Lipietz og Ormstunga, sagan um hvernig naðran hjó að sannleikanum.

Þegar Egill Helgason kynnti Evu Joly fyrir íslenska þjóð, varð hún strax ástmögur íslensks félagshyggjufólks.  Þarna var loksins kominn refsivöndur á spillta auðmenn og Leppa þeirra innan stjórnmálaflokka. 

Og Eva Joly var ráðinn sem aðstoðarmaður sérstaks saksóknar og almenn sátt ríkti um þá ráðningu. 

En svo fór Eva Joly  að tjá sig um ICEsave vegna þess  að henni fannst það gruggugt í meira lagi að smáþjóð út í ballarhafi gæti verið í ábyrgð fyrir sparifé á meginlandinu.  Og þar sem henni var farið að þykja vænt um þessa útnáraþjóð, þá kynnti hún sér málið, og komst að því að það sem var of ótrúlegt til að vera satt (eins og í píramídaviðskiptum), nú það var ekki satt

Hvernig fór Eva Joly af því að afla sér þeirrar þekkingar sem hingað til hafði verið hulin fyrir fjölmiðlum landsmanna og stærstum hluta íslensks félagshyggjufólks???  Jú, hún fór og spurði þá sem sýsluðu með reglugerð hjá Evrópusambandinu, flóknara var það ekki.

Og afrakstur af þeim samtölum kom fram í Silfri Egils þegar Egill Helgason tók viðtal við Alain Lipietz, þingmann á Evrópuþinginu og meðlim í fjármálanefnd Evrópuþingsins.  Lipietz er hagfræðingur og hann hafði komið að samningu reglugerða um fjármálamarkaði, sem að sjálfsögðu krefst þekkingar á eldri reglugerðum og virkni þeirra.  Með öðrum orðum þá er Lipietz sérfræðingur í þeirri umdeildu reglugerð 94/19 um innlánstryggingar sem Samfylkingarfólk elskar að rangtúlka.

Þetta sagði Lipietz meðal annars við Egil Helgason.

"Hver er afstaða ríkisstjórna Bretlands og Hollands?? 

Hún er sú að breyta skuli ICEsave skuldinni, skuld einkarekinna banka í skuld íslenska ríkisins.  Ekki vegna þess að það sé í samræmi við tilskipun 94, því þar kemur ekkert slíkt fram, heldur er það af einhverjum sökum túlkað sem svo að íslenska ríkið sé ábyrgt fyrir mistökum íslenskra einkafyrirtækja. 

Þetta er alveg andstætt inntakinu í tilskipununum (all the directive), tilskipun 94, 2002 og öllum öðrum sem málið varðar."

Og spurningu Egils Helgasonar um hver beri þá ábyrgðina ef ekki eru til nægir peningar í tryggingasjóði innlána til að mæta töpuðum innlánum á ICEsave reikningunum þá sagði Lipietz þetta.

"Tilskipun 94 er skýr hvað þetta varðar og líka mín tilskipun.  Það er á ábyrgð heimaríkisins að láta yfirvöld í landinu þar sem nýju höfuðstöðvarnar eru að tryggingin sé ekki næg og bankinn verði því að greiða í sjóð í viðkomandi landi þar sem bankinn er með þessa starfsemi.  Ríkisstjórnir gistiríkjanna, þ.e. sú breska og sú hollenska, hefðu átt að gera útibúum ICEsave alveg ljóst að tryggingasjóðurinn á Íslandi væri of veikburður og að útibúin væri of veikburða og að útibúin yrðu að greiða í breska og hollenska sjóði. "

Svona var nú það flóknara var þetta ekki.  Vissulega getur verið ágreiningur um þessa túlkun Alain Lipietz, en eins og hann segir, þá er "hægt að skjóta málunum til Evrópudómstólsins sem gerir út um slík mál. "

Nú hefði maður haldið að ríkisstjórn sem segist nauðbeygð skrifa undir skuldabréf upp á 2/3 landsframleiðslu, að hún hefði þakkað Evu Joly kærlega fyrir þetta framtak sitt og látið senda eftir Alain Lipietz með næstu vél til að útskýra mál sitt betur. 

En það eina sem kom frá ríkisstjórn Íslands var fréttatilkynning, skrifuð af Ormstungu, og hún innihélt hvorki þakklæti eða áréttingu á málstað íslensku þjóðarinnar.  Onei, hún var lúmsk tilraun til að rægja Alain Lipietz og látið í það skína að hann þekkti ekki til málsins.

Lítum á skrif Ormstungu:

"að ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkis gildir um útibú banka innan EES þótt annað hafi verið fullyrt undanfarna daga"

 Hér er lymskulega fullyrt að einhver sem hlýtur að vera Alain Lipietz því tilkynningin er send daginn eftir viðtalið við hann, hafi haldi því fram að ábyrgð tryggingasjóðs heimaríkis gildi ekki um útibú banka innan EES, en öllum er ljóst að svo er.

Og Alain Lipietz heldur aldrei öðru fram.  Í upphafi sinna orða þá byrjar hann strax að tala um tilskipun 94 og út frá innihaldi hennar fullyrðir hann að aðildarríki eru ekki í ábyrgð fyrir tryggingasjóði sína enda um einkarekna sjóði að ræða.  Og hann tekur það skýrt fram, þó Ormstunga ljúgi öðru upp á hann, að tryggingasjóður heimaríkis, fjármagnaður af fjármálafyrirtækjum, eigi að greiða út svo "hægt sé að bæta innstæðueigendum tapið.  Eða hluta tapsins" ef ekki eru til peningar fyrir öllum kröfum. 

En Alain Lipietz bendir á viðbótarábyrgð gistiríkja, það er þeirra ríkja sem útibúin starfa, að þau verði að fylgjast með gjaldhæfi tryggingasjóða heimaríkja viðkomandi banka.  Ef þeir eru of veikburða, sem eðli málsins vegna hlýtur að vera um tryggingasjóði smáríkja þegar þeir eru bornir saman við hugsanleg umsvif á fjármálamörkuðum stærri ríkja, þá ber viðkomandi útibúum að greiða  í sjóði gistiríkisins.   Hvernig er hægt að misskilja þessi orð Alain Lipietz????

"Ríkisstjórnir gistiríkjanna, þ.e. sú breska og sú hollenska, hefðu átt að gera útibúum ICEsave alveg ljóst að tryggingasjóðurinn á Íslandi væri of veikburður og að útibúin væri of veikburða og að útibúin yrðu að greiða í breska og hollenska sjóði. "

Svar, það er ekki hægt.  Blekkingin er vísvitandi.

En meira má lesa um fréttatilkynningu Ormstungu á bloggi mínu á þessari slóð: http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1004177/ , linkurinn á frétt Mbl.is um fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar er hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/11/abyrgd_heimarikisins_ljos/

Og síðan átti ég annað blogg þar sem ég tek í gegn þá blekkingu að fyrst að fjárkúgari er með tapað mál í höndunum, þá megi hann neita að mæta fyrir dóm.  Og hér er linkurinn á það: http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1004194/

Hafi einhverjum verið hulið fyrir hvern ríkisstjórn Íslands vinnur, þá er ekki hægt að velkjast í vafa eftir viðbrögð hennar við orðum Alian Lipietz.

Og ég er hræddur um að Eva Joly sé ekki lengur ástmögur íslensk félagshyggjufólks. 

Slíkur er einbeittur brotavilji þeirra gagnvart íslenskum almenningi.

Kveðja að austan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel og heilt mælt.

Félag(a sinna)shyggjufólkið svokallaða hefur valdið mér það miklum vonbrigðum að mig langar til að hegna því líkamlega !!

Maður fékk smá von í hjartað þegar viss umpólun varð í Íslenskum stjórnmálum fyrir ári síðan, en vonbrigðin.... maður minn vonbrigðin voru meiri en minn óstöðugi hugur er fær að vinna úr.

Þessi stjórn er verri en sú sem samanstóð af d og f ómyndunum !!

1789 (að mig minnir) sáu Frakkar að það yrði engum til gagns að hleypa öðru konungsbornu pakki að hlaðborðinu því þeir, hitt silfurskeiðaliðið, líkt og fjórflokkurinn okkar, voru einungis hin hliðin af sama saurnum !

Eina sem fært var, var að spúla höllina rækilega, því aldrei hefur það verið annað en skammgóður vermir að míga í skóna sína eða bæta fyrir skort á þrifum með aukinni notkun af rakspíra !

Tími kominn á lokaþrif við austurvöll....

runar (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 17:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar, þá þarf að bjóða upp á valkost. 

Og hvort sem við sættum okkur við það eður ei, þá verður alltaf hægri flokkur, mið flokkur og vinstri flokkur.  

Þú getur breytt hlutunum með valdi, og slíkt endar yfirleitt með einhverri andhverfu frá því sem af stað var lagt með, eða þú getur boðið upp á nýja sýn, rökstutt þörf á nýjum vinnubrögðum, rökstutt að hörmungar hins liðna krefjist þess að eitthvað sé gert sem gæti hugsanlega gert framtíðina skárri.  Jafnvel það góða að við verðum stolt af henni.

En þú breytir engu með því að gera helming þjóðarinnar að andstæðingum þínum.  Það voru stærstu mistök Andstöðunnar fyrir ári síðan, hún skildi ekki þá taktík sem þurfti til að breyta.  Og hún uppsker ennþá verra og illvígara kerfi, eða hver á þann draum að auðmenn eignist bókstaflega allt í skjóli amerískra vogunarsjóða.  

Jafnvel helvíti Dantes var ekki svo illúðlegt eins og sú framtíð sem kerfið bruggar þjóð sinni í dag með aðstoð nytsamra sakleysingja VG.

Á þetta hef ég verið að reyna benda í innslögum hér og þar, sett bæði fram lausnir og útskýrt forsendur þeirra.   Ekki skal ég segja hvort eitthvað hefði heppnast betur ef heilbrigð skynsemi hefði ráðið för, tregðan er jú alltaf illvígur andstæðingur, en spádómar mínir hafa allir ræst.  Nema ég gat aldrei í mínum svörtustu heimsendaspám séð fyrir aðkomu ameríska vogunarsjóða að íslenska bankakerfinu.  Slíkt var bara ekki þessa heims að sjá fyrir.

En heilbrigð skynsemi er að sigra í ICEsave deilunni, og vonandi nær hún að höggva fleiri nátttröll í herðar niður.

Vonum það besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2010 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband