Var þetta upphaflega markmiðið allan tíman. Setja afarkosti og draga síðan í land.
Ég fékk þá spurningu í innslagi við einn pistil minn sem fjallaði um synjun forsetans á ICEsave ríkisábyrgðinni, hvort ég vildi ekki sátt og hvort ég skyldi ekki að þjóðin yrði að taka einhverja ábyrgð á því sem fór. Andsvar mitt tók á þeirri blekkingu sem nú er beitt til að eyðileggja synjunarvald forsetans. Og ég læt það fljóta með fólki til íhugunar um þann hráskinsleik sem nú er leikinn.
Jú, jú, við eigum að vera góð við Samfylkinguna. Maður á alltaf að vera aumingjagóður sagði mamma við okkur strákana þegar við vorum litlir. Og þess vegna þorðum við aldrei að stríða fólki sem átti erfitt.
En góðsemi okkar á þau takmörk að hún má ekki vera á kostnað þjóðarinnar. Þjóðin á ekki og má ekki taka á sig skuldbindingar nema samkvæmt skýrum reglum. Íslendingar störfuðu eftir regluverki ESB, og hafi fólk orðið fyrir miska vegna þessa regluverks, þá er það sameiginleg ábyrgð aðildarríkja hins innra markaðar að takast á við þann skaða. Þetta er jú einu sinni einn sameiginlegur markaður, með eitt sameiginlegt regluverk.
Það er forsendubrestur á hinum innra markaði, ef þjóðerni eiganda þeirra sem olli hinum meinta miska, sé látið ráða um ábyrgðina. Þar með er markaðurinn ekki lengur sameiginlegur, hver hugsar um sína, eins og var áður en hinn innri markaður kom til.
Ég er að taka þetta fram til að þú skiljir að málið er ekki svo einfalt að við sættum okkur við að "taka einhverja ábyrgð á því sem fór". Og engin lausn á milliríkjadeilu, sem gengur gegn viðteknum lögum og reglum sem um málið gilda, er lausn. Annað hvort er um kúgun að ræða, eða þá svik þeirra sem með umboð fara fyrir þjóðina sem sættist á ólögin.
Og hvað breta og Hollendinga varðar, þá eru þessar þjóðir ekki hafnar yfir lög og reglur. Og þar sem þær vitna í regluverk EES til að réttlæta sína kúgun, þá verða þær að fara eftir því regluverki. Ég hef oft bloggað um þetta, en ætli síðasta blogg mitt sé ekki frá 17.12 og linkurinn er hér. http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/993678/
Það er ekkert, nema þá meintur landráðavilji núverandi stjórnvalda, sem hindrar þjóðin að virkja þessi réttarúrræði EES samningsins. Það eru engin aukaákvæði í EES samningnum sem kveða á um að ef bretar vilji eitthvað, þá gilda ekki lög og reglur lengur. Og þegar niðurstaða er fengin, þá þarf að fara eftir henni.
Falli hún gegn bretum og Hollendingum, þá er allur botn dottinn úr málflutningi þeirra og hann mun ekki einu sinni finnast suður í Borgarfirði. Jafnvel þó allir bretavinir landsins bjóði bretum aðstoð sína við að leita að honum.
Falli dómur gegn okkur, sem er mjög ólíklegt og myndi rústa öllum forsendum réttarríkisins Evrópu, þá yrðum við að semja. En sá samningur yrði að byggjast á alþjóðlögum um fullveldi þjóða og taka tillit til þess ákvæðis Vínarsamningsins að "ófyrirsjáanlegar afleiðingar milliríkjasamnings" sem hafa í för með skerðingu á fullveldi ríkja, að þær gangi ekki eftir, svo ég hafi þetta eftir eftir minni. Og þá má íhuga eitthvað í þá veru sem Alþingi samþykkti í byrjun sept.
Það má líka hugsanlega ímynda sér að ESB setjist niður með Íslendingum og Bretum og ræði um hvernig megi leysa málið á vitrænan hátt. Mér finnst til dæmis augljós lærdómur af þessu máli að einum markaði fylgi einn tryggingasjóður og lausn deilunnar gæti tengst því að allar þjóðir hins sameiginlega markaðar taki á sig ICEsave tjónið. Og íslenska þjóðin myndi hugsanlega axla táknræna ábyrgð og stofna sjóð sem bætti líknarfélögum og öðrum góðgerðarsamtökum tjón sitt. Þeirra tjón er eiginlega það sem mér finnst sárast í þessu máli, í raun ömurlegt að fjármálasjónhverfingar skyldu hafa slíkar afleiðingar.
En þetta eru bara pælingar. En um forsendur sátta getur þú lesið í bloggi mínu frá 31.12 þar sem ég lagði út frá orðum Þorgeirs Ljósvetningagoða. Linkurinn er hér. http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/998407/
Og þeir sem skilja ekki að sátt, hvorki pólitísk eða önnur, þarf að byggjast á lögum og reglu, þeir geta ekki sætt andstæðar fylkingar. Sáttatal þeirra er þá aðeins tilraun til að skapa nýja vígstöðu til að fá sitt fram að lokum.
Menn mega aldrei falla í þá gryfju, sem augljóst er að bretar eru að grafa með aðstoð innlendra Leppa, að samþykkja ekki eitthvað sem er ólöglegt og menn hefðu aldrei samþykkt við eðlilegar aðstæður. Bara vegna þess að fyrstu kröfurnar voru það yfirgengilegar og algjörlega út úr korti við lög og reglu, að málamiðlun virtist vera varnarsigur. En upprunalegt markmið fjárkúgarans var einmitt þessi varnarsigur.
Þekkt taktík sem margur mætur maðurinn hefur fallið fyrir.
Kveðja að austan.
Þrjú lönd koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 293
- Sl. sólarhring: 791
- Sl. viku: 6024
- Frá upphafi: 1399192
Annað
- Innlit í dag: 251
- Innlit sl. viku: 5106
- Gestir í dag: 238
- IP-tölur í dag: 235
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, akkúrat, Ómar, málamiðlun um hvað??? Þarna hefurðu haft mig meðferðis frá upphafi. Það er fáránlegt að ætla að semja við við þetta lið. Það er ótrúlegt að við höfum nokkru sinni þurft að ergja okkur yfir að svokölluð núverandi ríkisstjórn okkar ryddi okkur þannig um koll með jarðýtum og enn ótrúlegra að þau skuli enn vera að ræða málamiðlun frá tunglinu með óvinaþjóðir sem milliliði!? Hvar endar þessi ótrúlega niðurlæging og vitleysa??? Og Ómar, í guðanna bænum sæktu veðrið þitt eins og Guðmundur 2 hefur margbeðið þig um!
Elle_, 25.1.2010 kl. 23:05
Blessuð Elle, núna er ég kominn með morgunkaffið, og get því verið gáfulegur.
Ég skrifaði pistil núna áðan um þá firringu stjórnmálamanna að halda að þeir mættu semja frá þjóðinni réttlætið. Benti á að miklu blóði hefði verið úthellt til að tryggja þær leikreglur í siðuðu þjóðfélagi sem núna ætti að hundsa. Datt einna helst í hug velmegunarúrkynjun.
Ég get ekki að því gert Elle, að þú og margur annar þjáist af svipaðri velmegunarúrkynjun, þó að öðrum toga sé. Hrikalegar hamfari hafa átt sér stað í veðrakerfum heims, bylir, fellibylir, hitabylgjur, bráðnun jökla, og sól í Reykjavík í nokkur ár og þá halda menn að svona hafi veðurguðunnir alltaf skipað málum.
Hið ýkta og óvenjulega sé orðið hið viðtekna. En trúðu mér Elle, ég sá aldrei suðaustan slagviðri eða suðvestan rigningarbyl fyrr en ég fór til mennta á þetta guðsvolaða veðrarassgat fyrir 31 ári síðan og 20 daga þar að auki. Fram að því hélt ég alltaf að það rigndi í suðaustan átt, svona eins og það rignir í heiminum, að himnum ofan. Og allstaðar í hinum byggilega heimi þá er sól í suðvestan átt, hitt er aðeins ávísun á ísöld að hún fylgi norðangarranum.
En eftir 10 ára veðrahörmungar þar sem flestöll tryggingarfélög er komin á hausinn vegna veðratjóna, þá haldið þið þarna í veðrarassgatinu, að hið afbrigðlega sé orðið hið viðtekna. Að við Austfirðingar eigum suðaustan slagviðri, eitthvað sem aðeins mátt lesa um í fornum þjóðsögum, eða allt til að þessi öld váboða og veðravíta gekk í garð.
En Elle mín, hjá okkur á gróandinn heima, þokan og suddinn, og meiri þoka og smá súld. Og sólin Elle, sólin hún skein svo skært í minningunni, að ég man næstum því hvernig hún leit út.
En þó vélabrögð andskotans hafi ruglað veðurguðina og látið sumarveðrið okkar koma í janúar núna í tíu ár, þá er það með hann í þessu og ICEsave, hann mun þurfa að lúta í gras fyrir réttlætinu.
Til þess skapaði guð rokrassgötin, að rokið sé þar en ekki í hinum byggilega hluta heims.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2010 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.