Aumingja Elvira, lét hún sér ekki örlög Evu Joly sér að kenningu verða.

Þegar Eva Joly framdi þann frumglæp að fá mann með þekkingu frá fyrstu hendi, frá  reglugerðarsmíðaverkstæði ESB, til að vitna um lögleysu breta og Hollendinga, þá lenti hún á dauðlista Samfylkingarinnar.

Æra hennar og fagleg hæfni skyldu rægð niður með öllum þeim ráðum sem spunakokkar Samfylkingarinnar kynnu.  Og fyrir utan níðið þá voru allskonar raftar á flot dregnir til að mæta í Spegilinn og Silfrið til að úthrópa þá heimsku að ekki væri um þjóðréttarlega skuld Íslands að ræða.

Bókari frá Bolungarvík, sem dreymir um að setja flokkaflakkamet á Alþingi sem aldrei verður slegið, var fenginn til að mæta í Spegilinn til að tilkynna landsmönnum að hann, bókarinn, vissi miklu meira um Evrópskt regluverk en starfsmaður reglugerðarsmíðaverkstæðis ESB.  Vissulega væri íslensk stjórnvöld í ábyrgð fyrir sínum einkarekna tryggingarsjóði.  

Kona sem kallaði sig fræðimann mætti svo næst, bæði í Spegilinn og Silfrið, og sagði að þessi ESB maður væri þátttakandi í hlutverkaleik, sem héti að deila og drottna, en hann snérist út á að öll andstaða, bæði innlend og erlend, við þessa lagalegu skyldu íslensku þjóðarinnar að greiða skuldir einkabanka, að hún væri liður í því að stjórnarandstaðan kæmi á hvítum hesti og næði "sínum" samningi við bretana.  Þess vegna hefði hún startað þessum hlutverkaleik, sem bæði IcEsave Andstaðan sem og hinir erlendu fræðimenn sem segðu að engin greiðsluskylda hvíldi á íslensku þjóðinni, væri þátttakendur í, sér  óaðvitandi að þeir væru bara leikoppar leikjastjórnanda.  

Líklegast náði lágkúra Ruv hæstu hæðum með innkomu þessarar meintu fræðikonu, sem líka óvart langar í starf í stjórnkerfinu i gegnum pólitísk tengsl sín við Samfylkinguna.

En húmor Ruv náði líka óþekktum hæðum, þegar Spegillinn fékk stúlkubarn, vart af skólaaldri, til að tilkynna alþjóð að EES samningurinn gerði ekki ráð fyrir réttarágreiningi og því væri dómstólaleiðin ófær.  Og síðan hefur þetta stef verið endurtekið þátt eftir þátt, að þó lögin og réttur séu kannski okkar megin, þá verðum við að semja því ekki sé hægt að leita til dómstóla nema að hinn meinti glæpamaður, sá sem beitir hinni ólöglegu fjárkúgun, samþykki það.

Ef rétt reynist þá er alveg um splunkunýja réttarreglu að ræða.  Núna er hægt að ræna mann og annan en vísa í umfjöllun Spegilsins um að ekki sé hægt að rétta um glæpinn ef maður neitar að mæta.  Og húmoristarnir hlógu ekki einu sinni þegar þeir endurtóku þessa dellu.

En þess ber að geta að fagleg hæfni þeirra er ekki meira en það að ekki hvarflaði að þeim að kynna sér efni ESS samningsins, hvað þá að ræða við forstjóra Eftirlitsstofnunar EFTA, eða dómstjóra EFTA dómsins um faglegt álit stúlkubarnsins.

Fagleg hæfni er bannorð þegar eyðileggja á æru fólks, og svona voru raftarnir ásamt rógnum látnir dreifa út þeim boðskap að Eva Joly væri ekki með fullu viti og hefði fengið starfsmann frönsku vegagerðarinnar til að tjá sig um ICEsave deiluna.

Og það má finna fólk sem trúir rógnum.

 

Eins mun fara fyrir Elviru, hún sem einu sinni var svo huggulegur Evrópusinni, núna er hún óvinur. Hið vandaða blogg sem Morgunblaðið vísar í, tætir í sundur allar röksemdir ríkisstjórnarinnar um að við verðum að greiða bretum þann pening sem þeir krefja okkur um.  

Annars, eins og Jóhanna sagði svo smekklega í gær, annars þurfum við að greiða 1.400 milljarða ef við vogum okkur fyrir dóm.  

En Jóhanna gat ekki rökstutt mál sitt einu orði, enda er það ekki hægt.  Fullyrðing hennar er einfaldlega röng.

En það má ekki vitnast, þess vegna er rógi og blekkingum beitt til að kæfa niður fræðilega umræðu, það er ef þöggun tekst ekki eins og reynt var að gera við Verði Íslands, þá Stefán og Lárus.

Og stóra spurningin er, hvað gerir Spegillinn og hvað gerir Silfrið, ef þessi orð Mariu Elviru Méndezar fá vængi???

Mætir bókarinn, mætir meistaraneminn í lögum, eða jafnvel einhver prófessor á launum hjá bretavinum, til að vitna um hina siðferðilegu sekt þjóðarinnar?'

Verður Njörður P. Njarðvík leynivopn Spunakokkana??

Veit ekki en spennandi verður að sjá mótleiki þeirra sem eiga þá ósk heitasta að velferð þjóðarinnar lendi í vasa auðmanna og braskara.

Menn verða jú alltaf að þjóna sínum húsbændum.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


mbl.is Deilan um Icesave með tilliti til ESB-réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Haha ég veit varla hvort ég eigi að hlæja eða gráta. Ég ætla að gera bæði því þetta er satt sem þú segir. En talandi um siðferðislega sekt hvernig er með okkar útrásarúrhrök sem eru ekki lengur kennd við víkinga. Hún er harla mikil sú siðferðiskennd. Einnig Siðferðiskennd ríkisstjórnar sem fékk bankana í hendur og lét á í hendur banka manna, þeim sömu mönnum  sem stjórnuðu við hrun. Og þeir hinir sömu eru að úthluta útrásarúrhrökunum aftur til sin. Svo segir Jóhanna að hún og ríkistjórnin hafi bara ekkert með þetta að gera lengur. Það kæmi mér nú ekki á óvart að aðstoðarnaðran hafi hreinlega hvíslað í eyrun á Forsætisráðherra að það væri nú  sama hvaðan gott kæmi með dollara merki í augum.

Elís Már Kjartansson, 3.2.2010 kl. 20:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Elías.

Hef sagt ýmislegt um þetta mál, og ýmislegt um Ormstungu.  Ætla ekki í syfju minni að endurtaka það.  

Þetta eru ærulausir menn, og aðeins einlæg iðrun og góð verk geta endurheimt æru þeirra.  En þeir eru skilgetnir afkæmi kerfis, sem er siðblint og siðlaust, og er hinn raunverulegi eyðileggingarmáttur nútíma þjóðfélags.  Og það kerfi er að endurskapa sig á meðan þjóðin er föst í fortíð sem hún fær ekki breytt, en hafði ótal tækifæri til að breyta á meðan hún réði við atburðarrásina.  Og þá svívirðu verður að stoppa.  

Það eru óvinir dagsins í dag, óvinir morgundagsins sem þurfa athygli okkar.  

Og um það hef ég bloggað í bak og fyrir, ávallt í tómu húsi.

Og þess vegna eiga illskuöflin 2 af 3 bönkum okkar.

Og vitgrannir menn eins og Helgi Seljan stjórna umræðunni.  Og spunakokkar Samfylkingarinnar.  Allir á launum hjá gömlu góðu auðmönnum okkar, eða tvíburabræðrum þeirra í útlöndum.

Já, þetta er grátlegt, held ég fari bara að sofa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 60
  • Sl. sólarhring: 321
  • Sl. viku: 957
  • Frá upphafi: 1408739

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 786
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband