Þetta er barátta um framtíð þjóðar.

 

Einfaldara er ekki hægt að orða kjarna þeirrar baráttu sem þjóðin á við ógnaröfl hins skítuga fjármagns og mun enda í algjörum yfirráðum vogunarsjóða yfir efnahag landsins og þar með þjóðfélaginu öllu.

Kjarni sem fólk á ennþá mjög erfitt að átta sig á, og ennþá erfiðara að skilja að sú barátta er töpuð ef það sjálft stígur ekki fram.

Í pistli mínum Upprisan tók ég þeim grunnþáttum sem þurfa að vera til staðar ef fólk ætlar að eiga von í þessu stríði, við þessi ógnaröfl mannvonsku og mannhaturs sem víla ekkert fyrir sér í taumlausri gróðafíkn. 

Ég ætla að endurtaka  lokakafla þess pistils, og ítreka, það er engin önnur leið.  Ekki fyrir þá sem eiga líf sem þarf að vernda.

 

Við erum að tala um sjálfa Upprisu mannsins, þegar hinn venjulegi maður rís á fætur og tekur örlög sín í eigin hendur.  Hættir að vera leiksoppur höfðingja, siðspillts fjármagns, siðblindra manna.

 

Upprisa mannsins í víðustu merkingu á sér stað þegar hann stígur næsta skref siðmenningarinnar og hættir að líta á dráp sem valkost í deilum.  Um þá upprisu hef ég skrifað áður og ætla ekki að endurtaka hér, ef reynt er að stíga of stórt skref mun klofið klofna og fóturinn því strax dreginn til baka. 

Upprisan gegn vogunarsjóðunum, gegn valdinu sem þeir hafa keypt, gegn fólkinu sem seldi okkur í  þrældóm skuldanna, er upprisan sem þessi pistill fjallar um.

 

Hvaða skilyrði þurfa vera til staðar, og eru ekki þegar nefnd, til að fólk rísi upp, og rísi upp saman svo afl þess verði valdinu yfirsterkara??

Svarið er ákaflega einfalt, því eftir því hefur verið leitað áður.  Og það þótti nógu merkilegt til að vera skráð niður í bók sem er ennþá lesin.

Það er svarið sem ríki maðurinn fékk á sínum tíma.

"Eins er þér vant; far þú og sel allar eigur þínar og gef fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himni; kom síðan og fylg mér.".

En þetta var ekki svarið sem ríki maðurinn vildi heyra, það er sagt að hann hefði orðið dapur og farið sína leið, hann vildi himnasæluna en vildi ekki fórna eigum sínum fyrir hana.

 

Það sama gildir um manninn sem rís upp.  Ef hann vill virkilega í hjarta sínum verja framtíð barna sinna, þá setur hann ekki skilyrðin, hann verður að sætta sig við þau skilyrði sem baráttan krefst af honum.  Annars getur hann látið ógert að spyrja.

Hann getur ekki bent á aðra, hann getur ekki notað skálkaskjól, að hann vilji en það sé svo mikið í húfi að hann geri ekki.  Hann verður að sætta sig við að það gerir þetta enginn annar fyrri hann.

Hann verður sætta sig við staðreyndir, hætta að rífast við þær, hætta að halda fram sínum skoðunum gangi þær gegn raunveruleikanum.

Hann á í stríði og hann verður að sætta sig við lögmál stríðsrekstrar.  Líklegast er þetta það sem fólk á erfiðast með að sætta sig við.  Að það þurfi að standa saman, að það þurfi að gera það sem þarf að gera, það þarf að lúta forystu, og það þarf að lúta aga.  "Mér finnst", "ég held", "ég tel" eru ekki gild orð lengur, heldur "hvað þarf að gera", "hvað get ég gert","hvernig get ég hjálpað".

Og átta sig á þessari einföldu staðreynd sem ég benti á í pistli mínum um skæruliðann.

 Í stríði gilda einföld lögmál, þú berst við óvininn þar sem hann er veikastur, með þeim tækjum og tólum sem þú hefur yfir að ráða. Þú myndar bandalag við óvini óvinar þíns, alveg óháð fyrri ágreiningi við þann sama óvin óvinarins þíns, og þú herjar á þá sem starfa með óvini þínum, alveg óháð því hvort þú hafir áður átt samleið með þessum vini óvinar þíns. Þeir sem skilja þetta ekki, þeir tapa stríðum.

Þetta skildi Churchil, þess vegna var Hitler gjörsigraður, bandamenn lögðu til hliðar allan sinn ágreining á meðan stríðinu stóð.

Og hann skildi líka annað lykilatriði, þú semur ekki við illskuna, þú semur aldrei, eða átt aldrei neitt samstarf við fólk sem ætlar sér að skuldaþrælka börnin þín.  Þú getur sýnt því miskunn þegar það er sigrað, en þú sýnir enga miskunn í stríðinu.  Við illskuna er aldrei samið, hún heldur aldrei neina samninga, hún semur því aðeins ef hún stendur höllum fæti og þarf að kaupa sér tíma.

Eitthvað sem Hagsmunasamtök heimilanna áttuðu sig ekki á haustið 2010 þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir var komin upp að vegg, og hefði ekki lifað af ef einbeitt forysta hefði leitt andóf fólksins.

 

Það er sagt að það sé auðveldara fyrir úlfalda að ganga í gegnum  nálarauga en fyrir venjulegan mann að sætta sig við svarið við þessari spurningu.

Ég ætla því ekki að ræða þetta mál neitt frekar, hef aðeins svarað þeirri spurningu hvað hægt er að gera eftir að Liljur Vallarins fölnuðu.

Það þjónar engum tilgangi að ræða þessa spurningu frekar því þetta er eina svarið sem þeir sem spyrja vilja ekki heyra.  Almennt sér vilja þeir heyra hvað þeirra menn eru góðir en hinir eru vondir.  Og ef þeirra menn lenda óvart í þeirri stöðu að vera vondu karlarnir, þá er því alltaf sýndur skilningur og umburðarlyndi.  

Menn kjósa sinn flokk þó hann stefni þeim í glötun.

 

Eini tilgangurinn við að skrifa svona pistil er að til sé svar fyrir leitandi fólk sem vill ekki aftur og aftur gera sömu mistökin, þegar það áttar sig á að allt það sem það hélt og taldi, að það gekk ekki upp.

Það myndaðist ekki neitt afl á móti valdinu, vogunarsjóðirnir tóku yfir þjóðfélagið.  Þeir eru líka lúmskir og munu draga til baka sínar ýtrustu kröfur.  Eins munu þeir ekki rífa þjóðina á hol í fyrstu atlögu, hún mjólkar betur í hægt kyrkjandi hengingaról vaxta og verðtryggingar, með ríkisfjármál sem smán saman standa ekki undir útgjöldum velferðarinnar.

Jafnvel eftir kosningarnar þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar tekur við, þá mun einhverju verða lofað, eitthvað útspil með verðtrygginguna, einhverjar hömlur á gjaldeyrisútstreyminu.

Svo smá saman versnar ástandið, það þarf að gera þetta og hitt, skera niður hér, einkavæða þar.

 

Vogunarsjóðirnir eru nefnilega ekki nein fífl, þeir kunna sitt starf.

Við erum heldur ekkert fífl, en Upprisan gerir of miklar kröfur til okkar.  Hugsanlega verður það þessi næsti og næsti sem breyta einhverju að lokum.  

En það er langlíklegast að öfgar mæti öfgunum, að hatur spretti upp af kúgun.

 

Það verður ekki gott þjóðfélag sem kemur út úr þeirri baráttu, ekki fallegt á neinn hátt.

En það er þannig þegar fallega fólkið kýs flóttann, afneitunina, telur sig ekki hafa styrk til að rísa upp.  Eða það telur skotgrafir lífsins það skítugar og óhreinar að það sé ekki þess að standa þar vaktina.

Ég veit það ekki, ég veit að fallega fólkið er þarna úti í ómældu magni, en ekki mjög sýnilegt.  Ekki í stríðinu við amerísku vogunarsjóðina.  

 

En fallegt fólk er forsenda fallegs þjóðfélags.

Þessi pistill er ekki ákall til þess, aðeins samin til að láta vita að ég veit að það er til.

Maður skilur ekki mat eftir á stein handa huldufólki ef maður trúir ekki á tilveru þeirra.  Það hef ég heyrt sagt eftir ömmu minni.  Sem var falleg kona, falleg manneskja.

 

Við sjáumst í Byltingu lífsins.  

Innan um Liljur Vallarins, með Valkyrjum Vallarins sem fóstra von lífsins.

 

Því lífið mun lifa af.

Galdur lífsins mun sjá til þess.

Upprisa mannsins mun sjá til þess.

 

Einn daginn, einn daginn.

 

 

Ef við nennum ekki að hugleiða þetta þá munum við aldrei gera það sem þarf að gera til að brjóta ægivald vogunarsjóðanna á bak aftur. 

Vegna þess að aðeins eitt afl sameinaðar andstöðu mun brjóta niður múra valdsins, og þess þarf, valdið mun ekki semja, það mun ekki gefa eftir verðtrygginguna eða vernda þjóðina gegn kröfu vogunarsjóðanna um að fá að fara með snjóhengjuna úr landi með því að breyta froðu í beinharðan gjaldeyri.

 

Sundruð gerum við það aldrei.

 

Kveðja að austan.


mbl.is Framtíð Samstöðu verði ákveðin á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt framtíð um neyð vill inní Evrópu.

 

Því þar er alþjóða Rauði krossinn búinn að lýsa yfir að sér neyðarsvæði.  Hann getur ekki lengur hjálpað fátækum börnum  í Afríku því það þarf að hjálpa sveltandi fólki í Evrópu.  Hundruð þúsunda treysta á matargjafir sjóðsins.

Þess vegna herðir Guðmundur Steingrímsson á þegar aðrir vilja slaka.  Hann er trúr stefnu síns flokks um algjöra neyð almennings á Íslandi.  

 

Hann man þegar Alþingi brást sumarið 2009 og samþykkti ekki Svavarssamninginn óbreyttan.  Sama hvað Guðmundur fór oft í ræðustól, sem reyndar var ekki oft því hann er ekki verkmikill þingmaður, og skammaði þingmenn fyrir málþóf og niðurrifsstarfsemi á þessum ágæta samningi sem kvað um greiðslur á bilinu 550-1.000 milljarða, afsal á dómsvaldi og yfirumsjón breta og Hollendinga með íslenskum ríkisfjármálum, að þá hlustaði þingheimur ekki á Guðmund.

Hann var einn, alveg eins og hann er einn í dag.

 

Og það er ákaflega einfaldar skýringar á því að hann er einn.

Aðrir þingmenn eru læsir og hafa til dæmis lesið þessa samantekt um 20 staðreyndir um yfirvofandi fall evrunnar og þar með Evrópusambandsins.  Hún er á ensku en jafn fróðleg fyrir því. 

"#1 10 Months: Manufacturing activity in both France and Germany has contracted for 10 months in a row.
#2 11.8 Percent: The unemployment rate in the eurozone has now risen to 11.8 percent - a brand new all-time high.
#3 17 Months: In November, Italy experienced the sharpest decline in retail sales that it had experienced in 17 months.
#4 20 Months: Manufacturing activity in Spain has contracted for 20 months in a row.
#5 20 Percent: It is estimated that bad loans now make up approximately 20 percent of all domestic loans in the Greek banking system at this point.
#6 22 Percent: A whopping 22 percent of the entire population of Ireland lives in jobless households.
#7 26 Percent: The unemployment rate in Greece is now 26 percent. A year ago it was only 18.9 percent.
#8 26.6 Percent: The unemployment rate in Spain has risen to an astounding 26.6 percent.
#9 27.0 Percent: The unemployment rate for workers under the age of 25 in Cyprus. Back in 2008, this number was well below 10 percent.
#10 28 Percent: Sales of French-made vehicles in November were down 28 percent compared to a year earlier.
#11 36 Percent: Today, the poverty rate in Greece is 36 percent. Back in 2009 it was only about 20 percent.
#12 37.1 Percent: The unemployment rate for workers under the age of 25 in Italy - a brand new all-time high.
#13 44 Percent: An astounding 44 percent of the entire population of Bulgaria is facing "severe material deprivation".
#14 56.5 Percent: The unemployment rate for workers under the age of 25 in Spain - a brand new all-time high.
#15 57.6 Percent: The unemployment rate for workers under the age of 25 in Greece - a brand new all-time high.
#16 60 Percent: Citigroup is projecting that there is a 60 percent probability that Greece will leave the eurozone within the next 12 to 18 months.
#17 70 Percent: It has been reported that some homes in Spain are being sold at a 70% discount from where they were at during the peak of the housing bubble back in 2006. At this point there are approximately 2 million unsold homes in Spain.
#18 200 Percent: The debt to GDP ratio in Greece is rapidly approaching 200 percent.
#19 1997: According to the Committee of French Automobile Producers, 2012 was the worst year for the French automobile industry since 1997.
#20 2 Million: Back in 2005, the French auto industry produced about 3.5 million vehicles. In 2012, that number dropped to about 2 million vehicles."
 

Staðreyndir sem orð fá ekki breytt.

 

Og staðfesting á því er ákafi Guðmundar að komast í Evrópusambandið.

Hann þarf að lifa eins og aðrir og kostun vogunarsjóðanna hljóðar ekki upp á velsæld og velmegun, hagvöxt og grósku.  Þeir sérhæfa sig í eymd og volæði almennings og ætlast ekki til neins annars af þeim flokkum sem þeir kosta en að þeir sannfæri fólk um að framtíð þess sé best borgið í arðráni og örbirgð.  

 

Þeir hafa fjárfest í Íslandi og vilja fá yfirráð yfir sinni fjárfestingu.  

Það eina sem flækist fyrir er lýðræðið, andófið sem verðtryggingin hefur skapað meðal almennings.  

Þess vegna þurfa þeir flokk sem tæklar það andóf með tómhyggju og heimsku.

 

Björt framtíð um neyð er þeirra flokkur.

Kveðja að austan.


mbl.is „Er þetta flókið?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappírspeningar komnir á flug.

 

Síðasta flugferð þeirra endaði með brotlendingu sýndarviðskiptanna.

Næsta flugferð endar með brotlendingu fjármálakerfis heimsins.

Vegna þess að almannasjóðir mokuðu skítinn út síðast, og þeir munu ekki gera það aftur.  

Þó til þess sé fullur vilji hjá stjórnmálamönnum í vasa auðmanna, og þó þeim takist að blekkja almenning enn einu sinni með stjórn sinni á fjölmiðlum heimsins og yfirráðum yfir hinum akademíska heimi, að þá er einn hængur sem ekki er hægt að blekkja.

 

Tómir ríkissjóðir.

Kveðja að austan.


mbl.is Enn eitt metið hjá JPMorgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er betra en íhaldið.

 

Er frasi á mynd sem flýgur um netheima.

Dreifingaraðilar eru stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar sem nýta sér þekkta taktík þjóðofbeldismanna að fá stuðning við núverandi óhæfuverk sín með því að magna upp múgæsingu gegn gerendum fortíðar. 

Sjálfsagt að reyna það, fólk sem var að frjósa í hel í Gúlaginu hélt á sér hita með því að hlusta á ræður um óhæfuverk Rússakeisara á ánauðum bændum á fyrri tímum.  

Þjóðverjar urðu steinhissa þegar þeir fundu fjöldagröf í Katynskógi, byssukúlurnar voru sovéskar, ekki þýskar.  Þeir kölluðu strax á Rauða krossinn því þeim vantaði hlutlaust vitni að þeir báru ekki ábyrgð á ódæðisverkunum.  Ekki þarna, bara annars staðar.

Þeir sögðu reyndar ekki að allt sé betra en íhaldið, heldur sjáið helvítis kommúnistana.

 

Það sem vekur athygli mína, og ástæða þess að ég blogga um þetta, er að fólk, sem telur sig vera á móti endurreisn fjármálakerfisins á kostnað þjóðarinnar, að það dreifir þessu efni grimmt.

Sem vekur spurningu um, hverju er það á móti??

Ég hélt að það væri á móti hinum löglega þjófnaði sem kallast verðtrygging.  Að það væri á móti hinni gífurlegu eignartilfærslu sem hefur átt sér stað í skjóli hennar.

Að það væri á móti því að blóð þjóðarinnar hefði verið notað til að fita fjármálapúkana sem eru nú þegar orðnir feitari en púkinn á fjósabitanum.

Einnig hélt ég að það hefði annan metnað fyrir hönd barna sinna en að láta þau þræla í arðránsnámum amerísku vogunarsjóðanna.  

 

Þetta hélt ég en hef greinilega haft rangt fyrir mér.

Eftir allt saman var það bara á móti íhaldinu.

 

Það er ekki skrýtið þó vogunarsjóðirnir hrósi sigri og blóðmjólkun verðtryggingarinnar sé komin til að vera.

Þegar þeir sem verja, verja ekki.

Kveðja að austan.


Betrun samfélagsins.

 

Það er óhætt að segja að Thelma Ásdísardóttir er sá einstaki einstaklingur sem mest áhrif hefur haft á íslenskt nútímaþjóðfélag.

Þegar hún steig fram og sagði sögu sína án þess að draga nokkuð undan, og án þess að skammast sín fyrir það sem henni var gert, þá gerðist eitthvað hjá þjóðinni.

Þá skildi fólk alltí einu að það var margt sem hafði ekki verið í lagi, og var ekki í lagi hjá þjóðinni.

Níðingarnir áttu ekki bara heima úti, þeir voru meðal okkar, og þöggunin og skömmin sem samfélagið umlukti fórnarlömb níðinganna, þetta voru ekki sögur úr fjarlægum tímum, frá fjarlægum löndum, þetta var Ísland í dag, ekki einangrað, ekki einstakt, heldur raunveruleiki hjá fjöldamörgum börnum og fjöldamörgum fullorðnum, sem voru að glíma við afleiðingar óhæfuverkanna árum og áratugum saman, í þögn og jafnvel í í skömm.

Vissulega voru þessi mál í umræðunni og þjóðin var oft reið, en eftir Thelmu var hún ekki söm.  

 

Það gerðist eitthvað, þjóðin reyndi að bæta sig, að hjálpa, að bregðast við, að þegja ekki.

"Við ákváðum ekki að verða sofandi samfélag" segir forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar.

Og óhætt er að segja að samfélagið hafi tekið svipaða ákvörðun og reynt að betra sig.  Það ætlar ekki að líða þessi brot, og það ætlar að reyna að hjálpa.

 

Það er ekki það sama og ástandið sé orðið gott í dag, en það er á réttri leið.

Og ekki bara í sambandi við kynferðisbrot, einelti, ofsóknir, ofbeldi, þetta er ekki liðið eins og var.

Það er verið að reyna að takast á við þessa hluti.

Af alvöru og af heilindum hjá fullt af fólki um allt land.  Hjá fólkinu í kerfinu, hjá fólkinu í skólunum, á heimilunum, út um allt samfélagið.

 

En það er ekki það sama og ástandið sé orðið gott, það tekur tíma að breyta, tíma að læra ný vinnubrögð, og rétt vinnubrögð, þau sem virka, bæði fyrirbyggjandi sem og þau sem takast á við vanda þegar hann kemur upp.

Líklegast er mesti sigurinn að sektin er ekki lengur hjá þolendum heldur gerandanum, og hjá þeim sem hafa ekki brugðist við þegar þeir áttu að bregðast við, þögðu eða litu í hina áttina, gerðu ekki sína skyldu.

 

En betur má ef duga skal.

Af hverju er ekki sett upp hjálparmiðstöð sem fær öll nauðsynleg fjárframlög frá hinu opinbera, líknarsamtökum, fyrirtækju, einstaklingum og öðrum sem láta sig málið varða, og þessi hjálparmiðstöð bíður öllum fórnarlömbum, sem eru lifandi á Íslandi í dag, alla þá nauðsynlega hjálp og aðstoð, sem þau telja sig þurfa til að ná aftur tökum á lífi sínu.

Mikið af þessu fólki er hvort sem er viðloðandi heilbrigðiskerfið því afleiðingar níðsins leita út í allskonar sjúkdóma, vanlíðan, heilsuleysi, heilsubresti, sem fólk leitar sér hjálpar við án þess að það sé tekið á grunnmeininu.  Fyrir þá sem virða engin rök önnur en fjárhagsleg, þá benda á að svona hjálp sparar þjóðfélaginu pening til lengri tíma, og eykur tekjur þess því bætt heilsa skilar sér í auknu vinnuframlagi.

Af hverju eru Stígamót ekki með ríflegan fjárstuðning frá hinu opinbera til að geta sinnt öllum þeim sem þangað leitað á þann hátt sem þau telja bestan.  Stígamót eru engu minni líknarsamtök en Rauði krossinn eða Hjálparsamtök kirkjunnar.  Þau brugðu við þegar aðrir brugðust.  

Af hverju eru fórnarlömb kynferðisbrotamanna ekki kortlögð og boðin hjálp og "meðferð" að fyrra bragði.  Kynferðisbrot eru oft vítahringur sem eiga sér rætur langt aftur í tímann, fórnarlamb í dag getur orðið gerandi á morgun.  Öll þekkjum við þessa góðu sögu Milenium sem var að benda á slík tengsl, að löngu dáið skrímsli gæti stýrt atburðum dagsins í dag. 

Það er ekkert samasem merki þarna á milli en það eru tengsl, tengsl sem hægt er að rekja, og rjúfa.

 

Og þar með er komið að mesta tabúi umræðunnar, af hverju er hefnd og reiði látin stjórna umræðunni????  Refsa, hegna, gelda, gera líf afbrotamannanna af algjöru helvíti. 

Réttlætingin er að þeir hafa gert líf annarra af algjöru helvíti.  Hið hundheiðna viðhorf Gamla Testamentisins í sinni tærustu mynd.  Að launa illt með illu, að vera verri en sá sem var vondur.

Að fordæma ekki verknaðinn heldur gerandann.  Að viðhalda vítahring illskunnar út í hið óendanlega því illskan finnur sér alltaf farveg.  Eða allt þar til hún mætir kærleik, við honum á illskan ekkert svar.

 

Mig langar að vitna í viðtal við Gunnar Hansson, eitt fórnarlamba Karls Vignis, en því viðtali gaf ein af Valkyrjum vallarins  að þar færi ein af perlum lífsins.

 

"Gunnar hefur áhyggjur af því að samfélagið komist ekki nógu langt í að takast á við umræðu af þessu tagi. „Það þarf að fara í grunninn á þessu, hvernig við getum tekist á við þetta. Það fer rosalega mikil orka í reiðina sem blossar upp, í því að kalla þessa menn skrímsli eða að þeir séu af hinu illa. Aftur segi ég að ég skil þessi viðbrögð, en ég hræðist þau líka. Ég sé veika einstaklinga sem þarf að koma af þessari braut," segir Gunnar. Fyrst og fremst þurfi þó að vernda börnin. „Ég er ekki með neina töfralausn, en ég vona að við náum að komast í einhverja átt fyrir börnin til þess að koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur. Við þurfum að láta okkur aðeins renna reiðin og skoða þessi mál af yfirvegun," segir Gunnar. „Þetta eru svo hrikaleg og erfið mál að við þurfum að komast eitthvað lengra, eitthvað áfram" bætir hann við.

Ég er ekkert rosalega refsiglaður. Mér er miklu meira í mun að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur," segir hann. Það þurfi að taka á málum gagnvart þolendum. „Að þeir þori að koma fram með hluti sem þessa og þeim verði hjálpað," segir hann. Einnig að tekið verði á málum gerenda. „Þá er ég ekki að meina að það eigi að hengja þá upp á torgum. Í mínum augum eru þetta bara sjúkir einstaklingar sem þarf að takast á við. Við erum samfélag og við þurfum að takast á við það," segir Gunnar að lokum.".

 

Þetta eru sjúkir einstaklingar og siðað samfélag hjálpar sjúkum einstaklingum.

Aðeins þannig náum við tökum á vandanum, aðeins þannig náum við að rjúfa vítahringinn.

 

Siðað samfélag verndar líka börnin sín, það hlusta á þau, og það hlustar á foreldra þeirra þegar þeir vekja máls á níði, hvort sem það er kynferðislegt, einelti, misbeiting, eða það sem er útbreiddasta barnaníðið í dag, óttast að börnin fái ekki að sofa í rúmum sínum því rukkari verðtryggingarinnar ætlar að bera þau út á gaddinn.

Það er nefnilega meira barnaníð en það sem er kynferðislegt.

Alvarlegasta barnaníðið er að svipta börn heimilum sínum vegna tilbúinna tækja manna eins og verðtryggingar, eða vegna ólöglegrar gengistryggingar.  

Að koma börnum og heimilum landsins ekki til hjálpar eftir fjármálahamfarir er mesta smán í ellefu hundruð ára sögu landsins.  Áður fór fólk á vergang vegna fátæktar, og vegna samfélagsgerðar liðinna alda.  Í dag er vergangurinn stjórnvaldaðgerð, og slík stjórnvaldsaðgerð er því mesta níð Íslandssögunnar.

 

Og við sem þjóð þegjum.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Barnaníðingur versti stimpillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægir á í Þýskalandi!!

 

Lengi getur Eurokratinn hagrætt sannleikanum.

Það er samdráttur í Þýskalandi í dag.  

Það var fyrir ári síðan sem fór að hægjast á efnahagslífinu og það endaði í samdrætti.

 

Svona leikur af tölfræði er eins og að segja að maður sem datt í sjóinn að hann sé tiltölulega þurr ef litið er á föt hans síðasta sólarhringinn.

 

Af hverju er Mogginn af öllu fjölmiðlum að taka þátt í þögguninni á ástandinu í Evrópu???

Er ekki nóg að Ruv sé í þeirri deild???

 

Af hverju má fólk ekki vita sannleikann um það sem er að gerast á evrusvæðinu.  

Að heimskan í stefnu Brussel og AGS hefur ekki bara stórskaða efnahagslíf jaðarríkjanna, sá skaði er farinn að seytla inní kjarnaríki álfunnar.  

Er skýringin kannski sú að heimskan er opinber stefna Bjarna Benediktssonar sem ætlar að slátra íslensku efnahagslífi með sömu óráðum og beitt er í Grikklandi og víðar, að skera og skera og skera niður þar til allt er dautt???

 

Má blaðamaður Moggans ekki að segja satt, fólk gæti lagt saman tvo og tvo.  

Jafnvel farið að hlusta aftur á viðtal Bjarna Ben við Sigurjón Egilsson í þættinum á Sprengjusandi fyrir jól.  Þar sem Bjarni hrósaði Þjóðverjum fyrir staðfestu þeirra að líða ekki halla á ríkisfjármálum jaðarríkjanna.  Og lýsti því yfir að hann ætlaði að skera niður um 80 milljarða í viðbót.

Gaman hjá okkur eftir kosningar.  

 

Allavega er lygin æpandi um allt samfélag, staðreyndir má ekki ræða, þekkingu má ekki virða.  

Allt verður að lúta hagsmunum fjármagnsins, hagsmunum vogunarsjóðanna.

Og sannleikurinn er ekki í þeirra liði.

 

Þó það dugi fyrir Davíð að benda á Jóhönnu í leiðurum sínum þá mun það ekki duga þegar hann spjallar við Lykla Pétur.

Ekki heldur þegar Íslandssagan verður skráð.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Hægir verulega á í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meinlokan um Alþingi.

 

Endurspeglast í gagnrýni Ástu.

Að Alþingi eigi að vera kósý vinnustaður þar sem hlutirnir gangi snurðulaust fyrir sig.

Alþingi er vígvöllur þjóðarinnar, þar koma átakafletirnir saman, og ef það eru hatrömm átök í þjóðfélaginu, þá magnast þau upp á Alþingi.  Þau eiga að gera það.

 

Þessi meinloka þjáir mjög fólkið sem þykist vera á móti, fólkið sem telur sig hæft til að sitja á þingi því það getur gagnrýnt það sem miður hefur farið.

Það áttar sig ekki á því að þegar stjórnvöld kljúfa þjóðina í herðar niður að þá eru hatrömm átök á Alþingi nútíma útgáfa af götuvígum byltingaráranna.  

Á fólk að sætta sig við að náttúra landsins sé útsöluvara??

Á fólk að sætta sig við ekkert sé virkjað því það má ekki snerta neina þúgu???

Á fólk að sætta sig við að sjálfvirkt tæki sígur allt eigið fé út úr heimilum landsins??

Á fólk að sætta sig við að óðaverðbólga brennir upp allt sparifé þess???

 

Svo ég nefni andstæða póla sem óhjákvæmilega valda átökum ef naumur meirihluti þjóðar ætlar sér að vaða yfir stóran minnihluta á skítugum skónum.

Málþófið er þá réttur minnihlutans að hamla á móti.

Vilji menn ekki málþóf, þá er reynt að finna fleti sem sættir sem flest sjónarmið, og ef það tekst, þá renna mál í gegn.

 

En málþóf er alltaf betra en götuvígi, gleymum því aldrei.

Kveðja að austan.


mbl.is „Dapurleg niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atlaga að þjóðinni.

 

 Hvenær urðu víxlhækkanir verðlags og launa

"unnið verði markvisst að því með raunhæfum aðgerðum að halda verðbólgu í skefjum og reynt verði að ná samstöðu um meginþætti atvinnustefnu til að glæða hagvöxt og skapa störf.".

raunhæf aðgerð til að halda verðbólgu í skefjum.

Og hvenær ætla brandarakallarnir sem sömdu þessa klausu að átta sig á að þjóðfélag í helgreipum verðtryggingarinnar skapar ekki innlendan hagvöxt, innlend störf.

Það gerir aðeins erlend fjárfesting þar sem hagvöxtur mælist en arðurinn fer úr landi og þegar sú fjárfesting ræður öllu sökum mikilvægi sitt, þá leita störfin í að verða láglauna störf mönnuð erlendu farandvinnuafli.

 

Það er útaf fyrir sig forgangssök að aðilar vinnuaflsins sjái sér hag í að knésetja þjóðina í þágu evrutrúar sinnar en það er lágmark að þeir vanvirði ekki vitsmuni þjóðarinnar við þá iðju.

Það á að vera hægt að gera þá kröfu að losna við svona bull í yfirlýsingum frá þeim.

Til of mikils að ætla að þeir segi satt, en svona nauðgun á skynsemi fólks á ekki að sjást.

 

Er til of mikil ætlast???

Kveðja að austan.


mbl.is Náðu saman um tillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa er neyðarsvæði.

 

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaráðs Rauða krossins.  

Og Rauði krossinn, sem starfar á neyðarsvæðum Evrópu, varar við að óeirðir brjótist út líkt og gerðist í einræðisríkjum Arabaheimsins.

Ástandið er ekki til komið vegna náttúruhamfara, ekki vegna stríðsástands, ekki vegna stórfelldra truflana og samdráttar í framleiðslu, heldur vegna gjaldmiðils, evrunnar.

Og það sér ekki fyrir endann á þessu ástandi.  Atvinnuleysi ungs fólks er í sögulegum hæðum, efnahagslíf jaðarsvæða dregst saman og samdráttur er einnig hafinn í Þýskalandi og Frakklandi, kjarnaríkjum sambandsins.

Evrópa í dag er tifandi tímasprengja.

 

Á Alþingi Íslendinga er ekki verið að ræða þetta alvarlega ástand í Evrópu.

Það er ekki verið að ræða hvaða áhrif það hefur á viðkvæma gjaldeyrisstöðu landsins ef samdráttur eykst í Evrópu.  Eða hvað verður ef óeirðir brjótast út?  Hvað þá ef barist verður á götum Evrópu'

Verður flóttamannastraumur til Íslands??

Hvert flýr fólk neyðina, óeirðirnar, átökin.???

 

Nei, Alþingi Íslendinga ræðir það ekki.  Ekki frekar en vanda heimilanna eða yfirvofandi yfirtöku ameríska vogunarsjóða á efnahagslífi landsins.

Ríkisstjórn Íslands á í aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið og hyggst ganga í sambandið.

Að ganga inn í neyðina.

 

Og stjórnarandstaðan tekur þátt í skrípaleiknum eins og hún sjái ekki heldur hið alvarlega ástand í Evrópu.

Hún ræðir hvort það eigi að nota ís eða klaka til að hægja á viðræðunum, svona fram yfir kosningarnar.

 

Hún spyr ekki hvort fólk sé vitfirrt.  Hvort það eigi að kalla á lækni, eða fjárfesta í spennitreyjum.

Hún ræðir ekki lygina, vitfirringuna.

Hún upplýsir þjóðina ekki um hvað er að gerast í Evrópu, segir ekki frá neyðinni sem eykst með hverjum deginum, frá líkunum á að óeirðir brjótist út, að götur stórborga Evrópu breytist í vígvöll.

Hún ræðir ekki reiðina, örvæntinguna, sem býr sig um í huga unga fólksins sem er svipt allri framtíð, er án vinnu, er án framtíðar.

Hún talar ekki um ástandið í fátækrahverfunum, hjá atvinnuleysingjunum, hjá fólkinu í matarbiðröðunum.

 

Hvort að þetta sé sú framtíð sem Alþingi Íslendinga vilji virkilega íslensku þjóðinni??

 

Nei, um þetta þegir stjórnarandstaðan. 

Alveg eins  og hún þegir um heimili landsins og hún þegir um vogunarsjóðina.

 

Var Sjálfstæðisflokkurinn stofnaður um þessa þögn??

Var Framsóknarflokkurinn stofnaður um þessa þögn??

Að þegja þegar á að leggja landið niður??

 

Hvar er manndómurinn, hvar er kjarkurinn, hvar er vitið???

 

Og hvar er fólkið sem treysti þessum flokkum fyrir atkvæðum sínum, af hverju þegir það líka??

Og hvar er þjóðin sem á að innlima í þessa neyð???

 

Um hvað ræðir þjóðin, hvað er hún að hugsa??

Er öllum virkilega sama??  Hefur enginn döngun til að verja sig og sína??

Elta allir í blindi vitfirrt fólk fram af hengifluginu??

 

Hvenær urðu við svona??

Það er langt síðan að við hættum að hugsa um náungann, en hvenær hætti fólk að hugsa um sinn eigin hag???

Hvenær ákvað það að eymd og neyð skildi marka framtíð barna þeirra???

Hvenær var það svipt sjálfsbjargarhvötinni??

 

Ég bara spyr og er ekki einn um það.

Og á meðan neyðin eykst í Evrópu með hverjum deginum, tæmist úr stundarglasi þjóðarinnar. 

Tími hennar er á þrotum.

 

Evrópusambandið er handan við hornið.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Ekki ákvörðun korteri fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með svikin við heimilin??

 

Er það aukaatriði???

ICEsave fjárkúgun breta??

Er hún líka aukaatriði??

Yfirtaka vogunarsjóðanna??

Líka aukaatriðið??

 

Veit Jón Bjarnason að í öllum þessum málum þýðir ósigur þjóðarinnar ferð á ómagarými til Brussel.

Vegna þess að þjóðin getur ekki staðið í skilum með gjaldeyrinn. 

Og ef heimil landsins fá ekki leiðréttingu sinna mála á Alþingi, þá leita þau út eins og gert var 1262.

 

Það liggur við að maður haldi að Jón sé laumu EsB sinni, ómálin sem hann styður sundra þjóðinni og sundruð þjóð heldur ekki sjálfstæði sínu.

Lærdómur Sturlungaaldar ætti að kenna mönnum það.

Kveðja að austan.


mbl.is Jón útilokar ekki að fara úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 8
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 1888
  • Frá upphafi: 1494376

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1598
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband