Aðeins veruleikafirrtir ráðamenn.

 

Kalla uppreisn landsbyggðarinnar óánægju,

"rætt við forsvarsmenn heilbrigðisstofnana, m.a. vegna óánægju með niðurskurðaráform í fjárlögum næsta árs".

Og aðeins vitfirrtir menn kalla afnám grunnþjónustu niðurskurð.

Það er ekki verið að skera niður, það er verið að afnema.  Afnema grunnstoð undir samfélagi landsbyggðarinnar.

 

Össur Skarphéðinsson segir að það sé nauðsyn því hann sé barngóður, hann vilji ekki láta börn borga, hann vilji aðeins láta þau þjást.  Það mætti halda að hann væri að tala um tugmilljarða, jafnvel 40-60 milljarða á ári líkt og hann berst fyrir með blóðugum kjafti að koma á landsmenn i ICEsave.

En upphæðin sem á að spara í heilbrigðiskerfinu eru 4 milljarðar, ekki háar upphæðir, en þegar það búið er að skera niður það sem hægt er að skera niður, þá er þetta eins og viðbótarþyngdin sem sett er á þilfar ofhlaðins báts, hún sem slík er ekki mikil, en af hennar völdum fer báturinn á hliðina.

 

Fyrir 4 milljarða vill Össur Skarphéðinsson ásamt ríkisstjórn Íslands koma heilbrigðiskerfi landsmanna á hliðina.

Þetta eru 40 milljarðar á tíu árum, miðað við 5% vextu þá er vaxtakostnaðurinn um 2 milljarðar árlega sem framtíðin þarf að borga til að njóta lágmarksþjónustu nútímaþjóðfélaga.

Össur ætlar þessum sömu börnum að borga 70 milljarða árlega (sú upphæð sem fjármálaráðuneytið áætlaði í greiðsluyfirliti sínu á síðasta ári) vegna ICEsave og AGS.

 

Íslenska þjóðin á ekki að borga skuldir banka sem falla í öðrum löndum, það varðar við lög Evrópusambandsins og stjórnarskrá Íslands, og íslenska þjóðin þarf ekki á lánum AGS að halda.

Útflutningstekjur þjóðarinnar hrundu ekki, það voru bankarnir sem hrundu og spilafé auðmanna glataðist.  Og tjónið er þeirra sem lánuðu þessum mönnum, þeir voru ekki gerði út á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda.

 

Össur vill ekki láta börnin sín borga 2 milljarða í vexti árlega vegna uppsafnaðs halla vegna heilbrigðisþjónustu á meðan þjóðin vinnur sig út úr erfiðleikunum.  En hann vill skuldsetja þau fyrir 70 milljarða, það er eitthvað sem börnin hafa hollt af.

Eftir stendur, hver falsaði skoðanakönnun Gallup, það getur ekki fundist venjulegt heilbrigt fólk sem styður þessa ríkisstjórn þrældóms og eyðileggingar.

Sem eyðileggur heilbrigðiskerfið út af 2 milljarða framtíðarvöxtum en er á sama tíma viljug að borga 70 milljarða árlega í vexti til auðvalds sem getur ekki sætt sig við tap sitt á spilagambli.

 

Það getur enginn heilbrigður maður stutt slíkan níðingsskap, hvað þá þrjátíu prósent þjóðarinnar. 

Hér hafa auðræningjar komist að með putta sína.

Hér hefur mútufé ESB verið að störfum.

 

En satt er þetta ekki.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Tillögur eftir hálfan mánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Ómar

Ekki get ég trúað né skylið að nokkur viti borin maður styðji þessa stjórn aðeins auðræningjar og hyskji með sjálfseiðingarhvöt,

icesave er ekki og hefur ekki verið skuld þjóðarinnar aðeins þeirra sem slíkt halda og eiga þeir að sjá sóma sinn og gefa sig framm og skrifa þetta eingöngu á sig, En nei við skulum láta ykkur borga með hjálp okkar elskulegu ríkisstjórnar Já við stöndum með þjófum og sóðapakki.

Jón Sveinsson, 3.11.2010 kl. 07:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og fórnum öllu til þess Jón.

Ég setti þennan pistil saman til að enn og aftur að vekja athygli á stærðarhlutföllunum, hvað þetta eru í raun litlar fjárhæðir sem bera á milli þess sem heilbrigðiskerfið telur sig geta lifað af með, og hvað það þýðir á tíu ára tímabili að leyfa því að lifa.

Og set síðan þær fjárhæðir í samhengi við áhugamál Össurar, mannsins sem vill ekki láta börnin borga, aðeins þjást.

Bloggið er núna eini vettvangurinn til að vekja athygli á þessu eftir að ESB opnaði fyrir mútufé sitt.  Slíkt fé vill gera blaðamenn heildauða eða LSD fíkla, því heimurinn sem þeir birtast er skrumskældur, 2 milljarðar verða að óyfirstíganlegum hjalla, en 70 milljarðar seðlar í nös.

Ísland sárlega vantar blaðamenn í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.11.2010 kl. 08:20

3 Smámynd: Jón Sveinsson

já blaðamenn þeir virðast vera eins hugsi og bubbi morteins sega og spyrja tóma þvælu og fá borgað fyrir  er það sem virðist skipta þá öllu en ekki það sem þjóðin þarf á að halda.

Jón Sveinsson, 3.11.2010 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 141
  • Sl. sólarhring: 979
  • Sl. viku: 5627
  • Frá upphafi: 1338514

Annað

  • Innlit í dag: 123
  • Innlit sl. viku: 4957
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband