Munaðalaus rakki auðmanna.

 

Vælir.

Honum vantar nýja húsbændur.

Skiptir hann engu þó þeir séu erlendir ræningjar.

Honum vantar mola og fæði fyrir Crúser og villu.

 

En hvað er hann að blanda Alcoa í dæmið.

Það er alvöru fyrirtæki sem kom hingað til að stunda viðskipti.

Ekki ræna.

Kveðja að austan.


mbl.is Gagnrýnir framkomu stjórnmálamanna í Magma-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað fær þig til að halda að Magma sé hér til að "ræna"?

Á að setja slöngu í heitavatnsbólin og dæla vatninu til útlanda í skjóli nætur?

Geir Ágústsson, 6.8.2010 kl. 20:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, nú er stórt spurt Geir.

Hvað fær mig til að halda að það gerist ekki hér sem hefur ekki gerst alls staðar annars staðar þar sem almannafyrirtæki með markaðseinokun eru einkavædd.  Af hverju held ég að sólin komi upp á morgun????

Hvað fær mig til að trúa því að eina markmið einkafyrirtækja sé að hámarka sinn hagnað????  Kannski er það trúgirni eða kannski er það trú mín á drifkraft markaðsins, leitinni að hagnaðinum.

Í þeirri leit er tvennt sem ræður för, annað er að minnka samkeppni með öllum ráðum, hitt er að lágmarka kostnað og hámarka tekjur.

Þó Magma menn séu ræningjar, þá ætla ég þeim ekki skort á lágmarks viti um hvernig eigi að græða pening.

En það vill svo til að mínir hagsmunir sem íbúi á einum kaldasta hluta heims, eru ekki þeir að láta einkafyrirtæki græða á orkukaupum mínum.  Mínir hagsmunir eru að orkufyrirtækið útvegi mér sem mest að orku á sem hagstæðustu verði.  Og í landi þar sem nóg er af orku, þá er það ekki mjög flókið.  

Stjórnmálamenn sem eru svo skyni skroppnir, líkt allflestir Sjálfstæðismenn hafa þóst vera síðustu ár (þó raunskýringin sé mútur frá tilvonandi fjárfestum), að þeir geti ekki sinnt þeirri skyldu sinni að ráða menn með lágmarksviti, því meira þarft þú ekki í landi þar sem orkan er allt í kringum þig, til að reka orkufyrirtækin, þá eiga þeir að láta sér Matador duga, og láta stjórnmál eiga sig.

Þetta krefst til dæmis minna vits en að keyra bíl.

Þess vegna er ég alfarið á móti því að örfáir einstaklingar, líkt og var gert í Sovétríkjunum sálugu, komist upp með í krafti einokunar að arðræna fjöldann.  Skiptir engu máli þó kaupandi almannaorkuveitna sé hið mætasta fyrirtæki, en ekki ræningi.

Og þú sem markaðsmaður ætti að vera hlynntur því líka, því arðrán, hvort sem það er ríkidrifið eða einkadrifið, það er andstætt allri frjálsri samkeppni.  Og andstætt hagsmunum fjöldans.

En hvað fær mig til að halda að þeir séu að ræna, ekki að stunda heilbrigð viðskipti???  Ég held það ekki.  Ég veit það.

Þeir fá fyrirtækið án þess að leggja í það fjármagn.

Það er rán.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.8.2010 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 4181
  • Frá upphafi: 1338880

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 3747
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband