Ætlar Björgvin að virkja bullið í Samfylkingunni??

 

Fyrir sinn eigin pening??'

Firringin er algjör, ef virkjanlega orka er til staðar, á samkeppnishæfu verði, þá er hún virkjuð.

Það er eðli hins frjálsa markaðar.

 

Stjórnmálamenn virkja aðeins það sem ekki er hagkvæmt, eða samkeppnishæft.  Og leggja þjóð sína undir.

 

En þeir tæmdu þann bikar, það er ekki hægt að bæta fleirum Sovét virkjunum á almenning.  Orkufyrirtæki okkar eru hálfgjaldþrota, eða alveg gjaldþrota.  Þau þurfa að treysta á náð og miskunn lánardrottna sinna um endurfjármögnun.

Fjárþurrð þeirra hefur verið notuð sem rök fyrir ICEsave svikunum, að þjóðin þurfi að taka á sig glæpsamlegar upphæðir ICEsave svo þau verði ekki keyrð í þrot. 

Án ICEsave verði engin endurfjármögnun.

 

Betur er ekki hægt að lýsa ósjálfbærni og heimsku Sovétsins, þegar arðsemi er það síðasta sem menn skoða þegar virkjað er.  

Að forsenda virkjana séu þrælaskuldir eins og ASÍ hefur margályktað.

 

Verum raunsæ, skuldir byggja ekki upp atvinnu og hagvöxt, nema í mjög skamman tíma.  Síðan tekur skuldaþrældómurinn við.

Það þarf alltaf eigið fé til að byggja upp atvinnu.  

Ef Reyknesingar eiga ekki það fé, þá fá þeir fjárfesta til liðs við sig.  En væl út í stjórnvöld er eitthvað sem Hrunið 2008 batt enda á.

Engin vinna er það verðmæt að hún réttlætir skuldaklyfjar almannasjóða.

 

Reyknesingar eru á villigötum.

Megir þeir aftur rata inná veg heilbrigðrar skynsemi.

Og læra að bjarga sér sjálfir eins og aðrir landsmenn.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Tíðinda að vænta í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kvitt.

Árni Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 68
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 5385
  • Frá upphafi: 1338843

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 4741
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband