Sjálfstætt fólk andmælir gerræði.

 

Því gerræði að þjóðin er ekki spurð álits, þegar að innleiða á regluverk sem sviptir hana forræði yfir orkuauðlindum sínum, regluverk sem breytir auðlindinni í markaðsvöru, sem á að seljast á samkeppnismarkaði hins sameiginlega orkumarkaðar Evrópu.

Ragnar Ingólfsson orðar nákvæmlega kjarna málsins;

"Þá skor­ar Ragn­ar Þór á stjórn­völd að fresta mál­inu og biður um að þjóðin fái and­rými til að kynna sér málið bet­ur. „Við kjós­end­ur hljót­um að geta gert þá kröfu þegar svo stór og um­deild mál, er snúa að auðlind­um þjóðar­inn­ar og grunnstoðum sam­fé­lags­ins, eru til um­fjöll­un­ar og hafa ekki fengið efn­is­lega umræðu í aðdrag­anda kosn­inga. Okk­ur get­ur varla legið svo mikið á að ekki megi slá þessu á frest til hausts­ins.“".

Og það er smán Alþingis að skilja ekki þennan kjarna.

 

Sem og það er smán hvað margt ósjálfstætt fólk þegir, þó það hafi valist til þeirra trúnaðarstarfa að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna.

Er það til dæmis afsökun hjá formanni Neytandasamtakanna að þó fjármálastofnanir hafi fjármagnað formennsku hans, að samtökin berjist ekki gegn þessum reglum sem gera ekkert annað en að hækka raforkuverð íslenskra neytenda??

Eða þau sveitarfélög sem eiga mest undir að raforka okkar fari ekki á samkeppnismarkað, Fjarðabyggð og Akranes.  Hvaða ósjálfstæði veldur að frá þeim heyist ekki múkk?? 

Er það hollusta við þá sem eru ofar í goggunarröð flokkanna??

Hræðsla við valdið í 101??, eða hvað??

Varla er skýringin skortur á almennu atgervi, að menn skilji ekki hvað er undir??

 

Hér í Fjarðabyggð er það alla vega ákaflega ólíkleg skýring svo eitthvað hefur þetta með ósjálfstæði að gera.

Svipað og var til skamms tíma í verkalýðshreyfingunni þegar fáir þorðu gegn Gylfa og skrifstofunni og menn kyngdu því að eina verkalýðsbaráttan fólst í því að hvetja til þess að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu.

Það vissu flestir betur, en fáir þorðu gegn talandanum í Gylfa.

 

Í dag er sjálfstætt fólk í forystu launþegasamtakanna og það áréttar að hagsmunir auðsins að markaðsvæða orkuna er ekki hagsmunir almennings.

Einn helsti ráðgjafi Eflingar, Stefán Ólafsson orðar þetta mjög vel;

"Orkupakki 3 er hluti af lengri tíma þróun skipanar orkumála, sem einkum stefnir að aukinni markaðsvæðingu og einkavæðingu opinberra orkufyrirtækja. Þetta er meðal annars fært í þann búning að um sé að ræða aukna samkeppni sem styrki stöðu heimila og fyrirtækja, sem eigi svo að koma fram í betri og ódýrari þjónustu. Sá hængur er þó á þessari stefnu Evrópusambandsins að einkum er um að ræða gervisamkeppni, sem mun litlum ábata skila til neytenda. Verðhækkanir á orku til almennings eru líklegasta afleiðingin hér á landi. Hins vegar er mikil ágóðavon falin í þessari stefnu fyrir einkafjárfesta sem fá tækifæri til að eignast hluti í opinberum orkuveitum.".

Og þessi markaðsvæðing hefur ekki verið rædd á vettvangi stjórnmálanna, eða lögð í dóm kjósenda.

Það er eins og Ísland sé einræðisríki, eða gjörspillt Afríkuríki eins og Nígería, það dugar að kaupa stjórnmálamenn, og síðan hafa þjóðirnar ekkert meir með málin að gera.

 

Þess vegna sendir Ragnar Ingólfsson baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir hann og börn hans.

Standa vaktina fyrir okkur öll.

Vegna þess að þessi vakt skiptir öllu máli.

 

Það skiptir nefnilega öllu að það sé varist þó ósigurinn sé næsta vís.

Þess vegna minnast Norðmenn baráttu sinnar gegn hernámi Þjóðverja með stolti, þeir tóku á móti, og þeir gáfust aldrei upp.

Þess vegna fara Danir alltaf að tala um veðrið þegar sama efni kemur til tals, en minnast reyndar á að þeir björguðu gyðingum frá útrýmingu, og mega virkilega vera stoltir af.

Þó eitthvað annað en meðvirknin og undirlægjuhátturinn.

 

Miðflokksmenn andæfa og seinna meir munum við vera stolt af þeirra andófi. 

Það voru ekki allir keyptir, það gáfust ekki allir upp.

Sem og við munum minnast þeirra sjálfstæðu manna sem beittu sér innan sinna félagasamtaka eða í sveitarstjórnum til að mótmæla markaðsvæðingunni og afsali forræðis okkar yfir orkuauðlindum þjóðarinnar.

 

Sú minning mun verða sterkari en smán þeirra sem sviku.

Sem seldu.

Eða þeirra sem ekki þorðu.

 

Það kemur nefnilega dagur eftir þennan dag.

Þeir úthrópuðu munu hrópa.

Sigur, sigur, sigur.

 

Því það lætur engin þjóð selja sig.

Þegar hún fattar hvað er að gerast þá spyrnir hún á móti.

 

Og spyrnir þeim burt sem seldu.

Það eitt er víst.

Kveðja að austan.


mbl.is Sendir Miðflokksmönnum baráttukveðjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær gengur djúpríkið of langt??

 

Það eru þekkt sannindi að glæpir borgi sig, það er ef þeir eru skipulagðir, og glæpaforingjar hafa vit á deila hluta hagnaðarins með meintum löglegum starfsgreinum eins og lögfræðingum, stétt sem skipar dómara, og stjórnmálamönnum, stétt sem setur leikreglur á þann hátt að glæpamenn eru því sem næst ósnertanlegir.

 

Mín kynslóð ólst ekki bara upp við Star Wars myndirnar, og af mörgum öðrum góðum myndum þá er myndirnar um Guðföðurinn minnisstæðar.  Og á þeim árum hélt maður pínu pons með mafíunni, það er þeim hluta hennar sem Al Pacino túlkaði á svo frábæran hátt. 

Þá vissi maður ekki að þær myndir voru samtímaspegill á réttarkerfi sem var undirlagt hagsmunatengslum og fjármögnun skipulagðara glæpasamtaka (mafían) og ítök þeirra náðu langt inní stjórnmálin.  Eitthvað sem Bandaríkjamenn ráku sig á eftir slysið á Three mile Island sem aðeins gæfan sá til þess að varð ekki þeirra Chernobyl.

Eftir þann atburð urðu múturnar ekki eins augljósar, eftir þann atburð fór fjármagnið í að tryggja leikreglur, og hagsmunatengsl sem gerði forkólfa mafíunnar því sem næst ósnertanlega. 

 

Bandarísk fangelsi eru yfirfull af smáglæpamönnum, en það telst til tíðanda ef lykilmenn mafíunnar, mennirnir sem bera ábyrgð á öllu, endi á bak við lás og slá.  Yfirleitt er það vegna minniháttar brota í stærra samhenginu, og eða þegar handlangar, sem eru ekki með lögfræðipróf, heldur gráðu í manndrápum, vitna til að fá léttari dóma. 

Síðan eru það skattsvikin, en skattaskil eru forsendur alríkisins, og þar gildir öfug sönnunarbyrði, ef þú getur ekki sannað heiðarlega tekjuöflun, það er peningaþvottavélin ekki nógu öflug, þá geta jafnvel verndaðir glæpamenn hlotið dóm fyrir skattaundanskot.  Aðallega vegna þess að málaliðar þeirra í stétt stjórnmála og lögfræðinga hafa ekki ennþá náð því í gegn að sérstakur reitur sé á skattaskýrslu sem heitir tekjur af ólöglegri starfsemi eins og sölu eiturlyfja, mannsali, vændi, spilavítum eða annað sem hið frjálsa flæði hefur ekki ennþá gert löglegt.

En í kjarna er glæparíkið ósnertanlegt.

 

Þetta var þá, og þá átti Evrópa ekki sína mafíu, fyrir utan þá sem þreifst á Miðjarðahafsströnd Frakklands og Ítalíu.

Svo hrundi múrinn, og frjálst flæði glæpahyski var ein af grunnstoðum Evrópusamvinnuannarinnar.

Alltí einu varð jaðaratvinnugrein að grunnatvinnugrein, eiturlyfjasala, vændi, mannsal, hnupl og rán, smygl eða allskonar spilerí á landbúnaðarstyrkjum, eða hvað það er sem mafíur (skipulögð glæpastarfsemi) leggja fyrir sig, og peningaflæðið til að tryggja starfsfrið sem og hagstætt lagaumhverfi margfaldaðist.

 

Menn geta spurt sig hvað kostar það að hafa réttarkerfi í löndum eins og Danmörku þar sem glæpasamtök fyrir opnum tjöldum selja eiturlyf og enginn kemst í innsta hring nema að hafa morð í ferilskránni?

Hvað margir dómarar, hvað margir lögfræðingar, hvað margir stjórnmálamenn?

Eða þann mesta viðbjóð sem hefur þrifist frá falli múrsins sem er flutningur á fátæku fólki úr austri til að þjóna lægstu hvötum í vestri, kennt við mannsal.

Hvað kostar að vera ósnertanlegur??

 

Kannski stór spurt í smáu landi, því yfirtaka glæpamanna á réttarríki Evrópu er svo sem fyrir utan áhrifasvæðis Moggabloggsins.

Nærtækara væri að spyrja hvað einn sýknudómur yfir glæpaforingja kostar, og hvaða fjárflæði er á milli skipulagðar glæpastarfsemi á Íslandi og þess að handrukkunin sem er forsenda aga á eiturlyfjamarkaðnum, sé dæmd skaðabætur þegar lögreglan vogar sér að skipta sér að henni.

Eða hvað er eitt morð á milli vina, þegar vinirnir eru annars vegar, ekki leigumorðingjar, heldur stétt lögfræðinga og dómara, og hins vegar þeir sem selja æsku landsins eitur, og hafa af því gríðarlegar tekjur??

 

Djúpríkið er kennt við hagsmunatengsl sem sjást ekki.

Við upplifum sýnilega hluta þess þegar börn hafa verið fjármögnuð í þá stöðu að geta selt orkuauðlindir þjóðarinnar í vasa einkavina sem stundum voru kallaðir útrásarvíkingar, eða hrægammar, en í dag hafa þeir fjármagnað hið virðulega heiti, fjárfestar.

Ef klippurnar hans Guðmundar Kjærnested sem reyndust svo vel gegn Bretum í þorskastríðunum væru ennþá til, og þær mundu duga til að klippa á fjárstreymið frá mönnum með dollaraglampa í stað augnsteina til stjórnmálamanna, þá væri málþófið vegna orkupakkans á hinn veginn, Viðreisn með stuðning Samfylkingarinnar legði dag við nótt að selja þjóð og orku, restin af þingheim stæði á móti. 

Vegna þess að kvislinga þarf ekki að fjármagna, þeir svíkja af hugsjón, en valkvæða heimsku þarf hins vegar að fjármagna.

 

Djúpríkið skattleggur líka falda ríkið kennt við glæpi.

Peningaþvotturinn, hagstæð löggjöf, því sem næst ósnertanleiki gagnvart réttarkerfinu, allt er liðið, eða gert mögulegt, ef hluti gróðans fer í vasa þeirra sem í raun völdin hafa.

Það er elítunnar, hið vanheilaga bandalag stjórnmála, embættis og fjármála.

Það er aðeins þegar glæparíkið heldur að það sé ríki í ríkinu, og þurfi ekki að greiða skattinn, sem hið opinbera réttarkerfi snýst gegn þeim, og þá til að tukta til hlýðni.

Annars eru þetta bara smáglæpamenn, burðardýr, og einn og einn sem gengur of langt í mannsali sínu, sem réttarkerfið matar þjóðina á.  Svona til þess að fólk hafi það á tilfinningunni að það geri ekkert annað en að ofsækja hinn venjulega borgara sem fer út af strikinu.

 

En þó glæpamenn undir vernd djúpríkisins séu því sem næst ósnertanlegir, þá gildir ekki það sama um djúpríkið.

Hinn sýnilegi hluti þess sækir umboð sitt til almennings, þökk sé frönsku stjórnarbyltingunni og afleiðingum hennar.

Og þó það umboð sé yfirleitt auðsótt, enda auðvelt að gera út mismunandi flokka til að sækja atkvæðin, þá koma þau augnablik að almenningi ofbýður.

Nærtækt dæmi er frá Belgíu þar sem einn angi mannsalsins komst uppá yfirborðið þegar níðingur svelti til dauðs börn sem hann hafði rænt, og selt.  Í smá tíma á eftir urðu hinir ósnertanlegu snertanlegir á eftir, sérstaklega vegna þess að almenningur krafðist þess að allavega barnaníðingar nytu ekki verndar þó glæparíkið borgaði fyrir þá vernd. 

 

Við Íslendingar erum seinþreyttir til vandræða.

Þegar erlendir fjárkúgarar reyndu að skuldaþrælka þjóðina, þá risum við vissulega upp, en við sögðum ekki einu sinni suss við djúpríkið eða hyskið sem reyndi að selja okkur í þrældóm.

Enda er þetta næstum því sama lið sem ógnar okkur í dag.

Því sem næst sömu fjölmiðlarnir, enda sama fjármagnið að baki, sömu stjórnmálamennirnir, sömu hagsmunatengslin út í atvinnulífið.

Fólkið sem telur sig hafa allt á þurru, og gefur skít og djöful í hlutskipti náungans.

Og í takt gengur sá hluti almennings sem treystir sér ekki til að lifa af daginn nema honum sé sagt að ganga gæsagang flokkshollustunnar.

 

En eru þessi vandræði of mikil fyrir okkur til að hundsa??

Margt bendir til þess enda þjóðin von því að geta kynnt hús sín án þess að fara á hausinn.

Annars væri henni eiginlega alveg sama held ég.

 

Síðan er það eldra fólk sem ennþá man fundinn á Þingvöllum 1944, og man neistann sem kviknaði í augum ömmum þess og öfum, þegar sjálfstæði þjóðarinnar kom til tals.

Gamalt og grátt, en ekki til sölu. 

Sem og að heimska æskunnar vill þurrkast út með aldrinum.

 

En hvort það nái að sigra Djúpríkið í annað sinn er aðeins tímans að vita.

Hins vegar er þörf á að taka til í þessu ríki, og afhjúpa fjártengslin sem flæða um þéttar en nokkurt æðakerfi mannslíkamans.

Hvort sem það er ásælnin í orkuna, eða friðhelgi eiturlyfjaviðskiptanna.

Salan á æskunni, eða salan á orkuauðlindinni.

 

Þjóð sem hefur sál, og viðurkennir sið, á ekki að lúta þeim sem hvorki þekkja sið eða sóma.

Þeim sem með gjörðum sínum og athöfnum reyna að afsanna að maðurinn hafi sál, það er að það sé algilt.

 

Hún segir NEI við dómskerfi sem dæmir manndrápurum skaðabætur vegna þess að lögreglan reyndi að koma lögum yfir þá. 

Og hún spyr spurninga hvað veldur.

 

Hún segir líka Nei við þing sem selur þegar það á að gæta.

Hún segir Nei við öflin sem öllu ráða án þess að hafa verið til þess kosinn.

 

Hún segir Nei við Djúpríkið.

Kveðja að austan.


mbl.is Jón Trausti fær 1,8 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. maí 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 667
  • Sl. viku: 5326
  • Frá upphafi: 1326872

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 4726
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband