt í hlekkjum, þess í stað eru gamalmenni borin úr rúmum sínum.  

Langveikum börnum er meinað um hjúkrun.

Landsbyggðarfólk þarf að ferðast hundruð kílómetra til að leita sér læknishjálpar.

Bótaþegar svelta.

 

En ránsmennirnir hollensku og bresku fara burt með sekki hlaðna gulli.

Vegna þess að  leppar þeirra eru mútufé og gráðugir valdasjúklingar.

 

Í dag er það þjóðarinnar að endurheimta hina herteknu.

Að tryggja að gamalmenni haldi rúmum sínum.

Að tryggja að langveik börn njóti hjúkrunar.

Að fólk svelti ekki.

 

Við höfum engan danskan kóng til að vernda okkur.

Við eigum ekkert nema okkur sjálf.

Og réttlætið og lögin.

 

Stöndum saman, verjumst ræningjunum, hrekjum þá af höndum okkar.

Hrekjum mútuféð og valdsjúklingana frá völdum.

Lýsum því yfir að enginn maður greiði skuldir höfðingjanna.

Tími léns og ánauðar lauk fyrir öldum síðan.

 

Við líðum ekki Tyrkjarán fjárkúgara.

Smán og skömm fylgi öllum vinstri og félagshyggjumönnum sem styðja rán og þrælkun.

 

Þetta eru ekki landar okkar.

Verjumst.

Kveðja að austan.


mbl.is Greiðslur hefjast í júlí 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Reynslan segir að það eigi að vantreysta nákvæmlega öllu sem Steingrímur J. segir um Icesave.

Sigurjón Þórðarson, 9.12.2010 kl. 17:41

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, skemmtilegur samanburður við Tyrkjaránið :)

Samlíkinguna má líka finna ef við lesum bók Jóns Helgasonar um Tyrkjaránið þegar sjóræningjar strönduðu skipi sínu á Lönguskerjum, með rændum mannafla af Reykjanesi innanborðs. Þá vildu íslenskir ráðast til atlögu og frelsa fólkið en danski hirðstjórinn mælti á móti; hér skyldi ekki hætt á neinar glettingar!

Sagan segir að Rósenkrans hirðstjóra hafi farizt lítilmannlega. Skyldi ríkisstjórnin okkar núverandi hljóta ámóta eftirmæli?

Kolbrún Hilmars, 9.12.2010 kl. 17:57

3 Smámynd: Elle_

Ég segi að öruggast væri að vantreysta ÖLLU sem Steingrímur segir, Sigurjón, maðurinn veit ekki lengur muninn á hvað er logið og hvað er satt.   Jóhönnu/Steingrímsstjórnin er svívirðileg valdníðslustjórn.

ENGIN RÍKISÁBYRGÐ Á ICESAVE, EKKI 1 EYRIR.

Elle_, 9.12.2010 kl. 19:47

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð kæra fólk og takk fyrir innlitið.

Sigurjón, mér sýnist að auðmenn hafi andað víða ofaní hálsmál flokka og flokkshesta.  Þetta líkist einna helst vakningarsamkomu hjá Hvítasunnunni.,

Kolbrún, dönsk stjórnvöld settu samt út pening til að frelsa bandingja.  Hann Rósenkrans var aðeins huglaus, líkt og núverandi stjórnmálastétt.

Það virðast allir vilja svíkja, þrátt fyrir háfleygar yfirlýsingar í fjölmiðlum síðustu daga.

Sigmundur á reyndar eftir að tjá sig.

Elle, núna eru flest skjól fokin, núna reynir á lopafatnaðinn.

Þjóðin mun verjast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 23:24

5 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna laus við hinu svokallaða "gyðingavandamáli".

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Lykillinn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband