Loksins, loksins, loksins kom glufa á skaldborgina.

Á Skjaldborgina sem íslenska yfirstéttin sló um eigur sínar og var hugsuð til að halda fórnarlömbum Hrunsins, íslenskum almenningi, frá öllum bjargráðum.

Til að hafa það á hreinu þá eru aðgerðir Alþingis um greiðslueitthvað, samdar og þróaðar af bönkum og lánastofnunum,  ekki bjargráð.

Það eru ekki bjargráð að hirða allt eigið fé af fólki, en afskrifa þegar tapaðar skuldir niður í um 110% af verðmæti eigna þess  og láta það síðan þræla alla ævi fyrir banka og fjármálastofnanir án minnstu vonar um að eignast nokkurn skapaðan hlut.  Bæti það við sig tekjum þá gerist tvennt, afborganir lána hækka vegna heimskugjörnings ríkisstjórnarinnar og lánin hækka vegna þess að verðlagsvísitölur eru sérhannaðar til að mæla tekjuaukningu sem verðbólgu.

Jafnvel Rómverjar hinir fornu, sem ekki mátu manngildi mikils, gátu ekki úthugsað slíka illsku, þrælakerfi þeirra innihélt vonina um frelsi.  

Höfum það á hreinu, aðeins tær illska er fær um að skilja og útskýra snilldina á bak við núverandi "hjálp" íslenskra stjórnvalda.  Þetta er eins og maður sé kominn í miðja heimsendamynd frá Hollywood og sjálfur Swarzenegger sé að berjast við vélarbrögð andskotans.

 

En á meðan vonin lifir, þá má alltaf vænta björgunar.

 

Og Birna Einarsdóttir, fyrrum Hrunverji, af öllum manneskjum stígur fram og segir hið augljósa.  Hún er ekki á móti almennri niðurfærslu skulda ef það hjálpar þjóðinni. 

Og hún bendir á hið augljósa, hún þarf að vera framkvæmanleg, sem hún er, og hún dugar ekki til að hjálpa þeim sem verst eru staddir.  Og hún tjáði eðlilegan ótta um að illa útfærð aðstoð gæti dregið úr svigrúmi til að aðstoða þá sem verst eru staddir.  Allt eðlilegar ábendingar.

Það var sem sagt mennsk vera á fundinum í gær.  

 

Almenn skuldaniðurfærsla er liður í að hjálpa þeim sem verst eru staddir, en grunnhugsun hennar er að hjálpa þjóðinni, að leiðrétta það óréttlæti að reikniverk eins og verðtrygging komi gjörðum Hrunverja yfir á almenning, að gera þorra fólks betur kleyft að standa við skuldbindingar sínar og að auka fjárstreymi í hagkerfinu því í stað þess að reiknaða verðtryggingin fari beint í vasa erlendra kröfuhafa bankanna, þá fer hún í kaup á vörum og þjónustu.

Og kaup á vöru og þjónustu er forsenda endurreisnar hagkerfisins.

 

Það er eitt af vélarbrögðum andskotans (eitthvað sex sex sex eitthvað) að telja fólki í trú um að almennri skuldaniðurfærslu sé ætluð til að bjarga þeim verst settu, hún gerir það ekki nema á þann almennan hátt að þeir verst settu eru hluti þessa þjóðfélags sem þarf á henni að halda svo allir geti bjargast.

 

Almenn niðurfærsla bjargar nefnilega bönkunum, hún bjargar lífeyrissjóðunum, hún bjargar ríkissjóði, vegna þess að björgun hagkerfisins er björgun allra.

 

Það þarf meira til, og það meira er augljósara en það augljósasta, og kannski er það skýringin að hið mætasta fólk láti blekkjast af Útburðarvæli andskotans og vilji ekki rétta náunga sínum í neyð hjálparhönd því það sé ekki hægt.

"Það á ekki að bjarga, því það er svo dýrt, það er ekki hægt nema við leggjum eitthvað á okkur, vegna þess að þetta er þeim að kenna, þú fórst varlega og .......".

Hið augljósa er að það borgar enginn meira en hann getur.  Og í landi þar sem fasteignamarkaðurinn er hruninn, þar sem offramboð er af húsnæði, þar sem yfir 20% heimila á í gífurlegum erfiðleikum, í slíku landi er það skynsemi að gera öllum kleyft að borga það sem þeir geta.

Það var kannski þess vegna sem tveir ungir menn (þeir eru yngri en ég) leiftrandi í gáfum og snilld, doktorar í hagfræði, skrifuðu greinar um björgun heimila og enginn hlustað.  Í stað þess var hlustað á Hrunverja, þeir höfðu reynst svo vel.  En hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Gylfi Zoega, komu strax með raunhæfar hugmyndir um útfærslu á kerfi þar sem allir græddu, bæði skuldarar og skuldaeigendur, hagkerfið og ríkissjóður.

Og þeir vöruðu við hruni og hörmungum ef ekki yrði tafarlaust farið i aðgerðir til að bjarga öllum sem þyrftu á hjálp að halda, því þessir allir væru svo stór hluti þjóðarinnar, þetta væri unga fólkið með börn sín og menntun sem framtíð þjóðarinnar byggðist á.

En Hrunverjar sögðu: "étum útsæði og slátrum lífskepnum", og þar sem þeir höfðu sýnt þá snilld að láta örþjóð eiga þriðja stærsta gjaldþrot heimssögunnar, þá hlutu þeir að hafa rétt fyrir sér.  Og þar sem þeir nutu stuðnings þekktra þrælahalda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá var valið augljóst hjá þjóðinni.  

Hún kaus þrældóm og örbirgð.

 

En það er alltaf hægt að kjósa aftur, það er alltaf von á meðan einhver dregur andann.  Orð Birnu Einarsdóttur eru til marks um það.

Illskan er okkur ekki í blóð borin, við þurfum að hjálpa öðrum til að hjálpa okkur sjálfum.  Samkennd og samúð er nefnilega hagfræði skynseminnar.

Það þarf að leiðrétta skuldir almennt, það þarf að hjálpa þeim sem eru í neyð, það þarf því annars þrífst þessi þjóð ekki, hún mun daga uppi í sundrungu og deilum.

 

Og fyrst að bankafólk skilur þetta, hvað er þá að okkur hinum???

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Flatur niðurskurður hjálpar ekki þeim verst stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 504
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 6235
  • Frá upphafi: 1399403

Annað

  • Innlit í dag: 426
  • Innlit sl. viku: 5281
  • Gestir í dag: 391
  • IP-tölur í dag: 385

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband