5.3.2010 | 20:04
Eru þeir hættir við loka loka loka loka eitthvað????
Financial Times segir að bresk og hollensk stjórnvöld eigi að taka eignir Landsbankans upp í innlánstryggingarnar og láta síðan málið niður falla.
Fjárkröfur þeirra eiga sér enga stoð í lögum segir blaðið einnig.
Þetta vita bresk og hollensk stjórnvöld, en þau treysta á fáfræði núverandi ráðamanna þjóðarinnar. Treysta á að þeir trúi á að um skuld íslensku þjóðarinnar sé að ræða. Sönnunin er tölvupóstur frá Westminster þar sem íslensku ríkisstjórninni var tilkynnt um þessa meintu skuld á ensku.
Og þá voru engar athugasemdir gerðar aðrar en þær að senda Svavar til London til að spyrja fólkið í Westminster hvað það vildi fá mikið upp í þessa meintu skuld af íslensku skattfé. Hæfni Svavars fólst í því að hann talaði ensku, kunni að segja Yes.
Sú niðurstaða er kennd við Svavar og kölluð Svavarssmánin.
En Financial Times kannast ekki við þá smán, segir einfaldlega að um galla í evrópsku regluverki sé að ræða sem Evrópa í heild verði að takast á við. En aðeins lítilmenni krossfesti minnstu þjóðina vegna þeirra galla.
Evrópa þarfnast heiðarlegra samninga segir Financial Times. Og krefst þess að bresk og hollensk stjórnvöld láti tafarlaust af kúgun sinni.
En enginn kúgar nema hann hittir einhvern sem vill láta kúga sig.
Svoleiðis fólk stjórnar Íslandi í dag. Þess vegna vilja bretar ennþá ræða málin.
En þær viðræður munu ekki eiga sér stað.
Íslenska þjóðin segir Nei við kúgun á morgun.
Íslenska þjóðin lætur ekki kúga sig.
Kveðja að austan.
Tilbúnir til frekari viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 154
- Sl. sólarhring: 943
- Sl. viku: 5885
- Frá upphafi: 1399053
Annað
- Innlit í dag: 131
- Innlit sl. viku: 4986
- Gestir í dag: 128
- IP-tölur í dag: 128
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Steingrímur er púra geggjaður...
Óskar Arnórsson, 5.3.2010 kl. 20:17
Sæll Ómar og eins og fyrr þá er ég sammála. Mér finnst þetta sem að við erum að upplifa með Forsætisráðherra sem og Fjármálaráðherra í sjónvarpi alveg sorglegt, og okkur til háborinnar skammar. Það hvarlaði eitthvað svipað að mér og Óskari en ég afgreiddi það fyrir mér að þessi staða sem að maðurinn er í hlítur náttúrulega að vera skelfileg fyrir hann og valda miklu álagi. Vonandi verður þessari beiðni um Ríkisásbyrgð fyrir greiðslu á Icesave felld á morgun með yfirgnæfandi meiri hluta og vonandi verður slegið met í mætingu á kjörstað vegna þess hversu mikilvæg svona þjóðaratkvæðagreiðsla er og hefur mikið að segja fyrir okkur í framtíðinni sem Sjálfstæð þjóð.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.3.2010 kl. 20:35
Maður hefur séð heilbrigðara fólk lokað inn og því gefin sprauta til að róa það. Það eru fárveikt fólk sem stjórnar landinu..má kanski ekki segja þetta?
Óskar Arnórsson, 5.3.2010 kl. 20:56
Því miður Ingibjörg. ......" slegið met í mætingu".
Mun ekki verða.
Tvíeykið búið fremja óafmáanleg skemmdarverk gagnvart þjóð sinni með yfirlýsingum dagsins um þau muni sitja heima !
Vinstra fólk - upp til hópa - hlýða foringjunum.!
Skítt þó börn þeirra og barnabörn taki á sig tug MILLJARÐA skuldabagga !
" Íslands óhamingju verður allt að vopni".
P.S.
Heyrðirðu í Kastljósi unga parið í Háskólanum ?
Þau ætluðu að skila auðu.
Hversvegna ?
Jú, þau sögðust ekki vita um hvað Icesave fjallaði !!
Háskólaborgarar ? ! - Framtíðarleiðtogar þjóðarinnar !
O Tempora ! O mores !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 21:08
Öll hættuleg Heimska er framleidd í Háskólum...
Óskar Arnórsson, 5.3.2010 kl. 21:15
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Ingibjörg, ég vona það besta, hef allavega gert mitt besta, er vígmóður en sáttur.
Kalli, tel að við eigum von. Byggi það á viðhorfum unga fólksins, sem ég þekki í minni fjölskyldu og tengdafjölskyldu minni. Allt krakkar með ólíkan bakgrunn, en sama stóra NEIIÐ. En ef fólk þekkir ekki sinn vitjunartíma, þá gerum við það, Hriflungurinn og íhaldið. Það er síðan bara vinna að sameina fleiri. En ef illa fer, þá vitum við hverjum er að kenna, um það átti ég pistil fyrr í dag. Þau skötuhjú tapa hvernig sem fer fyrst þau höfðu ekki vit á því að brosa og segjast ætla að kjósa.
Óskar, Ég tel hann reyndar bugaðan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.3.2010 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.