Steingrímur, þú værir maður að meiri að nafngreina strax Ögmund.

Ögmundur Jónasson kallaði gagnrýndi harðlega skrif prófessor Þórólfs Matthíassonar í norsku dagblaði í gær.  Á heimasíðu Ögmundar má meðal annars lesa þessi orð.

"Et nei vil koste Island dyrt", er fyrirsögn greinar Þórólfs, „Nei yrði Íslandi dýrt".
En hvers vegna yrði það Íslendingum dýrt, má ég spyrja? Svarið liggur í augum uppi. Vegna þess að þá yrðu Íslendingar væntanlega beittir þvingunaraðgerðum af hálfu Breta og Hollendinga og fylgisfiska þeirra!
 Er ekki rétt fyrir Íslending sem hefur fyrir því að skrifa grein í erlent blað að spyrja um réttmæti slíkra refsiaðgerða og í framhaldinu, ef þær reynast óréttmætar, fara þess á leit að látið verði af slíkum þvingunum
?"

Varstu svona fúll yfir þessum orðum Steingrímur, þetta eru jú þin eigin orð og framsetning sem Ögmundur hjólar í.  Þið eruð báðir af þeirri kynslóð róttæklinga sem þekkið ágætlega til frasans að gagnrýna Albaníu þegar menn deildu á Kína. 

Eða var það þetta sem þú þoldir Ögmundi ekki, eitthvað líka kunnuglegt við þessi rök:

"Grímulaust og gagnrýnislaust tekur hann upp málstað Breta og Hollendinga og grefur um leið undan okkar málstað og ber okkur sum hver út að auki!
Um  útreikninga og framsetningu Þórólfs má  fara mörgum orðum. Hann slær fram tölum og upphæðum sem byggðar eru á líkindareikningi og reiknar prófessorinn í einu og öllu málstað Íslendinga niður
!"

 En hvernig læt ég, það er mjög auðvelt að  gagnrýna þá "sem gerðu ekkert annað en fallast á óskir um að reyna að taka þetta erfiða verkefni að sér fyrir Ísland".  En hvar var það tekið fram í erindisbréfinu að þið sem tókuð þessa kvöð að ykkur, að þið þyrftuð "Grímulaust og gagnrýnislaust tekur hann upp málstað Breta og Hollendinga "?.  Spyr  sá sem ekki veit.

En ég held að þessi lokaorð Ögmunds hafi gert þig reiðan.

"Eða hvað finnst ykkur lesendur góðir um þessi níðskrif um okkur sem gagnrýnum Icesave samninginn og hvetjum til betri lausnar á þessari óheilladeilu?" 

Það að samflokksmaður þinn hafi kallað skrif Þórólfs, sem gerði þó ekkert annað en að þýða orð þín á norsku, Níðskrif,  það er meira en þú þoldir. 

En eins og Ögmundur, þá svarar Kína með því að skamma Austur Þýskaland.  Því ekki má færa deiluna upp á næsta stig, að nafngreina þá sem er verið að gagnrýna.

 

En ég skal gera það fyrir Ögmund.

Steingrímur Jóhann Sigfússon, þú hefur ekki valdið þeirri ábyrgð sem þér var falin, og með gjörðum þínum og fyrst og fremst ekki gjörðum eins og neita þjóð þinni um réttlæti dómstóla, þá hefur þú brugðist þjóð þinni. 

Og okkur öllum sem treystu þér til góðra verka. 

Þetta er sorglegt en satt.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Sakaði þingmenn um mannaveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 514
  • Sl. sólarhring: 615
  • Sl. viku: 679
  • Frá upphafi: 1320522

Annað

  • Innlit í dag: 453
  • Innlit sl. viku: 595
  • Gestir í dag: 421
  • IP-tölur í dag: 418

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband