Ráherra deilir við raunveruleikann.

 

Núna þegar grunur um smit hefur á Hrafnistu, fréttir hrannast upp af smitum sem ekki er hægt að rekja, hurðum er skellt aftur á hjúkrunarheimilum, fólk í áhættuhópum er farið að loka sig inni, lögreglan bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á Norðurlandi Eystra er að missa mannskap í sóttkví með tilheyrandi álagi á restina og SÓTTVARNARYFIRVÖLD LÝSA ÞVÍ YFIR AÐ FARALDUR ER SKOLLINN Á, þá er þetta haft eftir ráðherra ferðamála á Íslandi.

"En áhættan af því að skima og hleypa fólki inn er svo lítil að ég get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn til þess að tryggja þessa innlendu eftirspurn.".

Og maður spyr sig í hvaða heimi lifir blessuð manneskjan því ljóst er að hún er ekki í þeim heimi sem við hin lifum í og þarf að glíma við afleiðingar af ótímabæri opnun landamæranna.

Ef nýr faraldur er dæmi um litla áhættu, hvað þarf þá til að telja áhættuna mikla??

 

Í síðasta pistli mínum rakti ég gagnrýni heilbrigðisstarfsmanna á hina ótímabæru opnun landamæranna án undangenginnar sóttkvíar, það þarf ekki að deila um að allt sem þeir óttuðust hefur gengið eftir.

Ég benti líka á viðtal við Gylfa Zoega hagfræðiprófessor þar sem hann taldi að ávinningurinn af opnun landamæranna gæti aldrei vegið upp áhættuna á að hér yrði öllu lokað á miðju sumri, sá skaði sem hið innlenda hagkerfi yrði fyrir væri margfaldur á við þær tekjur sem ferðamannaiðnaður á tímum heimsfaraldurs myndi skila nettó í hagkerfið.

En fyrst og síðast benti Gylfi á að það að lifa og vera venjuleg manneskja, snérist ekki bara um krónur og aura, hin sönnu gæði fælust í öllu því sem ný smitbylgja kórónuveirunnar ógnaði; "„Þetta eru svona almannagæði að geta búið í landi þar sem að er ekki farsótt, þar sem að fólk getur mætt í vinnu, farið út að borða, það getur hist. Og þessi almannagæði eru svo mikilvæg að maður má passa sig að gera ekkert sem að stefnir þeim í voða.".

Og hvaða óbrjálaður maður tekur ekki undir þessi orð Gylfa, sérstaklega núna þegar nýr faraldur er skollinn á?

 

Gylfi hnykkir á þessum rökum í nýlegri grein í tímaritinu Vísbendingu og í viðtali við Ruv vegna þessarar greinar má lesa hvernig hann afgreiðir þau rök opnunarsinna að hagsmunir ferðaþjónustunnar hafi kallað á hina ótímabæru opnun;

" .. segir Gylfi að ábatinn af því að slaka á ferðatakmörkunum til Íslands hafi verið ofmetinn. Hann minnir á að opnun landamæranna hafi líka falið í sér að Íslendingar færu til útlanda. Ef ferðatakmarkanir hefðu ekki verið rýmkaðar hefði eftirspurn Íslendinga hér á landi bætt upp fyrir tekjumissinn af ferðamönnum að miklu leyti. „Við höfum séð stóraukna eftirspurn Íslendinga innanlands eftir vörum og þjónustu,“ segir hann. Í fyrra hafi Íslendingar eytt um það bil 200 milljörðum erlendis en í sumar hafi þeir eytt stórum hluta þessara fjármuna hérlendis".

Þetta er ekki flókið, fólk þarf að taka sér frí, geti það ekki farið í frí til útlanda, þá fer það í frí innanlands, og er líklegt til að eyða svipuðum fjárhæðum og það gerir erlendis.  Og til að ýta undir það var stjórnvöldum í lófa lagt að draga tímabundið úr álögum á ferðaþjónustuna, þar var til alls að vinna því það eru jú engar tekjur af gjaldþrota atvinnugrein.

 

Í haust hefði síðan verið hægt að meta stöðuna í ljósi þróun faraldursins í nágrannalöndum okkar, eitthvað sem var ekki vitað í vor, en er vitað núna, faraldurinn er farinn úr böndunum eða er að fara úr böndunum, víðast hvar í Evrópu sem og í Norður og Suður Ameríku.

En við hefðum getað lifað án ótta í sumar, við sætum ekki uppi með hið samfélagslega tjón sem seinni bylgjan hefur þegar valdið og mun valda næstu vikur, og ekki hvað síst, þá værum við smitlaust land sem gæti boðið fólki upp á athvarf í heimi þar sem farsótt geisar.

Ég hygg að margur hefði lagt á sig sóttkví fyrir það athvarf og öryggi, og hefði jafnvel orðið sóknarfæri fyrir íslenska ferðaþjónustu.

 

Gylfi bendir síðan á hvar hinn raunverulegi skaði liggur.

Og hann er ekki að ein atvinnugrein, hversu mikilvæg sem hún annars er, þurfi að aðlaga sig að raunveruleikanum á tímum heimsfaraldurs, heldur afleiðingarnar á allt annað í samfélaginu;

" „Eins og við sjáum erlendis þar sem farsóttin herjar á þjóðfélög. Þar lamar hún efnahagsstarfsemi innanlands. Fólk þorir ekki að fara í verslanir, fólk mætir ekki til vinnu og svo framvegis. Og ég held að hagurinn af því að opna hafi verið ofmetinn og áhættan vanmetin,“ segir hann.

Í Vísbendingu skrifar Gylfi að með ákvörðunum sínum um opnun landamæranna hafi stjórnvöld stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu. Til dæmis þeim gæðum fólks að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað. Þar með hafi efnahag landsins einnig verið stefnt í hættu. ...

.... „En það sem skiptir líka máli er önnur þjónusta sem ekki tengist ferðamönnum. Þjónusta sem lamast í farsótt. Öll þjónusta innanlands og þorri atvinnulífsins krefst þess að fólk hittist, vinni saman á skrifstofum, sé að kaupa hvert af öðru í verslunum, að þeir sem séu að byggja ný hús geti mætt á byggingasvæði,“ segir hann. Þá minnir hann á að ekki megi gera lítið úr þeim lífsgæðum sem felast í því að búa í samfélagi þar sem engin farsótt geisar.".

 

Það lifir enginn til lengdar í lokuðu samfélagi, og samfélagið er ekki lokað vegna þess að fólk, hvort sem það er ferðamenn eða við á faraldsfæti, þurfum að fara í sóttkví við landamærin.

Samfélag er lokað þegar sóttvarnir leyfa aðeins lágmarkssamskipti á milli einstaklinga, banna alla viðburði, hvort sem það er á sviði íþrótta, skemmtana, lista eða annarra afþreyingar.

Það þrífst ekkert heilbrigt mannlíf í stöðugum ótta.

 

Þetta eru staðreyndir raunveruleikans, og við þessar staðreyndir rífst ráðherra ferðamála í viðtali við Ruv eða þeirri grein sem Mbl.is vitnar í.

Hver einasta setning hjá henni er annaðhvort röng, heimsk eða lýsir algjöri vanþekkingu á samfélagi fólks og þeim athöfnum þess sem við köllum efnahagslíf.

Rosalega sorglegt.

 

Það er staðreynd að opnun landamæra án sóttvarna myndi óhjákvæmilega leiða til nýs faraldurs vegna þess að skimun fyrir veirunni á landamærunum er ekki örugg. Þetta snýst ekki um þá sem eru mældir og hve stórt hlutfall þeir eru af heildarfjölda skimaðra, þetta snýst um þá sem sleppa framhjá ratsjá sóttvarnayfirvalda og valda nýrri smitbylgju í samfélaginu.

Fyrirfram var ekki vitað hverjir myndu smita, vissulega líklegra að það væru Íslendingar eða erlent farandverkafólk vegna nánari tengsla út í samfélaginu, en hinn upphaflegi óþekkti smitberi getur alveg eins verið erlendur ferðamaður. 

Skiptir samt engu máli, smitið er óhjákvæmilegt, og um það hefur raunveruleikinn skorið úr um, ekki bara hér, heldur líka hjá öðrum þjóðum sem héldu að það væri hægt að hafa stjórn á innflutningi á smiti.

 

Það er líka staðreynd að ávinningurinn af opnun landamæra núna í sumar var alltaf vafasöm vegna þess að líklegt var að innlend eftirspurn héldi lífi í ferðamannaiðnaðinum.

Í haust var svo hægt að meta næstu skref út frá þróun mála í nágrannalöndum okkar.

 

Loks er það staðreynd að ótímabær opnun landamæranna ógnaði allri innlendri þjónustu, og sá skaði er hinn raunverulegi skaði af völdum farsóttarinnar.

Opnun landamæranna ógnaði stærri almannahagsmunum fyrir minni hagsmunum sérhagsmuna.

Og opnun landamæranna var bein ógn við heilsu og heilbrigði þjóðarinnar, margfaldur á við þann tilfinningalega skaða þotuliðsins að fá ekki að ferðast um heiminn á tímum farsóttar.

 

Firringuna í rifrildi ferðamálaráðherra við raunveruleikann má síðan lesa í þessum aulahúmor hennar; "Í þess­ari stöðu kem­ur á óvart að Gylfi Zoëga skuli í grein sinni í Vís­bend­ingu leggja áherslu á að við þurf­um ekki er­lenda ferðamenn því að staða efna­hags­mála sé fram­ar von­um og þannig hafi t.d. merki­lega marg­ir keypt gist­ingu á lands­byggðinni í sum­ar. Þetta slær mig svo­lítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í haus­verk­inn að morgni. Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hring­inn í októ­ber,“ skrif­ar Þór­dís.".

Sem staðfestir að hún er ekki beintengd við raunveruleikann eða þá að þetta er enginn húmor.

 

Það fer enginn erlendur ferðamaður hringinn í október.

Fattar hún það ekki??

Við höfum misst stjórn á ástandinu.

 

Hvort sem það er þjóðin sem fær nóg af herkvínni og grýtir hina erlendu ferðamenn, eða þeim verður meinað að ferðast til Íslands án þess að vera skyldaðir í sóttkví við heimkomuna, þá er engin að ferðast í haust í miðri seinni bylgju heimsfaraldursins.

Ótímabær opnun landamæranna eyðilagði þann möguleika.

Við erum ekki lengur griðland.

 

Veiran gengur laus.

Ólíkt því sem var í vor.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Ferðamenn ekki vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ljóst orðið, og var reyndar fyrr ljóst,

að Þórdís Kolbrún Reykás reiðir ekki vitið í þverpokum.

Allur þessi pistill þinn um þynnku hennar og aulafyndni er til sanninda um það. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.8.2020 kl. 20:18

2 identicon

Það er svo með ólíkindum að Þórdís þessi skuli vera, hvorki meira né minna,

varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Það er eitt af mörgu, sem sýnir hversu illa er komið fyrir þeim flokki, nú til dags.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.8.2020 kl. 20:59

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Og vonarstjarna flokksins í þjóðfélagi auðræðisins þar sem stjórnmál snúast um sýnd eða tilbúning, ekki innihald.

En hún talar sem ráðherra ferðamála, orð hennar hljóta að vera vörn ríkisstjórnarinnar.

Þetta eru ekki bara börn eða óvitar sem stjórna okkur, þau virðast vera heimsk í þokkabót.

Gera mistök er eitt, og Gylfi bendir réttilega á að staðan var erfið og þrýstingur á að opna landamærin var og er skiljanlegur.

En að kannast ekki við mistök sín er hins vegar sorglegt, og ennþá sorglegra að lesa og hlusta á hundalógíkina sem beitt er til að verja hina röngu ákvörðun, sem og að ríghalda í hana líkt og hundur með roðbita í kjafti.

Heimska og afneitun er ekki besta leiðin til að fá fólk í lið með sér á tímum þar sem þjóðareining er eina vörnin gegn hættulegum vágest.

En við hlýðum Víði, það er ekkert annað í boði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.8.2020 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband