Aðför að landsbyggðinni.

 

Landsbyggðarfólk sá ekki þessa þenslu sem blasir við allstaðar í Reykjavík og hafði því lítið með þau lán að gera sem landsmenn á endanum gátu ekki borgað til baka.

En landsbyggðarmenn ráku atvinnulíf sem varð bjargvættur þjóðarinnar eftir Hrunið, án hinna öflugu útflutningsgreina þá hefði Ísland sagt sig til sveita og afsalað sér sjálfstæði sínu.

Aðeins ein ástæða er fyrir því að landsbyggðinni tókst að bjarga landinu, og hún er mjög einföld, Eurokratar voru ekki búnir að koma landinu í Evrópusambandið.  Þess vegna höfðu við ennþá okkar eigin mynt, höfðum ennþá landbúnað auk allrar þeirra hliðarstarfsemi sem honum tengjast og skapa ómældar gjaldeyristekjur, og við réðum ennþá yfir sjávarauðlindum okkar, þó ofurskuldsettar voru eftir græðgisárin.

Núna leggja mannvistbrekkur höfuðborgarsvæðisins til að leggja niður byggð á landsbyggðinni, og hrekja íbúa hennar til Reykjavíkur.  Þeir segja að AGS hafi sagt þeim að gera það, en það er rangt.  Margt slæmt má segja um AGS, en þar innan borðs eru menn ekki heimskir, þeir slátra ekki gullgæs sinni.

Nei, mannvitsbrekkur ráðaneytanna geta ekki afsakað sig með AGS, þeirra eigið vit er fullnægjandi skýring á þessari heimsku, sem og þeirri heimsku að upplýsa ráðamenn um að allt væri í lagi með brauðfótabankakerfi okkar.

Gangi þessi niðurskurður eftir, þetta blóðbað almennra þjónustu á landsbyggðinni, þá mun annað tveggja gerast, forsendur mannlífs þar bresta, eða menn segja skilið við hagkerfi höfuðborgarsvæðisins.  Og láti það sjálft um að þrífast á innflutningi sínum.

ESB mun örugglega lána þeim fyrir honum.

 

En ég hygg að um dýpri stjórnkænsku sé að ræða.  Að þetta sé enn eitt ferlið að skapa hér þjóðfélag sundrungu  og deilna, slíkt hentar þeim sem leggja undir sig lönd með tækninni að deila og drottna.  Reyndist Bretum vel þegar þeir lögðu undir sig Indlandi á 18. og 19. öld.  

Deilandi fólk í innbyrðis hjaðningavígum, það verst ekki aðför óvinveittra afla.

Það verst ekki fjárkúgun ICEsave, það verst ekki þegar samlandar þeirra eru bornir út.

Þess vegna megum við ekki láta ríkisstjórnina komast upp með þennan anga Norrænu velferðarstefnu sinnar, við erum öll á sama báti.  Og fyrr eða síðar verða þeir rændir sem sleppa í dag eða á morgun.

Okkar eina svar er Útburður, ekki á samlöndum okkar, heldur ríkisstjórninni.

 

Látum ekki bjóða okkur þetta lengur.  Við eru fólk, ekki mannleysur.

Berum ríkisstjórnina út.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is „Hreinlegra að loka stofnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Hjartanlega sammála þér Ómar.

Hversu miklu væri hægt að halda gangandi í heilbrigðisgeiranum fyrir þær miljónir eða miljónatugi sem mokað er í snobbkumbalda niður við Reykjavíkurhöfn??

Björn Jónsson, 3.10.2010 kl. 14:05

2 identicon

Eyrún Tryggvad (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 14:57

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið.

Vandi Íslendinga er sá að við líkjumst of mikið lömbum sem leidd eru til slátrunar, við jörmum við eldhúsborðið, en lyftum ekki litla fingri við að mótmæla, eða þá styðja þá sem mótmæla.

Aðeins tvö blogg frá því að þessi frétt birtist, segir valdsmönnum mikið um viljaleysi landsmanna og að þetta fari í gegn, að vísu smá jarm.

Eyrún.  Ég hef lesið þetta  bréf og finnst að allir ættu að taka undir það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2010 kl. 15:03

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta heitir á máli okkar í 101 að draga eitthvað úr öllum fjáraustrinum til að halda uppi gagnslausum útkjálkabyggðum undarlegs fólks. Við getum bara látið okkur nægja að kaupa kjötið, mjólkina og fiskinn í búðinni eins og allar siðaðar menningarþjóðir.

Útflutnings...hvað?

Árni Gunnarsson, 3.10.2010 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 2649
  • Frá upphafi: 1412707

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2313
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband