Hvað ætlar þú að gera við þessi lán Bjarni????

 

Enginn spyr þessarar spurningar, hvað ætla menn að gera við þessi lán.

Fyrst var því logið til að lánsfjárþörf ríkisins í erlendri mynt væri svo mikil.  En hvað hefur ríkið við erlend gjaldeyri að gera????  Ríkið hefur ekki tekjur í erlendum gjaldeyri og þarf því augljóslega ekki erlend gjaldeyrislán.

Næst var því logið til að það væru svo þungar afborganir af lánum sem féllu á ríkissjóð á næstu 2 árum.  Jafnvel gáfaðasti af vitgrönnum  blaðamönnum spurði aldrei þeirrar  spurningar, að hvernig gæti skuldlaus ríkissjóður, eða því sem næst, árið 2007, lent í þeirri skuldakreppu að á hann félli há lán árið 2011 og 2012.  Hvenær á árinu 2008 var tekinn slíkur skammtimavíxill að hann væri aðeins til 2-3 ára og í hvað fór hann????  Mjög dularfullt því allan tímann frá Hruninu þá hefur dunið yfir landsmenn sá söngur að enginn vilji lána okkur fyrr en við göngumst undir ICEsave klafann.  

Hvað lán eru þetta hjá ríkissjóði????  Svarið er að ekkert slíkt er til staðar, ekki af þeirri stærðargráðu sem réttlætir risalán AGS.

Eftir standa spjótin á Seðlabankann og risalánið sem hann tók til að styrkja gjaldeyrisforðann rétt fyrir hrunið.  Tvennar sögur fara af því hvort þeir peningar hafi tapast, alla vega var nýlega gefin út leiðrétting á skuldastöðu Seðlabankans þar sem menn óvart fundu miklu meiri gjaldeyri en þeir sögðust eiga.  Enda hefur Seðlabankastjóri viðurkennt að hann eigi fyrir næstu gjalddögum, menn voru sem sagt ekki á lánafyllerí í Seðlabankanum þegar betur var að gáð.

 

Til hvers þurfa menn þessi lán?????

Skapa traust og trúverðugleika segja lánafylleyrismenn.   Traust og trúverðugleiki eru fín orð yfir að útvega spákaupmönnum fóður svo þeir geti fíflað krónuna.  Og þessi stefna varð gjaldþrota haustið 2008.

Krónan þarf í dag að standa á eigin fótum, og hún gerir það ágætlega.  Það þurfti bara að fá  á hana raunvirði, og hindra leiki spákaupmanna og braskara.  

Málið var ekki flóknara en það.  Í dag skilar hún um 100 milljörðum í gjaldeyrisvarasjóð og ennþá er hægt að gera miklu betur í að spara gjaldeyri með innlendri framleiðslu og auka útflutning.  Og það mun gerast, krónan sér til þess.

En hvað með gjaldeyrislánin spyrja þá sárþjáð fórnarlömb  þeirra??   Og svarið er mjög einfalt,  þau eru ólögleg og eiga að leiðréttast.

En verðtryggingin????????????????''

Svarið er ennþá einfaldara, hún er mannanna verk til að vernda braskara og vanhæfa stjórnmálamenn sem ekki þekkja þá einföldu staðreynd að þú þarft fyrst að veiða fiskinn, áður en þú étur hann.

Það er búið að loka á braskarana, og það er auðvelt að skipta út hálfvitum úr stjórnmálastétt.  Menn sem geta ekki rekið þjóðfélagið án þess  að skuldsetja það mikið að það fer í þrot, þeir mega alveg missa sig.  Til dæmis er hægt að veita þeim endurhæfingu út á sjó, þar geta þeir lært um þau einföldu sannindi um hvað kemur á undan, maturinn eða veiðinn.  Líklegast verða  þeir ekki hálfvitar á eftir.

Hvað með krónubréfin?????

Hvað með þau??????  Þau mega fara, vilji menn hafa þau aðeins lengur, þá er mjög auðvelt að útfæra kerfi skattlagningar sem heftir snöggt útstreymi.  Þó íslenskir hagfræðidvergar viti ekki af því, þá lifum við á geimöld, það eru menn út i geimnum, það er bæði búið að finna upp hjólið og eldinn.  Og það er líka búið að finna upp kerfi til að glíma við eyðileggingarmátt spákaupmanna.  Það er líka búið að finna upp stafrófið.  

Þetta er ekki flókið.

 

En af hverju spurði ég þessarar spurningar í upphafi míns pistils??

Jú, lán kosta, kosta mikla peninga og í dag eru stjórnmálamenn að svelta lykilatriði heilbrigðisþjónustunnar.  Þeir eru að drepa fólk sagði formaður Geðhjálpar.

Og það er ljótt að drepa fólk.  Mjög ljótt þó lög nái ekki yfir þá gjörð að taka lán handa bröskurum en á sama tíma skera niður lyfjakostnað geðsjúkra um milljarð.  

Morð eru morð, óháð því hvort lög heimila þau.

Þetta veit siðaður maður.

Þess vegna spyr ég aftur, til hvers þessi lán Bjarni????

Mundu að það er til æðri dómur.

Kveðja að austan. 

 

 

 


mbl.is Þurfum ekki öll lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er bara verið að tryggja það að við losnum ekki úr klóm AGS.  Þegar kom í ljós að lánsfjárþörfin var dvínandi, þá stökk Seðlabankinn til og gekk á gjaldeyrisvarasjóðinn með að kaupa skuldir af ríkinu fyrir milljarðatugi og hyggst halda því áfram. Ef þeir gera það, þá myndast að sjálfsögðu þörf.  Ég sé fingraför AGS og undirsáta þess hér um allt þetta mál.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2010 kl. 10:39

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Innan stjórnkerfisins er unnið ötullega að því að flytja fé með krókaleiðum í hendur einkageirans. Merkilegt að enginn skuli sjá þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2010 kl. 10:42

3 Smámynd: Hamarinn

Þetta er góð spurning. Hvernig getur skuldlaus ríkissjóður (að sögn sjallanna og Árna Matt) 2007 allt í einu þurft að greiða svona háar afborganir af lánum 2 árum seinna. Þetta þarfnast skýringa.

Hamarinn, 27.3.2010 kl. 11:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Steinar.

Það er öruggt að skítakrumla AGS kemur þar nærri, enda stjórna þeir landinu.  Sá eini sem hafði bein í nefinu, og hafði kjark til  að standa  gegn þeim, hann var sendur á eftirlaun, og endaði út í Móum.

Og það er ótrúlegt að Bjarni skuli ekki skynja  að það eru örlagatímar, og það viðtekna, á ekki við í dag.  Heldur ný sýn, kjarkur og þor til að gera það sem rétt er.

Hvað heldur hann að hagfræðidvergar, auðmenn og Leppar og Skreppar séu mörg atkvæði????

Gerir hann sér enga grein fyrir að það er ekki bara almenningur sem blæðir, líka kjarninn í stuðningsmannaliði flokksins, einyrkjar og smáatvinnurekendur.  Hvernig flokk  ætlar hann  að leiða ef sá kjarni þurrkast út, og almenningi blæðir út????; eitt % flokk????

Það er ótrúleg grunnhyggni að halda að það gerist eitthvað annað hér en til dæmis í Argentínu eða Rúmeníu, að íslenskir almenningur láti leiða sig þegjandi og hljóðalaust á slátraraborði fyrir "traust og trúverðugleika" hins alþjóðlega skítafjarmagns græðig og spákaupmennsku, er eitthvað sem mun aldrei gerast.

Ef virkjanir og álver eru hagkvæm, þá verður virkjað, það þarf ekki að taka  einhver risalán til að skapa forsendur þess að einhverjir opinberir sjóðir í Evrópu láni til virkjana.  Slíkur sovétkommúnismi er aðeins birtingarmynd þess að fjárfestingin er ekki arðsöm, og því fáráð að ráðast í hana. 

Og þó fólk fái vinnu á meðan virkjanir sovétsins eru reistar, þá mun það ekki sætta sig við niðurbrot mennta og heilsugæslunnar, óánægjan mun alltaf finna sér farveg.  Og þeir sem skynja ekki alvarleik málsins, og tyggja alltaf sömu tuggur hagfræðidverganna, þeir munu skolast burt í þeim farvegi ólgu og óróa sem mun verða innan skamms tíma ef ekki verður skipt um kúrs, og AGS og fylgipakk verði rekið úr landi.

Það er hægt að blekkja fólk í ákveðinn tíma,  en bit raunveruleikans mun alltaf ná í gegnum blekkingartjöldin.

Og þeir sem bulla hagdvergísku, þeir munu ekki leiða þá ólgu, þeir munu ekki hafa nokkuð að segja um þróun hins nýja þjóðfélags.

Svo ég spyr aftur; hvað er Bjarni að hugsa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.3.2010 kl. 22:49

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hamar.

Það hefur enginn sýnt fram á  þessa lánsfjárþörf, og sú fullyrðing að við fáum ekki endurfjármögnun nema við greiðum bretaskattinn, er rakalaust bull.

Það er eðli lánastarfsemi að þeir sem eiga útistandandi lán, að þeir vilja fá sín lán borguð, ekki að  bretar og Hollendingar hirði fé landsmanna í skattgreiðslur.  

Það er sök sér að trúa á álfa og huldufólk, og drauga líka.  En að trúa öllu kjaftæði auðmannsleppa, sama hversu það stangast á við staðreyndir eða heilbrigða skynsemi, það er ótækt, ef þjóðarhrun og skuldaþrældómur fylgir í kjölfar slíkrar trúgirni.

Lugu ekki auðmannsmiðlar og Ruv nægu í aðdraganda Hrunsins um að hér væri allt í sóma og mikil veisla út byggðir og grund, af hverju að trúa sömu hálfvitunum endalaust????

Þó við nennum ekki að hreinsa fíflin út hjá Ruv, þá er óþarfi að láta þau blekkja sig endalaust.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.3.2010 kl. 22:56

6 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Það fer að koma að því að taka í öxlinan á þessum djöfuls svika peijum og hrista þá aðeins til!Maður verður fok illur af því að lesa þetta,það eru þjóníðingar og svikarar alstaðar.

Þórarinn Baldursson, 27.3.2010 kl. 23:31

7 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hér er frétt Seðlabankans um kaup á ríkisskuldabréfum sem falla á gjalddaga 2011 og 2012.

Skuldabréfin eru:

„Iceland’s Euro 1,000 million 3.75% issue due on 1 December 2011“ (ISIN XS0276687984) og

„Iceland’s Euro 250 million 5.375% due on 10 April 2012“ (ISIN XS0145825179).

þetta eru í heildina 1.250 milljón Evrur eða ca 219 milljarðar króna.

Fyrra skuldabréfið var gefið út 1. desember 2006 en hið síðara var gefið út 10. apríl 2002.

Því er alveg greinilegt að ríkissjóður var aldrei skuldlaus og að halda því fram var hrein blekking.

Lúðvík Júlíusson, 28.3.2010 kl. 13:17

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Lúðvík.

Hvað má segja um þjóð, sem tekur því hljóðalaust, eða því sem næst, að sitjandi ríkisstjórn ætli að keyra í gegnum Alþingi, eins og reynt var vorið 2009, ríkisábyrgð upp á um 1.000 milljarða með vöxtum, með óvissum fyrirheitum um eignir á móti sem gætu hugsanlega helmingað ábyrgðina, án þess að málið væri rætt eða kynnt.

Allar staðreyndir málsins voru ítrekað dregnar með töngum út úr stjórninni, og allt sem var sagt opinberlega var rangt.  Svo sem ekki seinna en haustið 2009 er fullyrt að ICEsave ábyrgðin er minni en 250 milljarðar, þegar  ljóst er að hún gat þá aldrei verið minni en um 500 milljarðar.

Og ein helsta falsröksemdin var að þetta yrði að vera svona, svo hægt væri að endurfjármagna þungar afborganir sem féllu til 2011 og 2012.

Gott  og vel, kom þjóðinni ekki við hvaða afborganir þetta væru????

Hvar er listinn, er hann hernaðarleyndarmál????

Eru þetta Hrunskuldir, eða eldri skuldir??????

Skuldir Seðlabankans?????

Af hverju er ekki hægt að endurfjármagna þær??????

Engu af þessum spurningum hefur verið svarað, það næsta  sem við vitum er yfirlýsing Seðlabankastjóra,  að hann ráði við dæmið næstu 2 árin, en setur spurningu við árin þar á eftir.

En ég ítreka, að sá sem ræður ekki við núverandi skuldavanda, hann ræður ekki við auknar skuldir, sama hvaða nafni þær nefnast.

Og það er  kjarni málsins, þar á meðal AGS lánsins, og ICEsave  ábyrgðarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2010 kl. 13:59

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Bjarni segir það ótvírætt að við þurfum EKKI öll þau lán sem talað var um.Ég er þeirrar skoðunar að allar hækkanirnar stafi af einhverju öðru en nauðsyn - ríkið þarf að leggja bönkunum til fjárhæðir sem eru hundruðum milljörðum lægri en áætlað var - þannig er um margt fleira - stórar afborganir á næsta og þarnæsta ári þarf ekki að fjármagna í ár - OG EF EINHVER LÁN ÞARF AÐ TAKA - TÖKUM ÞAU ÞÁ HJÁ LÍFEYRISSJÓÐUNUM OKKAR OG BORGUM VEXTINA HÉR INNANLANDS EN EKKI TIL ÚTLENDINGA.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.3.2010 kl. 17:00

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Bjarni er ennþá veikburða, skynjar ekki að leiðtogi mótar, ekki þiggur.

Og á meðan íslenskir stjórnmálamenn þiggja leiðsögn AGS, þá er alltaf stutt i Helið.  

Það er ekki nóg að segja að við þurfum ekki öll þessi lán.  Við þurfum ekki krónu af þeim á  meðan þau eru aðeins örstutt lenging á hengingarólinni.

Þetta sér Framsóknarflokkurinn og Borgarahreyfingin, ekki Sjálfstæðisflokkurinn.  Þó yrðu flest fórnarlömb sjóðsins úr röðum smáatvinnurekenda og millistéttar, allavega hefur það verið reynslan erlendis frá.

Stjórnmálamenn sem ætla þjóð sinni að greiða vexti og vaxtavexti upp á 60% af tekjum ríkissjóðs, þeir eru ekki alltí lagi.  Og það var það sem klikkaði haustið 2008, menn gerðu samning við AGS sem var siðlaus, og það sem slíkt átti að duga til að ekki yrði gengið til samninga við þá, sem og hitt að hann rústar efnahagslífi þjóðarinnar  því AGS pakkinn og ICEsave eru stærðir sem engin þjóð ræður við að greiða á örfáum árum.

Þó Bjarni sé hræddur við hagsmunasamtök, þá er þetta svo augljóst, að það er ótrúlegt að hann með sína áróðursmaskínu á bak við sig skuli ekki hafa tekið slaginn.

Davíð hafði rétt fyrir sér með AGS og ICEsave, skiptir engu hvaða hlut, eða ekki hlut hann átti í hrunforsendum, hann hafði rétt fyrir sér um að þetta samstarf væri endalok alls.

Og þið Sjálfstæðismenn mættu fara að hlusta á gamla manninn til tilbreytingar, þá er ný stjórn kominn.  

Vonandi þjóðstjórn um heilbrigða skynsemi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2010 kl. 20:25

11 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ég var nú bara að benda á að skuldirnar sem eru á gjalddaga á næstu tveimur árum eru síðan 2002 og 2006 þannig að þau tengjast hruninu á engan hátt.

Lúðvík Júlíusson, 29.3.2010 kl. 00:59

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Lúðvík.

Taktu það ekki nærri þér að ég fari út og suður.  Slíkt er hefð hér í húsum.

Ég skildi þig alveg, en það sem vantar í fréttina, er tilurð þessara Eurobréfa sem Seðlabankinn keypti.

Líklegast er þetta styrkingin á gjaldeyrissjóðnum, en mér vitanlega hefur það ekki verið upplýst.  Allavega er öruggt að engin fagleg eða efnisleg umræða hefur farið fram um hina miklu lánaþörf þjóðarinnar á næstu árum.  

Og enginn hefur útskýrt hvernig 5 ára skammtímalán séu einhver lausn á þeim vanda sem stjórnvöld segja að knýi þau áfram í lántökufíkn sinni.

Fulltrúar AGS hafa hins vegar aldrei borið á móti því að þessi lán eru hugsuð til að greiða út spáfé á yfirverði, þeir samþykktu gjaldeyrishöftin tímabundið gegn himinháu vöxtunum, en síðan vilja þeir að þjóðin losi um þetta fé.   Þannig var þetta í Argentínu, IFM lánið fór út á nokkrum klukkutímum í braskfé, og þannig átti þetta að vera hér.  

Nema að hér tafði ICEsave krafa breta plott AGS.

Og að þið jafnaðarmenn skuli kalla þetta efnahagsáætlun, það er sorglegt.

Mætti halda að þið hefðu aðeins lesið glósur í skóla, saga landsins, saga heimsins, saga jafnaðarmennskunnar virðist ykkur nútíma krötum öllum óþekkt.

En velferðarkerfi auðmanna var ekki markmið stéttarbaráttu gömlu kratanna. Heldur velferð almennings, velferð alþýðunnar.

Ekkert ærlegt fólk tekur þátt í eða styður auðmannsgóðverk AGS, engin jafnaðarmaður starfar með sjóðnum.

Og ef þú trúir mér ekki, þá skaltu kíkja inn á síður World Social Forum, þar eru læsir stéttvísir kratar að berja á AGS og öðrum illskupúkum alþjóðlegs auðvalds, og lemja á siðlausum auðmönnum sem ræna og rupla heilu samfélögin, en skilja skuldir sínar eftir hjá almenningi þegar illa árar.

Andstaðan við slíkt er nútíma jafnaðarmennska.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2010 kl. 09:37

13 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ómar,

ég er fjálslyndur jafnaðarmanður af gamla skólanum, eins og þú ættir að sjá ef þú lest bloggið mitt, sem slíkur þá lít ég ekki á það sem mitt hlutverk að réttlæta allt sem 'flokkurinn' gerir og ég er langt frá því að vera sammála öllu sem þessi ríkisstjórn gerir.

Það sem skiptir máli, og ég veit að við erum sammála um það, eru fólkið í landinu og hröð og sanngjörn endurreisn landsins.

Lánin sem eru á gjalddaga á næstu árum, og voru tekin 2002 og 2006, voru líklega endurfjármögnun eldri lána.

Lúðvík Júlíusson, 30.3.2010 kl. 01:17

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Lúðvík.

Vissulega kynnti ég mér bloggið þitt áður en ég fór að spjalla við þig, vill alltaf átta mig á hvar landið liggur.

Ég vildi einu sinni verða frjálslyndur jafnaðarmaður, kaus næstum því Vilmund.

Ég held að Vilmundur hefði ekki samþykkt þjónkun við þessa árás fjármálaaflanna á íslenskan almenning eins og Hudson lýsir svo vel í grein sinni í Fréttablaðinu frá síðastliðnu vori.

Ég held að hann hefði leitt fylkingu frjálslyndra jafnaðarmanna gegn Helstefnunni.

Og þeim punkti var ég að koma að, öll innslög mín lúta vilja bloggsins, ég er að koma ákveðnum sjónarmiðum að, fá fólk til að hugsa.  Orðum mínum var því per se ekki beint að þér, heldur blogglesendum, en tilefni þeirra var vissulega sá bakgrunnur sem þú hefur,og lýsir svo ágætlega.

Þó annað mætti skiljast, svona við fyrstu kynni, þá er ég ekki í stríði við Samfylkinguna eða VG.  Ég  er í stríði við innrásaröflin, og þá sem starfa með þeim.  Og það hefur verið breytilegur hópur frá upphafi Hrunsins.  Ég les oft mér til fróðleiks mæta Samfylkingarbloggara, eins og Vilhjálm og Benedikt. 

Vilhjálmur er í þeirri gryfju að reyna að gefa flokki sínum rök, þó hjarta hans slái með "frelsi, jafnrétti og bræðralagi", og þessi dilema skemmir fyrir honum.  Ef hann markaði sér sjálfstæða stefnu eins og þú til dæmis eða Benedikt, þá væri hann miklu sterkari í umræðunni.

Benedikt hugmyndafræðingur er sá rökbrunnur sem ég hef oftast sótt í ásamt Lilju og Hudson.  Þar má margt lesa sem öllum væri hollt að spá í og hvað varðar skuldavandann, þá er hann lærifaðir minn.  Ég vissi að þetta ætti ekki að vera svona, en hann er maðurinn sem orðaði mínar hugsanir haustið 2008.

Lúðvík ég er að segja þér þetta svona til að kynna hina hliðina á mér, ég er ekki alltaf í fæting, þó ICEsave stríðið stjórni þessu bloggi í dag.

Og ég þoli alveg málefna umræðu, og ég skal sitja á strák mínum, ef þú átt innlit í framtíðinni.

Ég til dæmis seifaði góða grein þína frá 27.03 í úrval greinagagnabanka minn og er mikið sammála þér.  Tel reyndar að þú sért í mótsögn við greinina þar á undan, en það er alltí lagi að hnýta í íhaldið mín vegna.

En svo ég snúi mér að kjarna okkar umræðu, þá er ég næstum 99% öruggur að þessi lán séu styrkingin á gjaldeyrisvarasjóðnum, las það í Mogganum.  Og sjálfsagt má finna staðfestingu þess, eða "réttari" skýringu í skýrslu AGS eða skýrslu Seðlabankans.  En hvorugt getur talist aðgengilegt almenningi.

En takk fyrir spjallið Lúðvík.

Við viljum sama hlutinn, það vill svo til að ég er í stríði núna, og í því liggur diffinn, en það er alltaf upplit.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 30.3.2010 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 642
  • Sl. sólarhring: 1121
  • Sl. viku: 5850
  • Frá upphafi: 1328663

Annað

  • Innlit í dag: 546
  • Innlit sl. viku: 5218
  • Gestir í dag: 505
  • IP-tölur í dag: 491

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband