Auðhyggjan sagðist vera svo hagkvæmt.

Það var hagkvæmi, hagræðing sem réttlæti hið stóra.

Stóru sjávarútvegsfyrirtækin, stóru verslunarfyrirtækin, stóru eignarhaldsfyrirtækin, stóru auðmennina.

Og þeir litlu sem hrökkluðust af markaði vegna ægivalds hinna stóru, hvort sem það var vegna óheilbrigðar samkeppni eða vegna þess þeir voru keyptir upp, þeir voru óhagkvæmir, þeir voru menn og fyrirtæki fortíðar.

En svo sprakk blaðran.  

Hinir stóru urðu svona stórir vegna óhefts aðgangs að ódýru lánsfé, sem þeir fengu ef við einföldum hlutina, vegna þess að þeir voru svo stórir.

Hin fullkomna svikamylla, eða allt þar til raunveruleikinn greip inn í.

Lánsfé er ekki alltaf aðgengilegt, lánsfé er ekki alltaf ódýrt.  

Og ekki hvað síst, hið stóra er sjaldnast hagkvæmt.

En það er sérstaklega lagið við að eyðileggja samkeppni, eyðileggja samfélög (til dæmis kvótafyrirtækin), eyðileggja heilbrigðan markað.

Hverjir voru það sem klöppuðu upp þetta stóra, sem allir sjá núna að var blekking, sýndarveruleiki????

Hvaða hagfræðingar voru það????

Svarið er mjög einfalt.  Hlustið á fréttir Ruv og bíðið eftir viðtali við hagfræðing sem segir að Ísland ráði við stóru ICEsave skuldbindinguna en ef við samþykkjum ekki ICEsave þá muni allt atvinnulíf hrynja á næstu misserum.

Þessir menn þekkjast á því að heimskan er þeim töm.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gaman að vita af þessu í höndum Breta og Hollendinga. Hvað fleira skyldi leynas bitastætt í þessu eignasafni, sem við munum horfa á eftir? Laxveiðiár? Fyrirtæki? Vatnsréttur? Orkusvæði?  Alltaf vert að hugleiða þetta, þegar menn baðra um að þetta sé ekkert mál með Icesave. BARA láta þá taka eignasöfnin. Eignirnar, sem nú eru þjóðarinnar.  Bara þessi pakki er jafn mikið og bankinn var seldur fyrir á sínum tíma, þótt aldrei hafi verið greitt fyrir hann.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2010 kl. 07:17

2 identicon

Ég er alveg sammála þínum pælingum Ómar. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 07:45

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það þarf annars að senda RUV tóninn, svo um munr fyrir andskotans vinstrispunann og úrtölurnar. Það er eins og ein öfugmælavísa að hlusta á umfjöllun þeirra. Ekki gerðu þeir Martin Wolf skil í gær, en létu sér nægja að fá pokadýr Bónusfeðga í léttu spjalli um ekkert, enda vita þessir kverúlantar ekkert. Það þarf að fara´að skjóta í fjöldapóst til þessara háu herra. Nú er nóg komið af dellunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2010 kl. 08:11

4 identicon

Sammála þér í öllum atriðum Ómar, þetta eina atriði af mörgum sýnir okkur svo berlega hvað ranglega farið var með, og virðist ætla að vera áfram, með auð okkar litla en frábæra lands og þjóðar.  Haltu áfram að skrifa góða pistla.

Kveðja frá "Sódómu"

Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 08:18

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svei mér þá ég held þetta sé rétt hjá þér Ómar

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2010 kl. 08:38

6 identicon

Hagfræðiprófessorinn sem var aðalhugmyndafræðingur þeirra óskapa sem landsmenn horfa á nú um stundir, og alldeilis ekki er séð fyrir endann á, virðist við sama heygarðshornið.  Enda sauðþrár eins og breska kellingin sem hann tók í guðatölu, sú herfa náði því að leggja bretland á hliðina fjárhagslega með hagfræði bulli sínu, sem hún náði að blekkja bretann með, fram úr brjóstviti sínu, og órum. Þegar tjallinn áttaði sig loks á þvælunni úr kellingunni slógu þeir hana af á einni nóttu, og ekki heyrst frá norninni síðan, þótt langt sé liðið frá jacobsveikinni og fleiru sem kellingarfíflið skapaði, hefur england ekki komist ennþá uppúr lægðinni sem hún setti landið í með brjóstviti sínu. Stutt er síðan að Íslenski prófessorinn montaði sig af vináttu sinni við Margréti Tatser, þetta lið étur nefnilega bullið upp hvert eftir öðru, og skreytir sig með titlum. Íslendingar hafa ekki kraftinn sem enlendingar hafa, að slá þetta af, þegar skaðinn af þessu er orðinn augljós.

Robert (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 09:02

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Þessi pistill var bara smá útidúr út frá mínum sjónarmiðum sem ég hef um heilbrigðan kapítalisma og gildi frjálsrar samkeppni fjöldans á frjálsum markaði.  "Small is beautiful" sagði Econmist einhvern tímann þegar það skrifaði um gildi lítilla og meðalstóra fyrirtækja á markaði, og þann stuðpúða sem þau væru gegn kreppuáhrifum lítillar arðsemi ofurstóra skuldugra fyrirtækja.  

En við þurfum ekki að ræða um hvernig við viljum hafa þjóðfélag okkar, ef ICEsave áform stjórnvalda ganga eftir.  Hagkerfið okkar þolir ekki 507 milljarða blóðtöku og við endum sem vinnudýr erlenda kröfuhafa.  Þá framtíð vil ég ekki börnum okkar, og vona að það sama gildi um ykkur.

Vil því minna á pistil minn um hina "löglegu leið" sátta í ICEsave deilunni, "Með lögum skal land byggja".  Þið mættuð gjarna lesa hann og íhuga, og ef þið eruð sammála þeirri hugsun sem þar að baki býr, láta efni hans fara sem víðast.

Það þarf að leysa ICEsave deiluna, en á löglegan hátt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2010 kl. 10:25

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Og enn eitt, ég gleymdi vist að kommenta á innslög ykkar.  Hugurinn er á næsta ICEsave pistli.

En í það fyrsta þá er ég sammála þeim sem eru sammála mér, alddrei þessu vant.  Takk fyrir jákvæða hvatningu.

Jón Steinar, var ekki þetta eignasafn í innlenda hluta Landsbankans???  Tilgangur neyðarlaganna var að tryggja tilveru þjóðarinnar, annars hefur slagurinn verið til lítils.  Enda vorum við svo svikinn af atvinnurekendum og verkalýðshreyfingunni þegar hún krafðist  aðkomu amerískra vogunarsjóða að eignarhaldi hinna nýju banka.

Og Robert, ekki ætla ég að gera lítið úr hlut Hólmsteinsku.  En hún er aðeins hugmyndafræði sem hefði aldrei hlotið brautargengi nema með öflugs stuðnings hagfræðidverga Íslands.  Hannes er brandarkarl, þó ég sé ekki að gera lítið úr honum, en Þorvaldur Gylfason er alvöru hagfræðingur og einn helsti hugmyndafræðingur Nýfrjálshyggjunnar á Íslandi.  Maðurinn sem eitraði Samfylkinguna af kenningum Friedmans.

Og hann er aðalhugmyndafræðingur ICEsave og AGS á Íslandi í dag.  

Ef menn vilja ekki enda í hlekkjum, þá þurfa menn að þekkja þá sem leggja til hlekkina, og segja að þeir séu góðir handa vinnandi lýð.

Hannes er sniðugur, en hann er ekki hugmyndafræðingur þeirra sem ráða í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2010 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 544
  • Sl. sólarhring: 1128
  • Sl. viku: 5752
  • Frá upphafi: 1328565

Annað

  • Innlit í dag: 458
  • Innlit sl. viku: 5130
  • Gestir í dag: 434
  • IP-tölur í dag: 425

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband