Saklaus engill í viðtali.

 

Eina spurningin hvernig Logi fer að því að feika geislabauginn.

 

Hann stóð samt fyrir innihaldslausri aðför að Samherja á sínum tíma, og hefur ekki ennþá haft þann manndóm að biðjast afsökunar á þeim gjörðum sínum.

Og ef einhver skyldi ekki hafa dómgreindina í lagi, þá bætir bankaræningi ekki fyrir fyrri bankarán sín, þó hann ákveði að næsti banki sem hann rænir sé í eigu vafasams fólks.

Síðan skal því haldið til haga að Helgi Seljan kom aldrei nálægt neinu eftir Hrun sem gekk gegn hagsmunum hrægamma og arðráni þeirra á heimilum landsins.

Ekki eitt orð í þágu fólks.

 

Rifjum upp glæpina;

""„Réttarríkið Ísland“ hefur núna í nær 10 ára refsað fórnarlömbum fjármálaglæps af hörku fyrir glæp sem þau ekki frömdu. Gerendurnir hafa hins vegar hagnast stórkostlega á lögbrotum sínum.... Frá hruni hafa 10.000 fjölskyldur misst heimili sín á uppboðum og sennilega eru þær a.m.k. jafnmargar sem hafa misst heimili sín án þess að til uppboðs hafi komið. Varlega áætlað hafa því fleiri en 15.000 fjölskyldur misst heimili sín eða á bilinu 45.000 – 60.000 einstaklingar sem samsvarar öllum íbúum Kópavogs og helmingnum af Garðabæ. Á sama tíma hafa verið gerð 164.000 fjárnám hjá þessari 360.000 manna þjóð. Þar af voru 127.000 fjárnám árangurslaus.".".

 

Jafnvel siðblindur einstaklingur rennur til rifja þær hörmungar sem venjulegt fólk gekk í gegnum á þessum árum.  Jafnvel lönd sem hafa sætt árásum óvinveittra ríkja hafa ekki upplifað slíkar hlutfallslegar hörmungar líkt og íslenskur almenningur gekk í gegnum í boði gjörspilltrar stjórnmálastéttar okkar.

En annað hvort er langt í rifin hjá Helga eða hann þáði laun fyrir að gæta hagsmuna hrægammanna sem sugu hundruð milljarða út úr samfélagi okkar.

 

John Perkins, höfundur bókarinnar "Confessions of an Economic Hit Man" lýsti vel í viðtali í Silfri Egils hvernig efnahagsböðlar vinna við að skapa sundrungu, upplausn og múgæsingu í þeim löndum sem eru skotmörk alþjóðlegra hrægamma.

Öll upphlaupin frá Hruni falla vel inní þau vinnubrögð, saga Suður Ameríku er full af dæmum um slíkt, og þó að CIA hafi markað veginn, og þróað slík vinnubrögð, þá er langt um liðið síðan sú stofnun ber ábyrgð á upplausn og óáran.  En John Perkins benti á hverjir hefðu tekið við.

 

Wintris uppljóstrun Ruv er skýrt dæmi um slík vinnubrögð.

Í fyrstu mátti halda að það var verið að afhjúpa spillingu, þó engin gæti sýnt fram á hvers eðlis hún ætti að vera, en þegar í kjölfarið fylgdi pólitísk upplausn, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins flaut einhver veginn ofaná, og hann tók síðan ákvörðun um að lækka stöðugleikaframlag hrægamma um hátt í 500 milljarða, þá er ljóst að engin tilviljun bjó að baki.

Eða að Helgi Selja og hans menn væru einhverjir bláeygðir sakleysingjar í vinnu fyrir réttlætið.

Í raun er um að ræða stærsta þjófnað Íslandssögunnar, og með stærri í vestrænni sögu.

 

Mikið megum við hin vera fávís og vitlaus ef við sjáum ekki samhengið.

Að við teljum að þekkt vinnubrögð, þekktir hagsmunir, þekktur ávinningur, hafi verið tilviljun ein, og meint verkfæri hrægammanna hafi ekki verið verkfæri, heldur riddarar réttlætisins sem fyrir tilviljun eina hafi verið staddir á vitlausum stað á vitlausum tíma.

Og hrægammarnir hafi sætt lagi.

 

Vissulega var Samherji afhjúpaður, ekkert réttlætir mútugreiðslur og arðrán  á fjarlægum slóðum.

En það hangir meir á spýtunni, það liggur fiskur undir steini.

Hann var úldinn í Wintris, og ýldan er þegar farin að gjósa upp í krossfestingunni án dóms og laga.

 

Ráðumst inní Írak sagði Rumsfeld strax eftir árásina á Tvíburaturnana, þó vitað væri að hryðjuverkamennirnir væru á vegum Al Kaida, væru Sádar, og fjármagnaðir þaðan.  Og Al Kaida sjálft naut skjóls í Afganisthan.

Setjum kvótann á uppboð og rústum þar með sjávarbyggðum landsins sögðu þingmenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar um leið og fréttir bárust um mútur Samherja í Namibíu.

Ef eitthvað óljósari tenging en vilji Rumsfeld til að ráðast inní Írak.

Undirliggjandi er tækifærið til að nýta sér hörmungar til að ráðast á meinta óvini sína.

Óháð sekt, óháð sakleysi.

 

Kannski ekki Helga sök.

En sporin hræða.

 

Það er verðmæti í auðlindum Íslands, og hrægammarnir hafa þegar komist á blóðbragðið.

Það er gróði í markaðsvæðingu orkunnar og uppboði veiðikvótans.

Þjóð í innbyrðiserjum, á barmi upplausnar, ver sig ekki.

 

Það er þekkt staðreynd, sem dæmi sögunnar sanna.

Þau sannindi þekkja efnahagsböðlar, enda skaparar slíkra sanninda.

Og líkt og aðrir góðir iðnaðarmenn þá kunna þeir með verkfæri að fara.

 

Hvað rekur verkfærin áfram er síðan annar hlutur.

Græðgi, hégómagirni, mikilmennskubrjálæði, eða hrein fáviska úr ranni vitgrennsku?

 

Veit ekki.

Veit samt að englakomplexar eru ekki á þeim lista.

 

Það eru til margar leiðir til að afhjúpa.

En þegar krossfesting er hluti af pakkanum, þá er ljóst að afhjúpunin hefur ekkert með betra samfélag að gera.

Hvað þá samúð með fórnarlömbum rangindanna.

 

Aurinn býr að baki.

Beint eða óbeint.

 

Og valið er milli öskunnar eða eldsins.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ég var skíthræddur þegar ég vann á DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Setjum kvótann á uppboð og rústum þar með sjávarbyggðum landsins sögðu þingmenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar"

Hvernig færð þú út að uppboð á kvóta rústi sjávarbyggðum landsins?

Jónas Kr. (IP-tala skráð) 16.11.2019 kl. 06:25

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar,þetta er kjarnyrtur pistill. Og ætti að vekja lesendur til umhugsunar um það hvernig skinhelgin skín allstaðar í gegn í forljótu máli. Eins og þú bendir á þá eru leikreglurnar ekki bara ljótar innan kvótaerfisins, leikreglur samfélagsins er gegnsýrðar af markaðsvæðingu þar sem hagnaðurinn skal hámarkaður með öllum tiltækum ráðum. Þetta ættu þeir að vita sem þiggja marföld laun fyrir þau forréttindi að fá að setja reglurnar, jafnvel þó þeir séu ekki nógu vel áttaðir um hvernig mútuféð er til þeirra komið.

En vaðandi Loga þá hafði hann á orði að skila Samherja styrknum sem Samfylkingin fékk til Namibíu, heilum 400 þús krónum á síðasta ári. En eins og alþjóð veit þá hefur ekki nokkur alþingismaður fundið leið til að skila kjararáðs mútunum um árið sem voru um 400 þús kr á mánuði til hvers og eins alla mánuði öll ár, þó svo að þær hafi blasað við hverjum einasta manni.

Svo þvæla menn um uppboð á á fiskveiðiheimildum í sameign þjóðarinnar. Það er eins með fiskin sem syndir í sjónum og flest annað að hann verður ekki að verðmætum fyrr en einhver hefur haft dug og nennu til að veiða hann og matbúa á diskinn.

Að ætla að bjóða upp steiktar spýtur, teiknaðar kartöflur og burtflogin hænsni eru hundakúnstir sem gagnast þeim einum sem hafa aðgang að money haven þessa gjörspillta mútuheims. Þá dugir ekki að eiga öngul og lögheimili við bakka þar sem óúldin fiskur liggur undir steini.

Magnús Sigurðsson, 16.11.2019 kl. 08:41

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Hvernig veit maður að nauðgari heldur áfram að nauðga eða dauðinn fylgi í kjölfar hinnar dauðu handar frjálshyggjunnar??

Ætli það sé ekki vegna þess að reynslan segir það fyrra, sagan það seinna.

Fátækt, örbirgð og þrælkun fjöldans hefur alltaf verið hlutskipti þeirra samfélaga sem hafa þurft að sæta að gæðin þeirra er seld hæstbjóðanda, kúnstin hefur verið fyrir höfðingjanna að tryggja að vinnuaflið forði sér ekki, þrælahald, nánauð er orð sem oft tikka þegar sagan er skoðuð.

Af hverju?, sá sem býður best hefur innbyggðan hvata til að ná öllum kostnaði niður.

Hvernig fær þess lærdómur sögunnar mig til að fullyrða að sjávarbyggðir verði rústir einar ef aflaheimildir verði seldar hæstbjóðanda á kvótauppboði án þess að vitna í hvað gerðist á Nýja Sjálandi þar sem á á örfáum árum komst allur kvóti í hendur á 3 stórfyrirtækjum sem í viðleitni sinni til að hámarka afrakstur sinn ofveiddu miðin, já ofveiddu þrátt fyrir kvóta, skrýtið, og brugðust við samdrættinum með því að fá stjórnmálamenn til að breyta reglum á þann hátt að þau máttu fá undirverktaka til að veiða fiskinn fyrir sig.

Allt náttúrlega í nafni hagræðingar hinnar dauðu handar og ef menn vilja lesa sér til um þá sjóferð, þá eru til síður á netinu sem berjast gegn nútíma þrælahaldi, og aftur skrýtið, þar koma undirverktakar hinna nýsjálensku kvótagreifa við sögu.

Það eru 2 lykilorð í þessu samhengi, "stöðugleiki" og "leitni".

Í nútíma samfélagi velur fólk sér ekki búsetu í samfélögum þar sem það getur ekki treyst á atvinnu, og að sú vinna sé mannsæmandi borguð.  Þær sjávarbyggðir sem lifðu af hremmingar kvótakerfisins uppfylla skilyrði um stöðugleika, traust vel rekin fyrirtæki sem borga vel.  Það hverfur á einni nóttu, því það veit enginn hver býður best, og þó það sé nægur kvóti í dag, hvað með morgundaginn, næsta ár og svo framvegis.

Það fjárfestir enginn í ósvissunni hvorki fyrirtæki framleiðslu sinni eða einstaklingar í húsnæði.

Bara þetta eitt og sér er bein ávísun á uppdráttarsýki.

Leitnin er síðan í þá átt að mesti drulluhalinn fær kvótann, sá sem er lúmskastur í að finna smugurnar á vinnulöggjöfinni og kjarasamningum,lúmskastur að svindla á kerfinu og svo framvegis.

Sem dæmi um leitni að þá gerðist það ekki á einni nóttu að norskir stjórnmálamenn voru afhjúpaðir sem hreinn viðbjóður, en viðbjóðurinn var óhjákvæmilegur eftir fjórfrelsið var innleitt og reglan um skylduna að taka hina lægsta tilboði, sem er annar anginn af hinni dauðu hönd frjálshyggjunnar.

En hið nýja djásn Óslóar er að stórum hluta reist af nútímaþrælum.  Lægra er ekki hægt að leggjast á 21. öldinni, að svona skuli vera komið fyrir einni af ríkustu þjóð heims.  Þess má geta að það er þjóðsaga að þrælar hafi reist píramídana.

Síðan verður leitnin að stórfyrirtæki yfirtaki kvótann, þau hafa greiðasta aðganginn að fjármagninu, þau munu krefjast þess að fá nýta hann á hagkvæmastan hátt, í raun þurfa þau aðeins eina verstöð.

Þetta mun allt enda á einn veg.

Óhjákvæmilegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2019 kl. 12:18

4 identicon

Hér er ekki töluð tæpitungan, og er það vel.

Mér finnst það alltaf aðdáunarvert þegar menn sjá í gegnum hræsnina og vaðalinn sem frá þingmönnum og ráðherrum kemur. 

Að sama skapi er það ekki síður dapurlegt að þingmenn sem þáðu umyrðalaust 52% launahækkun, á einu bretti, haustið 2017 í gegnum aflandsráð sitt, kjararáð undir formennsku stjórnarformanns Landsvirkjunar og vinar Junior Bjarna, sem í mínum huga var ekkert annað en mútur, skuli nú stæra sig af hræsnisfullri gæsku sinni varðandi Samherja styrkinn, rétt eins og Magnús úr efra bendir réttilega á.

Að mínu mati ættu allir þessir afglapar á þingi að skammast sín.  Þeir eru farisear af verstu gerð, fégráðugir, samspilltir og samsekir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.11.2019 kl. 14:09

5 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Ómar !

Eg vil aðeins segja að uppboð á aflaheimildum er það vitlausasta sem gert væri.Bara til að fita kvikindið á fjósbitanum. bara til að hlúa að lénsherraskipulaginu.

Það sem þirfti að gera verður ekki gert meðan þetta gjörspillta lekandapakk fillir alþingi.

Hvers vegna fengu sumir aðalleikendur í R'ANINU 2008 frítt spil.

Og ofaní kaupið fengu ÞEIR Spillingarafsláttinn 20% til að koma með ránsfenginn heim og RÆNA áfram.

Kv af suðurlandi

Óskar Kristinsson, 16.11.2019 kl. 14:34

6 identicon

Sú markaðsvæðing sem felst í heimildinni um frjálst framsal kvóta fiskveiðiauðlindar þjóðarinnar, er af sama toga og kynnt er í EES/ESB Orkupakka 3, hvað orkuauðlindirnar varðar.

Sú markaðsvæðing var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta mútuflokkanna á þingi.  

Lýðræðið er fótum troðið af gjörspilltu stjórnkerfi og stofnunum landsins.  Gjáin milli þings og þjóðar dýpkar og stækkar með hverjum deginum sem líður. 

Afsögn Kristjáns Þórs Júlíussonar er lágmarkskrafa hvað handþvott (kattarþvott) hins gjörspillta kerfis varðar í þessu máli.  Það ætti öllum að vera augljóst.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.11.2019 kl. 14:39

7 identicon

Eitt atriði vil ég nefna enn:

Uppboðsleiðin er sama marki brennd og frjálsa framsalið; snargalin markaðsvæðing í því baneitraða viðskipta og bankakerfi sem hér er og þjónar nær afgerandi leppum og hrægömmum, og leiddi til algjörrar fákeppni.

Það er hörmulegt hvernig komið er fyrir vestfirskum sjávarbyggðum og einnig fyrir norðan, nema á Siglufirði þar sem Róbert Guðfinnsson er hin heiðvirða undantekning.

Byggðakvótum þarf að koma á.  Þeir eru lífsnauðsyn svo byggðirnir blómstri á nýjan leik. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.11.2019 kl. 14:51

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Afsakaðu hvað ég kem seint inn, það var blakmót í dag hjá strákunum og tíminn flaug í kringum það.

"Það er eins með fiskin sem syndir í sjónum og flest annað að hann verður ekki að verðmætum fyrr en einhver hefur haft dug og nennu til að veiða hann og matbúa á diskinn.".

Þetta er nálgun mennskunnar á veiðum og vinnslu, það þarf fólk til þess, og þetta fólk á heima í samfélögum, sjávarbyggðum.

Vissulega hefur tæknin fækkað vinnandi höndum, og hún er það afkastamikil að stjórnun þarf, og útilokað að allir geti veitt það sem þeir vilja.

En fólk sem hefur nýtt miðin, kynslóð eftir kynslóð, á í grunninn réttinn til að veiða og vinna fiskinn. Ekki fjármagnið, það er hjálpartæki, en ekki gerandi.

Samt hefur frjálshyggjan náð að gegnsýra svo tungutak okkar, að öll nálgun á fiskveiðar og vinnslu er forsendum fjármagnsins, það má braska með veiðiheimildir, veðsetja þær og svo framvegis.  Og eigandinn þarf ekki að hafa nein tengsl við sjávarbyggðir, veiðar eða vinnslu, hjá honum er þetta bara fjárfesting sem hann ætlar að hámarka.

Og þeir sem vilja umbylta kerfinu, þeir sækja líka hugmyndir sínar í rann frjálshyggjunnar, hækka veiðileyfisgjöld til að þjappa saman eignarhald og knýja á hagræðingu sem er fínt orð yfir að leggja skipum og reka fólk. Eða bjóða upp kvótann, afhenda bröskurunum endanlega allt vald.

Enginn af þessum rebellum andófsins eða svo kölluðu vinstra fólki, nálgast hlutina út frá forsendum mennskunnar, ekkert af þessu fólki virðist skilja kjarnann; "Það er eins með fiskin sem syndir í sjónum og flest annað að hann verður ekki að verðmætum fyrr en einhver hefur haft dug og nennu til að veiða hann og matbúa á diskinn.".

Að þetta snýst allt um fólk, hvernig það getur lifað og starfað í greininni.

Rebellarnir eru orðnir uppvakningar frjálshyggjunnar.

Höfðingjarnir ráðskast með okkur, erlent vald er langt komið með að innlima landið í ríkjasamband sitt.

Og fátt er um varnir því það virðist enginn vilja manna varnarvirkin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2019 kl. 18:34

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör.

Ætli skýringin sé ekki sú að þeir voru fyrir löngu búnir að kaupa upp stjórnmál landsins ásamt fjölmiðlum.

Andóf er útbúið eftir pöntun og ruglandi reglulega magnaður upp.

Á meðan fara þeir sínu fram.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2019 kl. 18:41

10 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Gleymið ekki hversu mjög svo Guðhræddur maðurinn er (Eða Ekki). Allt fyrir Kristna Trú, eða ekki????

Ekkert mál fyrir þennann mikla snilling að svifta heila fjölskyldu lífsbjörginni, og sérstaklega fyrir þá stóru synd að Snorri, sem hafði vinnu af því að vera kennari, utan vinnu, drýgði þá stóru synd að nefna trú sína á Jesú Krist og Guð Almáttugan!!!
Geymt, en ekki Gleymt!!!

Kolbeinn Pálsson, 16.11.2019 kl. 20:33

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Sömu öfl sem þrýstu á markaðsvæðingu orkunnar, reyndar beittu þau fyrir sig ESB regluverkinu en markaðsvæðingin er markmiðið, þrýsta núna á hina algjöru markaðsvæðingu kvótans.  Í kjölfarið mun koma álit frá ESA sem kvartar yfir að kvótinn sé ekki boðinn út á ESB svæðinu, og áður en hendinni er veifað, þá munu stjórnmálamenn okkar láta undan hinum meinta þrýsting, og kvótaviðskipti verða innan fjórfrelsisákvæðanna.

Það leiðir alltaf eitt af öðru þegar óféti eiga í hlut.

Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að Kristján þyrfti að víkja svo fólk treysti að stjórnvöld væru ekki hlutdræg, en núna er ég efins.

Ég held að laskaður ráðherra munu reynast heilladrýgri, því hann þarf að sanna að hann sé ekki leikbrúða, en það mannaval sem er í boði.

Hvaða fólk er eftir á þingi sem hefur einhverjar rætur í atvinnulífinu??'

Mér sýnist að þetta sé að mestu leiti misvitlausir krakkar, sítalandi í frösum án nokkurrar frumlegrar eða einstaklingsbundinnar hugsunar.

Ég held að askan sé skömminni skárri en eldurinn.

Í dag felst varnarbaráttan í hinu illskásta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2019 kl. 23:57

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Kolbeinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2019 kl. 23:57

13 identicon

Tek heilshugar undir þessi orð þín Ómar, að í dag felist varnarbaráttan í hinu illskásta.  En einungis un örskamma stund.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.11.2019 kl. 00:26

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, verjendur Leníngrad enduðu á því að taka Berlín, en það breytti því ekki að Leníngrad þurfti að verja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2019 kl. 07:38

15 Smámynd: Júlíus Valsson

Svifrikið í höfuðborginni byrgir okkur sýn. Greinilega fæst betri yfirsýn um landið frá hásléttum Austurlands. Takk Ómar fyrir leiðsögn þína í gegn um moldviðrið. 

Júlíus Valsson, 17.11.2019 kl. 12:41

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Júlíus.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2019 kl. 16:13

17 identicon

Heill og sæll Ómar

Mig langar til að vekja hér athygli á því sem sú ágæta Lilja Mósesdóttir hefur um þetta Samherjamál að segja.  Mér virðist hún hnykkja þar á því helsta sem þetta mál varðar.  Lilja skrifar eftirfarandi á feisbókarsíðu sína:

"Fróðlegt er að fylgjast með umræðunni í kjölfar umfjöllunar Kveiks um greiðslur Samherja til áhrifamanna í Namibíu í gegnum skattaskjól á Kýpur og Dubai. Margir telja að markaðsvæðing kvótakerfisins muni m.a. koma í veg fyrir slíka spillingu á Íslandi. Markaðsvæðing kvótakerfisins í Namibíu sýnir að þessi leið hefur sína galla. 

Hvað getum við þá lært af Samherja-skandalnum? 

Jú, að sala og leiga á fiskikvóta er uppspretta mikils auðs sem margir reyna að fela í skattaskjólum til að komast hjá því að fjármagna velferðarkerfi okkar og margra fátækra landa í m.a. Afríku. Á Íslandi eru skattaskjólspeningarnir síðan notaðir til að kaupa meiri kvóta, fyrirtæki, fjölmiðla og aðrar eignir.   

Það verður ekki komið í veg fyrir undanskot og peningaþvætti fyrr en auður, sem nýtur verndar í gegnum falið eignarhald á fyrirtækjum og reikningum í skattaskjólum, verður skattlagður! Fyrsta skrefið í þá átt er að skattyfirvöld fái víðtækar heimildir og fjármagn til að rannsaka sölu og leigu á kvóta aftur í tímann með það fyrir augum að afhjúpa og sekta skattaundanskot. Næsta skref er að innleiða í lög ákvæði um að gefa verði upp nöfn eigenda fyrirtækja og reikninga í skattaskjólum, þegar fjármagn er fært frá Íslandi inn á þessa reikninga. Jafnframt þarf að vinna að því alþjóðlega að banna fjármagnsfærslur til þekktra skattaskjólslanda. Ef þessi leið reynist ófær, þá er ekki um annað að ræða en að banna framsal og leigu á kvóta og koma upp byggðakvótakerfi. Við munum aldrei sætta okkur við að hópur auðmanna ræni okkur velferðinni og atvinnutækifærunum!"

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.11.2019 kl. 16:38

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Þessi orð Lilju framkölluðu þau viðbrögð mín að ég sagði "loksins, loksins", og fagnaði þar rödd skynseminnar inní umræðuna, að við þyrftum að takast á við það kerfið sem auðmenn nota til að spila samfélög sín uppúr skónum.

Ég las þessa feisbókarfærslu á sama tíma og ég las hina svo kallaða eldmessu Ragnars Þórs, og þar sá maður regindjúpin milli hógværs málflutnings sem leitar leiða til lausna, og þeirra sem eru svo samdauna tungutaki frjálshyggjunnar að hún ljær þeim rök í andófi sínu.

Eða eins og Tolkien sagði á þá vegu að þeir gerðu sér ekki grein fyrir orð þeirra væru orð Saurans, en hann var birtingarmynd illskunnar í forspá um baráttuna við frjálshyggjuna.

Ekki það að Ragnar hafi ekki verið helv. góður, en á meðan hann fattar ekki hver fóðrar hugsanir hans, þá er hann í raun hluti af vandanum, en ekki partur af lausninni.

Þess vegna pistla ég Pétur eins og ég geri hér að ofan, og eins og ég gerði í nýjasta pistli mínum.

"Lærðu að þekkja óvininn" er leiðarstef þeirra, og því miður er sá brunnur ekki tæmdur, vona samt að ég fái frétt til að tengja við á morgun, það er mál að linni.

Ekki að það sé borin von til að fá fólk til að fatta hver eða hvað stýrir orðræðu þess, og frjálshyggjan magnast, það er engin að kveða hana í kútinn, en hugsanir krefjast lausnar úr prísundum hugans og lítt þýðir að hefta þær.  Þá fær maður kannski flóafrið til að hugsa meir um það sem angrar menn þessa dagana, þetta var ekki orðið einleikið með spilamennsku United. 

Vona að birta jólanna nái að lýsa upp spilamennsku liðsins svo ljósberinn Sólsker fái flóafrið fyrir úrtölu röddum og niðurrifi.

Síðan er ég langleitur að bíða eftir hamfarahlýnuninni, var í miðju verki þegar frostahaustið mikla skall á, og ég þarf eiginlega að sjá fyrir endann á því verki, elli kelling yngir mann ekki svo ekki er vísan að róa þegar kemur að því standa við gefin loforð. 

Og hvernig er það með ICexit, er öllum sama um hjáleigusambandið og markaðsvæðingu orkunnar??

Fólk sem getur ekki einu sinni varið ylinn og hitann, eða sjálfstæði þjóðarinnar, ætti ekki að ljá tungutaki frjálshyggjunnar raddir sínar, eða dansa ræl sem efnahagsböðlar hrægammanna spila undir.

Uhhh, fari það í kolað.

En ofsalega verð ég glaður ef við vinnum næsta leik, allavega að við spilum boltanum oftar fram á við en aftur á bak.

Því það er eitt sem höfðingjarnir geta ekki rænt mann, gleðinni yfir hinu hversdagslega, yfir hinu fagra og smáa.

Og helv. spiluðu strákarnir mínir (þeir eru 7) gott blak í morgun þegar þeir spiluðu við 18, 19 tvítuga stráka í 2. flokki Þróttar, suma landsliðmenn, þeir 15 ára að meðaltali, og fengu þá eldri til að fölna.  En ég tek það skýrt fram að blakmótið var ekki samfélagslega styrkt af Samherja, þó kannski Síldarvinnslan hefi einhvern aur látið af hendi rakna.

Samkvæmt Drífu Snædal þá er slíkt ákaflega ljótt þegar þorpin og þorpararnir eiga í hlut, við getum alveg gert eins og öll félög fyrir sunnan, leitað stuðnings hjá verslun og þjónustu.  En æ, hún er víst öll fyrir sunnan, aðeins útibú hérna með fólkið á gólfinu og kannski einum verkstjóra sem kallast útibústjóri.

Já, við eigum víst að fara aftur í torfkofana og kenna þar börnum okkar að spinna og prjóna, og sauma sauðskinnsskó, meiri ófétar þessir kvótagreifar að ástunda blekkinguna sem þeir kalla samfélagslega ábyrgð, auðvitað er slík ábyrgð aðeins til í Stór Reykjavík.

Blakið var samt skemmtilegt, og þessir sjálfskipuðu hrokagikkir mega bara éta það sem úti frýs.

En hvernig er hægt að fá fólk til að leggja við eyru þegar skynsemisverur tjá sig, veit ég ekki.

En þó fáir hlusta, eru þær sem slíkar djásn mannsandans.

Svo er það hann Sólsker, hann er líka ágætur, og já Klopp.

Það er nú það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2019 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 153
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 858
  • Frá upphafi: 1320705

Annað

  • Innlit í dag: 124
  • Innlit sl. viku: 740
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband