VinstriGrænir, í guðanna bænum lesið þessa ályktun.

 

Hvað þurfa margir félagar ykkar erlendis að segja ykkur að ICEsave er rangt, siðlaust og algjörlega ólöglegt.

Að þjóðin hvorki þurfi eða eigi að borga þessa skuld einkabanka.

Að engin lög eða reglur ESB krefjist þess.  

Að enginn dómur myndi dæma þjóðina til þess að gera slíka óhæfu.

Að ICEsave bagginn verði endalok þess þjóðfélags sem við þekkjum, velferðar þess og velmegunar.

 

Í guðanna bænum þroskist þið og hættið að berja hausnum í steina fáfræðinnar og mannhaturs Nýfrjálshyggjunnar.

Þið talið um að þjóðin þurfi að standa saman á erfiðleikatímum sem er mikið rétt.  En haldið þið að það sé hægt að ná samstöðu um þjófnað og kúgun?????  Um skjaldborg auðmanna og velferðarstefnu fjármálalífsins???  Samstöðu um að ekkjur séu reknar úr húsum sínum, en auðmenn haldi ránsfeng sínum????

 

Hættið þessari vitleysu, það getur enginn verið svona mikill strútur.

 

Vaknið áður en það verður um seinan.  Standið með þjóð ykkar, ekki auðmönnum.  

Við þurfum samstöðu um að reka AGS úr landi, þjóðarátak til bjargar heimilum landsins og heilbrigða skynsemi í stjórn efnahagsmála.

Og stefna breskum og hollenskum stjórnvöldum fyrir dóm, þar sem þau verða látin svara til saka fyrir ránstilraun sína og kúganir.  

Evrópa er réttarríki og lýður ekki svona framkomu.

Það eina sem þarf að gera er að virkja réttarríkið, síða sjá lögin um restina.

Og þar með er ICEsave málið dautt vegna þess að almenningur er aldrei sjálfkrafa í ábyrgð fyrir skuldum einkaaðila.  Og það getur enginn sett lög um annað.

Treystið ykkar dómgreind, hristið af ykkur álög hræðsluáróðursins, og komið heim í föðurhúsin til að hjálpa fjölskyldum ykkar að verjast fjörbrotum hins gjaldþrota auðskerfis sem hrundi með skelli haustið 2008.

Standi með fjölskyldum ykkar og framtíð, ekki bretum og bankamönnum.  

Standið með hugsjónum ykkar og réttlætiskennd, það sem ykkur fannst haustið 2008, er jafn satt í dag.  

Segjum Nei við IcEsave, og rekum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi.

Og stöndum saman með almenningi allra landa í baráttu hans við ránsöfl alþjóðagræðgivæðingarinnar.

Tími samstöðunnar er runninn upp.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Krefjast þess að Íslandslán sé greitt út án skilyrða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já! Þú ert góður!!!  Takk

anna (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 23:48

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Ég skil ekki þessa þjónkun Samspillingarinnar og VG við tjallana og hollendingana.  Auðvitað eigum við að fara dómstólaleiðina, kæra tjallana fyrir hryðjuverkalögin sem sett voru á okkur og kæra Darling og hollenska fjármálaráðherrann.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.3.2010 kl. 00:48

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ómar og Jóna Kolbrún -

tek undir með ykkur - en því miður virðast stjórnarflokkarnir ætla að fara kúgunarleiðina - fylgja fyrirmælum leiðtoga sinna í bretlandi og hollandi -

reynum að herja á stjórnarandstöðuna + Indefence hópinn - það er eina vonin -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.3.2010 kl. 01:45

4 identicon

Algerlega sammála þér með þetta, Icesave þarf að fara fyrir dóm, pólitíkusar hafa ekkert með þetta að gera, þetta er glæpamál, og þarf meðhöndlun kunnáttumanna á

afbrotamálum, þessháttar fólk getur fundið hvað varð af þessum milljörðum öllum, jafnvel náð þeim til baka.  Pólitískir kjaftaskar geta ekkert þessháttar, klúðra öllu sem þeir koma nálægt, um leið og þeir hirða múdtur fyrir, nota svo vinnutímann (þegar þeir nenna að mæta) til að níða skóinn niður af hver öðrum, engin leið er svo að losna við þessi hundleiðinlegu kvikindi. 

Robert (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 01:52

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2010 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 662
  • Sl. viku: 5316
  • Frá upphafi: 1326862

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 4716
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband