28.3.2010 | 20:55
Verður tilkynnt um útförina á mánudaginn???'
Stjórnin er dauð, hún dó þegar Jóhanna tilkynnti alþjóð í lok september 2009 að hún hefði misst þolinmæðina gagnvart VinstriGrænum. Í frétt á Mbl.is þann 30. sept kom þetta meðal annars fram.
"Náist ekki samstaða um lyktir Icesave-málsins innan ríkisstjórnarflokkanna í vikunni er ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt. Þetta er mat Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur misst alla þolinmæði vegna málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.".
Það sem var athyglisvert við þessa frétt, að Jóhanna sagði alþjóð fyrst frá þessu mati sínu, málið var ekki leyst í trúnaðarsamtölum hennar og Steingríms Joð Sigfússonar.
Svona er aðeins gert í stjórnmálum þegar báðar lausnirnar eru taldar ásættanlegar, annaðhvort beygðu VG liðar sig undir húsbóndavald Jóhönnu, eða þeir færu frá, og þá taldi Samfylkingin sig hafa sóknarfæri.
Málið var leyst með brotthvarfi Ögmundar og húsbóndavaldi Steingríms yfir VinstriGrænum, en límið var farið. Það var ljóst að Steingrímur kyngdi öllu fyrir völdin.
Þetta sáu höfundar áramótaskaupsins, og gerðu fræga senu þar sem hann var sýndur skúra á stjórnarheimilinu, valdlaus maður sem aðeins vinnur skítverkin.
Og svona stjórn er dauð.
Svo steindauð að hún hefur ekkert gert síðan.
Og þetta veit Samfylkingin, hún tilkynnit kosningamál nr. 2, það fyrra númer 1. aðild að ESB er sjálfdautt vegna ICEsave, þar sem þjóðinni er boðið upp í dans um kvótakerfið.
Og Jóhanna hæddi svo samstarfsflokk sinn í bak og fyrir. Allt vont sem gerst hefur á Íslandi, frá landnámi er honum að kenna.
Þekkja menn ekki þetta stef???
Svona var þetta eftir Hrunið 2008, þá var íhaldinu stillt upp við vegg, og Geir kyngdi, en náði samt ekki að landa ESB innan flokksins, þökk sé Styrmi Gunnarssyni.
Þá var flokknum hent.
Núna er spurningin, finnst einhver nógu vitlaus til að taka upp þráðinn eftir Steingrím Joð, er til svo valdasjúkur maður að hann leiði flokk sinn í stjórn með ICEsave flokknum, þrátt fyrir hin endalausu svik og hroka sem sá flokkur sýnir samstarfsflokkum sínum????
Það verður fróðlegt að sjá.
Eins verður það fróðlegt hvort kokið á Steingrími Joð sé nógu vítt til að kyngja þessum svívirðingum, að vísu vanur maður, en mjög bæklaður eftir ICEsave glímu sína.
Hvað sem öðru líður, þá verður næsta vika mjög fróðleg.
Allavega er ljóst að nályktin af þessari stjórn er flestum ljós, líka VG liðum, og þá er nú mikið sagt því áratuga stjórnarandstaða virtist hafa eyðilagt allt pólitískt lyktarskyn flokksmanna og þeir fáanlegir í allskonar illþefjandi illverki eins og ICEsave skattinn til breta, eða niðurbrot velferðarkerfisins að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Stóra spurning er; hvenær fá þeir nóg af skítalykt ICEsaveflokksins???
Það kemur í ljós í vikunni.
Kveðja að austan.
VG ræðir ummæli forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 5626
- Frá upphafi: 1399565
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 4799
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vg á að slíta stjórnarsamstarfinu strax.
Valfníðsla Samfylkingarinnar er óþolandi.
Hamarinn, 28.3.2010 kl. 23:02
Mikið til í þessu.
Magnús Þór Hafsteinsson, 28.3.2010 kl. 23:36
Það þarf að mynda þjóðstjórn. samfylkinginn telst ekki til þjóðarinnar enda er flokkurinn að berjast fyrir því að þjóðin afsali sér fullveldi sínu og sjálfstæði.
Fannar frá Rifi, 28.3.2010 kl. 23:48
Samfylkingin telur sig vera þjóðina, samanber ummæli Ingibjargar Sólrúnar á fundi í Háskólabíói, þar sem hún sagði við fólkið í salnum. ÞIÐ ERUÐ EKKI ÞJÓÐIN.
Hamarinn, 28.3.2010 kl. 23:59
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á ríkissjóði Bretlands og Hollands.
Theódór Norðkvist, 29.3.2010 kl. 01:51
Ég get verið sammála öllu hér að ofan, meira segja móðir jörð er búin að fá nóg og spýjar því eldi og brennisteini þeim til viðvörunar (þ.e. stjórnarinnar) og er nú ekki nóg komið ??
Hulda Haraldsdóttir, 29.3.2010 kl. 06:44
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Það er ljóst að ekki gráta allir stjórnina. Ætli það finnist nokkur fyrir utan Steingrím, Álfheiði og Árna Þór.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.3.2010 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.