Hvert fór manndómurinn??

 

Flutti hann allur suður??

Fólk lætur ekki bjóða sér svona eyðingu, fólk snýst til varnar.

 

Munum að innan við helmingur skatttekna okkar snýr til baka.  Hinn hlutinn fóðrar hagkerfi Reykjavíkur.  Núna hafa hugmyndfræðingar græðgi og sjálftöku ákveðið að taka þó það sem við höfum.

Munum að þetta er ekki sparnaður, ekki nema það fylgi pólitísk ákvörðun í kjölfarið að neita íbúum landsbyggðarinnar um alla spítalaþjónustu.  Annars er þetta tilfærsla á skatttekjum okkar til höfuðborgarsvæðisins.

Munum að af flestu því heimskulega sem frá Útburðarstjórn Íslands hefur komið, þá er þetta  eitt það heimskulegasta.

Það er verið að höggva höndina sem nærir hagkerfið.

 

En þetta er náttúrulega gert í trausti þess að manndómurinn hafi verið það fyrsta sem yfirgaf hinar dreifðu byggðir landsins þegar rétturinn til fiskveiða var fluttur í hendur útgerðarauðvaldi.

Spurningin er bara hvort það er rétt mat.

Aðeins Vestfirðingar, sem og aðrir íbúar landsbyggðarinnar geta svarað því.

Manndómur láta ekki bjóða sér þetta.

Menn ræða ekki niðurskurð á lífæð samfélagsins, þeir verjast.

Þeir kalla flotann í land, kveða bændur til reiðar.  Halda suður og hýða þá Alþingismenn sem lögðu þetta til og alla þá sem lýst hafa stuðning við byggðaeyðinguna.

 

Eftir það mun enginn leggja aftur í byggðaeyðingu.

Minningin um sára rassa mun sjá til þess.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Vestfirðingum fallast hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Tu ert alltaf ad verda betri og betri  En eg er ad velta tvi fyrir mer, eru ekki menn af landsbyggdinni farnir ad hittast og ræda tad i alvoru ad skera a tengslin vid afæturnar a SV horninu. Er ekki gafulegra ad landsbyggdin haldi sinum tekjum og kaupi ta tjonustu (sjukrahus og menntun) af reykvikingum. Ta er lika alltaf hægt ad leyta annad ef tjonustan verdur of dyr.

Hvad fleira turfum vid ad kaupa af teim?

Bara svona ad velta tessu upp, kvedja austur.

Larus (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Larus.

Haldi elítan fast í þessa kúgun, þá sýður upp úr, en hvenær veit ég ekki.

Mér finnst nú líklegra að menn skaki hnefum og yggli brýr, og svo finnst einhver sátt.  En ef ekki þá fer að stað atburðarrás sem enginn sér fyrir endann á.

Vona samt ekki að byltingin lendi á börnum okkar, að óbermin nái ekki öllum völdum.

En hvað veit maður, ég lem allavega á þeim með orðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.10.2010 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 771
  • Sl. sólarhring: 1121
  • Sl. viku: 5979
  • Frá upphafi: 1328792

Annað

  • Innlit í dag: 664
  • Innlit sl. viku: 5336
  • Gestir í dag: 598
  • IP-tölur í dag: 587

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband