Fjórði kjarni ICEsave deilunnar.

 

Martin Wolf, dálkahöfundur dagblaðsins Financial Times.

 

"Þetta snýst um að neyða saklaust fólk til að taka á sig gríðarlegar skuldbindingar sem því ber hvorki lagaleg né siðferðisleg skylda til að gera."

 

 

Michael Hudson prófessor við Coumbia háskóla.

 

"Já, og blaðamaður hjá Financial Times, Martin Wolf hefur opnað bloggsíðu um það mál þar sem spurt er hvort grandalausum (innocent) þjóðum skul gert að borga og í raun ættu Írar, Grikkir, Ítalir og aðrar þjóðir, Lettar og þær þjóðir sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum.  Allar þessar þjóðir eru í sömu sporunum og Íslendingar.  Lánardrottnar krefjast þess að þær skeri niður útgjöld til sjúkrahúsa, að þær hækki skatta, dragi úr lífeyrisútgjöldum, að þær í raun skapi efnahagskreppu og fari á faraldsfót til þess að borga lánardrottnum;  þetta er geggjun. "

 

 

Alain Lipitz hagfræðingur og þingmaður á Evrópuþinginu, einn af reglusmiðum ESB um eftirlit á fjármálamörkuðum.

 

"Ákvörðun um að breyta skuldum einkafyrirtækja í skuld ríkisins gæti aðeins tekið gildi eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þetta hefur verið í gildi (that is truth) frá því í byltingunni á 18. öld.  Ríkið getur ekki tekið peninga af þegnum sínum af því að það vilji lána einhverjum öðrum féð.  "

 

 

Fjórði kjarni ICEsave deilunnar er  kannski sá mikilvægasti af þeim öllum.  Jafnvel þó reglusmiðir Evrópusambandsins hafa sett reglur um ótakmarkaða ríkisábyrgð, og jafnvel þó auðmjúkir stjórnmálamenn, sem dýrka alræði stórfyrirtækja, hafi samþykkt þessar reglur, og jafnvel þó dómur hafi fallið þar um, þá væru þær reglur samt atlaga að sjálfri siðmenningunni. 

 

Hinn venjulegi maður er ekki lengur leiksoppur höfðingjanna.  Og ef stórfyrirtæki og leppar þeirra nái að setja svona reglur, þá mun hinn almenni maður aldrei að sætta sig við slíkt, ekki frekar en hann sætti sig við ógnarstjórn nasismans eða alræði kommúnismann. 

 

Næsta stóra styrjöld mannsandans er einmitt gegn þessu sem Hudson lýsir svo vel að "  Lánardrottnar krefjast þess að þær skeri niður útgjöld til sjúkrahúsa, að þær hækki skatta, dragi úr lífeyrisútgjöldum, að þær í raun skapi efnahagskreppu og fari á faraldsfót til þess að borga lánardrottnum"

 

Barátta hins venjulega manns til lífs og lima gegn alræði auðmanna og auðfyrirtækja. 

 

Þess  vegna eru svik íslensku félagshyggjuaflanna svo sárgrætileg, þau eru svik  við sjálfa tilveru mannsins. 

 

Það er liðin tíð að við séum aðeins kostnaðartala í bókhaldi höfðingjanna. 

 

Ég vil enda þessa ICEsave baráttu mína með því að vitna í sjálfan mig (hvern annan) þar sem ég í innslagi til mæts baráttumanns spillingar og ofríkis auðmanna, útskýri þau öfl sem reka mig áfram.  Þetta innslag getur alveg lifað sjálfstæðu lífi, og er mín játning í ICEsave deilunni.  Og það verður lokapistill dagsins (nema eitthvað komi upp á).

 

En í mínum huga er málið ekki flóknara en þetta, stundum eru aðstæður  í lífi fólks þannig að það sjálft verður að verja sitt líf og fjölskyldu sinnar. 

 

Sumt einfaldlega má ekki.

 

Kveðja að austan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 327
  • Sl. sólarhring: 441
  • Sl. viku: 4108
  • Frá upphafi: 1330284

Annað

  • Innlit í dag: 255
  • Innlit sl. viku: 3532
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 218

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband