Hvenær var verkalýðshreyfingin lögð niður??

 

Hlýtur maður að spyrja þegar maður hlustar á hið unga róttæka fólk sem leiðir hana í dag.

Öflugra en það að hægt sé að tala um endurfæðingu, miklu frekar endurreisn.

 

Og til að hægt sé að endurreisa, þá þarf fyrst að leggja niður.

Því spyr ég aftur, hvenær var verkalýðshreyfingin lögð niður hérna á árum áður??

Hvenær varð hún að skúffu hjá einhverjum kontórista í vinnu hjá Samtökum Atvinnulífsins??

 

Ég veit allavega að hún stóð ekki með þjóðinni eftir Hrunið.

Hvort sem það var að verjast fjárkúgun breta eða Hollendinga, vernda heimilin fyrir hrægömmum, eða berjast gegn hinum stökkbreyttu lánum.

Ef hún slapp úr skúffunni, þá heyrðist aðeins ámátlegt mjálm til stuðnings verðtryggingunni, eða að þjóðin ætti að ganga sömu svipugöng og grískum eða írskum almenningi var boðið uppá.

En til þess þurfti fyrst að ganga í Evrópusambandið, svo öruggt væri að þrælapískarar fjármagnsins gætu blóðmjólkað þjóðina, kreist hverja krónu úr vinnandi fólki.

 

Svo hún var bara best geymt í skúffunni.

 

Samt man ég að þetta var ekki alltaf svona.

En ég man ekki bara hvenær þetta breyttist.

Hvenær hún lagði sjálfa sig niður.

 

En í dag sér maður alvöru tilraunir stjórnvalda og atvinnurekenda til að koma til móts við sanngjarnar kröfur samtaka verkafólks.

Slík eru umskiptin á aðeins örfáum mánuðum.

 

Og ef það heldur áfram sem horfir, þá gæti hugsanlega orðið smá sátt í landinu.

Að fólk virkilega tryði því að vilji væri til breytinga, að færa auð frá fjármagni til fólks.

 

Vissulega er langt í land.

Verðtryggingin þarf að fara, og það þarf að takast á við braskið sem þrýstir kostnaði uppúr öllu valdi á byggingamarkaðnum.

Þar dugar sjálfsagt fátt annað en að skipta fólki út í Reykjavík, hagsmunatengsl við braskara, og fylgispekt við hugmyndafræði þeirra gegnsýrir núverandi meirihluta, og hefur gert í fjölda fjölda ára.

Eða muniði ekki eftir frjálshyggjumanninum sem hóf lóðauppboðið, illu heili fyrir almenning, en Friedman brosti víst hringinn í gröfinni.  Eða var hann kannski ekki fallin þá frá kallinn??

 

Það er nefnilega þannig að um sumt er ekki hægt að semja.

Sumt snýr að fólki sjálfu, að falla ekki fyrir fagurgala og froðu, þeirra sem segja eitt, en framkvæma annað.

Að fólk beri ábyrgð á atkvæði sínu.

 

Ef fólk vill lifa áfram sem þjóð í þessu landi, þá þarf þjóðin að endurnýja sig.

Ungt fólk á vergangi eða í skuldkreppu leigumarkaðar eða ofurgreiðslubyrði verðtryggingar, það mun að lokum greiða atkvæði með fótunum.

Þess vegna kjósum við ekki braskara, þess vegna kjósum við ekki fólk sem styður arðrán verðtryggingarinnar.

Svo einfalt er það.

 

En að breytast úr mús í mann er ekki sjálfgefið, sérstaklega þegar öll áróðurstæki auðs og fjármagns reyna að sannfæra fólk um að það sé náttúrulegt ástand að lifa í skuldaörbirgð lungað af ævi sinni.

Að heilsa auðs og fjármagns sé heilsa þjóðarinnar.

 

En það er ótrúlegt hvað góð hvatning getur gert.

Sérstaklega þegar eldmóður hennar á rætur í ríkri réttlætiskennd.

 

Þess vegna ber að fagna endurreisn verkalýðshreyfingarinnar.

Það er allavega eitthvað að gerast sem hefur ekki gerst í mannaminnum.

 

Megi skúffan hvíla í friði.

Kveðja að austan.


mbl.is „Samræmist okkar kröfum mjög vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slúður samfélagsmiðla er ekki frétt.

 

Og við þurfum að fara að fatta það meðan einhver steinn stendur uppi á þeim samskiptareglum sem halda siðmenningunni saman.

Burt séð frá því að það er hægt að falsa allt og feika með nýjustu tækni, að þá þurfum við að þekkja mörk siðaðs fólks.

 

Við gægjumst ekki inní einkasamtöl fólks, hvort sem það eru drukknir þingmenn eða aðrir sem eiga í hlut.

OKKUR KEMUR ÞAÐ EKKERT VIÐ.

 

Við brennum ekki fólk á báli fordæmingarinnar út af einhverju sem gerðist fyrir áratugum síðan hvort sem það er út af kvensemi, þuklunaráráttu eða lauslæti undir áhrifum áfengis, eða eitthvað annað sem gekk þá en gengur ekki í dag.

EF OKKUR LÍKAR EKKI HEGÐUNIN ÞÁ BREYTUM VIÐ HENNI ÞAR SEM VIÐ GETUM BREYTT HENNI, HJÁ SJÁLFUM OKKUR, Í NÚINU, OG Í FRAMTÍÐINNI.

 

Við látum ekki púrítana fordæmingarinnar stjórna samfélagsumræðunni.

Við látum ekki múgæsingu þróast út í fár.

VIÐ EIGUM AÐ LÆRA AF MISTÖKUM FORTÍÐAR, EKKI ENDURTAKA ÞAU.

 

Og ekki hvað síst, við eigum að gera greinarmun á slúðurmiðlum, áróðursmiðlum, sem grassera á netinu, og ábyrgum fréttamiðlum.

Í því felst að VIÐ GERUM KRÖFUM UM AÐ MEINTIR ÁBYRGIR FRÉTTAMIÐLAR ÞEKKI LÍKA ÞENNAN MUN.

Á því er töluverður misbrestur eins og þessi múgæsingarfrétt er sorglegt dæmi um.

 

Ég geri þessa kröfu til þess eina miðils sem ég les að staðaldri, Moggann minn og Mbl.is.

Og það rennur mér til rifja að sjá hvernig minnsti þrýstingur samfélagsmiðlanna breytir annars ágætum miðli í ómerkilegan slúðurmiðil.

Fréttaflutningurinn af Klausturmálinu er öllum sem ábyrgðina bera til vansa.

Smjattið um Jón Baldvin er ómerkilegt, fyrir utan þann grundvallarfeil að birta slúður með alvarlegum ásökunum á vammlaust fólk, sem hefur það eitt sér til saka unnið að vinna vinnuna sína, eins og um staðreyndir séu að ræða.

Fólk er ekki ærumeitt og dregið niður skítinn án þess að blaðið hafi áþreifanlegar sannanir undir höndum.

 

Það er eins og lítil menningarbylting eigi sér stað á blaðinu.

Að vitiborið fólk þori hvorki að æmta eða skræmta að ótta að næst verði það látið standa á torgum með skilti um hálsinn og játa uppá sig allskonar sakir.

Brennimerkt af hinum æpandi múg.

 

Það er mál að linni.

Það er kannski tímabært að ritstjóri blaðsins stígi niður af fílabeinsturni hrokans og taki til í sínum eigin ranni í stað þess að senda spjótin á aðra miðla, jafnt nær sem fjær.

Því sá sem hefur ekki stjórn á sínu eigin liði, er ekki beint fær um að setja út á aðra.

 

Slúður er slúður, ásökun er ásökun.

Hefur ekkert með frétt eða staðreyndir að gera.

 

Ásökun getur vissulega verið sönn.

En þá þarf að sanna hana, að sína framá á einhvern hátt að hún eigi við rök að styðjast.

Orð eru ekki slík sönnun, því orðum er hægt að stjórna.

 

Eða er einhver svo vitlaus að halda að allir sem voru ásakaðir fyrir galdra, hafi verið sekir?

Eða að allir þeir sem voru niðurlægðir, píndir, drepnir eða settir í fangelsi í fárinu sem kennt var við Menningarbyltingu Maós hafi verið sekir??

Eða að allt hafi verið satt sem stóð í skjalasafni Stasi??

 

Það má vera að einhver sé svo vitlaus, og kannski fleiri en einn eða fleiri en tveir.

En í guðanna bænum látum ekki þessa vitleysinga stjóra okkur.

 

Það er nóg að tékka á hvort helvíti sé til eftir dauðann.

Við þurfum ekki að lifa það.

 

Stöldrum við.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki er allt sem sýnist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 319
  • Sl. viku: 1103
  • Frá upphafi: 1321866

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 916
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband