Önn­ur bylgja veirunn­ar er ekki úti­lokuð

 

Segja stjórnvöld á Nýja Sjálandi sem hafa leyft landsmönnum að lifa án ótta og án innilokunar núna í 100 daga, sama tíma og við hefðum getað lifað án veirunnar ef henni hefði ekki verið vísvitandi hleypt inn með ótímabæri opnun landamæranna.

Hvað sem verður í framtíðinni þá verða þessir 100 dagar aldrei metnir til fjár, líf án ótta í miðjum heimsfaraldri.

Almenningur þarf að vera á varðbergi en að öðru leiti getur hann lifað sínu eðlilegu lífi, nema sú heimska að ferðast óhindrað til annarra landa í miðjum heimsfaraldri er bönnuð.

Heimska er nefnilega ekki lýðréttindi á dauðans alvöru tímum, heldur ógn gegn heilsu og heilbrigði, lífi og limum samborgaranna.

 

Önnur bylgja veirunnar er óhjákvæmileg segir Þórólfur sóttvarnarlæknir, og það er réttlæting hans á því að vera ábyrgðarmaður þess faraldurs sem við glímum við í dag, og ógnar öllu daglegu lífi fólks.

Undir eru skólar, menning og listir, að ekki sé minnst á daglegt líf án ótta.

Við glímum við faraldur en Ný Sjálendingar ekki.

 

Skýringin er ákaflega einföld.

Það er grundvallar eðlismunur á sóttvörn sem útilokar ekki faraldur en reynir að hindra smit við landamæri, og sóttvörn sem telur faraldurinn óhjákvæmilegan, eins konar náttúrulögmál líkt og sólarupprás, og reynir því ekki að hindra smit á landamærunum nema að nafninu til.

Til hvers að berjast við það sem verður ekki forðað??

 

Þessi uppgjöf, þessi afneitun á möguleikum mannsandans til að sigrast á farsótt, er skýring þess að við sem samfélag erum smituð en Ný Sjálendingar ekki.

Og fyrst að við gátum ekki smitast af sjálfum okkur, þá fluttum við inn smit til að staðfesta kenninguna um að næsta bylgja væri óhjákvæmileg.

Getum þá bent á þjóð sem gætir ekki nógu vel að sóttvörnum sínum, ásökum fólk, skömmumst svo í því, og lökum síðan á öll samskipti þess.

 

Þannig er Ísland í dag.

Og þó æ fleiri rísi upp og mótmæli, þar fremstur í fararbroddi Kári Stefánsson, þá er samstaða stjórnmálastéttarinnar í takt við múlbundna fjölmiðlamenn næstum algjör, þjóðina á að smita, og hún skal haldast smituð þar til yfir líkur og lækning finnst við vágestinum.

Bakhjarl þessarar smitstefnu er síðan hjörð hinna jarmandi meðvirku sauða, sem labba gæsataktinn inní dilka sóttkvíarinnar.

Taka þegjandi á sig skaðann og tjónið, loka með bros á vor aldraða foreldra sína inná hjúkrunarheimilum, og sjálfa sig á eftir þegar grunur um smit fer hraðar um samfélagið en sinueldur á þurru vorkveldi.

Enda hver þarf lifandi samfélag þegar hægt er að hafa helgi eftir helgi með Helga í sjónvarpinu??

 

Fjöldinn ber síðan harm sinn í hljóði, bítandi á jaxlinn, vitandi að hann þarf að hlýða Víði ef nokkur von sé til að sigrast á vágestinum.

Fólk óttast að opinská mótmæli skaði Víði og varnirnar gegn vágestinum.

Sem er rétt að því marki að hlýðni við Víði er forsendan, og mótmæli gegn smitstefnunni mega ekki snúast uppí andhverfu sína, að stuðla að nýsmiti meðal þjóðarinnar.

 

Það breytir því samt ekki að við þurfum líka að styðja Kára.

Vegna þess að hann hefur rétt fyrir sér.

 

Raunveruleikinn skar úr um að önnur bylgja farsóttarinnar er ekki útilokuð, en hún er alls ekki óhjákvæmileg.

Líkt og að raunveruleikinn hefur svo margoft sagt, að það eina sem stuðlar örugglega að ósigri er uppgjöfin, að það sé hætt að berjast.

Vissulega hafa vágestir oft sigrað, og þegar er talað um ósigrandi andstæðing eða því sem næst ósigrandi andstæðing, þá er það vegna þess að hann hefur alltaf sigrað eða hefur þá yfirburði að ætla mætti að vonlaust væri að kljást við hann.

Líkt og Bretar upplifðu vorið 1940 þegar illskan virtist vera allsráðandi í Evrópu.

 

En þá var maður sem sagði í Bretlandi, við gefumst ekki upp, þó rök hans fyrir frekari baráttu með heykvíslum gegn skriðdrekum voru frekar ósannfærandi.

En eldmóður hans fylkti liði um allan heim og illskan var brotin á bak aftur, þó í bili væri.

 

Og hver hefur ekki heyrt um Davíð sem sigraði Golíat eða Leicester sem braut ofurvald peninganna á bak aftur.

Að ekki sé minnst á Nýja Sjáland og sigur þeirra yfir vágestinum.

 

Þetta er hægt.

En ekki undir stjórn uppgjafarinnar.

Þá er eins gott að gefast upp strax og bjóða veiruna velkomna án andspyrnu.

 

Það er valið í dag.

Þar er enginn millivegur.

 

Ég vel Kára.

Þó ég hlýði Víði.

Kveðja að austan.


mbl.is Hundrað dagar án innanlandssmits á Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir höfðinu dansa limirnir.

 

Eftir að ráðherra ferðamála afhjúpaði fáheyrða heimsku og vanþekkingu þegar hún taldi sig umkomna að rífast við raunveruleikann og við Gylfa Zoega prófessor, sér miklu fróðari mann um hagfræði, í viðtali sem hvorki forsætisráðherra eða fjármálaráðherra hafa séð ástæðu til að leiðrétta, þá er ljóst að þjóðin er leidd af fólki sem tekur faraldurinn ekki alvarlega.

Enda skýrði sóttvarnarlæknir frá því óbeint í viðtali við Rúv í hádeginu, að hann yrði líka að taka tilliti til fólks sem vildi hafa landamærin því sem næst galopin.

 

Núna berast fréttir af því að ástandið sé næstum stjórnlaust að kveldi til í Miðborg Reykjavíkur, og lögreglan á vettvangi valdlaus til að grípa inní.

Hafi veiran farið út að skemmta sér með einhverjum smitbera, þá er ljóst að hún hefur smitað marga þetta eina kvöld, og muni halda áfram að gera svo ef yfirvöld grípa ekki inní.

Sem ekkert bendir til þess að þau geri, heldur herði reglur hjá saklausu fólki, læsi eldra fólk inni og hreki fólk með undirliggjandi sjúkdóma í felur.

 

Ástandið í miðbæ Reykjavíkur endurspeglar nefnilega ástandið í ríkisstjórn Íslands, nema að í miðbænum voru fyllibyttur að verki, en óljóst að svo sé á fundum ríkisstjórnarinnar.

Meðan ríkisstjórnin tekur faraldurinn ekki alvarlega, hvernig er hægt að ætlast til að ungt drukkið fólk geri slíkt??

 

Í þessu sem og öðru þegar dauðans alvara ógnar öryggi þjóða, heilbrigði og heilsu, þá verður fordæmið, leiðsögnin að koma að ofan.

Limirnir taka ekki vals varúðarinnar þegar höfuðið vill tjútta dansinn kenndan við Hruna.

Þar sem endalokin eru þekkt og víðkunn.

 

Ef lögreglan hefði haft vald til að loka þeim stöðum þar sem sóttvarnir voru ekki virtar, þá yrði ekki kvartað um næstu helgi, veskið sæi til þess.

Hvort skemmtanaþyrst ungt fólk fyndi sér annan farveg er öllu erfiðara að spá um, þar reynir á sóttvarnir okkar hinna sem eldri eru, hvort við grípum inní þegar nágrenni okkar er breytt í skemmtistaði.

En þetta er verkefni sem þarf að takast á við.

 

Hins vegar skiptir litlu máli hvað við limirnir gerum ef höfuðið er staðráðið í að hleypa smiti inní landið óháð þeim skaða sem það hefur valdið, og þeirri ógn gagnvart daglegu lífi fólks sem sóttvarnaryfirvöld boða á næstu dögum.

Undir eru skólar, menning, listir, að ekki sé minnst á blessaðan fótboltann sem berst fyrir því að fá að klára mót sín. 

Og það eina sem höfuð segir, til fjandans með þetta allt saman.

 

Þá er gott að eiga gikkinn Kára sem talar þó mannamál á góðri íslensku;

"Kári seg­ist vilja að við ger­um þá kröfu að þeir sem hingað koma fari all­ir í skimun, fimm daga sótt­kví og síðan aft­ur í skimun, það sé ein­fald­lega spurn­ing um lík­indi.

Kári seg­ir að það eigi ekki að hvíla á herðum Þórólfs að ákveða hvað skuli gera. Stjórn­völd ættu að setja fram beiðni á grund­velli þess sem þau kjósa og Þórólf­ur ætti að ráðleggja stjórn­völd­um í sam­ræmi við það.

Kári seg­ir það al­gjört grund­vall­ar­atriði að börn geti farið í skóla og við sem sam­fé­lag stundað það menn­ing­ar­líf sem við nær­umst á.".

 

Við getum lifað án ferðaþjónustunnar, en ekki til lengdar án lifandi samfélags.

Með samfélagslegum og peningalegum aðgerðum má hjálpa ferðaþjónustunni að komast í gegnum þennan heimsfaraldur, fyrir utan að smitlaust land verður alltaf aðlaðandi kostur fyrir fólk sem vill flýja smitóttan heima fyrir.

Það eru nefnilega tækifæri í smitlausu landi.

 

Kári stjórnar ekki, hefur aldrei beðið um það hlutverk.

Ríkisstjórnin þykist ekki stjórna, heldur felur sig að baki sóttvarnalækni sem á völd sín undir að hlýða henni í einu og öllu.

Og hann á að hengja ef illa fer.

 

Það er ef við rísum ekki upp og segjum eins og forðum.

"Vér mótmælum öll".

 

Eða sættum okkur við Hrunadansinn.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Sumir staðir „í bullinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráherra deilir við raunveruleikann.

 

Núna þegar grunur um smit hefur á Hrafnistu, fréttir hrannast upp af smitum sem ekki er hægt að rekja, hurðum er skellt aftur á hjúkrunarheimilum, fólk í áhættuhópum er farið að loka sig inni, lögreglan bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á Norðurlandi Eystra er að missa mannskap í sóttkví með tilheyrandi álagi á restina og SÓTTVARNARYFIRVÖLD LÝSA ÞVÍ YFIR AÐ FARALDUR ER SKOLLINN Á, þá er þetta haft eftir ráðherra ferðamála á Íslandi.

"En áhættan af því að skima og hleypa fólki inn er svo lítil að ég get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn til þess að tryggja þessa innlendu eftirspurn.".

Og maður spyr sig í hvaða heimi lifir blessuð manneskjan því ljóst er að hún er ekki í þeim heimi sem við hin lifum í og þarf að glíma við afleiðingar af ótímabæri opnun landamæranna.

Ef nýr faraldur er dæmi um litla áhættu, hvað þarf þá til að telja áhættuna mikla??

 

Í síðasta pistli mínum rakti ég gagnrýni heilbrigðisstarfsmanna á hina ótímabæru opnun landamæranna án undangenginnar sóttkvíar, það þarf ekki að deila um að allt sem þeir óttuðust hefur gengið eftir.

Ég benti líka á viðtal við Gylfa Zoega hagfræðiprófessor þar sem hann taldi að ávinningurinn af opnun landamæranna gæti aldrei vegið upp áhættuna á að hér yrði öllu lokað á miðju sumri, sá skaði sem hið innlenda hagkerfi yrði fyrir væri margfaldur á við þær tekjur sem ferðamannaiðnaður á tímum heimsfaraldurs myndi skila nettó í hagkerfið.

En fyrst og síðast benti Gylfi á að það að lifa og vera venjuleg manneskja, snérist ekki bara um krónur og aura, hin sönnu gæði fælust í öllu því sem ný smitbylgja kórónuveirunnar ógnaði; "„Þetta eru svona almannagæði að geta búið í landi þar sem að er ekki farsótt, þar sem að fólk getur mætt í vinnu, farið út að borða, það getur hist. Og þessi almannagæði eru svo mikilvæg að maður má passa sig að gera ekkert sem að stefnir þeim í voða.".

Og hvaða óbrjálaður maður tekur ekki undir þessi orð Gylfa, sérstaklega núna þegar nýr faraldur er skollinn á?

 

Gylfi hnykkir á þessum rökum í nýlegri grein í tímaritinu Vísbendingu og í viðtali við Ruv vegna þessarar greinar má lesa hvernig hann afgreiðir þau rök opnunarsinna að hagsmunir ferðaþjónustunnar hafi kallað á hina ótímabæru opnun;

" .. segir Gylfi að ábatinn af því að slaka á ferðatakmörkunum til Íslands hafi verið ofmetinn. Hann minnir á að opnun landamæranna hafi líka falið í sér að Íslendingar færu til útlanda. Ef ferðatakmarkanir hefðu ekki verið rýmkaðar hefði eftirspurn Íslendinga hér á landi bætt upp fyrir tekjumissinn af ferðamönnum að miklu leyti. „Við höfum séð stóraukna eftirspurn Íslendinga innanlands eftir vörum og þjónustu,“ segir hann. Í fyrra hafi Íslendingar eytt um það bil 200 milljörðum erlendis en í sumar hafi þeir eytt stórum hluta þessara fjármuna hérlendis".

Þetta er ekki flókið, fólk þarf að taka sér frí, geti það ekki farið í frí til útlanda, þá fer það í frí innanlands, og er líklegt til að eyða svipuðum fjárhæðum og það gerir erlendis.  Og til að ýta undir það var stjórnvöldum í lófa lagt að draga tímabundið úr álögum á ferðaþjónustuna, þar var til alls að vinna því það eru jú engar tekjur af gjaldþrota atvinnugrein.

 

Í haust hefði síðan verið hægt að meta stöðuna í ljósi þróun faraldursins í nágrannalöndum okkar, eitthvað sem var ekki vitað í vor, en er vitað núna, faraldurinn er farinn úr böndunum eða er að fara úr böndunum, víðast hvar í Evrópu sem og í Norður og Suður Ameríku.

En við hefðum getað lifað án ótta í sumar, við sætum ekki uppi með hið samfélagslega tjón sem seinni bylgjan hefur þegar valdið og mun valda næstu vikur, og ekki hvað síst, þá værum við smitlaust land sem gæti boðið fólki upp á athvarf í heimi þar sem farsótt geisar.

Ég hygg að margur hefði lagt á sig sóttkví fyrir það athvarf og öryggi, og hefði jafnvel orðið sóknarfæri fyrir íslenska ferðaþjónustu.

 

Gylfi bendir síðan á hvar hinn raunverulegi skaði liggur.

Og hann er ekki að ein atvinnugrein, hversu mikilvæg sem hún annars er, þurfi að aðlaga sig að raunveruleikanum á tímum heimsfaraldurs, heldur afleiðingarnar á allt annað í samfélaginu;

" „Eins og við sjáum erlendis þar sem farsóttin herjar á þjóðfélög. Þar lamar hún efnahagsstarfsemi innanlands. Fólk þorir ekki að fara í verslanir, fólk mætir ekki til vinnu og svo framvegis. Og ég held að hagurinn af því að opna hafi verið ofmetinn og áhættan vanmetin,“ segir hann.

Í Vísbendingu skrifar Gylfi að með ákvörðunum sínum um opnun landamæranna hafi stjórnvöld stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu. Til dæmis þeim gæðum fólks að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað. Þar með hafi efnahag landsins einnig verið stefnt í hættu. ...

.... „En það sem skiptir líka máli er önnur þjónusta sem ekki tengist ferðamönnum. Þjónusta sem lamast í farsótt. Öll þjónusta innanlands og þorri atvinnulífsins krefst þess að fólk hittist, vinni saman á skrifstofum, sé að kaupa hvert af öðru í verslunum, að þeir sem séu að byggja ný hús geti mætt á byggingasvæði,“ segir hann. Þá minnir hann á að ekki megi gera lítið úr þeim lífsgæðum sem felast í því að búa í samfélagi þar sem engin farsótt geisar.".

 

Það lifir enginn til lengdar í lokuðu samfélagi, og samfélagið er ekki lokað vegna þess að fólk, hvort sem það er ferðamenn eða við á faraldsfæti, þurfum að fara í sóttkví við landamærin.

Samfélag er lokað þegar sóttvarnir leyfa aðeins lágmarkssamskipti á milli einstaklinga, banna alla viðburði, hvort sem það er á sviði íþrótta, skemmtana, lista eða annarra afþreyingar.

Það þrífst ekkert heilbrigt mannlíf í stöðugum ótta.

 

Þetta eru staðreyndir raunveruleikans, og við þessar staðreyndir rífst ráðherra ferðamála í viðtali við Ruv eða þeirri grein sem Mbl.is vitnar í.

Hver einasta setning hjá henni er annaðhvort röng, heimsk eða lýsir algjöri vanþekkingu á samfélagi fólks og þeim athöfnum þess sem við köllum efnahagslíf.

Rosalega sorglegt.

 

Það er staðreynd að opnun landamæra án sóttvarna myndi óhjákvæmilega leiða til nýs faraldurs vegna þess að skimun fyrir veirunni á landamærunum er ekki örugg. Þetta snýst ekki um þá sem eru mældir og hve stórt hlutfall þeir eru af heildarfjölda skimaðra, þetta snýst um þá sem sleppa framhjá ratsjá sóttvarnayfirvalda og valda nýrri smitbylgju í samfélaginu.

Fyrirfram var ekki vitað hverjir myndu smita, vissulega líklegra að það væru Íslendingar eða erlent farandverkafólk vegna nánari tengsla út í samfélaginu, en hinn upphaflegi óþekkti smitberi getur alveg eins verið erlendur ferðamaður. 

Skiptir samt engu máli, smitið er óhjákvæmilegt, og um það hefur raunveruleikinn skorið úr um, ekki bara hér, heldur líka hjá öðrum þjóðum sem héldu að það væri hægt að hafa stjórn á innflutningi á smiti.

 

Það er líka staðreynd að ávinningurinn af opnun landamæra núna í sumar var alltaf vafasöm vegna þess að líklegt var að innlend eftirspurn héldi lífi í ferðamannaiðnaðinum.

Í haust var svo hægt að meta næstu skref út frá þróun mála í nágrannalöndum okkar.

 

Loks er það staðreynd að ótímabær opnun landamæranna ógnaði allri innlendri þjónustu, og sá skaði er hinn raunverulegi skaði af völdum farsóttarinnar.

Opnun landamæranna ógnaði stærri almannahagsmunum fyrir minni hagsmunum sérhagsmuna.

Og opnun landamæranna var bein ógn við heilsu og heilbrigði þjóðarinnar, margfaldur á við þann tilfinningalega skaða þotuliðsins að fá ekki að ferðast um heiminn á tímum farsóttar.

 

Firringuna í rifrildi ferðamálaráðherra við raunveruleikann má síðan lesa í þessum aulahúmor hennar; "Í þess­ari stöðu kem­ur á óvart að Gylfi Zoëga skuli í grein sinni í Vís­bend­ingu leggja áherslu á að við þurf­um ekki er­lenda ferðamenn því að staða efna­hags­mála sé fram­ar von­um og þannig hafi t.d. merki­lega marg­ir keypt gist­ingu á lands­byggðinni í sum­ar. Þetta slær mig svo­lítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í haus­verk­inn að morgni. Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hring­inn í októ­ber,“ skrif­ar Þór­dís.".

Sem staðfestir að hún er ekki beintengd við raunveruleikann eða þá að þetta er enginn húmor.

 

Það fer enginn erlendur ferðamaður hringinn í október.

Fattar hún það ekki??

Við höfum misst stjórn á ástandinu.

 

Hvort sem það er þjóðin sem fær nóg af herkvínni og grýtir hina erlendu ferðamenn, eða þeim verður meinað að ferðast til Íslands án þess að vera skyldaðir í sóttkví við heimkomuna, þá er engin að ferðast í haust í miðri seinni bylgju heimsfaraldursins.

Ótímabær opnun landamæranna eyðilagði þann möguleika.

Við erum ekki lengur griðland.

 

Veiran gengur laus.

Ólíkt því sem var í vor.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Ferðamenn ekki vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp er runnin Ögurstund.

 

Þar sem næstu dagar skera úr um hvort sóttvarnaryfirvöld nái tökum á innflutta smitinu.

 

Þar verðum við öll að leggjast á eitt, hversu ósátt við annars erum við að vera lent í þessa stöðu, eða þær ákvarðanir sem leiddu til hennar.

Samstaðan og fullur stuðningur er okkar eina vopn á þessari Ögurstundu, að við hlýðum Víði sem aldrei fyrr, og gætum að okkar eigin sóttvörnum.

Og munum að eigin sóttvarnir eru ekki fyrir okkur sem slík, heldur er það skylda okkar við náungann að hann þurfi ekki að óttast að við smitum, því þetta er slæm pest sem þar að auki getur verið lífshættuleg fyrir marga.

 

Lán okkar Ögurstundinni er gikkurinn Kári klári og sú óendanlega þrjóska hans að hafa byggt upp fyrirtæki sem er í fremstu röð á sínu sviði í heiminum.

Hæfni Íslenskrar erfðagreiningar til að rekja og þefa uppi dulið smit í samfélaginu mun ásamt okkar persónulegu sóttvörnum skipta sköpum og við munum sigra þennan vágest líkt og við gerðum síðast þegar honum var viljandi hleypt inní landið.

Sem og að Kári bendir á hið augljósa, við sigrum ekki þetta stríð nema lokað sé fyrir nýsmit í gegnum landamærin.

 

Í þessu efni er ekkert val og ábyrgðina þurfum við að axla.

Við þurfum líka að axla þá ábyrgð að krefjast að okkur sé sagt satt og þeir sem tóku þær ákvarðanir sem leiddu til þessarar seinni bylgju axli líka sína ábyrgð.

Með því að biðjast afsökunar og lofa því að endurtaka ekki sömu mistökin aftur, næg verða þau samt sem liggur í hlutarins eðli þegar menn glíma við óþekktan vágest sem er síbreytilegur og ógnar svo mörgu, hvort sem það er efnahagur, lífstíll okkar eða það sem skiptir mestu, heilsu, lífi og velferð fólks.

Þessa ábyrgð þurfa sóttvarnaryfirvöld að axla, á Ögurstundu gengur ekki að benda sífellt á aðra, ekki ef menn ætlast til þess að þessir aðrir axli sína ábyrgð og geri það sem þarf að gera.

 

Það er rétt hjá sóttvarnarlækni að á meðan lækning ekki finnst, þá munum við upplifa svona tímabil þar sem veiran blossar upp, þrátt fyrir ýtrustu aðgæslu, og þá þarf að herða sóttvarnarreglur, en jafnframt er nauðsynlegt að slaka á þeim og leyfa fólki að lifa eðlilegu lífi eins og hægt er með svona vágest vomandi yfir.

En það afsakar ekki þær röngu ákvarðanir sem leiddu til núverandi bylgju, ekki frekar en það er afsökun hjá slökkviliðsmanninum sem var handtekinn í Kaliforníu fyrir að hafa vísvitandi kveikt nýja elda, að þeir hefðu kviknað hvort sem er.

Við hið óviðráðlega verður ekki ráðið, en við ráðum yfir því sem við ráðum.

Náttúran sér um að kveikja elda á þurrkasvæðum, en hún þarf ekki okkar hjálp til þess.  Ekki frekar en að farsóttin þurfi okkar hjálp til að smita á ný.

Okkar skylda er að hindra það, ekki að stuðla að því.

 

Við megum aldrei gleyma að sóttvarnaryfirvöld vissu að skimun á landamærum væri ekki örugg, og þó almenningur sem slíkur gerir sér ekki grein fyrir því, þá er það meitlað í grunn þekkingar sóttvarna, að farsótt þarf aðeins eitt smit til að blossa uppá ný.

Það er skýring þess að læknarnir sem voru í fremstu víglínu brugðust harkalega við fyrstu fréttunum af ótímabæri opnun landamæra þjóðarinnar.

Þetta sögðu þeir áður en þaggað var niður í þeim.

 

"Fyrrum yfirlæknir COVID-19 deildar Landspítalans segir það hafa komið heilbrigðisstarfsfólki í opna skjöldu þegar yfirvöld tilkynntu um að landið verði opnað fyrir ferðamönnum með takmörkunum 15 júní.

„Það verður að viðurkennast að mér fannst þetta koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég áttaði mig ekki alveg á því að við værum að fara að opna landið svona snemma. En að sama skapi, það veit enginn hvenær rétti tímapunkturinn er. Er það núna eða er það seinna? Þarna náttúrlega togast ólík hagsmunaöfl á,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, sem gegndi stöðu yfirlæknis á COVID-19 deild Landspítalans á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi....  „Auðvitað erum við pínu óróleg yfir þessu plani. Ég held að þarna ráði önnur sjónarmið för en heilbrigði Íslendinga og ég held að það hafi ekki átt sér stað neitt víðtækt samráð við heilbrigðisstarfsfólk um þessa opnun,“ segir Ragnar.".

Það eru margir sem eiga þessum manni og samstarfsfólki hans líf sitt að þakka.

Orð hans voru léttvæg metin og algjörlega hundsuð.

 

Og Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landsspítalans var ekkert að skafa utan af því þegar hann sagði; "„Ég held að þessi sterku viðbrögð fólks séu að sumu leyti angist eða ótti um að við séum að kalla yfir okkur hörmungar, sem kann að vera að við séum að gera í ljósi þess sem við þekkjum utan úr heimi, þar sem samfélög fóru hryllilega illa út úr þessu. Við virðumst hafa sloppið fyrir horn enn þá alla vega. Mér finnst þetta vera réttmæt tilfinning hjá fólki að þetta muni kannski verða eitthvað hræðilegt tímabil. Það er alveg skiljanlegt.".

Mótrök sóttvarnarlæknis var að þessir læknar hugsuðu aðeins dæmið út frá þröngum sjónarmiðum síns sérsviðs, það yrði líka að gæta að heilbrigði þjóðarinnar í víðara samhengi.

En ljósi þess að þjóðin var eins og kálfar að vori þegar sóttvörnum var aflétt, fólk naut frelsis, ferðaðist um land sitt, hreyfði sig meira, ánægt að fá að lifa eðlilegu lífi, þá er fátt sem rennir stoðum undir þessi orð sóttvarnarlæknis, nema hugsanlega áhyggjur af þotuliðinu, að það upplifði einhvers konar áfallaröskun að geta ekki lengur ferðast að vild.

 

Heilbrigðisrök lágu því ekki að baki samþykkis sóttvarnaryfirvalda, allan tímann var ljóst að áhættan sem tekin var myndi fyrst og síðast bitna á heilbrigði þjóðarinnar, bæði beint með sýkingu og óbeint með öllum þeim áhrifum sem hertar sóttvarnir hafa á daglegt líf fólks, hinn undirliggjandi ótti, sjálfskipuð einangrun fólks í áhættuhópum, að ekki sé minnst á skerðingar á heimsóknum á dvalarheimili aldraða.

Þrýstingur hagsmunaafla og hin svokölluðu efnahagsleg rök skýrðu ákvörðun þeirra eins og slíkt sé á þeirra verksviði að meta.

Að það sé hlutverk sóttvarnarlæknis að þagga niður í gagnrýnisröddum heilbrigðistétta og kóa með rangri ákvörðun stjórnvalda út frá heilbrigðissjónarmiðum um að opna landamæri þjóðarinnar.

 

Sem og að efnahagslegu rökin voru allatíð umdeild.

Þjóð í höftum sóttvarna er um leið þjóð í efnahagslegum höftum, ávinningur af opnun landamæra þarf því að vera mikill til að hægt sé að réttlæta slíka ákvörðun.

Og hann er mikill ef vel tekst til, það er ekki spurning, opnun landamæra hlýtur alltaf að vera langtímamarkmið stjórnvalda, spurningin var miklu frekar um tímapunktinn.

Hversu skynsamlegt það er að opna landamæri í miðjum heimsfaraldri farsóttar?, sérstaklega í ljósi þess að það var vitað að við búum ekki yfir nógu góðri tækni til að greina öll smit með skimun.

 

Í dag þarf ekki að ræða þetta.

Spurningin snýst ekki um ávinninginn heldur hversu mikill skaðinn er.

Viðbrögð listamanna, veitingamanna og annarra sem urðu af miklum tekjum um síðustu helgi gefa vísbendingu, ef höftin eru komin til að vera vegna þess að við náum ekki að höndla okkar Ögurstund, þá er ljóst að margur reksturinn sem átti von, hefur fengið sitt síðasta rothögg.

Sem og að þeirri spurningu var aldrei svarað, hver er rekstrarlegur ávinningur af nokkrum tugþúsundum erlendra ferðamanna fyrir atvinnugrein sem ræður við að sinna hundruð þúsundum á álagstíma sínum. 

Ef enginn lokar, ef allir veðja, þá er víða gífurlegur taprekstur í greininni því tekjur duga ekki fyrir breytilegum útgjöldum.

Það sem er vont verður aðeins verra.

 

Afsökunin er þrýstingur hagsmunaafla sem er skiljanlegur, það er svo mikið undir.

Fyrirtæki í góðum rekstri eru allt í einu komin á vonarvol vegna ytri aðstæðna sem þau ráða ekkert við.

Og það er hrein og klár heimska af ætt óendanleikans að reyna ekki að tryggja tilveru þessara fyrirtækja og atvinnugreina sem heimsfaraldurinn ógnar, því faraldurinn gengur yfir og veldur nógum skaða, þó mannlegar ákvarðanir kenndar við hringekju innheimtulögfræðinga skilji ekki líka eftir sig sviðna jörð þegar þörf er á vinnufúsum höndum og öflugum fyrirtækjum til að hefja uppbygginguna að nýju.

Um þetta þarf ekki að deila, þrýstingurinn er skiljanlegur.

 

Málið er að örvæntingin er aldrei góður ráðgjafi, en varfærinn skynsamur maður er það hinsvegar á svona tímum.

"Skynsamlegt að taka lítil skref" er haft eftir Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði í frétt á Ruv þann fjórða júní síðatliðinn.

Rök úr ranni skynseminnar og mikillar þekkingar á hagfræði, rök sem aldrei var svarað eða rædd í fjölmiðlum vegna hjarðhegðunar eða beinna hagsmuna eiganda þeirra.

En raunveruleikinn ræddi og lagði í dóm;

 

" ... Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, segir mikilvægt að meta áhættuna sem hlýst af því, til dæmis ef faraldurinn tekur sig upp á ný hér í haust. „Það versta sem getur gerst er að það verði jafn mikill eða verri faraldur í haust og í vetur, því að það sem er gott hérna er að það hefur tekist að ná tökum á þessu þannig að hagkerfið innanlands og samfélagið er að komast í eðlilegt horf,“ segir Gylfi. „Og það má alls ekki gerast eins og hefur gerst svo oft í sögunni hér að hagsmunir fárra megi ekki verða til þess að heilsu og afkomu annarra sé stefnt í hættu.

Gylfi telur að hag­kerfið geti náð sér á strik þó svo að hingað komi ekki fjöldi ferðamanna á þessu ári. Innlend neysla landsmanna hafi dregið úr samdrætti og myndi gera það áfram. „Samdráttur í landsframleiðslu er 8% á þessu ári, og það er vel hægt að búa við hann, hann færir okkur bara aftur til 2016. Vandinn er sá að hann bitnar mjög mikið á hluta af þjóðinni, þeim sem að unnu í ferðaþjónustu. Þetta eru oft ungt fólk og innflytjendur,“ segir Gylfi. Kjör annarra hafi skerst mun minna eða jafnvel ekkert. Þetta auki ójöfnuð. Nær væri að koma til móts við þá sem verst urðu úti með öðrum hætti. Þá sé ekki víst að það auki hagvöxt að opna landið. Þó að erlendir ferðamenn komi inn með gjaldeyri sé hætt við að Íslendingar fari með fjármuni úr landi á móti. Þá geti kostnaðarsöm sýnataka og hættan á tveggja vikna sóttkví fælt ferðamenn frá. „Þegar að það er svona mikil óvissa þá er alltaf skynsamlegt að taka mörg, lítil skref,“ segir Gylfi, og bendir á að læknar séu ekki sammála um hvernig fara skuli að.

Ertu að leggja til að fresta opnun landsins? „Það að bíða hefur gildi,“ segir Gylfi. „Þetta eru svona almannagæði að geta búið í landi þar sem að er ekki farsótt, þar sem að fólk getur mætt í vinnu, farið út að borða, það getur hist. Og þessi almannagæði eru svo mikilvæg að maður má passa sig að gera ekkert sem að stefnir þeim í voða.“".

 

En Gylfi er ekki óviti og óviti þarftu að vera í dag til að á þig sé hlustað.

Eða þú sameinar það að vera frægur og vitlaus.

Þannig stjórnar auðurinn okkur í gegnum sína keyptu stjórnmálamenn og fjölmiðla sína.

 

Breytir samt ekki því að við upplifum Ögurstund, og við henni þurfum við að bregðast.

Sameinuð sem eitt.

Þannig sigrum við núna, og næst og næst.

 

Þrátt fyrir allt er það gott fólk sem leiðir okkur.

Við verðum að treysta því, og við vitum að það gerir sitt besta.

Og þess besta er það besta sem við höfum.

 

Lærdómurinn er síðan okkar allra.

Jafnt sóttvarnaryfirvalda, stjórnvalda sem og almennings.

 

Trúum og treystum.

Það er okkar sterkasta vopn.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Þrjú innanlandssmit í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forheimska fréttarinnar.

 

Er sú að halda að það séum við sem þurfum að hafa áhyggjur af útbreiðslu veirunnar í öðrum löndum.

Að það séum við sem setjum frekari skorður á ferðalög fólks frá öðrum löndum.

Þegar reyndin er sú að það erum við sem eigum á hættu að lenda á rauða listanum, og fólk sem kemur héðan verði skikkað í sóttkví við heimkomuna.

 

Aulaskapur Morgunblaðsins í fréttaflutningi af seinni bylgjunni, getur aðeins skýrst með söngnum sem kyrjaður var af í den og sungið var um aukavinnu.

Nema Mogginn heimtar ekki aukavinnu, hann heimtar ríkisstyrk.

Þó gjaldið sé að vera stilltur og þægur líkt og Ruv er búið að vera frá því fyrir Hrun.

 

Skyldi skilyrði Katrínar vera eitt stykki Reykjavíkurbréf sem lofsamar Svavarssamninginn kenndan við ICEsave??

Veit ekki en ég veit hver viðbrögð Morgunblaðsins yrðu.

 

"Við viljum ríkisstyrki".

Kveðja að austan.


mbl.is Landamærin við þolmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill er máttur fólks.

 

Sem getur sagt við samborgara sína að Fríið sé búið.

Að núna sé aftur óttinn og hræðslan.

Án þess að biðjast afsökunar á Ábyrgð sinni og að hafa látið undan þrýsting hægri öfganna í íslenskum stjórnmálum um að hleypa veirunni á ný inní landið.

Þó eru framfarir að viðurkenna að ástandið geti verið mjög alvarlegt því ekki er vitað um uppruna smitsins.

 

Vonandi er söngurinn þar með hættur um að svo og svo mörg þúsund hafi verið skimaðir við landamæri og ekki mælst smit nema í örfáum.

Því málið snýst um þann sem er með smit, og er hleypt inní landið án undangenginnar sóttkvíar.

 

Til að fólk skilji alvarleik málsins, því sóttvarnaryfirvöldum virðist vera það fyrirmunað, ekki nema að hræðslan við hægri öfganna er svo mikil að farin sé að minna á Stalín tímann í Sovétríkjunum, að þá var tilkynnt í Ástralíu að búið væri að lýsa yfir hæsta viðbúnaðarstigi í Viktoríu ríki í Ástralíu, og setja á útgöngubann á nóttu til í stærstu borg ríkisins, Melbourne.

Vegna seinni bylgju sem er við það að verða óviðránleg.

Seinni bylgju sem mátti rekja til óaðgætni öryggisvarða  á sóttvarnarhóteli borgarinnar.

 

Páll Þórðarson, Prófessor við UNSW háskólann í Sydney í Ástralíu skrifaði á Facebook og gaf Kvennablaðinu leyfi til að birta skrif sín undir fyrirsögninni "Farið ykkur hægt".

Ég ætla að leyfa mér að endurbirta hluta af þeim skrifum, til áréttingar um hve lítið þarf til að starta seinni bylgju farsóttarinnar sem lítt verður ráðið við;

 

"Við hér í Ástralíu erum nú að berjast við aðra bylgju af COVID í Melbourne með 150-200 smit á dag. Fyrir einungis 3-4 vikum var landið allt (með 70x fleiri íbúa en Ísland) komið niður í ca 10-20 smit á dag og nánast ÖLL þeirra einungis frá ferðafólki sem var inn á sóttkvíarhótelum og því ólíklegt til að smita út frá sér (sjá þó að neðan). Og þá var búið að aflétta flestum takmörkunum á samskiptum fólks.Hér voru reglur um ferðafólk mun strangari en á Íslandi.

Erlendum ferðamönnum er bannað að koma til landsins nema það sé hér í brýnum erindagjörðum. Ástralir og þeir sem erum með langtíma dvalarleyfi mega hinsvegar „koma heim“ en verða að fara í tveggja vikna sóttkvíahótel. Og ekkert múður með það!

En það var einmitt út af einu þessara sóttkvíahótela sem veiran „slapp“ aftur út í Melbourne. Í og með því að stjórnvöld þar, ólíkt öðrum fylkjum, voru að spara eyrinn og kasta krónunni með því að láta illa borgað og óþjálfað fólk sjá um öryggisgæslu á þessum hótelum. Sumir öryggisvarðana voru mjög svo kæruleysislegir í samskiptum sínum við sóttkvíargestina, hugsanlega í einhverjum tilfellum sváfu jafnvel með þeim! Og þannig „slapp“ veiran aftur út, hugsanlega var einn öryggisvarðanna líka það sem kallast „super-spreader“ og smitaði hundruðir manna.

Núna er búið að „loka“ Melbourne aftur, komið á samskiptabann og einnig búið að loka öllum fylkjamörkum Viktoríuríkis sem Melbourne tilheyrir.  ....

Forsætisráðherra Ástralíu Scott Morrison var að halda ræðu áðan og eitt af því sem að hann sagði er að stjórnvöld ætla að hægja enn frekar á straumi fólks til Ástralíu og minnka þar með álagið á sóttkvíarhótelin. Þ.e. það er ekki einu sinni að vera að tala um ferðamenn (það er ekki minnst á þá) heldur að hugsanlega verði settar enn frekar skorður við „heimferðum“ Ástrala sem hafa ekki þegar komið sér heim.

Takið líka eftir því að ferðamennska er þó nokkur stór iðnaður hér, ekki kannski jafn mikill og á Íslandi, en samt…. og hér dettur stjórnvöldum ekki í hug að leika sér með þann eld að hleypa ferðamönnum inn í landið. En eins og nýja bylgjan í Melbourne sýnir þarf ekki mikið til að skriðan fari aftur á stað.

Skil þess vegna alls ekki þessa léttúð í íslenskum stjórnvöldum sem virðast vera tilbúin til þess að fórna árangri Íslendinga í kveða COVID í kútinn bara fyrir nokkra ferðamannadollara. En kannski skiljanlegt af ríkisstjórn sem heldur að það sé hægt að setja veiruna í nefnd í 2 mánuði.".

 

Þetta eru aðvörunarorð sem hafa því miður gengið eftir.

Það þarf ekki nema einn súpersmitara í mannfjölda, og allt getur farið úr böndum.

 

Þá skiptir svo miklu máli að sóttvarnaryfirvöld séu með hreinan skjöld og nái að virkja aftur samstöðu og samkennd fólks svo hægt sé að sigrast aftur á veirunni.

Sá skjöldur er ekki hreinn í dag.

 

Og verður skítugri með hverjum deginum sem hjakkað er í hjólfari afneitunarinnar, hvað þá að fólki sé sagt að fórnir þess verði til einskis, því landamærin verði strax aftur opnuð um leið og stjórnvöld annarra landa leyfa aftur ferðalög til landsins.

Eða þá þeim verði hreinlega ekki lokað heldur verði tryggt stöðugt framboð nýsmita sem gera allar fórnir almennings tilgangslausar.

 

Það er tilgangsleysið sem fólk skynjar og er svo reitt út af.

Það upplifir sig fórnarlömb afla sem ekkert eru að hugsa um almannahag, heldur þrönga skammtímahagsmuni og hugsanlega þann tilfinningalega skaða sem þotufólkið getur orðið fyrir ef lokað er á stöðugar utanlandsferðir þess.

Og á þessu virðist engin breyting hafa orðið.

 

Það er synd.

Það gat verið allt öðruvísi.

 

Almannahagur og almanna og sóttvarnir í þágu almennings.

Kveðja að austan.


mbl.is Fríið er búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afneitun raunveruleikans.

 

Nær inní efstu þrep sóttvarna líkt og lesa má í þessu viðtali við yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landsspítalans.

Persónulegar sóttvarnar eru lykilatriði ásamt samfélagslegum sóttvörnum líkt og tveggja metra reglan er, samkomutakmarkanir og svo framvegis.

 

En það er útilokað að halda heilli þjóð í herkví svo mánuðum skipti vegna þess að stjórnvöld, með blessun sóttvarnaryfirvalda flytja vísvitandi inn smit svo almenningur er í stöðugri hættu, lifir í stöðugum ótta líkt og fólk á stríðstímum sem þarf að gæta sína á leyniskyttum, forðast sprengjuárásir, eyða öllu nóttum í loftvarnarbyrgjum vegna stöðugra loftárása.

Þá gerir fólk það vegna þess að það treystir á að það sé gert sitt ýtrasta til að verja þjóðina og sigra árásaraðilann, en ekki ef stanslaust er sagt við það;

Gætið ykkar, þetta er bara svona, ekkert við þessu að gera, árásirnar hætta einhvern tímann ef við látum nógu lítið fyrir okkur fara, þraukum góuna og þorrann eða alveg þar til árásarmennirnir nenna ekki að drepa okkur lengur.

Hvað þá ef árásunum linnir, að þá sé sent fax og óvinurinn beðinn um að taka upp fyrri iðju, því þeir sem ábyrgðina bera á vörnunum þola ekki lengur við að vera ekki í sviðsljósinu og brýna fyrir fólki persónulegar sóttvarnir.

 

Þannig er Ísland í dag.

Þegar við vorum orðin smitlaus, þá var sest á rökstólana og hugsað upp ráð til að fá veiruna aftur inní landið.

Og þegar hún kom þá hófst söngurinn um persónulegar sóttvarnir.

 

En að stöðva innflutninginn; Nei, nei, nei, það má ekki, þá er sviðsljósið ekki lengur okkar.

Hve hlálegt allt þetta er er fréttin núna rétt áðan á Mbl.is um ástandið í Leifsstöð í morgun.

 

Heimskan og vanvitið ríður ekki við einteyming.

Og sauðirnir jarma með.

Kveðja að austan.


mbl.is Mikilvæg vika fram undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að óttast segir sóttvarnarlæknir.

 

Smitið lítt útbreitt og við erum að ná tökum á ástandinu.

 

Í mér er uggur segir Kári og vill hertar aðgerðir, meðal annars að reynt sé að stemma stigu við innflutningi á nýsmiti við landamærin.

 

Hvor skyldi nú hafa rétt fyrir sér??

Kveðja að austan.


mbl.is 13 ný smit innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, þau kunnu ekki að skammast sín.

 

Og það er sorglegt því að játa afglöp og ábyrgðina á þessari seinni bylgju, er fyrsta skrefið í átt að samstöðu og einbeittum vilja til að þjóðin geti lifað lífi sínu án ótta eða í herkví fólks sem vísvitandi flytur inn veiruna til að viðhalda heljartökum sínum á íslensku samfélagi.

 

Þó vitgrannur blaðamaður, eða réttara sagt blaðamaður sem lifir í stöðugum ótta við að missa vinnuna sína ef fjölmiðill hans fær ekki þöggunarríkistyrk stjórnvalda, kói með og sér fyrir sér milljónaþjóð með opin landamæri að ótal öðrum þjóðum, þá er hann næstum einn um þá heimsku, við vitum öll eins og er að land okkar er eyja, og þjóðin er fámenn.

Það er einföld vinna að útrýma smiti,og það þarf einbeittan vilja hins heimska hægris að flytja það inn.

 

Vissulega getur komið upp smit þó gætt sé ýtrustu sóttvarna við landamærin en þá þarf að díla við það, og þá eru hertar aðgerðir það eina sem dugar.

Um þetta eru allir sammála, um þetta rífst engin.

En það er engin sátt um vísvitandi innflutning á smiti sem Þórólfur og Alma hafa lagt blessun sína yfir til að þóknast þeim ráðherrum ríkisstjórnarinnar sem tilheyra hinu heimska hægri, kannski hugsanlega nauðug ef þeim var hótað að annars yrði Brasilía eða Bandaríkin fyrirmyndin, er þar er veiran stjórnlaus vegna áhrifa heimskra hægrisinnaðra stjórnmálamanna á sóttvarnir viðkomandi landa.

En þetta er aðeins pæling til að reyna réttlæta afglöp og tilræði sóttvarnaryfirvalda við líf og heilsu þjóðarinnar.

 

Það er staðreynd að lokun landamæra var vendipunkturinn við að kveða fyrri bylgjuna niður, fram að því var smitrakningin alltaf að elta skottið á sjálfu sér líkt og hún er að gera í dag.

Um leið og landamærin voru opnuð aftur, það er að þeir sem komu þurftu ekki að fara í sóttkví, þá fóru smit að greinast á ný, og samkvæmt þekktri staðreynd um veldisaukningu smita, breiddust þau hægt og hljótt út um samfélagið svo aftur þurfti að byrja að læsa almenning inni á heimilum sínum.

 

Og aftur hlustum við á sömu afneitunina að þessi útbreiðsla veirunnar hafi ekkert með vísvitandi innflutning hennar að gera, heldur sé um að kenna slökum sóttvörnum almennings.

Plata sem Þórólfur spilaði í nokkrar vikur áður en lét undan og lokaði landamærunum, það er enginn kæmi inní landið án þess að fara í 14 daga sóttkví.

Aðgerð sem Kári kallar eftir í dag, en sóttvarnaryfirvöld ljá ekki máls á.

 

Og hvernig skyldi það nú fara??

Sigrar raunveruleikinn ekki alltaf að lokum??

Svona þegar menn gefast upp á að rífast við hann.

 

Hins vegar var vanþekking eða þjónkun við Brussel skýring þess að ekki var lokað í tíma, afglöp sem kostuðu mannslíf.

En hver er afsökunin í dag??

 

Og hver er afsökun hinna aumkunarverðu sem taka undir órökin um að vísvitandi innflutningur á smiti sé eitthvað sem þjóðin þurfi að lifa við.

Með tilheyrandi efnahagslegum skaða og inngripi í daglegt líf fólks.

Hvernig geta blaðamenn hlustað á svona bull og skrifað svona frétt??

Halda þeir kannski eins og iðnaðarráðherra að líf kvikni af engu, eða telja þeir kovidveiruna vera svona X-fæl, eitthvað sem jafnvel kemur til landsins með loftsteinum, eða jafnvel geimverunum sem gleymdu að mæta á fundinn á Snæfellsjökli??

 

Fjölmiðlamenn gegna skyldum, eru stundum sagðir hluti af hinu fimmta valdi lýðræðisþjóða.

Þeir brugðust þeirri skyldu á blaðamannafundinum í dag.

Og hafi þeir ekki vottorð uppá meðfædda náttúrulega heimsku, þá er afsökun þeirra engin.

 

Þjóðin sætir árásum hins heimska hægris.

Daglegu lífi hennar er ógnað, sem og heilsu og lífi margra samlanda okkar.

Í raun hryðjuverk af áður óþekktri stærðargráðu.

 

Og fjölmiðlarnir dansa með.

Er hægt að leggjast lægra??

 

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Hert og slakað næstu mánuðina eða árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kunna ekki að skammst sín.

 

Er skiljanlegt fyrir mann sem er nýheiðraður fyrir framgöngu sína.

 

Fálkaorða fyrir dánarhlutfall uppá 30 per milljón íbúa, er alveg ágætt, gæti alveg verið verra, en hve margar orður hefði kollegi sóttvarnarlæknis í Færeyjum fengið úr hendi Guðna forseta svona í ljósi þess að hlutfall hans er 0,0 per milljón íbúa.

Mismunurinn er fólk sem dó, en jú, þetta gat verið verra.

Og enginn efast um að eftir að veirunni var vísvitandi hleypt inní landið með góðfúslega leyfi sóttvarnaryfirvalda, að þá var snöfurmannlega brugðist við.

Sem og að veiran var líka hjálpleg, þróttur hennar til að smita þvarr með hækkandi sól.

 

En að ábyrgðarmaður seinni bylgjunnar, maðurinn sem gaf hægri öfgunum í ríkisstjórn Íslands blessun sína við að hleypa inn veirunni, skulu skammlaust komast upp með að tala um ákveðin vonbrigði er fyrir neðan allar hellur.

Eina sem getur útskýrt þennan fréttaflutning er vonin um ríkisstyrk svo Mogginn komist á ríkisjötunina líkt og hinir meðfærilegu blaðamenn Rúv.

Í raun á Mogginn aðeins eftir að blessa ICEsave samning Svavars, og þá er botn lágkúrunnar endanlega náð.

Og enginn kann að skammst sín, hvorki sóttvarnarlæknir, hægri öfgarnir eða fjölmiðlamennirnir sem virðast vera firrtir allri skynsemi og viti.

Nema jú að þeir láti sig dreyma um ótímabæran arf fallinna ættingja.

 

Enginn minnist á að sóttvarnayfirvöld vissu að skimun við landamæri væri í besta falli 80% örugg, eða að ótímabær opnun landamæra í Evrópu væri bein ávísun á að áður örugg lönd fengju næstu bylgju, örugg tölfræði fortíðar segði ekkert um nútíðina eða aukningu smita í náinni framtíð.

Enda er lok lok og læs það eina sem fréttist frá Evrópu síðustu dagana.

Líkt og öruggt er að það verður lokað á okkur innan ekki svo langs tíma, enda seinni bylgja hafinn, ekki með aumingjaveiru líkt og síðast, heldur bráðsmitandi sem fékk Kára til að fölna í viðtölum gærdagsins.

 

Og það eina sem orðuþeginn hefur að segja um afglöp sín og rangar ákvarðanir er að raunveruleikinn sé ákveðinn vonbrigði.

Eins og hann hafi aldrei heyrt minnst á að ef smitleiðir eru ekki rofnar, þá smita veirur, og veldisaukning smita þeirra er einföld stærðfræði ef smit hefur á annað borð sloppið inn fyrir landamærin.

Það skiptir ekki máli hve margir greinast í tíma, það skiptir máli hve margir sleppa og smita.

Eitthvað sem sérfræðingur á að vita.

 

Það kallast svo að bíta höfuð af skömminni að benda á almenning og segja að hann hafi ekki gætt að sér.

Almenningur var á móti innflutningnum á smiti, almenningur hefur skömm á hægri öfgunum sem berjast gegn sóttvörnum og bera ábyrgð á nýsmiti í löndum eins og Bandaríkjunum og Brasilíu.

Almenningur ætlast til að sóttvarnarlæknir verji hann gegn atlögum hins heimska hægris, en leggi ekki blessun sína yfir afglöp þess.

 

Þórólfur brást, og bendir á aðra.

Alla nema sjálfan sig.

 

Það dugði síðast.

En dugar það núna??

 

Þar er efinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjölgun smita „ákveðin vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 75
  • Sl. sólarhring: 1022
  • Sl. viku: 4805
  • Frá upphafi: 1486945

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 4112
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband