Gleðin í Chile endurrómar alla leið til Íslands.

 

Við Íslendingar þekkjum þá tilfinningu að bíða frétta af örlögum samborgurum okkar, milli vonar og ótta.

Eftir Halaveðrið mikla var horft út sjóinn og beðið eftir hvaða togarar skiluðu sér í land.  Og einn af öðrum komu þeir, mikið laskaðir, augljóst að kraftaverk hafði hjálpað mörgum að standa af sér illviðrið.  En það komu ekki allir, vonin breyttist í djúpa sorg hjá þeim sem misstu ástvini sína og vini. Og öll þjóðin syrgði, þetta snart alla.

Hér í heimabæ mínum beið fólk milli vonar og ótta í heila eilífð, síðustu gleðifréttarinnar komu um  20 tímum eftir að flóðin féllu.  Síðastliðið sumar var haldin sýning þar sem atburðirnir voru rifjaðir upp í sögum og myndum, þá komst fólk að því að tilfinningarnar voru ennþá jafnsterkar, margur jaxlinn kom út með tár í augum, svo sárt var þetta ennþá.

Sama fólk fyrir vestan örugglega upplifað, biðina, vonina og jafnt gleði yfir björgun sem sorg vegna þeirra sem ekki komust af.

Og fólk fann stuðning og samúð þjóðar sinnar.

 

Í Chile misstu menn aldrei vonina, það var alltaf möguleiki að einhver hefði lifað af námuslysið.  Þegar það var staðfest með borun niður i hið opna rými þar sem námumennirnir héldu sig, þá var lagt af stað í mesta björgunarleiðangur í sögu landsins.

Þjóðin stóð einhuga að baki stjórnvöldum, það var ekki horft í kostnað eða hlustað á úrtölu raddir um að þetta væri ekki hægt.  Vonin um björgun var aldrei svikin.

Og Chilebúar  uppskáru og núna ríkir gleði í landinu.

Þjóðin er sterkari á eftir, hún uppgötvaði að þrátt fyrir alla sundrung undangenginna ára sem mörkuð er minningunni um siðlausa herforingjastjórn og blóðuga kúgun, að þá var hún ein þjóð, þjóð sem stóð saman.

Og hún hjálpaði á ögurstundu.  Og hún náði að bjarga.

 

Gleðin frá Chile er sá samhljómur sem allar manneskjur finna fyrir þegar þær á neyðarstundu koma samborgurum sínum til hjálpar.

Kveðja að austan.


mbl.is Öllum bjargað upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þetta er nákvæmlega það sem okkur íslendinga vantar. SAMSTAÐA. Ekki sundrungu eins og tröllríður pólitíkusunum.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 10:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hamar.

Eitthvað svipað fór um huga minn.

Og nýjasta fréttin frá Chile endurrómar  þá hugsun.

"Björgunin sameinaði þjóðina".

Hefðum við skilið þörfina á björgun, og skynjað að ekkert getur fyllt fólk meiri þrótti og krafti en sú tilfinning að vera gera eitthvað sem hjálpar, að sameinast um björgun, þá værum við ekki þessa sundraða auma þjóð í dag sem í fullri alvöru styður fólk sem kastar börnum sínum fyrir hrægamma alþjóðlegra illmenna.

Björgun er ekki hagfræði, björgun er mennska.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.10.2010 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 1319881

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband