ICEsave og ég, hugleiðingar af tilefni Fjórða kjarna ICEsave baráttunnar.

Þegar mín ICEsave andstaða hófst, þá var það bæði vegna þeirrar reiði sem ég fann til vegna fantaskapar breta, eða réttar sagt árásar þeirra.

Og svo get ég ekki í grunninn samþykkt að almenningur greiði skuldir höfðingja.  Eitthvað í eðlinu, sem og sögur af forfeðrum mínum, langafi og langamma voru til dæmis vinnuhjú mesta sína æfi, og þeirra arður af vinnunni voru fötin, og fæði fyrir sig og börnin.  Og börnin unnu líka, um leið og þau stóðu í lappirnar.  Restin fór í höfðingja vasa.  

Foreldrar mínir, vel gefið fólk, fóru ekki til náms sökum fátæktar.

En ég fór og systkini mín.  Á háskólaárum mínum, þá tók ég þátt í stúdentapólitík, vegna þess að þá upplifði ég atlögu af því kerfi sem gerði okkur,börnum alþýðufólks, kleyft að stunda nám, óháð efnahag.  Og mér fannst ég berjast fyrir hagsmunum forfeðra og formæðra minna sem aldrei gátu menntað sig, en þráðu að börn þeirra og barnabörn gætu það. 

ICEsave hreyfði við mér á sama hátt.  Núna upplifði ég hefnd höfðingjanna, við áttum að þekkja okkar sess, eins og langafi og langamma.  Og sá sess var að vinna fyrir höfðingjanna, aftur.

Sem mér finnst rangt í grundvallaratriðum.  Og margt annað hugsaði ég, en ég formaði aldrei þær hugsanir mínar, fyrr en ég las grein Jakobínu í Morgunblaðinu. 

http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/1007998/

Þá endanlega kveikti ég á perunni að barátta okkar er sjálf grunnbaráttan, baráttan um tilveru manneskjunnar.  Fram til dagsins í dag hafa höfðingjarnir alltaf litið á okkur sem sjálfgefinn hlut, ekki sem fólk, heldur sem hluti, eins og vinnudýr, eða hráefni í stríði sem kallast hermenn, stundum sem óþarfa kostnað, sem má missa sig (heitir örbirgð og sultur), en aldrei sem fólk.  

Franska stjórnarbyltingin breytti þessu, og að hluta til bandaríska frelsisstríðið.  Alltí einu fengum við réttindi, og smán saman urðum við að manneskjum.  Við fengum réttinn til að kjósa, réttinn til að lifa ef við urðum veik, réttinn til að menntast, og við fengum jafnræði fyrir lögum.  

Lögin lutu ekki lengur geðþótta höfðingjanna.  

Svo kom ICEsave.  

Á einni nóttu hvarf 200 ára réttindabarátta.

Ég og synir mínir höfðu allt i einu minni réttindi en langamma og langafi.  Eina hlutverk okkar var að borga skuldir höfðingjanna.  Ef það yrði afgangur, þá áttu amerískir vogunarsjóðir að sjá um að ráðstafa honum. 

Alltí einu var ég kominn í sömu spor og almenningur Rómarveldis hins forna.  Höfðingjarnir höfðu rétt til að ráðstafa mér eins og hverri annarri eign.  

Ég var orðinn að skuldaþræl.  Og synir mínir ánauðir.  Þeirri eini arfur var skuldin.  Skuld höfðingjanna.

Og þegar ég spurði í forundran, hvernig gat þetta orðið, þá mér sagt að EES löggjöfin væri svona.  Nokkrir reglumeistarar höfðu samið tilskipun um innlánstryggingar þar sem væri ákvæði að ef illa færi hjá höfðingjunum, þá væri ég og mínir ánauðugir. 

Hafa þeir vald til þess  spurði ég?  Já, þeir fengu það vald þegar íslensk stjórnvöld gengu í EES.  Þá lofuðu þau að hlýða í einu og öllu sem kæmi frá Brussel.  En hefur Brussel vald til að semja löggjöf þar sem kveðið er á um skuldaánauð spurði ég???  Skuld höfðingjanna gat verið tíföld hærri, það var ekkert þak á henni.  Það er 21. öldin, almenningur á sinn rétt?

Og eina svarið var, já þið samþykktuð þetta, sorry Stína.  

En geta þá stjórnmálamenn samþykkt slíkan samning spurði ég, hver gaf þeim vald til þess??? Í landinu er lög, ég á mín réttindi tryggð í stjórnarskrá.  Hver gaf þeim þennan rétt????

Ja, þú kaust þá, eða meirihluti þjóðar þinnar, þeir skrifuðu undir, málið dautt.

En þetta er rangt.  

Hvað með það, svona er þetta bara.

Og við það svar gat ég ekki sætt mig við.  

Allt annað varð að víkja.  Það er svo margt annað sem skiptir máli, margt annað sem þarf að breyta, og færa til betri vegar, en til hvers????

Hvað hefur skuldaþræll að gera við nýja stjórnarskrá, eða stjórnlagaþing????   

Eða rannsókn á því sem fór úrskeiðis????  Blasir það ekki við öllum hugsandi mönnum???  Til hvers þarf að rannsaka það sem allir vita??'

Sjálft kerfið var rangt, það var siðspillt, en fyrst og fremst var það kerfi fortíðarinnar.  Markvisst var unnið að því að gera mig og mína að kostnaðartölu, ekki  manneskju.  Jafnvel ennþá verra hlutskipti en hjá langömmu  og langafa, þau voru þó vinnudýr, og gerðu gagn sem slík, en við erum bara kostnaður, sem má missa sig við fyrsta tækifæri.

Þurfti að rannsaka hvað fór úrskeiðis???  Í mínum huga var það kristaltært að það þurfti að útrýma því.  Fá aftur heilbrigð viðhorf og heilbrigðan kapítalisma, sem væri þjónn almennings, ekki auðmanna.

Þess vegna hef ég svo oft rætt við um sannleiksnefndina, sem tæki til kerfisbreytinga.  Sem tæki til að skapa betri heim. 

Hin leiðin, sem var farin, og flestir kölluðu eftir, var leið gamla kerfisins, leið sem það bauð sem gulrót til að róa lýðinn, á meðan það var að endurskipuleggja sig.

Og ég hafði rétt fyrir mér 100%.  Kerfið er búið að ná vopnum sínum á ný.  Það er búið að fá AGS til að setja leikreglunnar, það er búið að fá ameríska vogunarsjóði til að halda utan um þær, og það er búið að fá ICEsave til að lemja úr okkur alla andstöðu.

Núna er ekkert eftir nema blóðug bylting, sem við í skammsýni okkar arfleiðum börnum okkar að.  Við létum plata okkur, okkur var boðið upp á hengingar á örfáum föllnum mönnum, sem höfðingjarnir töldu hvort sem er history, og síðan vorum við heilaþvegin með sektaráróðri.  

Að lokum trúði fólk sökin væri þess, ekki höfðingjanna.

Og núna þegar grímur tvær renna á okkur, þá látum við ennþá plata okkur.  Það á að semja upp á nýtt á mildari kjör á skuld höfðingjanna.  Mega díll, snilldar "pólitísk lausn", og svo eigum við að borga.  Og sætta okkur við AGS, og amerísku vogunarsjóðina.  Og alla þessa erlendu fjárfestingu sem á síðan að gera okkur kleyft að vinna fyrir höfðingjanna skuldum.

En til hvers þurfum við þessa erlendu fjárfestingu????  Er atvinnu lífið hér í rúst????  Voru ekki yfir 20.000 farandverkamenn sem unnu störf sem við höfðum ekki mannskap til að sinna??  Hafa útflutningsgreinarnar hrunið???'

Svarið er nei, ekkert slíkt hefur gerst.  Við þurfum þessa fjárfestingu í nýjum álverum og öðrum auðmannafabrikkum til þess að við getum unnið fyrir skuldum höfðingja okkar.  

Ef við drögum þær frá, þá er ekkert að okkar hagkerfi, sem heilbrigð skynsemi og vitibornir stjórnendur, geta ekki lagað, og þá er framtíð barna minna björt.

En 53% landsmanna er á öðru máli.  Og þessi hluti þjóðarinnar tekur ekki rökum.  

Hann þráir líf skuldaþrælsins.  Og mér finnst það helvíti skítt.

En gangi ICEsave eftir, þá er út um þjóð okkar.  

Og það er upphafið af falli siðmenningarinnar.  

Þannig að ICEsave er ekki einkamál okkar.  Það er hluti af hinni eilífu baráttu mennskunnar fyrir tilveru sinni.  

Og á næstu árum verður lokakafli þeirrar baráttu háður.  Því höfðingjarnir hafa loksins þróað slíkan eyðileggingarmátt, að þeir geta tekið alla heimsbyggðina með sér í fallinum.

Eina svar mennskunnar er að viðurkenna það grundvallarlögmál, að rangt er rangt, og allir eiga tilverurétt, sem fólk, ekki sem kostnaður.

Og við erum að falla á tíma með að átta okkur á þessu.  

Sá tími er liðinn að lífið sé enski boltinn og leisý, og bjór með.

Lífið er framtíð barna okkar.

Þess vegna segjum við Nei við ICEsave.  

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér og forystumanni Vinstri Grænna í Reykjavík.

Tökum fólk framyfir fjármuni!

http://soleytomasdottir.is/?p=566#more-566

Vonandi tekst Sóleyu að hafa áhrif á formann flokksins.

NN (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður NN.

Þarna tókstu mig alveg í bólinu.  Blogg mitt af öllum til að kynna Sóleyju.

Jæja, gangi þér vel með það. 

Þú hittir á rétta tóninn til að ég héldi friðinn við guð og góða menn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2010 kl. 23:14

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir greinargóða pistla, ég er algjörlega á sama máli og þú varðandi IceSlave.  Við eigum ekki að borga þetta, við verðum að kjósa á móti IceSlave þegar þar að kemur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.1.2010 kl. 00:56

4 identicon

Heill og sæll Ómar  Fínar eru greinar þínar.  En ég nú bara svona að láta vita af mér núna.

Hef verið á flakki um vefheimana.  Gert nokkur strandhögg víða, til að hjálpa fólki að sjá hið augljósa, að við almenningur eigum ekki að borga Icesave kjaftæðið.  Hef ma. skrifað lærðar athugasemdir á smugunni.is við nokkrar aðsendar greinar þar, sérstaklega þar sem mér hefur ofboðið lúmskur áróður dósents við HÍ og aðjúnkts við HA, sem reyndar var aðstoðarmaður formanns samninganefndar Íslands um Icesave.  Mikið rósamál tala þeir, sem mér fannst þurfa afhjúpunar við.  Það þarf svolítið að vakta núna hina völdu menn úr Háskólum landsins, sem ráðamenn fá til að verja lygi þeirra, með því að sveipa allt silkislæðu valdsins:  Að rugla og hræða almenning til hlýðni.

Kveð að sinni og leggst aftur í strandhögg, eða bara söngflakk fuglsins.  Kíki aftur seinna í vikunni. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 02:05

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Jóna og Kolbrún.

Ég vona að sú vitundarvakning verði að fólk segi "over my dead body", og meini það bókstaflega.  Það hangir svo margt annað á spýtunni.  Við megum ekki láta örfáa auðmenn og auðmanns dekrara fara svona með okkur.  Og megum aldrei gleyma sögunni af litla puttanum og skrattanum, það er eitthvað svipað í gangi núna.  

ICEsave er testið sem athugar hvað langt er hægt að komast með þjóðina.

Pétur, gangi þér vel að hrífa aðra smáfugla með þér söng þínum.  Það að ég er að kvitta svona snemma fyrir míg á sér aðeins eina skýringu, nú krefst bakið sína athygli.  Þess vegna kláraði ég loksins Kjarna bálkinn minn í gær.  Vissulega ætlaði ég að prjóna utan um hann rökum gegn "skyldu" þjóðarinnar og persónuleg ábyrgð á því sem gerðist.  Ætlaði að vinna út frá stórskemmtilegri grein Hallgríms Helga í Fréttablaðinu.

En þetta bíður allt betri tíma.  Ég sagði Guðmundi að það eina sem gæti náð mér út úr hýðinu væri atlaga Samfylkingarinnar að dómstólaleiðinni sem Spegillinn var látinn flytja í gær, en ég treysti því að fólk sjái í gegnum blekkinguna og kunni að svara henni.  

Furðulegt að það finnist vitiborið fólk sem láti sér detta það í hug að stór  alþjóðlegur samningur eins og EES ráði ekki við meintar deilur milli hinna tveggja bandalaga, EFTA og ESB.  Þá væri hann andvana fæddur.

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 27.1.2010 kl. 06:17

6 identicon

Sæll Ómar

Bakverkir eru ekkert grín, því kynntist ég þegar ég fékk brjósklos fyrir 20 og eitthvað árum síðan.  Þá lá ég marflatur á gólfi í næstum 2 mánuði.  Náði mér góðum með þolinmæðinni og því að læra að misþyrma ekki bakinu eftir það.  Vonandi lagastu sem fyrst í bakinu Ómar, því án baksins í lagi er maður alveg ómögulegur til góðra verka og við þörfnumst áfram þíns mikla baráttuþreks.  Megi bak þitt batna sem fyrst.

Með kveðju úr suddanum fyrir sunnan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 19:36

7 identicon

Sæll foringi.

Góð skrif, sem og bálkurinn allur.  Og einu sinni enn, takk fyrir að standa vaktina fyrir börnin okkar og þjóðararfinn.  Eitthvað sem útsendarar Breta og Hollendinga vilja meina að er ekkert nema helvítis þjóðremba. Vildi láta þig vita þar sem ég reikna með að þú hafir etv. ekki aðgang að ÍNN, þá er snillingurinn Lárus Blöndal hrl. í viðtali hjá Birni Bjarnasyni um Icesave.  Hann heldur betur hraunar yfir stjórnvöld fyrir ófagmennsku.  Frá því að hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hófu skrifin fyrir einu og hálfu ári, þá hefur ekki einn reynt að svara þeim með faglegum mótrökum í greinagerðum.  Ekki einni einustu af greinunum. 

Stjórnvöld hafa sagst alla tíð vera með afar sannfærandi og sterk erlend lögfræðiálit Breta og Hollendinga sem og önnur,  sem segir að okkar er að greiða falsreikninginn og það óumdeilanlega.  Þeir félagar hafa marg gengið eftir að fá þessi gögn, og eða að stjórnvöld myndu fá mótrök á þeirra greinar, sem alveg eins mátti á honum skilja að þeim er sagt að eigi að vera til.  Þeim er ekki svarað einu orði. 

Núna standa þeir félagar í að kynna málstað okkar erlendis í dagblöðum með greinaskrifum.  Þeir sjá sjálfir um að koma greinunum í þýðingu, borga hana sjálfir og koma þeim á framfæri erlendis við dagblöðin.  Á sama tíma og stjórnvöld segjast vera með herferð erlendis að kynna málstað Íslands, taka þau ekki upp símann í ráðuneytunum þegar lagaprófessorinn reynir að ná sambandi varðandi möguleikann, að þeirra efni gæti fallið undir að teljast sem málstaðskynning okkar, og yrði jafnvel fjármagnað af einhverju leiti?  Hugsanlega gera þeir það til að minna á að hugsanlega ætti að kynna hlið Íslands, en ekki Breta og Hollendinga á kostnað þjóðarinnar. 

Lárus kom inná lið sem ég hef oft lent í rökræðum um, það er þessi þörf Icesave vina að okkur ber að greiða vegna þess að eftirlitskerfið hér á að hafa brugðist, og þess vegna er ábyrgðin okkar. sem eru ein af þó gáfulegri rökum Icesave vina Breta og Hollendinga.  Eitthvað sem mér hefur alla tíð fundist til þess sett fram til að auka flækjustigið í málinu. Hann sagði að ekkert hefur verið sýnt fram á að eftirlitskerfið hafi brugðist og þá ábyrgðina sem því gæti fylgt.  Engin hafi farið í að rannsaka það mál, hvorki hér að hjá Bretum og Hollendingum.  Enda væri það allt annað mál sem er ekki það sem Icesave málið fjallar um.  Ef að við höfum bakað okkur skaðabótaskyldu vegna þess þá er það sér mál sem yrði dæmt sérstaklega í sem slíkt, svo það er ekki hluti að Icesave falsreikningnum og því máli í raun.  Sama á við ef að einhverjir embættismenn hafa skapað okkur skaðabótaskyldu vegna einhverra rangra framkvæmda eins og loforða, að útbúa einhverjar skuldaviðurkenningar og eða undirritanir á meintum samningum, sem aldrei getað á ábyrgð ríkissjóðs.  Það geta aðeins gert meirihluti þingheims með lagafrumvarpi, sem forsetinn þarf síðan að samþykkja með undirritun.  Hann neitaði því eins og allir vita.

Svo er fólk að fara á límingunum vegna þess að margir vilja meina að þeir sem bera mesta ábyrgð á að vinna Icesave hroðann eftir forskrift og hagsmunum Breta og Hollendinga, eru taldir vera afar nálægt því að brjóta stjórnarskrá og lagagreinar sem fjalla um landráð.  Þas. ef þeir eru ekki löngu búnir að því?

Mbk.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 22:33

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Skrif þeirra Lárusar og Stefáns eru sá rökbrunnur sem ég hef öll mín rök úr.  Og þau halda, það er sama hvað ég er ertandi og ögrandi, enginn hefur lagt í að flengja mig eftir fyrstu tilraun.  Ég tók eftir þessu í sumar þegar ég var að glíma við ICEsave liðið þegar það reyndi að þagga niður í Jakobínu þegar hún var sem mest lesin.  Þegar á var gengið var svarið alltaf "Æ ó aumingja ég".

Það er tvennt sem þetta lið hefur reynt að hamra á, að fyrst að kerfið féll, þá hafi íslensk stjórnvöld brugðist í að fjármagna það, og að neyðarlögin skapi greiðsluskyldu..   Nafni minn Kristjánsson hefur hamrað á þessu og eftir nokkrar rökræðu við hann þá held ég að hann trúi þessu sjálfur, það útskýri ótta hans í ICEsave deilunni.  En þessi rök halda ekki, gegn mótrökum á hann engin rök önnur en þau að hamra á upphaflegu fullyrðingunni.  Og eins Lárus bendir réttilega á þá er það dómstóla að skera úr um álitamál, ekki héra sem óttast allt.

En það er auðvelt að gagnrýna stjórnvöld, slík hefur framganga þeirra verið í málinu.  Og þáttur Ruv er sorglegur, sjáið til dæmis að bókarinn frá Bolungarvík var fenginn til að rífast óbeint við Alain Lipietz í Speglinum, og eitthvað stúlkubarn fengið til að upplýsa alþjóð að EES samningurinn réði ekki við "deilur" milli EFTA ríkis annars vegar og ESB ríkis hins vegar.  Ef þú kallar sem sagt lögfræðilegan ágreining "deilur" þá getur þú neitað að mæta fyrir dóm, og stundað síðan þínar fjárkúganir í friði því "deilur" eru ekki dómtækar.  

En ekkert af þessu gæti átt sér stað nema vegna sinnuleysis almennings.  Ævintýrið um klæðalitla keisarann er að raungerast á okkar tímum.  Fólk lokar á heilbrigða rökhugsun og skynsemi því það vill fylgja sínum pólitískum leiðtogum.

Og það að það skuli ekki fyrir löngu hafa verið stofnuð þjóðarhreyfing um ICEsave Andstöðuna, er dæmigert fyrir þetta sinnuleysi.  Og það að Lárus og Stefán hafi þurft sjálfir að borga fyrir kynninguna á sínum grunngreinum, það er grátlegra en nokkur orð fá lýst.

Þess vegna er ég orðlaus, og bið að heilsa ykkur.  

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 28.1.2010 kl. 08:21

9 Smámynd: Umrenningur

Sæll félagi Ómar.

Varðandi lokaorð þín að ekki sé enn búið að stofna þjóðarhreifingu gegn icesave þá langar mig að upplýsa að verið er að vinna að því núna og vonandi hefst að koma saman grasrót allra pólítískra hreyfinga ekki seinna en næstu helgi. 

Með kærri kveðju og þakklæti.

Íslandi allt

Umrenningur, 28.1.2010 kl. 14:47

10 identicon

Sæll foringi.

Þú talar um rimmur við Ómar Kristjánsson hagsmunagæslumann Breta og Hollendinga, um lögmæti setningu neyðarlaganna.  Hann fullyrðir auðvitað að við höfum bakað okkur greiðsluskyldu og þá væntanlega vegna mismununar á milli innlendra og erlendra innistæðueigenda.  Gjörtapað mál fyrir dómstólum segir hann sjálfsagt. Eins og stjórnvöld þá spilar kallinn með vitlausu liði.  Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) duga ekki þessu fólki, þó svo að vandséð er hverjir eru hæfari að meta lagahlið mála en einmitt þeir.  En "lagaprófessorinn" magnaði Ómar Kristjánsson er búinn að kveða sinn endalega dóm, og það er óþarfi að láta á málið reyna fyrir dómstólum, ef þurfa þykir.  Bara borga eins hann segir. 

Hér má sjá hluta úr þessari frábæru frétt af Vísir.is:

"Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fellst á sjónarmið íslenskra stjórnvalda varðandi lögmæti neyðarlaganna sem sett voru þann 6. október í fyrra. Í bráðabirgðaáliti ESA er tekið er fram að forgangur sem innistæðum var veittur fær staðist, að íslensk stjórnvöld höfðu rétt til að verja bankakerfið og almannaöryggi. Ekki er fjallað um hugsanlega mismunun milli innlendra og erlendra innistæðueigenda." 

http://visir.is/article/20091208/FRETTIR01/745788712/20080111

Ómar og aðrir varðhundar Breta og Hollendinga hafa bent á að eftirlitsstofnunin hafi ekki sérstaklega fjallað um lögmæti mismununarinnar, og þess vegna er ekkert að marka álitið.  Þar eigi greiðsluskylda okkar að vera óumdeilanlega.  Nú hef ég oft rökrætt þetta atriði og svarað því með, að ef eftirlitsstofnun EFTA hafi afgreitt framkvæmd neyðarlagana löglega, hvernig í andskotanum geta þá einhverjir liðir í henni verið ólöglegir?

Nú er öllum örugglega vel ljóst að ríkisstjórn Steingríms J. og Jóhönnu hafa ekki þótt þetta góð niðurstaða, enda lágu þau á þessum frábæru upplýsingunum í 4 daga, eða þangað til að einhver hefur væntanlega lekið þeim í fjölmiðla.  Ekki minnist ég þess að þau hafi haldið fram þessum niðurstöðum eftirlitsstofnunar EFTA þjóðinni til varnar, enda kannski ekki von þegar þau gæta hagsmuni Breta og Hollendinga, gegn sinni eigin þjóð.

Lýst vel á að þjóðarhreyfing gegn Icesave verði stofnuð eins og Umrenningur segir.

Mbk.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 19:19

11 Smámynd: Elle_

Sæll Ómar og öll hin.  Og Umrenningur er kominn aftur.  Kannski var hann alltaf þarna, bara þegjandi?  En Ómar, eins og þú veist erum við nokkur búin að vera að djóflast í erlendum fjölmiðlum, eltandi lygasögur Jóhönnu Sig. nokkurrar og Ómars Valdimarssonar nokkurs, sem kallar sig blaðamann.  Ja, hvílíkur druslu-blaðamaður er nú maðurinn og alveg ótrúlegt hvað nokkrar mannleysur ganga langt í að ljúga glæpnum upp á okkur og kalla Icesave OKKAR skuld og OKKAR skuldbindingar út um allan heim.  Og stjórnvöld segja okkur álfasögur um að þau séu að kynna málstað okkar erlendis, eins og Guðmundur lýsti að ofan.  Núverandi tjórnvöld hafa ALDREI veriið í neinni herferð fyrir okkur, heldur gegn okkur.  Jóhanna og Ómar þessi eru nógu útsmogin að skrifa lygarnar um skuldir okkar í stórar fréttaveitur eins og the Associated Press eða Reuters og þaðan fer glæpur þeirra í tonnavís og við hin höfum þurft að hafa okkur öll við að elta lygarnar og hrekja.  Það er mikil vinna og oft ógerleg svo það er gott að Guðmundur 2 og Pétur Örn og Umrenningur hafi verið að flakka um íslensku Jóhönnu-lygaveiturnar núna.  En kannski hafið þið líka farið í erlenda miðla.  Og þessi pistill er góður eins og vanalega.  Úr drungaveðrinu.

Elle_, 28.1.2010 kl. 21:16

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er ósköp einfalt fyrir sauðsvartan að taka af skarið um svona einfalt mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sauðsvartir eigum nú ekki í vandræðum með að sjá það augljósa í svona málum.

1. Fulltrúar íslensku ríkissjórnarinnar skrifa undir minnisblað í okt. 2008 Á þessu minnisblaði var undirritað að við skattgreiðendur tækjum alla ábyrgð á skuld sem væri svona eða hinsegin í laginu eða þannig og yrði staðfest kannski eða einhvern veginn síðar við hentugleika sko og þó eiginlega ekki. Síðan í des. sama ár er þessi samningur fullnustaður eða eiginlega má kennski deila um það seinna hvort það sé eiginlega þessi samningur eða þá einhver annar samningur einhvern tímann. En auðvitað ætla Íslendingar að standa við allar sínar skuldbindingar,- það er ekki málið sko!

Alltaf er hverjum nýjum samningi mótmælt af stjórnarandstöðu sem segir að auðvitað eigum við ekki að borga krónu af þessum fjandans þjófnaði. Það hafi þeir alltaf sagt, þó að sjálfsögðu munum við standa við allar greiðslur upp í topp! Svo koma tuttugu hagfræðingar og þrjátíuogþrír löglærðir sérfræðingar í alþjóðarétti og segja að okkur beri engin skylda til að borga. Aðrir af sama þroskastigi segja allt annað og hafa hver um sig diploma og Nóbelinn hangandi í bak og fyrir á jakkanum.

Í Silfrinu fer Egill á kostum og talar á þreföldum yfirhraða út um annað munnvikið við franskan sérfræðing en á tvöföldum hraða út um hitt á íslensku og horfir hvössum augum á staffið samtímis ásamt því að snúa hausnum í hring og skoða hárgreiðsluna aftanfrá. Jafnframt leikur hann á þrjú ásláttarhljóðfæri í borðplötunni, spilar á trommur og stjórnar að auki hljómsveit auk kórsins. Allir eru með allt á hreinu; merkilegt! segir Egill og er hugsi.

Öll vitum við sannleikann í þessu máli sem kominn er upp á yfirborðið- Loksins!

Við gleymum því flest að 80% þjóðarinnar getur ekki séð til sólar vegna þeirra smámuna að vera búin að missa vinnuna, sjá ekki hvort þeim verði sagt upp störfum um næstu mánaðamót eða hin. Húsnæðið bíður eftir nauðungaruppboði sem fullnustað verður þegar tími finnst hjá sýslumanni og þá mun standa eftir skuld fram á efstu æviár. Atvinnulífið er lamað og það er einhverjum öðrum að kenna en þeim sem við kusum.

Steingrímur er landráðamaður og Jóhanna er með alla sæm. við treystum engum pólitíkusi lengur og snúumst í hringi. Sá eini hagvöxtur sem hefur tekið kipp upp á við er hagvöxtur heimskunnar. Og svo göngum við til þjóðaratkvæðagreiðslu með allt á hreinu og fellum samninginn. Bravó!!! 

Og nú er öllum létt í skapi. Hvenær er hún nú aftur, þarna útsalan á rafmagnstækjunum í Bykó? Og magnútsalan á rekstrarleigubílunum?

Nú erum við búin að fella æsseif og loksins, loksins! Nú fer allt að reddast.

Þessi akademiska úttekt á ástandi þjóðmálaumræðunnar gæti verið sjö sinnum lengri en nú þarf ég að pissa. 

Árni Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 21:47

13 identicon

 Núna ertu nú búinn að spræna í klukkutíma. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 22:48

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Svona í það fyrsta, það er mannanna verk  að fólki var ekki hjálpað.  Það var lykilatriðið í þeirri áætlun sem þáverandi ríkisstjórn samdi um við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Og kannski er það höfuðglæpur VG að hafa tekið þátt í ríkisstjórn og undirgengist þá stefnu.

Að síðan að vera það ósvífinn að tengja ICEsave við þá hörmung,  það er hámark siðleysisins.  Sá sem fremur glæpinn kennur öðru óskyldu um. 

Þó ICEsave sé reyndar grundvallarmál, þá er samningurinn við AGS glæpur gegn þjóðinni.  Eins og þú bendir réttilega á.  Og annað hvort þurfa sekir að víkja, eða þá játa sinn glæp, iðrast og reyna að bæta úr.  En ég sé ekki neinn þann vilja til þess.  

Og þess vegna skil ég ekki ykkur gömlu vinstrimennina, hvernig getið þið tekið þessu þegjandi og hljóðalaust, þó þetta væri allt íhaldinu að kenna, þá er það samt ekki réttlætanlegt hjá vinstri mönnum að berjast ekki gegn illmennum AGS með oddi og eggi, og níðvísum líka.

En lögin í ICEsave deilunni eru skýr, það þarf mikla hagsmunatengingu til að túlka Ekki, sem Ekki Ekki.  Og það þarf ennþá meiri hagsmunablindu til að afneita leikreglum réttarríkisins, þó að bretarnir hefðu rétt fyrir sér frá a-ö, þá er það ekki þeirra að skera úr um hugsanleg brot ef vanefndir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, þeir þurftu fyrst að löghelga kröfu sína fyrir EFTA dómnum.

En þá er það efni þessa innslags, og efni þessa pistils.  Ég hélt að ég þyrfti ekki að útskýra fyrir þér hvert ég var að fara.  En ég skal ítreka það, þetta er grundvöllur sjálfrar mennskunnar.

Þó að öll lög og reglur EES segðu að íslensk stjórnvöld hefðu skuldbundið sig til að borga skuldir höfðingja, og þó 63 þingmenn hefðu staðfest það, þá væri krafa breta og Hollendinga samt röng, siðferðilega röng og röng út frá grunnréttindum fólks.

Stjórnmálamenn, embættismenn, bankamenn, hafa ekki þann rétt að láta almenning ganga í ótakmarkaða ábyrgð.  Eða eins og Frakkinn sagði, og þú getur lesið orð hans því ég skráði allt viðtalið við hann og setti það inn á bloggið hjá mér, þá fékk almenningur þann rétt eftir frönsku byltinguna, að vera ekki sjálfkrafa í ábyrgð fyrir skuldir höfðingja.

Og það er eins með þennan rétt og réttinn til lífs, hann er ekki tekinn af okkur, ekki á meðan okkur ber gæfu til að verja hann.  

Og ég sem hélt að ég væri að útskýra þetta fyrir hægrimönnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.1.2010 kl. 23:34

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Umrenningur.

Jú ég veit af þessum þreifingum, fæ alltaf einhverja pósta þar um.  Og vissulega er seint betra en aldrei.  En það er sorglegt fyrir þessa þjóð að enginn skuli hafa haft þann manndóm að gera þetta fyrr.  Að það skuli ekki til dæmis verið ungur pólitíkus sem sæi þarna tækifæri til frama.  Eða þá gamall útbrunninn sem sæi þarna tækifæri á að kveða sína Lilju.

Eða þá hópur fólks með réttlætiskennd hefði sagt hingað og ekki lengra.  En Vaktin reyndi og miðlaði vel upplýsingum síðasta sumar.  En ef einbeittur vilji hefði verið til staðar, þá hefði sú atburðarrás sem fór á stað í janúar, eftir Ólaf, farið af stað síðasta sumar.  Lögin eru okkar megin og íslenskir lögfræðingar til dæmis þekkja sína lærifeður og samstúdenta erlendis frá, sem hefðu getað startað greinarskrifum sem útskýrð málstað réttarríkisins, það vantaði allan tímann að upplýsa heiminn um lögleysu bretanna.

Við þurfum öll að líta í eigin barm og skilja að við treystum á aðra, að aðrir eyddu tíma og fyrirhöfn í baráttuna, og myndu bjarga okkur.  

En þegar sjálf siðmenningin er í húfi, þá eru það ekki neinir aðrir.  Þess vegna hef ég verið með þessar tengingar við þá ytri ógn sem blasir við, þær átakalínur sem eru að myndast, allt vegna þess að örfáir einstaklingar, kallaðir auðmenn og leppar þeirra, fá að fífla heiminn.  Og fjármagna stjórnmálastefnu hægri manna sem segir að hið mannlega vit geti ekkert gert, markaðurinn muni redda þessu einhverveginn.  

Og markaðurinn kom á fót nútímaþrælahaldi.  Og jafnvel þegar það barst til Íslands, þá sjá menn ekki samhengið og eru fastir í hjólförum hins gamla þras.  Eins og hershöfðingjarnir sem ætluð að mæta skriðdrekum Þjóðverja með hertækni fyrra stríðs.  

Umrenningur, fólk skynjar ekki þá örlagatíma sem í vændum eru, það sér ekki hin dökku óveðursský sem hlaðast upp við sjóndeildarhringinn.  Alveg eins og fyrir rúmum 70 árum síðan, þá heldur það að stormurinn muni ekki snerta það.  En hann skellur á alveg eins og þá, en það getur gert gæfumuninn að vera búinn að gera óveðursklárt.  Að til sé hugsun og heimspeki sem segi að þrælaþjóðfélög séu ekki í lagi, og deilur séu ekki leystar með kúgun og yfirgangi.

Og menn öðlist trúna á að þeir geti breytt einhverju.  

Þess vegna skýt ég inn einum og einum svona pistli.  ICEsave stjórnin á ekki séns ef fólk sér hlutina í stærra samhengi, og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn færi með níðstöng á bakinu.  Og við færum að hjálpa hvort öðru. 

Viljinn til að hjálpa ekki, er mannanna ákvörðun, ekki niðurstaða úr hagfræði jöfnu.

En byrjun er alltaf byrjun, og ekki ætla ég að vanþakka hana.  

Kveðja Ómar.

Ómar Geirsson, 28.1.2010 kl. 23:56

16 Smámynd: Elle_

Og ég sem hélt að ég væri að útskýra þetta fyrir hægrimönnum.

Það er nú það óvænta, Ómar, að það er akkúrat öfugt eins og við höfum fundið.  Það eru menn eins og Davíð Oddsson sem hafa barist af lífi og sál gegn Icesave-glæpnum.  Hinir vilja heldur kenna honum um glæpinn sem NÚVERANDI STJÓRN er að fremja af því hann og hans menn gerðu víst e-ð vitlaust einu sinnu á síðustu öld eða þannig. 

Elle_, 29.1.2010 kl. 00:02

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle og Guðmundur.

Ég veit Elle að þú hefur slegist mikið á útlensku, og það er vel.  En það þarf að veita því athygli sem síðasti pistill dagsins fjallaði um, og er ástæða þess að ég kom fyrr úr hýði mínu en ég ætlaði.  Spegillinn var aftur í dag að fjalla um að ekki væri hægt að fara dómstóla leið ef andstæðingar okkar vildu það ekki. Og ef menn setja þá heimsku í samhengi við leyniförina, þá vita menn hvaða uppgjöf er verið að undirbúa.  

Það á að ræna æru þjóðarinnar. 

Því það eina sem getur fært okkur hana aftur er sýknu dómur EFTA dómsins.  Það voru engin gereyðingarvopn í Írak, það var engin greiðsluskylda til staðar í IcEsave málinu, hvorki lagaleg né siðferðisleg.  En annað var fullyrt í báðum tilvikum, og síðan skotið.

En þetta vesalings fólk áttar sig ekki á að það verður að virða leikreglur siðmenningarinnar, hitt er ávísun á tortímingu mannkyns, vopnin til að leysa deilur eru það hrikaleg ef þeim er beitt.  Því verður að virða leikreglur og forðast átök.

Og Guðmundur, hann nafni minn er ágætur, hann reynir þó að svara í stað þess að væla og skæla.  Hann hefur ekki áttað sig á því að engar reglur geta dæmt þjóðir í fátækt, þess vegna er neyðarréttur þjóða grunnréttur alþjóðlegra laga.  Eða eins og Loftur orðaði við eitt tækifæri,  það að viðurkenna neyð, er um leið að viðurkenna þær leiðir sem voru farnar til að afstýra henni.  Og á það ertu réttilega að benda.

Og þó neyðarlög standist hugsanlega ekki önnur lög, þá getur enginn dómstóll dæmt ennþá meiri neyð á þjóðir með þvi til dæmis að segja að íslensku neyðarlögin mismuni, því skuli Íslendingar greiða hátt í þjóðarframleiðslu í skaðabætur.  Slíkt gera aðeins sigurvegarar eftir vopnaða innrás og fullnaðar sigur.  Eins og til dæmis Rómverjar gerðu við Karþagómenn eftir annað Púnverska stríðið.

En i dag, er fólk á lyfjum sem heldur þessu fram.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 00:09

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Gosefni frá Lakagígum skemmdu víst uppskeru í Evrópu.  Við megum þakka fyrir að vera ekki látin borga þær skemmdir í leiðinni.  

En svona sundurlyndis fjandi gerði það að verkum að fleiri Þjóðverjar féllu í umferðarslysum og þvílíkur, þegar þeir lögðu undir sig restinni af Frakklandi, eftir að Bretar syntu til baka yfir Ermasundið.  Frakkarnir máttu ekki vera af því að berjast, þeir áttu svo miklar klögur á hvern annan.

Og á meðan segir enginn orð yfir aðkomu ameríska vogunarsjóða.

Hver hefði trúað því???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 00:13

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ómar: Eins og margir aðrir hér á þessum vettvangi ávarpar þú mig sem vinstri mann. Ég frábið mér að vera flokkaður til einhverra isma eða neinna þeirra boðana sem flett er upp í gamalli bók og gildir einu hvort höfundurinn situr hægra megin við almenna skynsemi eða vinstra megin.

Ég ætla að halda áfram að boða þau "trúarbrögð" að allir eigi að vera jafnir til að njóta þeirra auðæva sem brosa framan í íbúa þessa lands sem hafa náð tökum á að samþætta krafta sína og tækni við að afla sér viðurværis á nægtaborði þess án þess að nauðga því skelfilega til að verða auðmenn í vondum skilningi.

Ég trúi því að það sé sanngjarnt að skattleggja fólk í hlutfalli við greiðslugetu og að sá sem með heppni og útsjónarsemi hafi náð margföldum tekjum láglaunamanns eigi að greiða til baka margfalt meira í sameiginleg útgjöld vegna almennrar þjónustu.

Þórólfur Árnason rafmagnsverkfæðingur naut menntunar langt fram á veg útgjaldalaust á vegum samfélagsins líkt og við öll. Þegar hann hafði stofnað fyrirtæki, eflt það með hagsýni og haslað sér völl á markaði seldi hann sinn hlut af kunnum ástæðum og hagnaðist ósköpin öll af sölunni. Þegar það kom í ljós að hann var árið eftir skatthæsti einstaklingur Reykjavíkur var hann samstundis kallaður í sjónvarpsviðtal og spurður um hvað honum þætti um svona meðhöndlun skattmanns?

Þórólfur kom af fjöllum og skildi ekki almennilega spurninguna. Hann fór síðan að basla við að skýra fyrir spyrlinum að sín skoðun væri sú að allir ættu að greiða opinber gjöld í samræmi við fjárhag og hann væri bæði ánægður og sáttur við að nú hefði honum tekist að sanna að gróði eins væri hagur fjöldans?

Spyrillinn varð fyrir vonbrigðum og hafði átt von á því svari að ef svona væri níðst á athafnamönnum á Íslandi yrði þess skammt að bíða að þeir kæmu sér fyrir þar sem athafnamönnum væri mætt að skilningi og samúð í skattlagningu.

Ég ber virðingu fyrir mönnum sem vinna svona og tala svona. Ég spara mig ekki við að ráðast gegn ræflunum sem græða á því að bola öðrum frá sér og grenja hástöfum í fjölmiðlum yfir skattaáþján. Menn sem hugsa eins og ég verða að þola að vera kallaðir kommúnistar.

Og ég vil ekki flækja hluti mjög mikið því þá ræð ég ekki við þá vegna heimsku minnar. Þegar ógæfumaður stingur inn á sig kókflösku í stórmarkaði þá er nafn hans í blöðunum daginn eftir og sagt að hann hafi verið dæmdur til refsingar í tiltekna mánuði vegna þjófnaðar og brots á skilorði. Enginn hefur skaðast að ráði því útreiknað tap í verslunum vegna óupplýstrar rýrnunar á vöru nemur að sögn örfáum milljörðum! þar er enginn þjófur líklega að baki nema þessi sem stal sig inn á Hraunið með hnupli upp á 115 krónur.

Íslenskt samfélag var eina dagstund að átta sig á því að nokkur fjöldi samhæfðra glæpamanna sem stunduðu ferðalög milli landa á einkaþotum höfðu notað öflugt hagkerfi þjóðarinnar til að kaupa eignir fyrir tölvupósta með upphæðum sem eftir skilningi hagfræðidoktora var ávísað á umrætt hagkerfi. Nú eru bráðum 18 mánuðir að baki og enn eru þessir menn í útlöndum og gefa þjórfé hægri- vinstri með þessu stolna fé. Öll þjóðin veit að mestur hluti þeirrar froðu af lygi sem varð að peningum á skákborðinu magnaða er geymt á eyjum í erlendum heimsálufum og eyjarnar eru að sökkva í sæ undan þunganum.

Málin eru öll í rannsókn og enginn finnst ennþá þjófurinn því eftir er að sanna að þjófnaður upp á eitt lítið þjóðarbú norður í rassi sé ekki bara kerfisvandamál, þrælbölvað og grátlegt að vísu en alls ekki þjófnaður ef að er gáð.

Einfeldni mín segir mér að trúa því ekki að enda þótt vinstri stjórnin hafi að minni hyggju gert allt vitlaust sem miklu varðaði að hún gerði í það minnsta skammlaust þá sé það ekki nema miðlungs lifrarpylsukeppur í samanburði við öll hin vandamálin sem hún fékk í heimanmund. En ég mun greiða atkvæði gegn því að borga æsseif reikninginn vegna þess eins að við höfum ekki efni á að vera með mannalæti og höfum engin efni á að borga það né annað.

Svonefndir hægri menn bera alla ábyrgð á örbyrgð þessarar þjóðar í dag. Þeir hægri menn eru með samskiptanet allt frá Kína og norður til Svalbarða og Síberíu, ómerkilegir aumingjar sem kunna ekki neitt í fjármálum og geta ekki bjargað sér nema með því einu að fénýta fólk og auðlindir hvar sem þeir koma því við.

Svonefndir feministar og vinstri menn trúa því að þeir sem ekki nenna að bjarga sér eigi rétt á hjálparhönd samfélagsins eftir sama kerfi og vanburða öryrkjar og gamalmenni. Það hljóti að vera hægt að redda því þótt svona 20000 flóttamenn frá 30 menningarheimum setjist hér að og birtist í dyrum hjálpastofnana eftir að hafa verið fluttir hingað með þotum á kostnað ríkisins.

Ég andmæli þessu rugli jafnt frá vinstri sem hægri. Ég geri kröfur um heilbrigða skynsemi sem á ekki heimilisfang í kennisetningum gamalla bóka. 

Mikill ægilegur kommúnisti hlýt ég að vera. 

Árni Gunnarsson, 29.1.2010 kl. 01:05

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Ég biðst forláts, mistökin mín. 

En jafnvel slysaskotin gefa oft af sér góða ættlauka, og ég fékk þó þetta magnaða andsvar þitt í staðinn.

Þegar ég lendi í svona skilgreiningarvanda, þá kalla ég mig Hriflung, til heiðurs þeim róttæka manni sem trúði á mátt samvinnu og réttlætis til að skapa betri heim.  Hvernig tókst til er önnur saga, sem ég ætla ekki að verja, reyni í þessu eins og svo mörgu öðru að benda á það sem vel tókst til.  Og þegar ég útskýri hugmyndafræðin á bak við þessa skilgreiningu, þá nota ég oft svipaðrar röksemdarfærslu og þú beittir hér að framan á svona magnaðan hátt.

Samt er ég ekki kommúnisti, aðeins hæglátur miðjumaður.  Skil gildi markaðarins og gildi frelsis í samskiptum þar.  En markaðurinn er þjónn samfélagsins, ekki siðlaus drottnari.  Þess vegna held ég að hægri menn eigi ekki heldur skilið að vera núið um nasir það hrun sem hér varð.  Þeir létu blekkjast af gullkálfinum og þeim siðlausa dans sem upp á var boðið.  En sú sögn er eldri en skiptingin milli hægri og vinstri í stjórnmálum.

Ég hef alltaf kallað þetta baráttuna milli góðs og ills, og báðir armarnir (vinstri og hægri) eiga sínar gryfjur sem þeir hafa fallið ofan í.  Sú helstefna sem við köllum Nýfrjálshyggju (vantar betri orð því ég tel það of þröngt að henda þessu á frjálshyggjustrákana, þeir vilja um margt vel, en fóru upp í vitlausan vagn) er vissulega tengd hægri mönnum, en þetta er eins og farsótt, hún var farin að gegnsýra hugmyndaheim ungs fólks, og það voru ekki orðnir svo margir sem börðust við hana, ungt vinstra fólk var eilíft að tala um tamningu á skepnunni.  

En þessa helstefnu þarf að leggja að velli.  Og ég sé ekki hvernig það er hægt með því að krossfesta í leiðinni helming þjóðarinnar, sem hefur þær lífskoðanir sem teljast til hægri.  Þess vegna hef ég oft í svona spjalli lagt áherslu á klassíska íhaldsstefnu, byggða á "kristnu" siðgæði, eða húmanisma ef menn vilja frekar það orð.  

Og ICEsave deilan er angi af baráttunni gegn Helinu, því Heli að auðmenn og auðfyrirtæki komast upp með að meðhöndla venjulegt fólk sem kostnað en ekki manneskjur sem eiga sama rétt og þeir til lífs og lífsskilyrða.  Og þetta er sami anginn og þegar ungt fólk tók sér vopn í hönd og felldi nasismann, þar var líka um illsku að ræða sem afneitaði mennsku hluta af jarðarbúum.  

Um þetta fjallar minn pistill, og um þessi grunnsjónarmið mín ert þú að hnjóta Árni.  Það skiptir engu máli þó allir höfðingjarnir í þessari deilu hafi lögin með sér.  Þeir höfðu aldrei þann rétt að setja þessi lög.  Og deilan snýst ekki um "efni, hafa ekki efni, það er efinn"

Þau ganga geng grunnréttindum hins venjulega manns

Það stendur af sér allra veðra gný

í annarlegri þrjósku, veilt og hálft,

með ólán sitt og afglöp forn og ný, 

hinn einskisverði maður: Lífið sjálft.

Það er lífið sjálft sem er þess virði að berjast fyrir Árni, og við sem lifum eigum okkar réttindi.  Og þó við teljum þau lítils virði í augnablikinu vegna sektar eða uppgjafar, þá megum við aldrei gefa eftir þennan rétt, við megum ekki gera börnum okkar það.  Okkur ber skylda til að arfleiða þeim að sömu réttindum og við fengum í arf.  

Og fyrst ég er kominn í Stein Steinar, þá ætla ég að enda þennan pistil á orðum hans, miklu betri sögðum en mér tókst nokkrum sinni að segja hér að ofan.  En Steinn var líka snillingur.

Það fannst þó að lokum ein þjóð, er ei sjálfa sig sveik

né sáttfús og bljúg gat við kúgarans harðstjórn unað.

Vér lítum í þögulli undrun hin ójafna leik:

Á einum stað var þó barist svo lengi skal munað.

Baráttukveðjur að austan. 

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 10:40

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ómar. Þakka þér fyrir þetta svar og þakka þó meira fyrir það hvernig þú skýrðir fyrir mér að þegar upp er staðið þá erum við sammála. Reyndar hef ég ekki oft séð ástæðu til að takast á við þig um skoðanir en miklu oftar séð að í mörgu erum við sammála.

Við sem nennum að hugsa sjálfstætt og af gagnrýni verðum oft skotspænir hinna sem gera það ekki og í viðbrögð þeirra oftar en ekki orpuð þannig að viðkomandi hafi sagt þetta eða hitt þrátt fyrir að vera hægri/vinstri maður. Eða þá og oftar að fáir taki mark á honum því hann sé nú vinstri mað ur, kommúnisti, eða hægri maður, frjálshyggjuvitleysingur.

Við sem hér ræðum saman þurfum ekki að eyða orku í að takast á. Ég held að umræðan þurfi á okkur báðum að halda í baráttunni fyrir siðbættu samfélagi. Þótt okkur geti greint á um leiðir í einhverjum tilvikum er það skylda okkar að gera það ekki að slysi.

Litla þjóð sem átt í vök að verjast/ vertu ei við sjálfa þig að berjast....

Þakka fyrir óvenju góða lendingu í ofurlitlu óróakasti mínu ástæðulausu.

Árni Gunnarsson, 29.1.2010 kl. 11:44

22 Smámynd: Elle_

Árni, ég vil bara segja að ég var ekki að vísa í þig persónulega sem neinn vinstri mann og vil ekki sjálf vera kölluð vinstri maður þó ég hafi kosið VG síðast. Heldur var ég að taka undir að það eru vinstri menn sem koma núna í flokkum og skemma baráttu okkar gegn Icesave af því Icesave var víst gömlum stjórnum að kenna.  Sem er kolrangt því enginn nema NÚVERANDI RÍKISSTJÓRN hefur pínt Icesave glæpnum í gegnum löggjafarvaldið og enginn nema NÚVERANDI RÍKISSTJÓRN hefur skrifað undir Icesave-kúgun. 

Og þó eldri stjórnir hafi eða hefðu gert allt kolvitlaust, afsakar það bara alls ekki glæpinn sem er verið að fremja gegn okkur núna eins og allt of mikill fjöldi manna lætur.  Það þarf að stoppa þennan glæp og hætta að ræða endalaust um, í þessu sambandi, hvað gamlir flokkar og stjórnir gerðu einu sinni vitlaust.  Ekki að það megi ekki skrifa um það og tala um það, en það eitt stoppar ekki glæp NÚVERANDI STJÓRNAR.

Elle_, 29.1.2010 kl. 11:44

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ele.E. Geturðu bent mér á hvar formenn  stjórnarandstöðunnar hafa bent á að við eigum ekki að borga Icesave skuldina að undanskilinni Hreyfingunni?

Ég hef misst af því en oft séð og heyrt þessa formenn segja eftir langar og misjafnlaga langar þulur fluttar í orðhengilshætti, að vitanlega munum við ekki víkjast undan skuldbindingum okkar, þeim sem við höfum að sjálfsögðu gengist undir!

Mín sýn á málið er að við eigum ekki að fallast á að greiða neitt til baka af því sem íslenskir þjófar rændu í öðrum löndum. Og að allir samningar og minnisblöð hafi verið stjórnsýsluglópska. Þjóðin mín er í efnahagslegri rúst vegna þess sem þessir þjófar stálu af henni.

Sumir úr stjórnarandstöðunni segja að við eigum að láta ganga dóm í málinu. Mig varðar ekkert um það því ekki munu Íslendingar krefjast þess úrskurðar

Þjóðin er nefnilega fólkið sem bíður nú eftir því að bankarnir leysi til sín húsnæðið sem það keypti eftir langar og ítarlegar viðræður og ráðleggingar frá fulltrúum þessara banka. Þjóð í þessari stöðu á þá einu von að geta innheimt hjá þjófunum eitthvað af því sem þeir stálu af henni. Þangað til úr því rætist sem lítil von er á mun hún ekki megna að gangast undir neina aðra ábyrgð hvað sem líður spariklæddum kjánum í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Ekkert af því fólki skilur hitt fólkið sem óskar þess eins að koma sínum sparifötum í verð til að geta borgað fyrir mjólkina.

Árni Gunnarsson, 29.1.2010 kl. 12:28

24 Smámynd: Elle_

Árni, ég get nefnt fjölda manna í stjórnarandstöðuflokkunum, bæði í Framsóknar- og Sjálfstæðis-flokki, líka báða foringjana, sem hafa barist harkalega gegn allri Icesave-kúgun.  Og ég hef hlustað á hvert orð í Alþingi um Icesave umræðuna, ef ekki beint, þá í upptökum.  Þeir eru EKKI að tala um að sættast á neina kúgun og hafa aldrei talað um það, ekki einu sinni gamli Sjálfstæðisflokkurinn þó fólk hafi oft logið þessu upp á hann.  Það var alltaf miðað við skuldbindingar samkvæmt EEA/EU lögunum.  Og einu sinni vissu þeir ekki, eðlilega, hverjar þær væru, en núna vita menn að þar er engin ríkisábyrgð.  Ef þú vilt að ég telji alla upp, get ég það, það eru nánast allir í stjórnarandstöðuflokkunum.  Láttu mig vita.  Og þar meðtaldir eru foringjar flokkanna, Bjarni Ben og Sigmundur D. Gunnlaugsson.  Það er fjöldi nýrra manna í báðum þessum flokkum sem hafa ekkert til saka unnið, þó fólk sé endalaust að rakka niður þessa menn.  

Og Árni, ég er í heild alveg sammála öllu sem þú segir.  Og ég hef persónulega alltaf viljað alfarið hafna öllu Icesave síðan fyrstu lögmenn fóru að segja að það væri engin ríkisábyrgð samkvæmt neinum lögum.  Mér finnst fáránlegt að ætla að semja við kúgara því það er ekki hægt.  Líka finnst mér fáránlegt að ætla að semja um skuld sem fólk heimtar af okkur og við höfum aldrei skuldað.  Níðurstaðan mín er að ég hef aldrei viljað semja og ekki heldur sækja málið fyrir dómi.  Heldur hefði fyrir löngu, ef við værum með menn í ríkisstjórn, átt að segja við nýlenduveldin: Hafið þið mál að sækja, verðið þið að gera það fyrir dómi.  Við þurfum ekki að fara með neitt mál um neina skuld sem við skuldum ekki fyrir neinn dóm sjálf.  Nema til að fá sýknu úrskurð og geta veifað honum framan í afvegaleitt fólk og ekki síst ræningjana.

Elle_, 29.1.2010 kl. 15:02

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

ElleE. Ekki eru nema fáar mínútur síðan ég sá frétt um að hollenski ráðherrann hefði aftekið í viðræðum við sendimenn okkar að gefa eftir nokkuð af láninu sem veitt hefði verið til að greiða innistæður hollenskra sparifjáreigenda!

Hvaða stöðu hefur þessi ráðherra sem veitir honum rétt til að ræða um lán?

Ég spyr vegna þess að ég veit það ekki.

En hér erum við að eltast við orð hvors annars á síðunni hans Ómars og það er orðið spurning um kurteisi hversu lengi við höldum því áfram. Þú þekkir leiðina að minni síðu og ert velkomin þangað.

Árni Gunnarsson, 29.1.2010 kl. 18:55

26 Smámynd: Elle_

Árni, ég get alveg farið inn í síðuna þína líka, en ég held að Ómar vilji allar umræður um Icesave og væri búinn að kasta okkur út ef það væri vandamál fyrir hann.  Og ef við drögum þetta á langinn, getum við flutt okkur um set til að pirra ekki Ómar. -_- Já, það er stórundarlegt að Bretar og Hollendingar komist upp með að kalla rukkunina alltaf borgun á láni og lán og skuld.  Platlán og gerviskuld sem við aldrei tókum og aldrei skulduðum.  Einu sinn las ég rök frá lögmanni, man ekki núna í svipinn hver hann var, og hann sagði að það hafi verið stór mistök ríkisstjórnarinnar að kalla þetta lán eða skuld eins og um lán hafi verið að ræða.  Hann sagði að þau hefðu átt að kalla það milliríkjasamning.  Enda hafa lögmenn hver á fætur öðrum neitað að ísl. ríkið beri nokkra ábyrgð á Icesave. 

Elle_, 29.1.2010 kl. 19:44

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð kæra fólk.

Ekki hætta að tjá ykkur mín vegna.  Ég er hlynntur orðræðu, ekki einræðu, á það til að stofna til ágreinings við sjálfan mig ef ekki betra býðst.  Orðræðan skerpir rök og fleytir umræðunni áfram, oft frá óljósum hugmyndum í meitlaðar niðurstöður, og allt þar á milli.

Og ég sé það á flettitölum versus IP tölur að glettilega margir fara inn í pistlana til að kynna sér innslögin.  Og þar er oft bestu bitana að finna enda lúta innslög allt annarri lógík en pistlar.  Og fólk sem vill skerpa á sínum eigin rökum, hvort sem það er sammála síðasta ræðumanni eður ei, það spáir í skrifum annarra, og les rökræður og hugsanir.  

En ég var eiginlega hættur en það er eitthvað stef hjá ykkur sem ég ætla að koma inn á ef næði gefst í fyrramálið, en núna þarf ég aðeins að hugsa varnir,  það er til lítils að ögra ef maður mætir ekki stríðninni á móti.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 21:46

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Þau orð sem ég vildi leggja í belg eru þau að margt er til í því sem Árni segir.  Og inn á þetta atriði hef ég verið að koma inn á í spjalli mínu við Guðmund.

Vissulega slóst stjórnarandstaðan við ríkisstjórnina, bæði í sumar og eins í byrjun vetrar.  En hún gerði það með þeim rökum sem ekki duga.  ICEsave deilan liggur alveg ljóst fyrir og það er mjög auðvelt að leysa hana.

"Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa á undanförnum misserum lagt því lið á einn eða annan veg að Íslendingar tækju skuldbindingar þessar á sig án undanfarandi dóms um að þjóðinni sé það skylt að lögum"

Nema menn forðist lausnina eins og heitan eldinn.  Þessi orð þeirra Sigurðar og Jón Steinars eru fyrst og fremst hörð gagnrýni á þeirra eigin flokk, það er hann sem hefur látið lögleysuna viðgangast, það er hann sem hefur hundsað lagaspekinga sína.

Af hverju???

Af hverju er Bjarni Ben í leyniferð til að kyssa fætur hollenska fjármálaráðherrans???

Ég hef lengi haft áhyggjur af þessu en í miðri orrahríð þá beini á spjótum mínum af þeim háskalegustu, en í mínum huga hefur það alltaf verið ljóst að fleiri eru svagir fyrir svikum en Samfylkingin.  

En vissulega er Samfylkingin gerandi í málinu, en það vill alltaf gleymast að hún er bara 30% flokkur.  Slíkir flokkar ráða því aðeins ef aðrir eru sáttir við það.

Kallast heilbrigð skynsemi að sjá það.  Og núna þarf að orða þá skynsemi.  Og það hef ég gert í pistlum mínum í dag og gær.  Og er ekki einn um það.  Bendi til dæmis á Krist pistil Jón Vals frá því í gær.

Og eitt að lokum, við getum ekki beðið með að aðrir komi og sæki okkar réttarkerfi heim.

Ástæða; það er sú drulla og skítur sem hefur hulið æru Íslands.  Réttlæti ESA/EFTA/ESB dóma er það eina sem hreinsar hana.  

Og þjóð án æru er alltaf í erfiðum málum.  

Og svo endum við náttúrlega á að kæra Darling og Bos til Hag.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 30.1.2010 kl. 10:27

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Og blessaður aftur Árni.

Mér þótti vænt um orð þín, meira en þig grunar.  

Þegar menn, sem eru eldri og hoknari af reynslu og viti, víkja af manni skilningi og vissri viðurkenningu á því sem rekur mann áfram, þá telur maður að allt þetta erfiði sé ekki til einskis.

Og það er mjög mikils virði.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 30.1.2010 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 998
  • Frá upphafi: 1321550

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 837
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband