Og ekki búið að samþykkja ICEsave.

 

Það liggur meira segja fyrir að ICEsave verði ekki samþykkt eftir að ESB lýsti því formlega yfir að krafa breta væri ólögleg.

Samt er fjárfest í áliðnaði, samt getur Landsvirkjun útvegað fjármagn í Búðarhálsvirkjun.

 

En hvað er ríkisstjórn Íslands búin að segja okkur.  Man einhver eftir þessum orðum Gylfa Magnússonar, þáverandi viðskiptaráðherra úr Morgunblaðinu 18.01.10

 "Gylfi sagði ekki úrslitaatriði þótt endurskoðunin drægist um nokkrar vikur en ef hún drægist fram eftir árinu myndi slíkt kollvarpa þjóðhagsáætlun og ýmiskonar fjárfestingum sem ætlunin væri að leggja í. "

Og sagði Jóhanna ekki í hótunarbréfi sínu til Ólafs Ragnars  að hann gerði endurfjármögnun Landsvirkjunar mjög tvísýna.  Samt er Landsvirkjun að virkja, og ekkert bólar á stefnu breta fyrir dómstólum ESB, þeir áttu víst að innlima landið upp í ICEsave skuldir ef svikasamningurinn yrði ekki samþykktur.

Skyldu ráðherrar mega ljúga svona og hóta bæði þjóð og forseta hörmungum ef viðkomandi samþykki ekki ólöglega fjárkúgun.

Ætli sé einhver fyrningarfrestur á meintri lygi ráðamanna, mun sú ríkisstjórn sem tekur við eftir að þessi verður borin út, mun hún geta lögsótt þetta fólk fyrir lygi???

Það er spurningin.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Fjárfesta fyrir 86 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ómar, ég man eftir lygunum hans Gylfa.  Og hótunum hans, Jóhönnu og co. og Steingríms um að allt færi á hvolf án Icesave.  Hvað ætli pólitíkusar geti gengið langt í blekkingum og lygum gegn þjóðinni án þess að vera fundnir sekir?

Elle_, 13.10.2010 kl. 21:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er spurningin um fyrningarfrestinn Elle, kannski er hann 4 ár eins og með lausafjármuni.  Lygar eru jú þessum mönnum mjög lausar í munni, koma í hvert skipti sem þeir opnuðu munninn í ICEsave svikunum.

En hvernig er það, ætliði ekki að fara gera byltingu þarna fyrir sunnan???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2010 kl. 21:44

3 Smámynd: Elle_

Ómar, ég var fyrst að lesa svarið þitt núna.  Ruglaðist í öllum færslunum!  Veit ekki, veit ekki með byltingu, við hópumst allavega saman í 100 þúsund manna hópum.  Síðan þú spurðir hefur Hreyfingin skrifað forsetanum. 

Elle_, 14.10.2010 kl. 23:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, það gerir nú ekki mikið til.

Segi alltaf það sama nema með mismunandi áherslum.  Það liggur í eðli gróðursetningar hugmynda.

En það gengur illa að kalla saman hópinn.  Það er eins og púðrið hafi gufað upp eftir að HH lét taka sig í óæðri endann og gaf þar með ríkisstjórninni trúverðugt yfirbragð.

En ég er ekki í aðstöðu til að gera eitthvað í því, nýt kyrrðarinnar og fjallanna í staðinn. Líkt og keisarinn féll í Pétursborg, og arftakar Stalíns í Austur Berlin, þá mun íslenska sjálftakan verða kviksett í Reykjavík, og gangi ykkur vel með það.

Ég fylgist með en ég get ekki réttlætt þessar tölvusetur öllu lengur fyrir fjölskyldunni.  Forsenda þess að geta rifið kjaft þannig að maður fer í taugarnar á öllum, er góður grunnur í baklandi röksemdanna, og það krefst mikils lesturs, þó hljótt fari.

Enda er tími hins talaða orðs á enda runninn.  Fylkingarnar eru löngu hættar að skiptast á röksemdum, og Íslendingar eru ekki mikið fyrir hið talaða orð.

Þeir bara mynda sér sína skoðun, og svo springa þeir bara ef þeir telja að ástandið sé ekki lengur viðunandi.  Fram af því styðja þeir stöðugleikann sem felst í stjórnvöldum.

Og þeir springa, og líklegast ekkert hægt að flýta fyrir því með svona röfli eins og ég stunda.  Þó maður vonist vissulega til að gróðursetning orða og hugmynda hafi einhver áhrif á þá vegu sem maður vill.

Mun til dæmis flotinn sigla í land til að verja konur og börn?????

Eða róast menn þegar hið versta er ekki framkvæmt???'

Veit ekki Elle, ég veit að þetta er síðasti dagurinn í virkni hjá mér, í bili.  

Gangi ykkur vel þarna í mannfjöldanum, hann er ykkar ef þið viljið sækja hann.

Heyrumst, Ómar.

Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 65
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 2954
  • Frá upphafi: 1339128

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 2624
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband