Eru forsetar ekki til að stjórna??

 

Það eru fáar tærari birtingarmyndir spillingar en sú þegar Biedin yngri, án nokkurs hæfileika annars en að vera sonur föður síns, var beðin um að vera í stjórn þekkts spillingarfyrirtækis.

Þar með var landlæg spilling austur frá, færð inn í hjarta stjórnkerfis Bandaríkjanna.

Að trúa að greiði sé án greiða er einfeldni á mjög háu stigi.

 

Þeir sem góla hæst í dag, þögðu þá.

En gala hærra en hópur hana sem hafa aðeins eina hænu sér til gagns þegar forseti Bandaríkjanna beitir þarlend stjórnvöld þrýstingi til að þau rannsaki spillinguna heima fyrir.

Til hvers er forsetinn ef hann beitir ekki valdi sínu í svona málum.

Og hvað er hann ef hann horfir í hina áttina.

 

Bieden málið afhjúpar nefnilega þá gjörspillingu sem hefur grafið um sig í stjórnmálum vinstra megin við miðju.

Þar sem tækifærisinnar með frasa á vörum, hafa skarað elda að hagsmunum sínum í náinni samvinnu við stórfyrirtæki og auðmenn.

Þeir tala um jöfnuð og réttlæti, en í reynd fóðra alþjóðavæðingu þrælahaldsins, þar sem innlend framleiðsla er markvisst brotin niður, samfélög skilin eftir í sárum, en gróðinn í stanslausu flæði í vasa auðsins.

 

Við þekkjum þetta hérna á Íslandi, hverjir færðu hrægömmum heimili landsins á silfurfati?

Sama fólkið sem ætlar að mæta á Austurvöll í dag og góla.

En sagði ekki orð þegar mestu mannlegar hörmungar í nútíma vestrænni sögu á friðartímum voru í bakgarði þess.

 

Hræsnin er yfirgengileg.

Og undir glittir í hið skítuga fjármagn sem ennþá hefur ekki eignast allt.

Til dæmis lýðræðið, að til sé fólk sem kýs gegn því, að til sé fólk sem vinnur gegn því.

 

Það liggur nefnilega úldinn fiskur undir steini.

Kveðja að austan.


mbl.is Sagði demókrata vilja ná sér niðri á Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 631
  • Sl. sólarhring: 635
  • Sl. viku: 4711
  • Frá upphafi: 1326162

Annað

  • Innlit í dag: 556
  • Innlit sl. viku: 4153
  • Gestir í dag: 512
  • IP-tölur í dag: 491

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband